Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 22
FRETTAPOSTUR Margeir orðinn stórmeistari Margeir Pétursson sigraði á alþjóð- lega skákmótinu í Hastings með 9Vz vinning af 13 mögulegum. Þar með er hann orðinn stórmeistari i skák, en hann er fimmti íslendingurinn sem fær þann titil. ísland í Eurovision íslendingar taka í fyrsta sinn þátt í Eurovision-söngvakeþpninni í ár og hefur verið auglýst eftir lögum, sem berast eiga sjónvarpinu fyrir 25. jan- úar nk. Undanúrslit fara fram í heinni útsendingu þann 15. mars, en loka- keppnin fer fram í Bergen í byrjun maí. Eldsvoði á Kópavogshælinu Eldur kom upp í einum af svefnskál- um Kópavogshælisins snemma morg- uns þann 13. janúar. Einn vistmaður hælisins lést af reykeitrun og rúmlega tíu aðrir voru fluttir á sjúkrahús. Mik- il umræða hefur orðið um eldsviðvör- unarkerfi og annan öryggisútbúnað sjúkrahúsa í kjölfar þessa atburðar, en þau mál virðast einungis vera með sómasamlegum hætti á Landakotsspít- ala. Símon Steingrímsson, forstjóri ríkisspítalanna, segir menn vera undir stöðugri pressu um að spara á sem flestum sviðum og því sé vandanum sí- fellt velt áfram. Upptök eldsins má rekja til þess að logandi kerti datt ofan af kommóðu og niður á gólf. Nýr meirihluti í Stúdentaráði Félag umbótasinnaðra stúdenta hef- ur samþykkt vantraustsyfirlýsingu á stjórn Stúdentaráðs Háskóla íelands og hafið undirbúning málefnasamn- ings við Félag vinstri manna. Gert er ráð fyrir því að ný stjórn verði kjörin á fundi Stúdentaráðs sunnudaginn 19. janúar, en þessi klofningur ráðsins er til kominn vegna ágreinings um störf og aðgerðir í lánamálum námsmanna. Minnkandi frjósemi íslenskra kvenna í skýrslu mannfjöldaspárnefndar kemur fram að f jölgun íslendinga hef- ur dregist mjög mikið saman á undan- förnum árum. Á árinu 1985 var fjölg- unin aðeins 0.68% og hefur sjaldan verið minni síðan árið 1918. í spánni er gert ráð fyrir að á næstu árum muni um 300 manns flytja árlega burt af landinu umfram aðflutta. Árið 1960 eignaðist hver kona að meðaltali 4 börn, en sú tala er nú komin niður fyr- ir tvö börn. Halda mun þó í horfinu á næstu árum, því nú eru mjög fjöl- mennir árgangar að komast á barn- eignaaldur. Milljónatjón á Höfn Milljónatjón varð á togaranum Þór- halli Daníelssyni er verið var að færa hann til í höfninni á Höfn í Hornafirði í ofsaveðri þann 13. janúar. Togarinn sökkti 80 lesta trébát, sem hann rakst á þegar hann sigldi í bakgír þvert yfir höfnina, en siðan lagðist togarinn á hliðina og hálffylltist af sjó. Aðfaranótt 15. janúar tókst að dæla öllum sjó úr skipinu og þá rétti það sig af, en ljóst er að allar innréttingar og rafkerfi skips- ins er ónýtt. Vopnaðir lögreglumenn á Keflavíkur- flugveUi Vopnaðir víkingasveitarmenn fylgj- ast með allri farþegaumferð um Kefla- víkurflugvöll þessa dagana í kjölfar upplýsinga um að hermdarverkamenn hafi nú augastað á Norðurlöndum. Engar tafir hafa orðið af þessum sök- um, enda umferð um flugvöllinn í lág- marki á þessum árstíma. Hið aukna eftirlit beinist einkum að komufarþeg- um og eru nú tveir menn að störfum við vegabréfaskoðun. Eftirlitið beinist fremur að mönnum af ákveðnum þjóð- ernum en að tilteknum einstaklingum, en á síðastliðnu ári komu um 100 þús- und útlendingar til landsins. „Sprengja“ við Oddfellow-húsið Ungur Reykvikingur hefur játað að hafa útbúið og komið fyrir eftirlikingu af sprengju við Oddfellow-húsið í Von- arstræti í Reykjavik. Tilkynnti hann sjálfur lögreglunni ,,fund“ sprengju- eftirlíkingarinnar og var aðalvitnið í eigin máli, en hann kvaðst hafa séð hettuklæddan mann hlaupa brott frá húsinu. Fjölmennt lið lögreglumanna var kallað á staðinn, ásamt slökkviliði, sprengjusérfræðingi Landhelgisgæsl- unnar og varnarliðsmönnum með sér- hannaðar vökvabyssur til að gera sprengjur óvirkar. Fréttapunktar • 77% lóða, sem Reykjavíkurborg út- hlutaði á síðasta ári, var skilað aftur, en rammast hefur kveðið að afsölum á einbýlishúsalóðum. • Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur lagt hornstein að nýja Borgarleikhús- inu, sem gert er ráð fyrir að tekið verði í notkun í september 1988. • Sjávarafurðadeild Sambandsins seldi fyrir rúma 5 milljarða króna á síðasta ári, en það er verðmætaaukn- ing um tæp 52% frá árinu 1984. • Fjöldauppsagnir röntgentækna á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að einungis er hægt að sinna þeim tilfellum, sem alvarlegust teljast, en mikil óánægja ríkir í stétt- inni vegna lélegra launakjara. • Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldi fyrir 7.6 milljarða árið 1985, sem er tæplega 52% hækkun frá fyrra ári. • Hótel KEA á Akureyri hefur nýlega verið opnað aftur eftir gagngerar end- urbætur og breytingar, en nýrri hæð var m.a. bætt ofan á gömlu bygging- una. • Listahátíð unga fólksins var opnuð á Kjarvalsstöðum þann 11. janúar og mun hún standa í eina viku. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Regnboginn Hefnd vígamannsins Nafnið ku skýra innihaldið. Aðalhlut- verk: Keith Vitali. Leikstjóri Sam Firsten- berg. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Blóðpeningar (The Holcroft Covenant) ★ Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðal- leikarar: Michael Caine, Anthony Andrews, Victoria Tennant, Michael Lonsdale og Lili Palmer. Myndin er gerð eftir sögu um hefnd SS-foringja á syni sínum og konu, sem yfirgáfu hann í stríðslok. i samanburði við söguna er kvikmyndahandritið ein- staklega flatt og missir gjörsamlega marks þegar við bætist þurrleg fram- setning Frankenheimers. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. Allt eða ekkert (Plenty) ★ ★★ Leikstjóri: Fred Schepisi. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Charles Dance, Tracey Ullman, John Gielgud, Sting, lan Mc- Kellen, Sam Neill. Saga Susan Traheme rakin frá striðsár- um fram á 7. áratuginn og víða komið við. Samhengislaus en frábærlega vel leikin mynd, seiðandi og sterk. Sýnd kl. 3.05, 5.30, 9 og 11.15. Bolero ★★★ Leikstjórn/handrit: Claude Lelouch. Aðalhlutverk: Robert Hossein, Nicole Garcia, Geraldine Chaplin, James Caan. Ættarkróníka 4 fjölskyldna í 4 löndum. Myndmál þessa franska leikstjóra er stórbrotið og hnitmiðað. Sýnd kl. 3.10, 6.10 og 9.15. Drengurinn Sýnd kl. 3 og 5 um helgina. Jólasveinninn (Santa Claus) ★ Leikstjóri: Jeannot Szwarc. Aðalhlut- verk: Dudley Moore, John Lithgow, David Huddleston. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Svart og sykurlaust ★ ★ Þýsk/íslensk. Árgerð 1985. Leikstjórn/handrit/klipping: Lutz Konermann. Aðalhlutverk: Edda Heiðrún Bachman, Guðjón Ketilsson, Guðjón Ftedersen, Hanna María Karlsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Lutz Konermann og Þröstur Guðbjartsson. Mynd full af frískleika, lífsgleði og góðum anda sem rífur niður virki landa- mæra, tungumála og annarra hindrana sem standa f vegi fyrir andlegu samneyti manna. Sýnd kl. 9 og 11. Nýja bíó Löggulff ★★ islensk, árgerð 1985. Framleiðandi: Þráinn Bertelsson. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Aðalleikarar: Eggert Þor- leifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Þórisdóttir, Flosi Ólafsson, Guðrún Þ. Stephensen. Löggulíf er ótvírætt fyndnasta lífið sem Þráinn Bertelsson hefur skapað á síð- ustu árum. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Salur 1 Undrasteinninn (Cocoon) ★ ★★ Sjá Listapóst. Leikstj. Ron Howard. Aðalhlutv. Don Ameche, Steve Guttenberg og Brian Dennely. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.05 (2.45 um helg- ina). Salur 2 Grallararnir (The Goonies) ★ ★ Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Chris Columbus, eftir sögu Stevens Spielbergs. Aðalleikarar: Sean Astin, Josh Brolin, Jeff Cohen, Corey Feld- man og margir fleiri. Svaka gamni er þjappað á allt of stuttan tíma til að gaman sé af því. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. (2.45 um helg- ina). Bönnuð innan 10 ára — hækkað verð. Salur 3 Ökuskólinn (Moving Violations) ★★ Leikstjórn: Neil Israel. Aðalhlutverk: John Murray, Jennifer Tilly, James Keach, Lisa Hart Caroll, Sally Kellerman o.fl. Myndin er þokkalega vel gerð á köflum og flestir farsaunnendur ættu að geta haft af henni nokkra skemmtan. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.05 (2.45 um helg- ina). Salur 4 Vígamaðurinn (Pale Rider) ★★★ Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalleikarar: Clint Eastwood, Michael Moriarty, Sydney Ftenney, Carrie Snodgress og Christopher Ftenn. Einlægur vestri, unn- inn af þó nokkrum metnaði. Afþreying- in er fyrsta flokks. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Gosi Sýnd kl. 3. Salur 5 Heiður Prizzis (Prizzi's Honor) ★★★ Sýnd kl. 5 og 9. Mjallhvít og dvergarnir 7 Sýnd kl. 3 um helgina. Laugarásbíó Salur A Klikkuð tækni (Weird Science) Strákar töfra kvenmann út úr tölvunni sinni, en hvort hann er fullkominn... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 (3 um helgina). Salur B og C Aftur til framtíðar (Back to the Future) ★★★ Framleiðendur: Bob Gale og Neil Canton á vegum Stevens Spielbergs. Leikstjórn: Robert Zemeskis. Aðalhlut- verk: Michael J. Fox, Christopher Lloyd, Lea Thompson, Crispin Glover o.fl. Hér er um að ræða fyrsta flokks afþrey- ingarmynd. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 (2.45 um helgina) í C-sal. Sýnd kl. 5, 7 og 9 og 11.15 (3 um helg- ina) í B-sal. Austurbæjarbíó Salur 2 Mad Max (Beyond Thunderdome) ★★ Aðalhlutverk: Mel Gibson og Tina Turner. Leikstjórn: George Miller og George Ogilvie. Framtíðarmynd, söguþráðurinn fárán- legur en skemmtilega botnlaus. Góð af- þreying. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. Salur 1 Lögregluskólinn 2 (Pölice Academy 2) ★ Sjá Listapóst. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Slakt framhald á Löggu- skólanum. Sýnd 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Siðameistarinn (Protocol) Aðalhlutverk: Goldie Hawn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Tónabíó Grái refurinn (The Grey Fox) Vel leikin kanadísk kvikmynd um lestar- ræningja á kúrekaslóðum. Leikstjóri Phillip Borsos. Aðalhlutverk: Richard Farnswork. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stjörnubíó Salur A Fullkominn (Fterfect) ★★ Sjá Listapóst. Bandarísk kvikmynd byggð a greinum í Rolling Stone Magazine. Fullt af góðri músik. Leikstjóri James Bridges. Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis og John Travolta. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15 (2.50 laugardag og sunnudag. Salur B Silverado ★★★ Framleiðandi og leikstjóri: Lawrence Kasdan. Aðalhlutverk: Kevin Kline, Scott Glenn, Kevin Costner, Danny Glover, John Gleese, Linda Hunt, Brian Dennehy, Rosanna Arquette, Jeff Gold- blum. Stórbrotinn vestri sem bæði er fyndinn og spennandi. Sýnd kl. 5, 9 og 11.20. Ein af strákunum Sýnd kl. 7.10 (2.50 laugardag og sunnu- dag). Háskólabíó Þagnarskyldan (Code of Silence) ★★ Sjá Listapóst. Aðalhlutverk Chuck Norris, Henry Silva og Bert Remsen. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ný mynd á næstu grösum: Sjálfboðaliðarnir. SÝNINGAR Ásgrímssafn Opið i vetur þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. Gailerí Langbrók Torfunni Opið virka daga kl. 12—18. Gallerí Langbrók, textíll Bókhlöðustíg Opið 12—18 virka daga. Háholt Hafnarfirði Kjarvalssýning daglega kl. 14—19. Kjarvalsstaðir við Miklatún Listahátíð unga fólksins til 19. janúar. Opið kl. 14-22. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum við Njarðargötu Safnið er opið laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.30—16. Höggmynda- garður safnsins er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn islands Sýning á Kjarvalsmyndum í eigu Lista- safns islands. Opið laugardag, sunnu- dag, þriðjudag og fimmtudag kl. 13.30-16. Mokka v/Skólavörðustíg Helgi örn Helgason sýnir smámyndir og málverk. Norræna húsið Tónlistarsýning: islensk tónlistarsaga rakin með ýmsu móti. Fyrirlestraröð verður í tengslum við sýninguna. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3 B Þór Vigfússon opnar sýningu á skúlpt- úrum á föstudag kl. 20. Hún verður svo opin kl. 16—20 virka daga og 14—20 um helgar. Verkstæðið V Þingholtsstræti 28 Opið alla virka daga frá kl. 10—18 og laugardaga 14—16. Þjóðminjasafn islands í Bogasal stendur yfir sýningin Með silf- urbjarta nál, íslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrðir íslenskra kvenna undanfar- inna alda. Opið kl. 13.30—16 daglega. TÓNLIST Broadway Farið verður í gegnum söngbók Gunnars Þórðarsonar Háskólabíó Stjörnutónleikar Sinfóníunnar í kvöld (fimmtudag). LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Sex í sama rúmi Sýn. í kvöld (fimmtud.), laugard. og miðvikud. kl. 20.30. Land míns föður Uppselt þar til sunnud., þriðjud. og fimmtud. kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Villihunang Fimmtud. og laugard. kl. 20.00. Með vífið f lúkunum Föstud. kl. 20 og 23.30. Kardimommubærinn Sunnudag kl. 14.00. Islandsklukkan Sunnud. kl. 20. VIÐBURÐIR Hótel Loftleiðir Leifsbúð Baháíar standa fyrir opnum, ókeypis fundi i tilefni alþjóðlega trúarbragða- dagsins á sunnud. kl. 17. Þar verða haldnar tölur um spámenn hinna ýmsu trúarbragða og tónlist flutt á milli. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.