Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 29
vera að komast inn á jólagjafamark-
aðinn hér á landi."
Fyrirtækið í Bretlandi
stærra en Hagkaup
— Hvernig er nú ad fara í inn-
kaupaleiöangur til útlanda? Er ekk-
ert erfitt ad rœöa um þetta med al-
vörusvip vid erlenda sölustjóra?
„Alls ekki. Þetta er bara bissness
eins og hvað annað. i upphafi dutt-
um við eiginlega niður á þetta fyrir
tilviljun. Við ætluðum að fá umboð
fyrir ákveðna verjutegund í Bret-
landi og fórum í stóra verksmiðju,
sem reyndist vera miklu stærri en
Hagkaup og þar unnu örugglega
fleiri en í álverinu í Straumsvík.
Þarna tók á móti okkur kona á sex-
tugsaldri, sem talaði ensku með yf-
irstéttarhreim. Hún var sölustjóri í
fyrirtækinu og leiddi okkur þarna
um salina án þess svo mikið sem að
depla auga. í einni hillunni voru
undarleg tæki, sem okkur varð star-
sýnt á. Sú gamla sagði þá að bragði
að hún hefði nú ekki sjálf reynslu af
þessu, en döttir sín léti mjög vel af
því. Þá áttuðum við okkur á því að
hér var um flókna og fjölhæfa út-
gáfu af víbrator að ræða!
Það var mest fyrir einhverja rælni
að við tókum hjá henni nokkra
draumaprinsa og auglýstum þá.
Þetta seldist hins vegar allt eins og
hendi væri veifað og við höfum ekki
haft við síðan."
Ekki klám
— Ég sé að þiö erud ekki meö nein
myndbönd eda blöd. Hvernig stend-
ur á því?
„Þá værum við komnir út í aðra
sálma, því það eru hlutir sem flokk-
ast undir klám. Hjá okkur eru ein-
ungis tii sölu hjálpartæki, sem eiga
að gera ástarlíf hjónafólks auðveld-
ara og ánægjulegra.
Fyrstu viðbrögð fólks við þessu
fyrirtæki okkar eru oft að spyrja
hvort þetta sé ekki bannad. Við gæt-
um þess hins vegar vandlega að við-
skiptavinir okkar séu ekki undir
lögaldri og erum hvorki með klám-
blöð, bækur, myndbönd eða kassett-
ur. Slík viðskipti ætlum við ekki að
stunda. í rauninni eru bæði gúmmí-
verjurnar og hjálpartækin liður í því
að stuðla að öruggu og ánægjulegu
kynlífi á þessum viðsjárverðu tím-
um þegar AIDS-plágan ógnar
mannkyninu.
Upphaflega leituðum við líka álits
sérfróðra og löglærðra manna, sem
allir brugðust mjög jákvæðir við
þessu. Læknar og sálfræðingar
hvöttu okkur til dáða og embættis-
menn voru sérlega skilningsríkir og
sáu ekkert athugavert við þetta."
Þessi barmmikla dama er
dæmigerð fyrir þann varning,
sem erlendir hjálpartækjafram-
leiðendur hafa sett á markað-
inn. Þegar loftinu hefur verið
hleypt úr henni, kemst hún
auðveldlega fyrir (litlum skó-
kassa eða skjalatösku. Á öðr-
um myndum á opnunni gefur
að líta sýnishorn af nærfataúr-
valinu hjá póstversluninni Pan.
brúna umbúðapappírnum, aðeins
nafn og heimilisfang viðtakanda.
Greinilegt var að fyllsta nærgætni
var sýnd við þessar sendingar
(blaðamaður fékk t.d. ekki að koma
nærri bögglabunkanum!) og sögðu
þeir félagarnir að þeir notuðu ekki
nafn fyrirtækisins á póstkröfuseðl-
ana. Það lá beint við að spyrja þá
Geir og Helga hvað væri í pökkun-
um og hvert þeir færu helst.
„Juðararnir eru langvinsælasta
varan, sem við bjóðum upp á. Þetta
eru svokállaðir víbratorar — oft
nefndir draumaprinsar. Við seljum
heil ósköp af þessum tækjum, en
þau eru auðvitað ætluð konum. Af
vörum fyrir karla eru það ýmiss kon-
ar bjargvættir „litla mannsins", sem
seljast best. Það er auðvitað ein-
földun að telja aðeins þetta tvennt
upp, því við erum einnig með fjöl-
breytt úrval af kremum, margar
gerðir af grínvörum og fleira og
fleira. Draumaprinsarnir og bjarg-
vættirnar skera sig hins vegar úr
hvað sölu varðar.
Varðandi það hvert við seljum
helst, þá fer meirihlutinn af send-
ingunum út á land. Pöntunarlistinn
okkar er t.d. kominn á fimm af
hverjum sjö heimilum í einum af
stærstu kaupstöðunum norðan-
lands! Þá er gert ráð fyrir þvi að
íbúafjöldinn skiptist í hinar dæmi-
gerðu kjarnafjölskyldur með 3,6
fjölskyldumeðlimi.
Það sakar kannski ekki að geta
þess að í byrjun desember fengum
við stóra sendingu til landsins og
áttum verulega gott úrval á lager, en
það bókstaflega hvarf fyrir jólin.
Þetta voru m.a. alls kyns nærföt, en
einnig vorum við með „jólatilboð".
Það var pakki með grínvörum.
Hjálpartæki ástarlífsins virðast því
Skeiðvargur, Dragspil
og Freisting
í pöntunarlistanum eru drauma-
prinsarnir fremstir í flokki og hafi
einhver haldið að þeir gætu aðeins
litið út á einn veg, er það mesti mis-
skilningur. Þeir eru úr mismunandi
efni, hafa mismarga ,,gíra“ og er alls
ekki öllum það sama til lista lagt. Til
greina koma ýmis hreyfingarmunst-
ur og hraðar, en þar að auki hafa
þeim verið gefin hin skrautlegustu
nöfn í listanum:
Skeidvargurinn: Dulux eintak. Sá
vinsælasti, sem framleiddur hefur
verið til þessa, svo ekki sé minnst
(reyndar skrifað mynnst í bæklingn-
um — ætli það sé óviljandi?) á fjöl-
hraðastýringuna.
Dragspilid. Hlýtur nafnbót sína af
nikkólínu-lögun sinni og reynslan
segir oss að notkunin seiði viðkom-
andi áleiðis í þagnardjúp gleymsk-
unnar.
Freistingin. Hinn frjálsi og óháði
skelfir. Titrar sérstaklega og hreyfist
óháð titringi upp og niður. Má einn-
ig samstilla eftir vild.
Svona mætti lengi telja. Úrval
þessara draumaprinsa hlýtur að
koma meira að segja frjálslyndasta
fólki á óvart. Þar að auki fást þeir í
svokölluðum gnægtarskrínum, sem
er þýðing á enska orðinu „kit“. Þess-
ir gjafakassar bera ekki síður frum-
leg nöfn, eins og t.d. Bjargráöasjóð-
ur, Helgarpakkinn og Föndur-
taskan. Ekki skortir hugmynda-
auðgina eða húmorinn.
Engin kona þarf þó að láta sér
nægja draumaprinsinn einan í allri
sinni nekt, því í listanum má finna
úrval „yfirhafna" á þetta sjálfsagða
heimilistæki. Þegar hér er komið
sögu skal engum legið á hálsi fyrir
að brosa út í annað munnvikið, eða
bara hlæja hátt og innilega. Segja
ekki spakir menn að nauðsynlegt sé
að taka kímnigáfuna með í rúmið?
„Yfirhafnirnar", sem hægt er að
hafa með sér þangað, kallast (hvað
sem öðru líður) Afsteypan, Skrápur,
Kvasir, La Femme, BP-flatnefur og
Litli ruddi, svo eitthvað sé nefnt.
Eftirlíkingar fást
varla betri
Þó mikið úrval sé vissulega af
víbratorum í bæklingi Pan póst-
verslunarinnar, gleymast þarfir
karla samt ekki. Þeir geta valið um
fjöldann allan af „bjargvættum",
sem sagðar eru úr besta fáanlega
efni. Það nefnist latex og er sagt að
eftirlíkingar fáist vart betri. Þar höf-
um við það! Þessar „bjargvættir" eru
oft með stillanlegu opi, eða jafnvel
stillanlegu og þrýstistillu, svo helst
lítur út fyrir að tæknin sé að fara
fram úr Móður Náttúru. Nöfnin á
þessum svölurum fyrir karlmenn
eru t.d. Raf-Svalinn, Hólkurinn,
Kreistan og Útlimalausa ambáttin.
Leðurtískan gleymist ekki hjá
þeim í Pan, hvað þá nærfatatískan,
„vinir litla mannsins", grínleikföng,
hrekkjalimir eða ástarkúlur. Einnig
er í listanum boðið upp á brjósta-
nuddtæki, brjóstastækkara og
nauðgunarvara, sem gefur frá sér
„viðbjóðslegan fnyk". Þar að auki er
hægt að festa kaup á kremum til
margs konar nota og brjóstadrop-
um, sem ku bragðast eins og um
búðing væri að ræða.
Þar sem vörurnar í pöntunarlist-
anum eru afar mismunandi, er auð-
vitað ekkert hægt að alhæfa varð-
andi verð þeirra, en til gamans má
nefna að víbratorar virtust vera á
bilinu frá 400 til 3.000 krónur stykk-
ið. Þegar sent er eftir listanum, verð-
ur viðkomandi að senda inn 300 kr.
Þetta er gert til þess að tryggja að
alvara sé á bakvið beiðnirnar og
ekki sé verið að senda lista til heilu
saumaklúbbanna af tómri aula-
fyndni. Þeir Helgi og Geir sögðust
hafa orðið varir við það í upphafi að
fólk hafi haldið að póstverslunin
væri peningamaskína manna sem
alls ekki hafi ætlað sér að senda út
neinar vörur. Nú hefur auglýsingin
hins vegar birst svo lengi að þessa
viðhorfs er alveg hætt að gæta með-
al þeirra, sem við fyrirtækið skipta.
Að lokum spurði ég hina hressi-
legu, ungu menn að því hvort það
hefði ekki neikvæð áhrif á þeirra
eigið ástarlíf að vera innan um
draumaprinsa, bjargvætti, brjósta-
dropa og líkamslaga drykkjarkrúsir
allan liðlangan daginn.
„Það er af og frá. Þetta snertir
okkur ekki á þann hátt, fremur en
að gjaldkerum í banka finnst þeir
vera eitthvað ríkari en aðrir þó þeir
séu að meðhöndla peninga allan
daginn."
HELGARPÓSTURINN 29