Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 16
í Brennu-Njálssögu er hershöfðinginn og sáttasemjarinn mikli, Flosi Þórð-
arson, kynntur með þessum orðum: „Flosi bjó á Svínafelli og var höfðingi
mikill. Hann var mikill vexti og styrkur, manna kappsamastur."
Flosi er sú bókmenntapersóna sem Jón Böðvarsson íslenskufræðingur,
fyrrum skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja m.m., segist eiga mest
sameiginlegt með eftir að hafa kennt bókmenntir í áratugi. Ekki leiðum að
líkjast. Nú hefur Jón aftur á móti skellt skólahurðinni á eftir sér og fæst við
að ritstýra Iðnsögu íslendinga, væntanlega af sama kappi og hugvitssemi
og Flosi undirbjó aðförina að Njáli og sonum hans á Bergþórshvoli forðum.
Það var Sverrir Hermannsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem réði Jón
til þessa starfa árið 1984. Ef til vill þykir einhverjum það tíðindum sæta, að
ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli fela þetta viðamikla verkefni manni sem
segist sjálfur hálfgerður stalínisti — einþykkur, einræðishneigður og bald-
inn. Á árum áður starfaði Jón mikið í pólitík; um tíma átti hann t.d. sæti í
miðstjórn gamla Sósíalistaflokksins og var jafnframt starfsmaður hans, og
framkvæmdastjóri í nokkra mánuði.
Jón Böðvarsson er með ritstjórnarskrifstofu
sína að Hverfisgötu 39, steinsnar frá húsinu þar
sem hann fæddist, að Laugavegi 20 b, þann 2.
maí 1930. Þar hreiðrum við um okkur að aflokn-
um vinnudegi hjá Jóni. Hann heldur reyndar til
á skrifstofunni alla vinnuvikuna en ekur svo
suður til Suðurnesja um helgar til fjölskyld-
unnar.
„Hún Guðrún mín var afar mótfallin því á sín-
um tíma að við flyttumst til Keflavíkur," segir
Jón kímileitur, ,,en nú vill hún ekki fyrir nokk-
urn mun flytja aftur til Reykjavíkur. Hún er búin
að kenna sex ára börnum í Keflavík og Njarð-
víkum sem hún sinnir af miklu kappi og vill skilj-
anlega ekki yfirgefa. En ég er ágætlega haldinn
meðan ég dvelst í Reykjavík. Ég er í afar merki-
legu matarfélagi með félaga mínum Ólafi
Ásgeirssyni þjóðskjalaverði og við gætum þess
að nærast vel og reglulega."
SVERRIR MISMUNAR FÓLKI
EKKI EFTIR PÓLITÍK
Talandi um mat spyr Jón mig hvort ég sé ekki
svöng eftir erfiði dagsins og býður upp á kalda
sviðakjamma og rófustöppu sem ég þigg með
þökkum. Meðan við gerum sviðunum skil spyr
ég Jón út í samband hans við umtalaðasta mann
landsins þessar vikurnar, Sverri Hermannsson,
sem nú er m.a. ásakaður fyrir pólitískar ofsóknir
varðandi brottvikningu framkvæmdastjóra LÍN,
og kvenfyrirlitningu fyrir að hafa ekki ráðið
Helgu Kress sem lektor í íslensku við HÍ.
,,Ég hef aldrei rekið mig á að Sverrir mismun-
aði fólki eftir pólitík eða kynferði þegar stöðu-
veitingar eru annars vegar þótt ýmsir haldi því
fram,“ segir Jón. „Sumir hafa furðað sig á því
hvers vegna hann réði mig til að ritstýra þessari
iðnsögu og skipaði mig jafnframt sem sinn
mann i nefnd til að undirbúa ný lög um fram-
haldsskóla, þar sem vitað er að við höfum alla
tíð verið andstæðingar í pólitík og skoðanir okk-
ar um framhaldsskóla eru að ýmsu leyti önd-
verðar. En Sverrir hefur svarað því til að það
skipti engu máli; hann ráði einvörðungu fólk
sem hann veit að er kappsamt og getur drifið
verk áfram.“
— Hafið þið Sverrir þekkst lengi?
„Já, við höfum þekkst frá því i Háskóla. Við
sátum saman í Stúdentaráði, ég í forsvari fyrir
meirihlutann, sem Félag róttækra stúdenta átti
aðild að, en hann fyrir minnihlutann, Vöku. Mér
er það minnisstætt að eitt sinn lagði Sverrir fram
tillögu í ráðinu, vei rökstudda og skörulega
flutta. Ég var fundarstjóri og eftir málflutning
Sverris gerði ég fundarhlé. Eftir á sagðist Sverrir
hafa verið viss um að ég ætlaði að nota fundar-
hléið til að leggja á ráðin um hvernig best væri
að fella tillögu hans. En eftir hléið segist ég
styðja tillöguna og legg til að gengið sé til at-
kvæða. Hún var samþykkt mótatkvæðalaust
með níu atkvæðum. Þá datt alveg andlitið af
Vökumönnum. Þessu höfðu þeir síst átt von á.
Sverrir hafði m.a.s. verið búinn að semja
skammarræðu sem hann ætlaði að flytja eftir að
við hefðum fellt tillögu hans.
En þótt við Sverrir höfum alltaf verið á önd-
verðum meiði í pólitík hefur okkur lynt ágæt-
lega vegna þess að við göngum báðir hreint til
verks. Hvorugur okkar er gefinn fyrir refsskap,"
segir Jón Böðvarsson eigi litið refslegur á svip,
krossleggur handleggina á brjóstinu og skáskýt-
ur augunum upp á viðmælanda sinn.
— Hver var aðdragandi þess að ráðist var í að
skrifa iðnsögu íslands?
„Það er nú svo að íslendingar hafa sinnt viss-
um þáttum sögu mjög vel en hundsað aðra,“ seg-
ir Jón og hallar sér á olnbogana fram á borðið
alvarlegur á svip. „Stjórnmálasaga, bókmennta-
saga og persónusaga af öllu tagi hefur verið
ákaflega vinsæl. Atvinnusaga hefur aftur á móti
setið að mestu leyti á hakanum.
Nú er að koma sá tími að allar vinnuvélar
verða tölvustýrðar og þá verður öllum gömlu
vélunum hent, alveg eins og löngu er búið að
henda handverkfærunum í flestum greinum.
Verksmiðjuiðnaður kemur í staðinn fyrir hand-
verkið. Eftir tíu, fimmtán ár verður nánast
ókleift að safna saman heimildum um hina raun-
verulegu sögu handverks.
Því ákvað Sverrir Hermannsson að gera stór-
átak í þessum efnum, í einni skorpu á fimm, sex
árum; að safna heimildum um atvinnuhætti og
verkmenningu og ljúka við að skrifa söguna á
þessum tima ef unnt væri. Ég sem ritstjóri ræð
fólk til þess að taka að sér takmörkuð verkefni.
Nú er t.d. lokið við að skrifa sögu járnsmíði frá
aldamótum fram til 1950. Það verður fyrsta heft-
ið af Safni til iðnsögu íslands sem kemur út í
apríl. Ullariðnaðurinn kemur væntanlega um
næstu áramót.“
TREYSTI MÉR EKKITIL AÐ
TÓNA
Jón lætur þess getið að enn sé óráðið í ýmis
verkefni og reynir af kænsku að sannfæra mig
um að ég sé einmitt rétta manneskjan til að taka
að mér að skrá sögu matreiðslu og kjötiðnaðar.
En ég er sem fleiri í þeirri þversagnakenndu að-
stöðu að vanta einungis fjármuni en ekki verk-
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart
efni og flýti mér því að beina talinu inn á aðrar
brautir, vitandi frá fornu fari er Jón kenndi mér
íslensku í menntaskóla að hann getur sannfært
viðmælendur sína um nánast hvað sem er! Ég
spyr hann hvað hafi ráðið námsvali hans á sín-
um tíma.
„Ég varð stúdent úr MR 1951 úr máladeild
þótt ég hafi verið lélegur í málum og víst bæði
latur og baldinn nemandi," segir Jón og glottir
við tönn. „Þá átti ég í nokkru hugarstríði um
hvort ég ætti að fara í guðfræði eða íslensku en
þar sem ég hef lélega rödd og treysti mér ekki
til að tóna fór ég í íslensku. Annars hefði ég lík-
ast til orðið sveitaprestur. Það hafði ég helst i
huga um það leyti sem ég varð stúdent."
— Varstu trúaður á þessum tíma?
„Ég hef alltaf verið heldur trúaður og hefði
áreiðanlega ekki verið ótækur í prestsstarf af
þeim sökum," segir Jón viðmælanda sínum til
nokkurrar furðu. „Á þessum tíma hafði ég ort
heilmikið af sálmum sem ekki eru á hvers
manns diski núna. En ég fór í íslensku og lauk
fyrri hluta prófi á tilsettum tíma með þokkaleg-
um árangri. En þá var siður — eins og sjálfsagt
er líka í ýmsum deildum núna — að fara eins illa
með menn i fyrri hluta prófi og unnt var. Það
varð til þess að báðir bekkjarbræður mínir úr
menntaskóla sem þarna voru með mér og tóku
próf samtímis, skiptu um brautir. Hjalti Guð-
mundsson fór í guðfræði og er núna dómkirkju-
prestur, og Einar Laxness fór i sögu og dönsku.
Litlu munaði að ég heltist úr lestinni líka. Það
var vegna þess að ég var — eins og ég hef alltaf
verið — mjög mikið í félagsstarfi. Fyrst var ég í
íþrótta- og bindindisstarfi, síðan fór ég í mál-
fundafélög og ýmislegt fleira, og að lokum út í
stjórnmál. Þegar ég hafði lokið fyrri hluta prófi
varð ég t.d. ritstjóri Stúdentablaðsins og átti sæti
í Stúdentaráði. Þessi félagsmál leiddu mig eigin-
lega frá námi lengi. Ég varð síðan formaður og
forseti Æskulýðsfylkingarinnar og um tíma
framkvæmdastjóri hjá Sósíalistaflokknum
þannig að smátt og smátt varð ég eiginlega við-
skila við deildina og átti samkvæmt öllurn regl-
um að vera kominn útúr henni."
— En hvernig fórstu svo að því að drífa þig i
seinni hluta prófið?
„Það var ekki auðhlaupið að því, þvi á þessum
tíma var ég meira að segja kominn út í kennslu,"
segir Jón. „En að lokum var prófleysið farið að
leggjast svolítið á mig þannig að 1962 ákvað ég
að dengja mér í seinni hlutann. Þá var alveg bú-
ið að afskrá mig þannig að ég þurfti að fá und-
anþágu til þess að taka cand.mag. próf. Ég lauk
við ritgerð sem ég hafði samið um að skrifa fyrir
óralöngu fyrir prófessor Einar Ólaf Sveinsson
um heilagan Þorlák. Það tók mig mjög langan
tima. Á meðan þurfti ég að fá staðgengla fyrir
mig í kennsluna, fyrst Erling Gíslason leikara og
síðan Bryndísi Schram. Svo skilaði ég ritgerð-
inni í desember ásamt umsókn um að fá að fara
í haustpróf. Heimildina fékk ég.
Það er skammarlegt að segja frá því en efnið
las ég á sjö mánuðum. Sumt varð ég að hraðlesa,
annað las ég skikkanlega en sleppti alveg sumu.
Af því að ég var á þeim árum svo uppreisnar-
gjarn þá sleppti ég alveg gotneskunni sem ég
vissi að allir kæmu upp í. Ég var svo yfirleitt
heppinn á prófunum en í munnlega málfræði-
prófinu komst náttúruiega upp að ég var algjör-
lega ólesinn í gotnesku og ég reyndi heldur ekk-
ert að leyna því. En ég kunni allt nema gotn-
esku.
Eftir prófið þurftu kennararnir að halda mikla
ráðstefnu og Halldór Halldórsson prófessor vin-
ur minn, sem var nú alltaf vinur minn þótt ég
væri svona óþægur í málfræðinni, kom svo fram
og sagði að þeir hefðu ákveðið að gefa mér mín-
us sjö í þessu prófi til þess að ég fengi ekki fyrstu
einkunn út úr prófunum í heild. Ég var ekkert
ósáttur við það. Þetta var árið 1964, tíu árum eft-
ir að ég tók fyrri hluta próf. Námsferill minn var
náttúrulega skrykkjóttur allan tímann. Eins var
það í menntaskóla, þá voru einkunnirnar frá
þremur og upp í 9,7“
BALDINN OG UPPREISNAR-
GJARN I SKÓLA
— Er ekki eitthvað fieira sem þú getur sagt frá
til marks um hversu baldinn og uppreisnargjarn
þú varst í Háskólanum?
„Ég get t.d. sagt frá sambandi mínu við Stein-
grím J. Þorsteinsson bókmenntaprófessor en
það var afar sérkennilegt," segir Jón. „Hann var
ákaflega góður maður og velviljaður stúdent-
um, en lélegur kennari, og mjög viðkvæmur.
Þegar ég var nýbyrjaður í deildinni varð mikill
árekstur okkar í milli. Fyrst leiðrétti ég hann tví-
vegis þegar kvæði voru á dagskrá og síðar gagn-
rýndi ég kennslufyrirkomulagið hjá honum og
skrifaði um það blaðagrein. Árið áður hafði
Matthías Johannesen gagnrýnt það í tíma. Þeg-
ar ég skrifaði greinina sagði Steingrímur að í
fyrra hefði hann verið klagaður í deildinni en nú
hefði hann verið klagaður fyrir alþjóð.
Af þessum sökum var ég mjög illa séður hjá
Steingrími en svo gerðist atburður sem sneri
þessu algjörlega við og var lengi í minnum hafð-
ur í Háskólanum. Steingrímur vann mikið á
nóttinni og hafði þann sið að ganga að kvöldlagi
sér til hressingar. Þegar þetta gerðist var ég næt-
urvörður á Hótel Garði. Þessa nótt voru hjá mér
Hannes Pétursson skáld og Knútur Bruun lög-
fræðingur. í gegnum Vatnsmýrina hafði verið
grafinn mjög djúpur skurður. Þar sem við erum
að tala saman heyrum við allt í einu einhver
köll. Knútur vildi strax fara og athuga þetta en
ég sagði að við skyldum láta það afskiptalaust,
þetta væri áreiðanlega eitthvert fylliríisröfl.
En Knútur hafði betur og við tveir fórum út og
að skurðinum, því þaðan komu köllin. Þegar við
komum að skurðbakkanum heyrum við og sjá-
um að það er maður þarna niðri. Ég segi við
Knút að við skulum taka hvor í sína höndina á
manninum og draga hann upp. Niðri í skurðin-
um var sagt: „Þetta er Steingrímur." Svo drögum
við manninn upp og þá kemur í ljós að þetta er
prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson. Þá hafði
hann farið fram og aftur í skurðinum og hvergi
komist upp og var orðinn örþreyttur. Við kom-
um honum heim til sín og síðan var hann veikur
í nokkra daga. Ég sagði við Knút að við skyldum
halda þessu alveg leyndu.
Síðan er það eitt sinn sem oftar að menn eru
að koma úr tíma er ég sjálfur hafði ekki nennt
að sækja, og þeir koma til mín og óska mér til
hamingju. Steingrímur hafði þá sagt í tíma að ég
hefði bjargað lífi hans, hann hefði örugglega
fengið lungnabólgu ef hann hefði verið lengur í
skurðinum. Eftir þetta hafði Steingrímur alveg
einstakan áhuga á því að ég lyki prófi."
Jón hélt svo áfram að kenna strax eftir að
hann lauk prófi: fyrst við nýstofnaðan Gagn-
fræðaskóla Kópavogs, þá við Menntaskólann
við Hamrahlíð þar sem hann kenndi í 10 ár eftir
að hann var stofnaður 1966 og að lokum varð
hann skólameistari við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í átta ár frá stofnun. „Það sem mér þótti
skemmtilegast við starfið var að ég vann þrisvar
sinnum að uppbyggingu nýs skóla. Ég hef alltaf
hætt þegar skólarnir voru komnir úr reifum,"
segir Jón.
FREKUR OG EINRÆÐIS-
SINNAÐUR í KENNSLU
— Ená þessum tíma lagðirðu ekki bara stund
á kennslu heldur tókst þátt í stjórnunarstörfum,
svo og félagasamtökum kennara.