Helgarpósturinn - 05.09.1985, Side 28

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Side 28
l þróttafréttaritarastöður Sjón- varpsins voru tvær til skamms tíma. Nú situr Bjarni Felixson einn í Sjónvarpinu og hafa margir velt þvi fyrir sér hvort ráðið verði í hina stöðuna en henni gegndi Ingólfur Hannesson áður en hann hvarf til Útvarpsins. Nú heyrum við að í at- hugun sé að lokka Hermann Gunnarsson, þann vinsæla íþrótta- fréttamann, til Sjónvarpsins. Maður- inn bak við þessar hugmyndir ku vera Ingvi Hrafn Jónsson, nýráð- inn fréttastjóri Sjónvarps, en hann og Hermann eru bestu kunningjar. Ekki sakar það að báðir eru miklir Valsarar og eru í sama kunningja- hópi. Aðrir í þeim hópi eru og allir heittrúaðir Valsarar: Bergur Guðnason lögfræðingur, Baldvin Jónsson auglýsingastjóri Morgun- blaðsins og Halldór „Henson“ Einarsson. Við hlökkum til að fá Hemma Gunn á skjáinn. . . fÞ ing BSRB átti að halda í vor en var frestað til haustsins. Mikil spenna ríkir nú fyrir þingið hver verði nýr formaður BSRB, þar sem Ijóst er að núverandi formaður Kristján Thorlacius gefur ekki kost á sér á nýjan Ieik. Einn ákafasti frambjóðandinn mun vera Haukur Helgason, skólastjóri í Hafnarfirði. Haukur hefur barist mjög gegn úr- sögn Kennarasambands Islands úr BSRB og ritað um þau mál langar greinar í dagblöð. Kunnugir segja að þessi ákefð Hauks að halda KÍ innan vébanda BSRB byggist fyrst og fremst á því að hann sjái hugsanlega stuðningsmenn við formannsfram- boð sitt hverfa út í buskann. . . 28 HELGARPÓSTURINN V ið höfum áður sagt frá því að sumir fréttamenn Sjónvarpsins séu óhressir með að fá Ingva Hrafn Jónsson yfir sig sem nýjan frétta- stjóra. Nú hefur borist til eyrna okk- ur að einn fréttamannanna, Einar Sigurðsson, sé á förum frá frétta- stofu Sjónvarps og hyggist færa sig um set niður á fréttastofu Útvarps. Einar og Ingvi Hrafn munu vera mjög ósammála um aðferðir og leið- ir í fréttaflutningi. . . l Hafnarfirði er mikill kurr með- al bæjarbúa vegna þurrksins í bæn- um. Þar er nú enginn opinber veit- ingastaður með vínveitingaieyfi og þar er ekkert „ríki“. Að minnsta kosti fimm veitingastaðir bíða eftir leyfum og hafa eigendurnir sett milljónir króna í þessa staði á þeirri forsendu að þeir gætu veitt vín. Því er ekki að heilsa og varð það t.d. til þess, að Ólafur Laufdal veitinga- kóngur hætti við að kaupa veitinga- staðinn Tess í Hafnarfirði, þar sem hann setti vínveitingaleyfi sem skil- yrði fyrir því að hann keypti. Þá má búast við því, að Riddarinn loki vegna leyfisleysisins. Þessir tveir staðir sóttu um vínveitingaleyfi löngu áður en Jón dómsmála fór að taka mark á áfengisvarnanefnd- unum. Nefndin í Hafnarfirði sat á umsóknunum og telja menn, að hún hafi haft pata af stefnubreytingu dómsmálaráðherrans. Eftir breyt- inguna kom svo loks umsögn um staðina og leyfin fengust ekki. Því má bæta við, að HP hefur heyrt að uppi séu áform um land allt að gjör- bylta skipan áfengisvarnanefnda sveitarfélaganna eftir kosningarnar næsta vor. Hér eftir þýði ekki að kjósa í þær stæka bindindismenn, heldur verði að veljast í þær frjáls- lyndir og fordómalausir menn eða „hreinar fyllibyttur", eins og við- mælandi HP orðaði þetta... Eins og við skýrðum frá hér í HP gerði Morgunblaðið Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra að hálfgerðum blóraböggli vegna þess að hann skrifaði undir viðskipta- samning á milli Islands og Tékkó- slóvakíu á afmæli innrásar Sovét- manna í landið. Staðreyndin er sú, að Morgunblaðið gleymdi að minn- ast innrásarinnar og sneri málinu því upp á aumingja Matthías. Nokkr- um dögum eftir ádrepu Morgun- blaðsins hitti Matthías kunningja sinn árla morguns við Arnarhvol og kunninginn spurði ráðherrann hvernig þetta væri, hvort hann fengi ekki nokkurn frið fyrir Morgunblað- inu? Matthíasi dauðbrá og spurði viðmælanda sinn hvaða dagur væri. „Maður er hættur að þora að gera nokkurn skapaðan hlut nema að lesa Moggann vel og vandlega," á Matthías að hafa sagt og glott við tönn. . . mmmmammmmmmm ÚTSALA Á mánudaginn hefst útsala á áklæðum og alls konar fataefnum. Mikið úrval. Allt alullarefni. Einstakt tækifæri til kaupa á vandaðri vöru á ótrúlega lágu verði. Hvað skeður þegar útsöludagar enda á föstudegi eða laugardegi? Alafossbúðin Vesturgötu 2 sími 22090 Rowenta FB 10 S UTLI SÆLKERAOFNINN Tilvalinn, þegar matbúa þarf ffyrír 1,2 eöa ffleiri. Þú bakar, eldar, steikir «gratinerar», þíöir, hit- ar upp, grillar, o.ffl. o.fl. í sælkeraofninum snjalla. Sjálfhreinsandi ofn fyrir heimiliö, sumarbústaöinn eða ferðalagið. Margur er knár þótt hann sé smárl Mál: 29x26,5x37,5 sm. | Heimilistækjadeild, Ármúla 1a, s: 91-686117.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.