Helgarpósturinn - 05.09.1985, Page 9

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Page 9
Guðrún Helgadóttir: „Forysta Alþýðu- bandalagsins veður áfram án þess að taka tillit til annarra flokksmanna." Rannveig Traustadóttir: „Meginmarkmið nefndarinnar var að vekja umræðu innan flokksins um vanda hans." Kristín Á. Óiafsdóttir: „Alþýðubanda- lagið hefur ekki haft þann kraft sem skyldi til að standa gegn árásum hægri aflanna á lífskjör fólks í landinu." Alþýðubandalagsins var samþykkt að senda ályktanir „mæðranefnd- ar“ til Æskulýðsfylkingarinnar til umfjöllunar og síðan aftur til fram- kvæmdastjórnar. Ályktun „mæðra- nefndar1' er fyrst og fremst hugsuð sem innanflokksplagg sem veki flokksmenn til umhugsunar um stöðu Alþýðubandalagsins nú og ábendingar um leiðir út úr ógöng- um flokksins. Þótt nefndin sé upp- haflega sett á laggirnar með það fyr- ir augum að glæða áhuga ungs fólks á Alþýðubandalaginu, undirstrika nefndarmenn það mjög sterkt að þarna sé stærra vandamál á ferð- inni, nefnilega staða flokksins í heild. En hve mikilvægt er þá plagg- ið og hvaða hugmyndum og nýjum straumum dregur það dám af? I fyrsta lagi er ályktunin skrifuð af þremur frammákonum í Alþýðu- bandalaginu, Guðrúnu Helgadóttur, fyrrum borgarfulltrúa flokksins og alþingismanni sem hve ötulast hef- ur velgt karlpeningi flokksforyst- unnar undir uggum í ræðu og riti, Kristínu Á. Ólafsdóttur sem hefur verið starfsmaður flokksins um ára- bil og Rannveigu Traustadóttur sem er bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í Hafnarfirði. Hrannar Arnarson (sem er sonur Kristínar Á. Ólafsdótt- ur) er formaður Æskulýðsfylkingar flokksins í Reykjavík. Það broslega við þessa nefnd er náttúrulega að i henni situr sjálfur formaðurinn Svavar Gestsson, sem í augum margra flokksmanna er orðinn sam- nefnari fyrir karla- og afturhaldsöfl Alþýðubandalagsins. Svavar dró sig hins vegar fljótlega út úr störfum nefndarinnar, sem hann að öllum líkindum sársér eftir að loknum lestri á niðurstöðum hennar þar sem spjótunum er fyrst og fremst beint að forystusveit flokksins undir hans stjórn. Pólitísk samstaða í gerjun Það sem er kannski athyglis- verðast við ályktun „mæðranefnd- ar“ er að hún endurspeglar pólitíska samstöðu sem er í gerjun innan flokksins og kann að reynast „gömlu" valdaklíku flokksins skeinuhætt. Andspyrnuhreyfingin er samansett af þremur hópum: Kvennahreyfingu flokksins, Þjóð- viljamönnum og unga fólkinu í Æskulýðsfylkingunni. Flokks- bundnir kvenmenn í Alþýðubanda- laginu hafa þjappast saman á síð- ustu misserum og láta meira í sér heyra út á við; í því sambandi má t.d. nefna greinar Guðrúnar Helgadótt- ur í Þjóðviljanum. Gagnrýni kvenn- anna á valdhafa flokksins er í stuttu máli sú, að fáir karlar „plotti" í skúmaskotum og komi síðan ábúð- arfullir fram fyrir skjöldu og sefi stelpurnar og aðra gagnrýnendur í föðurlegum áminningartóni. Allri raunhæfri og virkri þátttöku kvenna í flokknum sé haldið niðri „sérstaklega ef um efstu áhrifastöð- ur er að ræða". Guðrún Helgadóttir segir við HP: „Sami sjúkdómur hrjáir Alþýðu- bandalagið og aðra flokka; valdið safnast á fárra hendur. Forystan veður áfram án þess að taka tillit til annarra flokksmanna." Konurnar hafa einnig þungar áhyggjur af því að karlasveit Alþýðubandalagsins sé gamaldags í hugsun, talsmáta og framkomu. Ein frammákona innan Alþýðubandalagsins segir við HP: „Þegar Steingrímur Sigfússon kom suður á þing, hélt ég að nú bættist ungur, nútímalegur maður við þing- flokk Alþýðubandalagsins. En hann var alveg jafn aldraður í hugsun og fasi og hinir skarfarnir. Hann er meira að segja hagmæltur upp á gamla móðinn!" Eftir að Einar Karl Haraldsson hætti sem ritstjóri Þjóðviljans fengu ung og ný öfl lausan tauminn á blað- inu. Áð vísu hafði Olafur Ragnar Grímsson fengið að leika lausum hala síðustu valdamánuði Einars Karls og hleypti nýju lífi í blaðið. En það var fyrst þegar Össur Skarphéd- insson varð ritstjóri blaðsins og Oskar Gudmundson ritstjórnarfull- trúi, að blaðið gerðist gagnrýnin og sjálfstæð rödd í vélasamstæðu Al- þýðubandalagsins. Á skömmum tíma tókst þeim félögum að reita forystusveit ASÍ til óhaminnar reiði og um tíma virtist ritstjórastóllinn skekjast undir Össuri. En hann stóð af sér hræringarnar og margar aðr- ar atlögur hafa verið gerðar til höf- uðs honum síðar, bæði leynt og Ijóst. Össur hefur hins vegar fullan stuðning ritstjórnar. Þjóðviljamenn hafa einkum gagnrýnt flokksfor- ystuna fyrir að halda umræðunni um flokkinn niðri, að þráast við að ljá nýjum röddum eyra og taka þátt í valdatafli stjórnmálanna og þjóð- lífsins á sama hátt og hver annar kerfisflokkur. Össur Skarphéðins- son segir t.d. í heilsíðugrein í Þjóð- viljanum þ. 3. ágúst sl.: „Flokkur sem ekki getur brotið stöðu sína til mergjar og reynt að laga sig þannig að breyttum að- stæðum er einfaldlega orðinn stöðnun að bráð og hans bíður þá fátt nema hengiflugið í flaumi tím- ans." Óskar Guðmundsson segir í sviðsettum orðaskiptum við sjálfan sig sem birtust í Innsýnargrein í Þjóðviljanum þ. 24. ágúst sl.: „Heldurðu að flokkseigendafélagið í Alþýðubandalaginu sé í eðli sínu öðruvísi en önnur flokkseigendafé- lög? Það skiptir í raun og veru ekki máli, heldur hitt hvar fólkið er, hreyfingin, vinur. Kreppa Alþýðu- bandalagsins er fyrst og fremst sú, að fólkið hefur snúið sér frá því í allt- of ríkum mæli." Öðrum finnst Al- þýðubandalagið slappt í stjórnar- andstöðunni. Kristín Á. Ólafsdóttir orðar þetta þannig við HP: „Flokk- urinn hefur ekki haft þann kraft sem skyldi til að standa gegn árásum hægri aflanna á lífskjör fólksins í landinu. En sökin er ennfremur verkalýðshreyfingarinnar." Ef ýmsar greinar þeirra Össurar og Óskars undanfarna mánuði eru grannt skoðaðar, má lesa milli lín- anna alla þá gagnrýni sem fram kemur á flokkinn í skorinorðri skýrslu „mæðranefndar". Og nú er unga fólkið á leið inn í samstöðu kvennahreyfingar flokksins og Þjóðviljamanna. Hvaö gerir Svavar? Umræðan um kreppu Alþýðu- bandalagsins hófst reyndar hér í Helgarpóstinum. Þ. 28. mars 1985 segir Ólafur Ragnar Grímsson í við- tali við blaðamann HP: „Alþýðu- bandalagið er í kreppu. Það er alveg ljóst. Flokksforystan þarf að taka al- varlega til heima hjá sér ef takast á að snúa vörn í sókn." Og síðar: „Þetta getur ekki gengið svona lengi. Og hvort þetta þýðir uppgjör eða ekki, skal ég ekki segja til um.“ Uppgjör eða ekki? Flokksmenn mæna nú flestir til landsfundar Al- þýðubandalagsins þ. 7. nóvember, á sjálfu byltingarafmælinu rússneska. Víst er að sá fundur mun verða sögulegur. Sú umræða sem hefur hafist innan Alþýðubandalagsins á eflaust eftir að brjótast út á fullu á landsfundinum. Guðrún Helgadótt- ir orðar þetta eftirfarandi: „Eg tel ekki ólíklegt að einhver tónn heyrist á landsfundinum. Það verður ekki lengur þolað að forystumennirnir lesi einhverja ákveðna lesningu yfir lýðnum. Sannleikurinn er nefnilega sá að á landsfundi eigum við alitaf að hlusta á hvað forystan hefur gert. Enginn tími vinnst til almennra umræðna." En gagnrýnin á yfirgang flokks- forystukarlanna takmarkast ekki eingöngu við valdayfirráð. Hinn al- menni flokksmaður hefur þungar áhyggjur af dvínandi stéttarvitund forystumanna, fölnandi hugsjóna- eldi og baráttudoða. Að mati margra í flokknum eru þingmenn og fulltrúar hans í borgarstjórn og sveitarstjórnum orðnir samdauna kerfinu. Mun andspyrnuhreyfingunni vaxa fiskur um hrygg á komandi vikum og efla hið pólitíska andóf gegn ráðandi öflum í flokknum? Er hugsanlegt að þessari nýju sam- stöðu kvenna, Þjóðvilja og ungs fólks takist að hrista og jafnvel brjóta stoðir gamla karlakerfis- valdsins og hvað bíöur Alþýðu- bandalagsins þá? Er þá einnig hugs- anlegt að hin nýja hreyfing tefli fram formannsframbjóðanda til höfuðs Svavari? Margir horfa til Ólafs Ragn- ars Grímssonar í því sambandi. Eða mun Svavar grípa þessa nýju strauma og virkja þá í flokksvélina, í stað þess að láta þá stífla hana? Þessum og öðrum spurningum er erfitt að svara á líðandi stundu. En eitt er víst; Svavar formaður er í mikilli klemmu þessa dagana og hann verður að spila hyggilega úr spilum sínum ef honum á að takast að halda flokknum saman og efla fylgi hans í komandi kosningum. Skoðanakannanir, erfiðleikar í sam- vinnu við verkalýðshreyfinguna, vaxandi sundrung innan flokksins og nú síðast gagnrýni „mæðra- nefndar" eru allt talandi tákn um erfiða tíma framundan hjá forystu- liði Alþýðubandalagsins. En við skulum ekki gleyma því að Svavar og aðrir karlar í forystusveit Al- þýðubandalagsins eiga marga leiki í stöðunni. Leyniskýrsla framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins Hér á eftir fer skýrsla „mæðranefndar“ sem skipuð var af framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins þ. 29. júlí sl. Skýrslan er birt óstytt og án athugasemda eða breytinga af hálfu HP. NOKKUR ATRIÐI TIL UMHUGSUNAR frá „mæðranefndinni", sem kosin var á fundi framkvæmdastjórnar 29. júlí sl. Verkefni nefndarinnar er að fjalla um AB og unga fólkið. Af hverju á AB svo litlu fylgi að fagna meðal ungs fólks og hvað getur flokkurinn gert til að ná til þessa hóps? Eftirtalin störfuðu með nefndinni: Guðrún Helgadóttir, Kristín Ólafsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Svavar Gestsson og Guðný Túliníus og Hrannar Arnarson frá ÆFAB. Hér á eftir eru „niðurstöður" nefndarinnar settar fram í þrennu lagi: 1. Af hverju á AB svo litlu fylgi að fagna meðal ungs fólks? 2. Hvað getur AB gert til að ná til ungs fólks? 3. Eftir hvaða leiðum er best að ná til unga fólksins? I upphafi er rétt að taka fram að meginniðurstaða nefndarinnar er sú að það vandamál sem flokkurinn stendur frammi fyrir varðandi ungt fólk er ekki einangrað við þennan aldurshóp, heldur er hér um að ræða vanda flokksins varðandi kjósendur almennt. Það er því nauðsynlegt að skoða „vandamálið með unga fólkið" sem hluta af stærra vandamáli, vandamáli sem mikilvægt er að flokkurinn skoði í heild sinni. 1. AF HVERJU Á AB SVO LITLU FYLGI AÐ FAGNA MEÐAL UNGS FÓLKS? — Almennt um pólitíska strauma og unga fólkið. í dag er straumurinn til hægri og lúxusinn er í tísku. Ungt fólk vili koma sér áfram, leggur hart að sér í námi og í atvinnulífinu, í harðri sam- keppni hvert við annað um vel launaðar stöður, sem gefa aðgang að lúx- usnum. Engir feitir bitar eru innan opinbera geirans lengur og því eru það einkafyrirtækin sem ungt fólk mænir á sem framtíðarmöguleika. Hægri öflin styðja einkafyrirtækin og stuðla þar með að því að framtíð- ardraumarnir geti ræst. — AB og unga fólkið. Ungt fólk veit í raun mjög lítið um AB; stefnu flokksins, hugmynda- fræði, baráttumál, hugsjónir o.s.frv. Flokkurinn hefur verið of upptekinn af því að verja kerfið og fyrri gerðir sínar í ríkisstjórnum og borgarstjórn. AB hefur ekki teflt fram sinni hugmyndafræði (sósíalismanum) gegn hugmyndafræði hægri aflanna (frjálshyggjunni), heldur látið hægri öfl- unum eftir að útskýra fyrir unga fólkinu hvað sósíalisminn er. Ungt fólk hefur ekki trú á pólitískum flokkum. Flokkarnir eru, í þess augum, spillt- ir, gamaldags, leiðinlegir og ólýðræðislegir. Sérstaklega „gömlu" kerfis- flokkarnir. AB er þarna engin undantekning, flokkurinn er leiðinlegur, ólýðræðislegur og staðnaður kerfisflokkur, sem fyrst og fremst eyðir kröftum sínum í að verja það sem er eða það sem var. Sá flokkanna sem stendur einna dyggastan vörð um kerfið eins og það er, bendir ekki fram á veginn til nýrra möguleika eða nýrra framtíðarvona. Hefur í augum flestra brugðist því að berjast fyrir bættum kjörum launafólks. í ofanálag er flokkurinn karlaflokkur; þeir sem koma fram fyrir hönd flokksins eru karlar á miðjum aldri eða þar yfir. Þetta er sú ímynd sem ungt fólk (og annaö fólk) hefur af flokkn- um. Það er afar lítið í starfi flokksins og stefnumálum sem er spennandi, skemmtilegt, nýtt, ferskt og aðlaðandi í augnm ungs fólks. 2. HVAÐ GETUR AB GERT TIL AÐ NÁ TIL UNGS FÓLKS? — Það sem AB getur fyrst og fremst teflt fram gegn þeirri hægri hug- myndafræði, sem nú hefur slegið í gegn, er hugsjón sósíalismans. Sá flokkur sem hefur hugsjón sem hann trúir á, getur hrifið fjöldann med sér. Hugsjón sósíalista um nýtt og betra samfélag jafnaðar og rétt- lætis er okkar svar til unga fólksins. Jafnframt er nauðsynlegt að benda á hversu mannfjandsamleg frjáls- hyggjan er. — AB verður að breyta starfsháttum sínum; verða lýðræðislegra, skemmtilegra, nútímalegra o.s.frv. — Breyta verður ímynd flokksins útávið, t.d. að fleiri komi fram fyrir hönd flokksins en þungbúnir og ábúðarmiklir „gamlir" karlar. Ungt fólk og konur verða að koma fram í dagsljósið. Dæmi um misheppnaða tilraun til að breyta ímynd flokksins: Á síðasta landsfundi voru 2 konur kosnar í stjórn ÁB, en þær hafa ekki sést né heyrst síðan. 3. EFTIR HVAÐA LEIÐUM ER BEST AÐ NÁ TIL UNGS FÓLKS? Nýjar leiðir — ekki hefðbundnar bæklingaútgáfur. Finna leiðir sem ná til ungs fólks t.d. tónlist — myndbönd, eitthvað ferskt og nýtt. Fólk sem kemur fram fyrir hönd flokksins verður að huga að málfari sínu, gamli kansellístíllinn gengur ekki. En umfram allt: Það þýðir ekki að setja upp leiktjóld. Ef gefa á mynd af skemmtilegum lýðræðislegum flokki með bjarta framtíðarsýn, heil- steypta hugmyndafræði og skýra stefnu, þá verður flokkurinn að vera þannig í raun. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.