Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 21
+ hræringar eru að gera vart við sig hjá Hagvangi. Vegna samdráttar og ánnarra mark- aðserfiðieika er rekstrar- og fjár- hagsstaða fyrirtækisins orðin slæm. Væntanlegar eru breytingar á skipu- lagi og mannahaldi fyrirtækisins og mun forstjórinn Óladfur Örn Har- aldsson vera á förum frá Hagvangi. Hver kemur í hans stað vitum við hins vegar ekki. . . |J U ú styttist í prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykjavík, en frestur til að skila framboðum rennur út næsta þriðjudag. HP hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að um þessa helgi muni hins vegar draga til mik- illa tíðinda. Þannig standa mál, að beðið er eftir svari frá þremur aðilum, sem verulega er þrýst á um að gefa kost á sér í prófkjörið með efsta sætið í huga. Þessir þrír aðilar eru sem áð- ur hefur komið fram Bryndís Schram, en hún verst og óttast að framboð sitt yrði túlkað á verri veg- inn, en hún er eins og alþjóð veit eiginkona formanns flokksins. í öðru lagi er þrýst á Jóhönnu Sig- urðardóttur, varaformann, en hún mun vera treg vegna vinnuálags á þinginm í þriðja lagi er síðan enn þrýst á Árna Gunnarsson ritstjóra, en hann á erfitt um vik vegna kjör- dæmis síns í Norðurlandi eystra. Verulega hefur verið þrýst á þetta fólk og standa vonir til þess að a.m.k. eitt bjóði sig fram. . . E nda þótt Ragnar Hall skipta- BILALEIGA REYKJAVÍK: AKUREYRI: UORGARNES: VÍDIGEROI V-HÚN.: BI.ÖNDUÓS: SAU DÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRD.UR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRDUR: SEYDISFJÖRDUR: FÁSKRÚÐSFJÖRDUR: HÖFN HORNAFIRDI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent ráðandi i Reykjavík hafi lýst því yfir að formleg rannsókn á Hafskips- óreiðunni hefði átt að hefjast í gær, miðvikudag, þá hafa þeir félagar Ragnar og Markús Sigurbjörns- son (Eiríkssonar ríkisskattstjóra) verið á bullandi kafi í málinu frá því ,það kom á borð fógetaembættisins í Reykjavík. Það mun einkum vera Markús sem hefur með höndum rannsókn á hugsanlegu misferli í rekstri Hafskips, og mun hann hafa, að því er HP veit best, grafið upp hitt og þetta er vafasamt getur talist. Einn af upplýsingabrunnum Mark- úsar er að sjálfsögðu Útvegsbank- inn og þar á bæ kvarta menn sáran yfir óhemjulegri aukavinnu . í til- teknum deildum bankans vegna stöðugra óska frá Markúsi um upp- lýsingar um hvaðeina er snertir samskipti bankans og Hafskips. .. ■ regnir af sprengjuhættu og vopnuðum öryggisvörðum virðast ekki hafa áhrif á ferðalög Breta til ís- lands, enda er það fyrir löngu orðið daglegt brauð á stærstu flugvöllum þarlendis að sjá vopnum búna her- menn á vappi. Á fyrstu tveimur vik- um ársins bárust skrifstofu Flug- leiða í London 8.500 fyrirspurnir um ferðamöguleika hingað til lands og talsvert hefur verið um slíkar fyr- irspurnir til sendiráðs okkar þar í borg og til þeirra ferðaskrifstofa, sem selja Islandsferðir. Þakka menn þennan mikla áhuga m.a. þætti Magnúsar Magnússonar um föð- urland sitt, sem sýndur var á besta tíma á annan jóladag. Einnig hefur kjör Hólmfríðar Karlsdóttur sem Ungfrú heimur haft sitt að segja, ásamt kraftamanninum Jóni Páli Sigmundssyni, sem er fastagestur á sjónvarpsskermum í Bretlandi og afar vinsæll. . . A ^^^^lþýðuleikhúsið er orðið 10 ára og hefur afmælissýningin verið lengi í undirbúningi og æfingu. Er það leikritið ,,Tom og Viv“ sem fjall- ar um breska skáldið T.S. Elliot og eiginkonu hans. Leikstjóri verksins er Inga Bjarnason en aðalhlut- verkin í höndum Viöars Eggerts- sonar, Sigurjónu Sverrisdóttur, Maríu Sigurðardóttur, Margrét- ar Ákadóttur og Arnórs Benó- nýssonar. Þá mun hinn kunni kennari og leikhúsgagnrýnandi Sverrir Hólmarsson fara með hlutverk í leikritinu og mun þetta vera í fyrsta skipti sem leikhúskrítík- er hættir sér á fjalirnar. Listakonan Gerla hefur séð um búninga og leiktjöld. Stykkið er nú að mestu fullæft og það eina sem Aiþýðuleik- húsið vantar er sýningaraðstaða. Lengi vel var leikhúsið í samningum við Þjóðleikhúsið um að leigja Þjóð- leikhúskjallarann undir sýningarn- ar og var málið tekið oft upp á fund- um þjóðleikhússráðs en engin nið- urstaða fékkst. Um daginn komu loks boð frá Þjóðleikhúsinu og var það afsvar við beiðni Alþýðuleik- hússins. En ekki var ævintýrið úti. Kjarvalsstaðir aumkuðu sig yfir hið húsnæðislausa leikhús sem vildi halda upp á áratug í starfi og gekkst Reykjavíkurborg sem rekur Kjar- valsstaði í að ganga frá leigusamn- ingum við Alþýðuleikhúsið. Af- mælissýningin verður því frumsýnd 30. janúar á Kjarvalsstöðum. Það er reyndar einnig saga í sjálfu sér af hverju Alþýðuleikhúsið komst inn á Kjarvalsstaði. Fyrirhugað hafði ver- ið að taka niður hið umdeilda loft og var það áætlað þriggja mánaða verk og voru fyrstu mánuðir ársins skrifaðir undir þær breytingar á dagskrá Kjarvalsstaða. Arkitekt hússins, Hannes Davíðsson setti hins vegar lögbann á þessar aðgerð- ir, en myndlistarmenn hafa beitt sér gegn þessu lögbanni. Meðan það mál er í járnum hefur stjórn hússins ekki getað ráðstafað húsinu og því ágæt lausn að kippa Alþýðuleikhús- inu inn af kaldri götunni. Það má sannarjega segja að menningarmál okkar Islendinga séu hverful... TRYCGIR ÞER ÞÆCINDIFYRSTA SPOUNN HREVRLL 685522 Eitt gjald fyrir hvern farþega Viö flytlum þig a notaiegan og oOyran natt a fiugvollinn. Hver farþegi oorgar fast gjald. Jafnvel þott þu sert einn a ferö borgarðu aðeins fastagjaldið Við vekjum þig Ef þrottfarartimi er að morgni þarftu að nafa samÞand við okkur miili kl. 20 00 og 25 00 kvoldið aður. Við getum seð um að vekja þig með góðum fyrirvara, ef þu oskar. Pegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoldi nægir að nafa samband við okkur milli kl. 10 00 og 12 00 sama dag Bill fra Hreyfli fiytur þig þægilega og a réttum tinia a flugvöllinn. Pú pantar fyrirfram við hja Hreyfli erum tilUunir að flytja þig a keflavikur- flugvoll a rettunr tima i mjukri limosinu. Malið er einfalt. Pu hringir i sima 85522 og greinir fra dvalarstað og brottfarartima. Við segjum þer hvenær billinn kemur RAGNAR BJÖRNSSON hf. Dalshrauni 6 Haí narílröi - Simi 50397 \ fyrir þá sem sætta sig ekki við það næstbesta Þú þarft ekki aö bua á enskum herragarði til aö geta leyft þer aö pryöa stofuna meö Chesterfield sófasetti. Þaö fer allstaðar vel. Og eitt getur þú veriö viss um: þaö kemur aldrei neitt annað i staöinn fynr Chesterfield. Ef þu sættir þig ekki við þaö næstbesta skaltu snúa þér til Ragnars Bjornssonar hf. bolstrara sem i áraraöir hefur framleitt Chestertield sófasett úr vtöurkenndu leöri - oa á verði. sem þu ræöur við. 4 HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.