Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 12
HP í HIMALAJAFJÖLLUM AF HEILÖGUM Pó hindúadýrlingurinn Karaniji hafi veriö ósköp venjuleg kona af holdi og blódi fyrir 500 árum þá eru börnin hennar grábrúnar Ijótar rott- ur sem skoppa um musteriö Karni Mata í hundruda og þúsundatali. Musterid Karni Mata stendur í norö- anverbu Rajastan-fylki Indlands í eydimörk vestan Delhi og sunnan Punjap. Og stabarrábsmabur sem lóðsaði undirritaðan um svœðið féllst á að þetta vœri eini staðurinn á jarðarkringlunni þar sem rottur eru heilagar. ■■texti og mynd eftir Bjarna Harðarson „En þetta eru ekki rottur, það eru bara útlendingar sem kalla þær það, þetta eru Kaba," bætti Ganesh við, en það hét karlinn. „Og þetta er orð- inn sérstakur stofn sem finnst hvergi utan musterisins. Þær hafa verið hérna í 500 ár og það fær engin ut- anaðkomandi rotta að koma hér inn. Köburnar drepa þær.“ Pílagrímar með matargjafir Og á meðan Ganesh upplýsti Is- • • KJORBOKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR SÉRSTÖK VIÐBÓTARHÖFUNDARLAUN FYRIR ÁRIÐ 1985 LÖGÐUST VIÐ UM ÁRAMÓT. /_____/ rið 1985 varóvenjulegagottbókaár,-ogekkisístKjörbókarár. Kjör- bókareigendur vissu að Kjörbókin var góður kostur til þess að ávaxta sparifé: Þeir vissu að hún bar háa vextL Þeir vissu að samanburður við vísitölutryggða reikn- inga var trygging gagnvart verðbólgu. Þeir vissu að innstæðan var algjörlega óbundin. Þeir voru vissir um að þeir Qárfestu varla í betri bók. En þeir vissu samt ekki um vaxtaviðbótina sem lagðist við um áramótin. Svona er Kjörbókin einmitt: Spenn- andi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kjör- bókarklúbbinn. co sy co m ^ <§S hf j £cki:/j KIÖRBÓK WNDSBANKIISIANDS wsn..B,RÆTII1RÍYi^NDS Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Víðast hvar eru rottur engir aufúsugestir en f hinu helga musteri Karni Mata njóta þær virðingar og umönnunar sem guðlegar verur, — börn gyðjunnar sem þetta hindúa- musteri er helgað. lending um Karni Mata og köburnar skoppuðu í stórri kornhrúgu, tínd- ust Indverjar inn í það allra helg- asta. Eins og víðar í musterum hind- úa var heiðingjum ekki ætlað inn í þann stað en mér var velkomið að fylgjast með utanfrá. Altarið þarna var ekki ólíkt því sem almennt ger- ist í hindúamusterum, — lítill afgirt- ur reitur innst og fyrir innan hann ofurlágur inngangur í það allra helgasta. Pílagrímar krjúpa svo framan við þetta litla grindverk. Karni Mata skar sig úr í því einu að varla sá í gólfið fyrir litlum rottum sem tóku feginshendi við matargjöf- um gestanna. í öðrum musterum henda menn smápeningum inn fyr- ir altarið en hérna voru börnum gyðjunnar færðar gjafir. Og köburn- ar fóru ekkert í manngreinarálit, voru jafnspakar í návist undirritaðs eins og hinna rétttrúuðu. Meðan myndavélinni var beint að einni gat önnur verið farin að klóra sig upp eftir tánum á mér. „Þær eru miklu fleiri á stjái snemma á morgnana og eins á kvöldin. Á daginn sofa þær,“ sagði Ganesh og í málrómnum lá bæði væntumþykja og aðdáun á þessum litlu málleysingjum. Hindúagyðjan Karaniji sem Karni Mata musterið er helgað, er talin hafa verið ein af holdgunum Durga, guðs krafts og vopna. I stuttu máli þá var Karaniji bóndadóttir sem í lif- anda lífi varð fræg af margskonar kraftaverkum. Meðal annars á hún að hafa satt hungur heils herfylkis með nestisskammti eins manns, gef- ið blindum sýn og kallað fram vatns- lindir í eyðimörk heimalands síns. Gyðjan hvarf svo burt úr mann- heimum með yfirnáttúrulegum hætti og var reist musteri skammt frá heimabæ hennar, Deshnoke. Heilagleiki kabanna er jafngamall og átrúnaður á Karaniji. Þá þegar það gerist að hvít rotta sést í Karni Mata er litið svo á að sú sé holdgun guðs. „Þið notið hnífapör þar...“ „Island, það hlýtur að vera kalt þar,“ spurði Ganesh, en samtalið var komið langt frá rottunum og gyðj- unni Karaniji. „Þið nótið hnífapör þar eins og í Evrópu, er það ekki? Hér notum við engin hnífapör," hélt ráðsmaðurinn áfram og benti á einn af vaktmönnum musterisins sem sat í portinu gegnt okkur með tsjappatí- brauð, áldisk með einhverri kássu og litla skál með kryddað soðið grænmeti. Algeng sjón hvar sem er í Indlandi. „Mahatma Gandhi kenndi okkur að við skyldum nota sem minnst af verkfærum, gera allt með höndunum. Ef einhver notar hnífapör í okkar landi þá er hlegið að honum og hann bara talinn vera að apa eftir vestrænum lifnaðar- háttum." Og nú bendir Ganesh mér að koma með sér til vaktmannsins sem situr með krosslagða fætur á steinum og gefur köbunum bita af borði sínu. „Þetta er tsjappatí, indverskt brauð sem er bara gert úr vatni og hveiti, hérna er það aðalfæðan hjá fólki en annarstaðar borðar fólk meira af hrísgrjónum og minna af brauði. Þetta eru svo hrísgrjón hrærð saman við sætt deig,“ segir Ganesh og bendir ofan í áldiskinn sem vaktmaðurinn er í þann veginn að tæma. „Og þetta er grænmeti með salti og kryddi, — eftir að borða það sem er sætt verðum við að taka salt. Svona er indverskur matur, — allt öðru vísi en í þínu landi, er það ekki?“ Gabriel HÖGGDEYFAR í MIKLU ÚRVALI SKEIFUNNI 5A, SÍMIí 91-8 47 88 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.