Helgarpósturinn - 05.09.1985, Síða 22

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Síða 22
SKAK eftir Guðmund Arnlaugsson A brattann í sumar lauk einum áfanga í heimsmeistarakeppninni í skák: millisvæðamótunum þremur sem haldin voru sitt í hverri heimsálfu, í Mexíkó, Túnis og Sviss. Átján tafl- meistarar höfðu unnið sér rétt til þátttöku á hverju þessara móta, unnið hann með því að sigra eða ná nógu háu sæti á svæðamótum, en þau fóru fram nokkru fyrr á ár- inu. Fjórir komast svo áfram af hverju millisvæðamóti í næsta áfanga keppninnar, en það eru áskorendamót. Þannig tekur hver við af annarri uns aðeins einn keppandi stendur eftir ósigraður og er þá orðinn áskorandi heims- meistarans og teflir við hann ein- vígi. Það ætti því að vera nokkurn veginn öruggt að enginn verður óbarinn biskup í skákheiminum. En áður en næsti áskorandi kemst að þurfa Karpov og Kaspar- ov að berjast til þrautar og sú við- ureign hefst nú á næstunni, ef ekk- ert kemur í veg fyrir það. Einvígið á að fara fram í Moskvu þrátt fyrir kröfu Kasparovs um að það verði Jialdið einhvers staðar annars staðar í Sovétríkjunum, til að mynda í Leningrad. Og nú verða ekki tefldar nema 24 skákir (þær voru orðnar 48 í fyrra einvíginu þegar Campomanes forseti FIDE batt skyndilega enda á það). Sú ákvörðun Campomanesar að slíta einvíginu milli Karpovs og Kaspar- ovs mæltist almennt mjög illa fyr- ir. Hann braut þó ekki beinlínis lög þar, en það hefur hann hins vegar gert þegar hann ákvað að halda mikilvæg skákmót í löndum araba, vitandi það að ísraelsmenn fá ekki vegabréfsáritun til þessara landa og eru því lokaðir úti frá keppni. I lögum FIDE er greinilega tekið fram að slíkt megi ekki gera. Þetta verður til þess að vestrænar þjóðir senda líklega ekki keppend- ur til þessara móta og er þá orðið stutt í klofning FIDE. En nú er víst best að snúa sér frá pólitíkinni að skákinni sjálfri. Reyndar hefur líka verið deilt um tilhögun millisvæðamótanna, en þó hygg ég að menn séu sammála um að þau eru í hópi skemmtileg- ustu skákmóta. Þar mætast margir snjallir skákmenn og þar eru tefld- ar býsna góðar skákir sem fljúga um heiminn okkur venjulegum skákunnendum til óblandinnar ánægju. Við íslendingar fylgdumst best með því millisvæðamóti shi næst okkur var, mótinu í Biel í Sviss, þó ekki nálægðarinnar vegna heldur hins að þar var íslendingur meðal keppenda. Þetta er í fyrsta sinn að íslendingur kemst á millisvæða- mót frá því að vegur Friðriks Ól- afssonar var sem mestur, en hann komst reyndar lengra, alla leið á áskorendamót. Þetta var Margeir Pétursson og var leið hans á mótið bæði löng og ströng: fyrst deildur sigur á svæð- ismótinu í Noregi, þá einvígi í Reykjavík við hinn unga afreks- mann Norðmanna, Simen Agde- stein, og loks annað einvígi suður í ísrael við ísraelskan taflmeistara, Svidler, er hafði unnið sömu rétt- indi. Baráttunni lauk með því að Margeir komst áfram, en hún leiddi greinilega í ljós að svæða- skiptingin eins og hún er nú er Norðurlöndum allt of óþjál og verður ekki unað við hana óbreytta til frambúðar. Róðurinn á mótinu varð Mar- geiri þungur. Hann lenti í því að tefla lengri skákir en nokkur ann- ar keppandi og var þá oftast í örð- ugri vörn sem hann tefldi af mikilli seiglu og hugvitssemi. En svo kom það fyrir að honum brást bogalist- in þegar hann átti betra tafl og kann að vera að þar hafi að ein- hverju leyti valdið þreyta frá varn- arsigrunum. Árangur Margeirs varð því ekki jafn góður og vinir hans höfðu gert sér vonir um, en hann kemur reyndari og harðari úr þessari raun, svo agaður og snjall skákmaður sem hann er. Ekki verður fjölyrt um úrslit hér, enda hafa þau verið tíunduð í blöðum. En hér kemur ein skák frá mótinu. Van der Wiel hefur verið eins konar krónprins Hollendinga í skákinni. Við kynntumst honum á afmælismóti Skáksambandsins í fyrra sem sókndjörfum og harð- skeyttum meistara, og í Biel sýndi hann enn betur hvað í honum býr. Hann setti öðrum fremur svip á mótið með hvassri og fjörugri tafl- mennsku. Sax (Ungverjaland) — van der Wiel (Holland). Sikileyjarleikur. 01 e4 c5 02 Rf3 d6 03 d4 cd4 05 Rc3 Rc6 07 Dd2 Be7 09 f4 h6 11 Rf5 Bxf5 13 Kbl d5 15 Bxf6 Bxf6 17 Df3 Hc8 19 Bd3 Rc4 21 h4 Db6 04 Rxd4 Rf6 06 Bg5 e6 08 0-0-0 0-0 10 Bh4 e5 12 ef5 ef4 14 Dxf4 d4 16 Re4 Be5 18 Bc4? Ra5 20 f6 g6 22 Bxc4 Hxc4 p m ' li ■ i ■ ■ Si 'mk ^ ÍMÍ. ^ ' IS8 23 h5? d3! 24 c3 Hxe4! 25 Dxe4 Bxc3 Og hvítur gafst upp, hann er varnarlaus: 26. b3 Df2! Þetta var átakalítill sigur Hol- lendingsins unga. VEÐRIÐ SKAKÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Litlar breytingar á veðri; norðlaeg átt um helgina og fremur kalt. Bjart um sunnan- vert landið en skúrir eða slydduél fyrir norðan. ■ • l< fí • '• ö H ■ Þ » • G • F r 'fí G fí N G u R • F fl 6 u R m Æ L 1 r R Ll l< /< fl R fí f G £ R fl • R R r fí S L 'o B T / N N N / S S R ■ L L u • 'fí f fí L L ■ R fí N • G R fl S ■ K U X L fl R ‘ • fí T fí K ) - U N S fí < 5 L E / F fí R o G y L T U R N R • K R O r fí R « Ú R T fl K • 5 K 1 N 'o G U Ri L £ G r • R J 5 5 fí '• F V O r fí R • N '0 G ) R • fí fí fí • L Ö fí • H fí G fí u R * r fí L fí V • ’o m < 8 fl S L - B fí R fí * N ö r ■ F L i m T fí N 4 P fí R K E R fí R L 1 H • Ú U Ú ■ fí T L fí 5 • m / N N K u r m fí /l 6 B fí fZ 1 N N L J 'O r r 5 R r fí N * Qfl~rNI TlfláN /flu 5 5TR/Tfíj 2.J ÖNUG \óKÖL! Gfíftrr ffírUP) VÆTf) HflR' . KflmB £T- fíND/ 5T/KRR ~T2/ RoSK Zj ÚT unn flLLTl fopfl. OK/R 5ÆWK j ■ J holl- VI s- INN homlt/N 5/E l IN DREITÍH VRTH! KotVfl F/SK LDFfl ZíUHS ERfírMJZ SVLRT IHGI 'Töusr EYufl hel$ IV Ý HURTfl P£yjfl\B/RKjR 3 T L/ JE/JVT -JRK OL’I/IP SKE/Nfl m /on dúKuK -pRYku FB/T/ ÞREYTl/ V V/6R le&uR £ MZ>. mflUVR JUrTir KAPf.n SRnnUR -r/iofi f Eflm-r- />yf/!n Væ'nt um * /.PBR5. /nRK KomflST míoVTÐ £ÝS/ • OJfíRT. SÝNfíR. SÁR SJo Vfl&flR 5 TRflU, Kflbr h RfíK/ t>ans FjflNVfl f Só'Náll KTnFÐ ÚTT. kVOLD REnVI Fofífít) FTV/ ’CR/ÍTr un ri£íÐ UR sj'a T/rnfí /3>L mjblKug 'lLflT FLPiN ol'ikik R'OLÍH 4- 5fímHL m»L- U£LT/ /<LT Th/ • FLJOT ZB/HS Sflm 5T. f HN/F fl R GtrGN 5flm- l v 'F) RF/Kn. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.