Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 21
hjá forsvarsmönnum ísbjarnarins. Jón Ingvarsson, annar fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, kvaðst ekki vilja ræða þessi mál í fjölmiðl- um; allra síst þegar viðræður stæðu nú yfir við borgaryfirvöld um hugs- anlega sameiningu BÚR og Isbjarn- arins. Hitt er skráð skilmerkilega í skýrslu sérfræðinganna, að heildar- skuldir ísbjarnarins að frádregnum veltufjármunum og kröfum (nettó- skuldir) séu 506 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir upp á 382 milljónir um siðustu áramót og þegar rekstrartap fyrstu sex mánuði ársins 1985 er tekið við viðbótar, þá er staðan allt annað en glæsileg. Heildarskuldir um áramót: 638 milljónir. Staða BÚR er ekki miklu skárri. Nettóskuldir eru í kringum 580, en heildarskuldir námu 1,1 milljarði króna um áramótin síðustu. Þær hafa ekki lækkað frá síðustu ára- mótum. Þessar tölur sýna svart á hvítu skuldasúpu þessara fyrirtækja. Það er því ekki út í bláinn að viðskipta- banki þessara fyrirtækja vilji að eitt- hvað verði gert í málinu. Það er óstaðfest, en hald margra sem þessi mál öll þekkja til hlítar, að það sé ekki sist áhugamál Jónasar Haralz bankastjóra Landsbankans að reynt verði að taka á þessum málum. Sag- an segir — óstaðfest að vísu — að Jónas bankastjóri Haralz hafi vakn- að við vondan draum, þegar skuldir ísbjarnarins og OLÍS voru komnar út yfir allt velsæmi og ekkert benti til batnandi tíðar og hann hafi ekki síst verið mikill áhugamaður þess að komið yrði á taug milii BÚR og ís- bjarnarins. birninum, enda hafa málefni Bæjar- útgerðar Reykjavíkur margsinnis verið undir smásjá fjölmiðla og stjórnmálamanna. Þar hefur staða mála verið lýðum Ijós, en almenn- ingur veit á hinn bóginn öllu minna um væntanlegan samstarfsaðila borgarinnar í útgerð og fiskvinnslu — Isbjörninn. Á það var bent, að eigendur ís- bjarnarins stæðu framarlega í Sjálf- stæðisflokknum. Þeir eru sömuleið- is víða eignaraðilar og stjórnar- menn í fyrirtækjum. Áður var getið aðildar þeirra að OLÍS, en þeir koma við sögu á fleiri stöðum. Má þar nefna Tryggingamiðstöðina, Sjóvá, Eimskipafélag fslands og síðast en ekki síst er Jón Ingvarsson stjórnar- formaður í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Jón hefur yfirumsjón með ísbjarnarbræður Hér er einkum beint sjónum að ís- rekstri frystihúss Isbjarnarins, en Vilhjálmur bróðir hans sér um rekst- ur skipanna og annað, þ.á m. loðnu- bræðslu fyrirtækisins á Seyðisfirði. Jón Ingvarsson mun hafa þann hátt á, að sinna málefnum Isbjarnarins fyrir hádegi, en málefnum Sölumið- stöðvarinnar síðdegis. í yfirferð Helgarpóstsins við könnun þessara mála, höfðu margir orð á því, að þeir bræður, Jón og Vil- hjálmur Ingvarssynir, hefðu tekið við miklum eignum eftir brautryðj- andastarf föðurins, Ingvars Vil- hjálmssonar, og borið hefði á því, að þeir horfðu ekki í krónurnar hvað varðar einkaneysluna. Einn við- mælenda Helgarpóstsins sagði það dálítið merkilegt, að ísbjörninn hefði ekki ráð á varalyftara, en hins vegar hefðu þeir bræður ráð á vara- Jón Ingvarsson: Er útrétt hönd Davíðs guðsgjöf í vaxandi „krísu" isbjarnarins, — eina leiðin frá aðsteðjandi rekstrar- stöðvun ? sumarbústaði. Fleiri sögur voru nefndar af bruðli þeirra bræðra, en óstaðfestar sögur af þessu tagi selur Helgarpósturinn ekki dýrari en hann keypti. Hitt er þó ljóst, að ekki er nýtt meðal útgerðarmanna á Is- landi, að umsvif séu talsverð á einkasviðinu, þótt fyrirtæki við- komandi gangi illa. Deilur meðal hluthafa Það er hins vegar staðreynd að meðal hluthafa ísbjarnarins eru uppi deilur. Einn eigenda fyrirtækis- ins, Sigríður Ingvarsdóttir, sem á 25% eignarhlut, mun vera langt frá því sátt við þá slæmu fjárhagsstöðu sem fyrirtækið er komið í og hefur óskað eftir nákvæmum upplýsing- um um stöðu mála. Vera Ragnars Aðalsteinssonar lögfræðings í samninganefnd ísbjarnarins og borgarinnar um sameiningu er til- komin vegna afskipta Sigríðar, sem í gegnum árin hefur lítið komið ná- lægt rekstrinum. Eftir áreiðanleg- um heimildum Helgarpóstsins heimtar Sigríður skýr svör og finnst hag fyrirtækisins illa komið, þegar litið er til styrkrar stöðu þess á árum áður — hagnaðar og mikilla og sterkra eigna. En frá Isbirninum sem slíkum til sameiningarhugmynda. Sam- kvæmt trúnaðarskýrslunni eiga fyr- irtækin hvort fyrir sig fyrir útistand- andi skuldum, þ.e. ef matsverð þeirra er raunhæft. Ef litið er á mats- verð annars vegar, þar sem mann- virki og lóðir eru fasteignamat með 20% álagi og skipin metin eftir kúnstarinnar reglum, þá er áætlað að eigið fé BÚR sé í kringum 175 milljónir en Isbjarnarins tæpar 130 milljónir. Nú er það hins vegar svo, að erfitt er að meta raunverulegt verðgildi atvinnurekstrar af þessu tagi og sérstaklega benda kunnugir á, að snúið gæti orðið að koma mannvirkjum í landi í verð — þau séu ekki góð söluvara við núverandi aðstæður. Sennilegra sé að búa megi til peninga úr skipum fyrir- tækjanna. Vantar meiri peninga Allt að einu er fyrirliggjandi, að ef til sameiningar BÚRIS kæmi, þá þyrfti að stórauka eigið fé fyrirtækj- anna. Samkvæmt skýrslu sérfræð- inganna yrði þannig að sameining- unni staðið, að mismunur heildar- eigna og heildarskulda, þ.e. eignir umfram skuldir, yrði væntanlega lagður fram af eignaraðilum, sem eigið fé hins nýja félags. Samkvæmt áætluðum efnahagsreikningi væru þá samtals eignir BÚRÍS umfram skuldir rúmar 300 milljónir, en það er 21% af fastafjármunum. Segir orðrétt í skýrslu sérfræðinganna, að „telja verður nauðsynlegt að eigið fé hins nýja félags verði meira og að eigendur þess greiði annað hvort inn nýtt fé eða yfirtaki hluta af þeim skuldum sem á fyrirtækjunum hvíla." Sérfræðingarnar segja einnig, að „óvarlegt er þó að fara af stað með mikið lægra eigið fé, en sem nemur 35-40% af fastafjármunum". Og síð- an segir: „Það þýðir að auka þyrfti eigið fé um 180-250 milljónir króna og er þá miðað við bráðabirgðamat eigna. Veigamikill þáttur í samruna fyrirtækjanna og stofnun nýs félags er endurskipulagning á fjármögnun fjárfestinga og samningar við lán- veitendur í því sambandi. Hvað þýðir þetta? Jú, væntanlega það, að borgin á öðrum vængnum og sennilega bankakerfið á báðum hliðum, verður að skuldbreyta; létta á skuldabyrði fyrirtækjanna, lengja lánin, skuldbreyta. Hvað BÚR varð- ar, þá gæti borgin tekið á sig erfið- ustu lánin, jafnvel allt upp í 200 miiljónir. Spurningin er hins vegar um það hvort ísbjörninn hafi stöðu til þess að gera slíkt hið sama fyrir sitt leyti. Eða mun bankakerfið hlaupa undir bagga fyrir orð „góðra manna"? Sérfræðingarnir reikna hins veg- ar með því að eignir verði seldar — eignir BÚR á Meistaravöllum og ís- bjarnarins á Seltjarnarnesi — og þegar nauðsynlegar nýjar fjárfest- ingar hafa verið dregnar frá, þá losni um 70-100 milljónir. Sérfræð- ingarnir spyrja sig hins vegar hvaða raunverð fengist fyrir áðurgreindar eignir. Aðrir spyrja hvort þær séu yfirleitt seljanlegar. Ef litið er til tveggja síðustu ára, þá er stærðargráða BUR 60—70% á móti 33-40% hjá Isbirninum. Ef það yrði svo fyrst og fremst á hendi borgar- innar að bæta eiginfjárstöðuna hjá nýju fyrirtæki með yfirtöku erfiðra lána, þá myndi eignarhluti borgar- innar enn stækka. Viðmælendur Helgarpóstsins sáu í fljótu bragði enga möguleika á nýju fjármagni frá óskyldum aðilum og heldur ekki beinum fjárframlögum frá borginni og þaðan af síður frá ísbirninum. Reiknaður gróði — en raunverulegur? í trúnaðarskýrslunni er talið að það hagræði sem felist i sameining- unni megi m.a. finna í eftirtöldum þáttum: Nýting fjárfestingar ætti að verða betri, og unnt verður að selja nokkuð af eignum. — Stjórn hráefn- isöflunar verður auðveldari. — Meiri möguleikar á sérhæfðri vinnslu og aukinni sjálfvirkni vegna stærðar. — Stjórnunarkostnaður ætti að lækka. í kafla skýrslunnar þar sem hag- kvæmniathuganir eru gerðar, er lagt til að gerðir verði út sex eða sjö togarar til hráefnisöflunar og könn- uð verði sala eða breytingar á Snorra Sturlusyni, því útgerð hans sé afar óhagstæð. Eru nefndir möguleikar á sölu Snorra úr landi upp í nýtt skip með fjölþættari rekstrarmöguleikum, ef leyfi fengist til slíks, eða þá að breytingar yrðu gerðar á skipinu. Þá segja sérfræð- ingarnir að nýta eigi bæði fiskiðju- verin, Isbjarnarins og BÚR, en minnka megi vélakost. Eignir verði seldar, eins og áður var getið, og öll starfsemi fyrirtækjanna tveggja verði flutt á Granda og í Örfirisey. Dregið verði verulega úr saltfisk- verkun, en henni þurfi að finna stað í Örfirisey. Starfsmannafjöldi hins nýja fyrirtækis yrði 460-500 starfs- menn, en samanlagður starfs- mannafjöldi BÚRÍS í dag er nálægt 900. í hagkvæmnirannsóknum sem sérfræðingarnir gera í skýrslunni miðaðar við ákveðnar forsendur, m.a. 30 þús. tonna afla, fást þær nið- urstöður að fiskverkunina megi reka með umtalsverðum hagnaði á ársgrundvelli (67 milljóna tekjuaf- gangur eftir fjármagnskostnað og afskriftir), en áfram verði nettótap á útgerðinni, nú upp á 53 milljónir. Þetta þýðir tekjuafgang upp á 14 milljónir króna. Viðmælendur Helgarpóstsins bentu flestir á, að eitt væri að reikna sig áfram varðandi framtíðaraf- komu fyrirtækja, en annað væri yf- irleitt upp á teningnum, þegar raun- veruleikinn berði að dyrum. Ekki síst ætti þetta við í sjávarútvegi. Hins vegar eru niðurstöður sérfræð- inganna afdráttarlausar: Þeir hvetja til sameiningar BÚR og ísbjarnarins og segja gallana færri og veiga- minni en kostina, sem samruna fylgi. Segja sérfræðingarnir fullum fetum, að „ljóst sé að ekki er grund- völlur fyrir starfrækslu fyrirtækj- anna með núverandi rekstrarfyrir- komulagi". En á öllu eru fyrirvarar. Sérfræð- ingarnir segja að verði um veruleg- an samdrátt í afla að ræða frá því sem þeir gera ráð fyrir í athugunum sínum, þurfi að endurmeta stöðuna og kemur þá m.a. til skoðunar frek- ari sala eigna og samþjappaðri rekstur. Nokkrir viðmælendur Helgar- póstsins úr röðum minnihluta- manna í borgarstjórn héldu því fram, að niðurstöður margnefndrar trúnaðarskýrslu hafi verið gefnar fyrirfram, þ.e. að sérfræðingunum hafi verið falið það verkefni að búa til forsendur sem mæltu með sam- einingu fyrirtækjanna. Um gildi slíkra staðhæfinga verður ekki dæmt hér. Hitt er borðliggjandi, að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en af sameiningu verður og enn meira þar til stjórnmálamenn í Reykjavík hætta umræðum og deil- um um þettasameiningarmál, hvort heldur af því verður eða ekki. HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.