Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 11
7. Sjá svar nr. 2. Ég fæ engan veginn
skilið hvers vegna H.Ó. skrifar þetta
gegn betri vitund.
Skýrslan stööluö
markieysa?
Því miður er ekki hægt að birta
skýrsluna alla, en lesendum til
glöggvunar ætla ég að reyna að lýsa
henni í samantekt.
Boraðir voru 5 kjarnar 23/4 ’85.
Einn þeirra molnaði sundur á staðn-
um. Eftirfarandi rannsóknir voru
gerðar:
1. Kjarnar skoðaðir og þeim lýst
nánar.
2. Þann 23/5 var styrkur (brotþol)
3ja kjarna mældur. Taldir fullnægja
kröfum um gæðaflokk S-200.
3. Frostþol var kannað með aðferð
sem skv. skýrslunni var ,,of ströng til
þess að vera eðlileg viðmiðun fyrir
venjulega húsasteypu“!!! Við þessa
prófun molnuðu kjarnarnir en það
var bara ekkert að marka því prófið
var of strangt! Því er enn algerlega
óljóst hvert frostþíðuþol steypunnar
er. Við vitum bara að steypan þolir
ekki of mikið!
4. Skv. nótum frá Steypustöðinni
átti steypan að innihalda minnst 5%
loft. Niðurstöður RB frá júní '85
sýndu verulegan skort á loftblendi.
(Sjá mynd 4.) Rannsóknir gerðar í
maí og júní, en skýrslan tilb. í ág.
Nidurstaða rannsóknarinnar:
í skýrslunni er umsögnin orðrétt:
„Eins og fram kemur hér að framan
var lofthiti ekki hár fyrstu dagana.
Því hefur styrkur steypu ekki verið
orðinn nægur til að þola áhrif frosts
og yfirborð steypunnar því frosið og
steypan molnað. Misjöfn dreifing á
skemmdum í plötunni stafar af því
að kæling plötu getur verið misjöfn
frá einum stað til annars og það get-
ur líka valdið því að eigin hitamynd-
un í steypunni verður misjöfn. Mis-
munur á steypu milli bíla kemur
einnig til greina"!!
Ég læt lesendur sjálfa um að
dæma þessa niðurstöðu um leið og
ég bendi á, að í umsögninni er ekk-
ert minnst á það, sem mér finnst
skipta mig hvað mestu máli:
A. Að skortur sé á loftblendi og því
sé hér um gallaða vöru að ræða.
B. Veðrunarþol steypunnar (m.a.
svalir hússins) sé enn óþekkt því of
strangt próf hefði verið notað eins
og vitað var fyrirfram!
Lokaorð
Þessi grein er annars vegar skrif-
uð til að svara Hákoni Ólafssyni for-
stjóra RB sem virðist, í umfjöllun
sinni um þetta dapurlega mál, halda
þvi blákalt fram, að ég hafi fengið af-
henta gallalausa steypu, sem hafi
einfaldlega skemmst í frosti. Ég veit
ekki hvers vegna hann leggur svona
mikið á sig til að hvítþvo steypusal-
ann, en hitt sjá allir siðvandir menn,
að tengslin milli RB og Steypustöðv-
arinnar h/f eru með öllu óþörf og
raunar óþolandi. Hins vegar birti ég
þetta bréf til að vekja væntanlega
steypukaupendur til umhugsunar
um þessa galdrastöppu, sem stein-
steypan virðist enn þurfa að vera
hér á landi, um leið og ég hvet þá til
að láta taka sýnishorn úr aðkeyptri
steypu og láta gera a.m.k. sigmáls-
próf, athugun á burðarþoli, veðrun-
arþoli og loftblendi. Að lokum vona
ég að RB braggist á næstunni og
losni endanlega úr hagsmuna-
tengslum við alla framleiðendur
byggingarefna. Læt ég þá lokið um-
fjöllun um RB-þátt þessa máls en
sný mér næst beint að Steypustöð-
inni h/f með skaðabótakröfu.
Virdingarfyllst
Gunnar Ingi Gunnarsson.
Helgarpóstinum hefur bor-
ist bréf frá Halldóri Jóns-
syni forstjóra Steypustööv-
arinnar og stjórnarmanns í
Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins. Þar ed
greinin barst of seint fyrir
prentun þessa blaðs mun
hún verða birt í næsta tölu-
blaði HP, þ. 23. janúar.
-
Facit 4510 og 4511 prentarar ganga við flestar gerðir af einka- og heim-
ilistölvum. Þeir eru áreiðanlegir, mjög fljótvirkir og prentun er í háum
gæðaflokki. Hver leturhaus endist fyrir meira en 100.000.000 stafi og
blekborðinn fer létt með 4.000.000 stafa.
<
co
ro
c
c
3
O
4510 kostaði áður kr. 18.300 4511 kostaði áður kr. 22.800
kostar nú kr. 12.900 kostar nú kr. 16.900
Þetta er verðtilboð sem ekki er hægt að hafna og þar að auki eru í boði
greiðslukjör við allra hæfi.
GÍSLI J. JOHNSEN SF.
n i
NÝBYLAVEGI 16 • P.O BOX 397 • 202 KOPAVOGUR • SIMI 641222
SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004
HELGARPÓSTURINN 11