Helgarpósturinn - 05.09.1985, Side 10

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elin Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Jakob Þór Haraldsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsia: Guðrún Hás'ler Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Breytingar í „himnaríki'7 Átjánda apríl í vor skýrði Helgarpósturinn frá því fyrst blaða, að bankastjórar nytu sér- stakra lífeyrisfríðinda og væru þaraðauki lögbrjótar með því að greiða ekki krónu í lífeyris- sjóð, sem þó er lögbundið. Áð- ur hafði NT upplýst um launa- aukamál sömu stéttar. Nú hefur Baldur Möller fyrrverandi ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu komist að þeirri niður- stöðu, að skipan eftirlaunamála bankastjóra ríkisbankanna sé ekki í samræmi við lög. í fram- haldi af því hefur Matthías Á. Mathiesen bankamálaráðherra ákveðið að bankastjórarr skuli hlíta sömu lögum og reglum og aðrir launþegar hjá ríkinu. Þá hefur Matthías ákveðið breytingar á bílamálum banka- stjóra. í vor, þegar HP vann að þessu máli, komum við þráfalt að luktum dyrum og hvarvetna í kerfinu var reynt að leiða okk- ur á villigötur. Og eftir að við birt- um niðurstöður athugunar okk- ar var reynt að gera frétt okkar tortryggilega. En nú hefur Bald- ur Möller lagt sömu staðreyndir á borðið og þær dregur enginn í efa. Hérlendis er oft um það tal- að, að fjölmiðlarnir hafi mikil áhrif. Það er vissulega rétt, þótt þetta eigi einkum við um áhrif á hina pólitísku umræðu. Hitt er miklu sjaldgæfara að uppljóstr- anir blaða verði beinlínis til þess, að fyrirkomulagi í „kerf- inu" sé breytt. I þetta sinn höfðu blöð áhrif og ber að fagna því, að þankamálaráð- herra skuli hafa fengið jafn vandaðan embættismann og Baldur Möller er til þess að fara í saumana á „himnaríki" banka- stjóranna, eins og Guðmundur Einarsson þingmaður BJ komst að orði í ræðu um þessi mál á þingi í vor. Það er raunar full ástæða til þess að hrósa honum einnig í þessu sambandi, því það var hann, sem vakti athygli banka- málaráðherra á grein Helgar- póstsins um Kfeyrismálin. Hann sagði á Alþingi, að það væri ekki fráleitt að leyfa sér að ætla að bankastjórar ættu að „eldast á sama hraða og við hin". Það hefur nú orðið niður- staðan. Helgarpósturinn fagnar þeirri ákvörðun Matthíasar Á. Mathiesens, að framvegis skuli bankastjórar ríkisbankanna gera bankamálaráðherra hverju sinni viðvart, þegar fyrirhugað- ar eru breytingar á launakjörum þeirra. Það er fráleitt, að ein til- tekin stétt manna hafi sjálf- dæmi um eigin kjör og búi við þau án vitundar viðkomandi ráðherra eða þingmanna. BRÉF TIL RITSTJÖRNAR Sighvatur, Alþýöu- flokkurinn og HP Að undanförnu hafa af og til verið að birtast í Helgarpóstinum sögu- sagnir um deilur í Alþýðuflokknum. Nokkur mannanöfn hafa verið nefnd í því sambandi, þar á meðal mitt. Meðal annars hefur verið full- yrt, að í aðsigi séu átök á milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar um framtíð Alþýðublaðsins og val manna í stjórnir hlutafélaga, sem hafa með höndum rekstur blaðs og prentsmiðju. Ég hef ekki lagt í vana minn að elt- ast við slúður í blöðum. Vegna máls- atvika, sem ég hirði ekki um að ræða nánar, ætla ég þó að bregða út af þeim vana. Allar frásagnir Helg- arpóstsins og raunar annarra um átök eða deilur í Alþýðuflokknum með minni aðild eru algerlega til- hæfuiausar. Ég hef síst í huga að; efna til deilna um útgáfu Alþýðu-- blaðsins eða val manna í stjórnir hlutafélaga flokksins. Þau mál eru á valdi og á ábyrgð stjórnar Alþýðu- flokksins og mér er fjarri skapi að efna til átaka um þau, hvorki þar né annars staðar. í einu tbl. Helgarpóstsins birtist athugasemd um svipuð efni frá Árna Gunnarssyni. Auk þess að lýsa frásagnir Helgarpóstsins tilhæfu- lausar, eins og ég hef hér gert, nefn- ir Árni í athugasemd sinni, að heim- ildarmenn að þessum slúðursögum gætu verið í hópi þeirra örfáu, sem vitneskju hafa um málefni fyrir- tækja flokksins — en meðal þeirra örfáu er sá, sem þetta ritar. Margir hafa skýrt mér svo frá að fullyrt sé, að þessi ummæli beri að skilja svo að ég eigi að vera þessi „heimildar- maður" og að fyrir því séu einhver rök. Ég hef sjálfur ekki fengið stað- fest að þannig beri að skilja orð Árna, enda með öllu ástæðulaust að gera svo. Til þess að koma í veg fyr- ir, að það sé gert og til þess að leið- rétta misskilning þeirra, sem það kunna að hafa gert, vil ég taka fram eftirfarandi: Ekki svo mikið sem eitt stakt orð hefur farið á milli mín og ritstjóra eða blaðamanna Helgarpóstsins svo mánuðum skiptir utan samtals, sem ég átti í fyrri viku við Ingólf Margeirsson, ritstjóra. í því samtali fór ég þess á leit við ritstjórann, að hann hefði sjálfur frumkvæði um að upplýsa hlutaðeigandi, að ég væri ekki heimildarmaður blaðsins að þessum frásögnum og féllst ritstjór- inn fúslega á þau tilmæli mín. Jafn- framt bauðst hann til þess að birta yfirlýsingu í blaðinu um sama efni ef ég óskaði þess. Væntanlega má því ljóst vera, að getsakir um, að ég sé heimildarmaður Helgarpóstsins fyr- ir þessum frásögnum, eru einskær tilbúningur — og mættu menn gjarna hafa það í huga. Ég geri hins vegar enga tilraun til þess að giska á hvaðan frásagnir þær sem Helgarpósturinn hefur flutt af málefnum Alþýðuflokksins eru runnar. Að lokum vil ég svo ítreka opin- berlega tilboðið, sem ég gerði rit- stjóra Helgarpóstsins fyrir tæpu ári þegar honum mátti vera orðið það Ijóst, að einhver „heimildarmaður" hafði misnotað traust blaðsins til þess að koma á framfæri frásögnum um mig, sem ekki voru bara tilbún- ingur hans heldur gátu auk þess undir engum kringumstæðum stað- ist: Ég er hvenær sem er reiðubúinn til þess að svara spurningum Helg- arpóstsins um afstöðu mína til manna og málefna utan sem innan Alþýðuflokks af fullri hreinskilni og afdráttarlaust sé ég spurður þannig að blaðið þurfi ekki að byggja á frá- sögnum heimildarmanna nema það sjálft kjósi fremur að hafa þann hátt- inn á. Með þökk fyrir birtinguna. Sighualur Björgvinsson. vflSZaðvrlei»|« Þorgeir og sjálfræöis- sviptingin /20. tbl. HP, þ. 15. maí 1985 birtist grein um Þorgeir Kristin Magnússon og baráttu hans fyrir borgaralegum réttindum sínum, en hann hefur ver- id sviptur kosningarétti, sjálfrœöi og fjárrœöi. Þorgeir hefur haft sam- band viö blaöiö og vill aö eftirfar- andi viöbótarupplýsingar komi fram í máli hans. Til ritstjórnar HP. Þ. 19. desember 1967 fór undirrit- aður að bænum Finnmörku í Fremri-Torfustaðahreppi í V-Húna- vatnssýslu til að vinna þar fyrir sínu uppihaldi. Þessa ákvörðun tók ég sjálfur eftir viðtal við bóndann þar á bæ. Ég hafði búið á herbergi í Her- kastalanum í Reykjavík en Félags- málastofnunin hafði þá umráð yfir örorkubótum mínum. Eftir tæplega þriggja mánaða dvöl á Finnmörku, var ég sendur í ferð fyrir bóndann að bænum Bjargi í Miðfirði. I þessari ferð lenti ég í stórhríð, villtist af leið og fannst ekki fyrr en eftir 20 klukkustundir. Ég kól það illa á höndum að taka varð af mér litla fingur hægri handar og stóran hluta af baugfingri sömu handar. Þessar hrakningar kostuðu mig mánaðar- dvöl á Landspítalanum og umbúðir voru ekki teknar af höndum mínum fyrr en í september sama ár. Viku áður en ég hélt norður, eða þ. 12. des. 1967, hafði ég verið sviptur sjálfræði með dómi í Sakadómi. í nóvember þáð ár féll énnfremur á mig úttektardómur. Sami maðurinn stóð að báðum þessum dómum, Gunnlaugur Briem sakadómari. Samkvæmt bókum fangageymsl- unnar árið 1967 virðist ég hafa gist þar sex eða sjö sinnum. Það er því greinilegt að drykkja mín hefur ver- ið frekar lítil það árið. Sjálfræðis- sviptingardómurinn var hins vegar byggður á þeirri forsendu að ég væri ósjálfbjarga vegna sídrykkju. Þarna er um misskilning og rang- færslur að ræða sem dómskerfið hefur enn ekki lagfært. Þær upplýs- ingar sem dómurinn byggði á voru útbúnar af nokkrum aðilum sem höfðu mjög neikvæða afstöðu til mín. I þessu sambandi vil ég til- nefna vottorð Kristjáns Þorvarðar- sonar geðlæknis, en þann mann hef ég aldrei kannast neitt við. Tilraunir mínar til að fá þessum rangfærslum hnekkt hafa mistekist. Sakadómur vísaði málinu frá. Hæstiréttur vísaði máli mínu frá á þeirri forsendu að já- kvæð meðmæli vantaði frá ríkissak- sóknaraembættinu. Ég spyr því sjálfan mig: Hvaða ósköp þarf eigin- lega til, svo breyta megi 18 ára gam- alli rangfærslu sem varðar sjálfræði íslensks þegns? Með þökk fyrir birtinguna. Þorgeir Kr. Magnússon. Húsakaup Verndar Það vakti furðu mína grein í síð- asta Helgarpósti. Ég hélt það vera stefnu blaðsins að leita til beggja aðila þegar ákveðin málefni væru tekin fyrir. Það virðist þó ekki hafa verið gert þegar fjallað var um húsa- kaup Verndar í Teigahverfinu. Svo ekki sé nú minnst á þá smekkleysu að stjórnarmaður í Vernd fjalli um málið. Þvílík blaðamennska er ekki til framdráttar neinu blaði. Annars virðist það vera aðalmál blaða yfir- leitt að ausa upp aur og gera málið jafnvel pólitískt í stað þess að kynna sér málið vel frá öllum hliðum. Ég veit fyrir víst að fundurinn sem haldinn var í Laugalækjarskóla var allur tekinn upp á myndband þann- ig að blaðamenn gætu kynnt sér vel sjónarmið fundarboðenda svo og gætu blaðamenn aukið þekkingu sína með að ræða frekar við íbúa hverfisins. Ég vona og býst við að skitkastinu verði nú hætt og málin athuguð ítar- lega. Virðingarfýllst Björn Stefánsson Grœnuhlíö 13 105 Reykjavík. LEIÐRÉTTING Lokaklausan féll niöur í síðasta tbl. HP, þ. 29/8 1985, féll niður klausa í lok greinar Friðriks Dungal um bridge, „Tvær spilaæf- ingar". Klausan sem fylgja átti á eftir lokastöðunni hljóðaði eftirfarandi: Ef viö spilum og sjáum öll spilin, er enginn vandi aö framkalla þving- un. Þiö hafiö aö sjálfsögöu fylgst með laufum vesturs. Hvernig fer þegar viö látum síöasta trompiö? Neyðist þá ekki vestur til þess að kasta laufadrottningu? Annars er sama hvaö hann gerir. Spilið er unn- iö. Við biðjum Friðrik og lesendur velvirðingar á þessum mistökum. Ritstj. langstærsta bifreiðastöð borgarinnar með flesta 7 farþega bíla -í-—:í-.- Ctr:;: um allan bæ. (0 c .2. > «o ■o S* T3 O) 3 < 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.