Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 13
Pétur Einarsson flugmálastjóra
verur nú æ ofstopafyllri og mun það
ekki síst vera vegna stífni Péturs. Oft
hafa verið skærur þarna á milli, en
nú má heita möguleiki á því að í
fyrsta skipti fari flugumferðarstjórar
út í algjört stopp.
Pétur hefur svarað í anda Reagans
bandaríkjaforseta, en frægt varð er
forsetinn rak alla flugumferðar-
stjóra og fyllti upp í skörðin meðal
annars með því að leita til hersins.
Pétur mun hafa sagt við undirmenn
sína að hann hafi í takinu menn sem
fylla myndu upp í þau skörð er
kæmu til ef flugumferðarstjórar
færu í allsherjarstopp. Þetta er veru-
lega dregið í efa.
Flugmálastjóri hefur lagt fram til-
lögur um skipulagsbreytingar sem
eru flugumferðarstjórum mjög á
móti skapi. Segir stjórinn að þeir
stofni flugumferðaröryggi í hættu
með andstöðu sinni. Það mun al-
mælt meðal þeirra og reyndar víða
að breytingar þessar eru leið Péturs
til að koma sínum mönnum að og
gera flugmálastjórnun almennt og
yfirleitt að „grænu svæði" — sem
mest mannaða framsóknarmönn-
um.
Pétur grípur til ýmissa ráða gagn-
vart flugumferðarstjórum. Er flug-
umferðarstjórar urðu þannig
óvenjulega margir veikir nýlega lét
Pétur hengja upp á vegg tilkynn-
ingu þess efnis að læknisvottorð
yrðu aðeins tekin gild ef þau kæmu
frá trúnaðarlæknum Flugmála-
stjórnar, en það eru þeir Úlfar
Þórdarson augnlæknir og Þórður
Harðarson hjartasérfræðingur.
Orð annarra lækna eru ekki tekin
gild!
Nú í vikunni barst einum flugum-
ferðarstjóranum síðan bréf frá Pétri,
þar sem innihaldið var uppsagnar-
hótun og tiltekið að flugmálastjóri
hefði undir höndum segulbands-
upptöku af samtali þessa manns við
blaðamann.
Flugumferðarstjóri einn fullyrti
við blaðamann HP að allt tal Péturs
um að þeir væru að stöðva breyting-
ar til aukins öryggis væri í raun út í
hött og kæmi úr hörðustu átt. Tiltók
hann að Pétur hefði beitt sér fyrir
því að kæra flugvirkja á hendur
flugskólanum Flugtaki hefði verið
svæfð, en þeir vildu láta athuga
hvort flugvélar skólans hefðu farið í
gegnum mótórskoðun og fullyrða
að skólinn hafi leigt Arnarflugi 5—6
sæta flugvél í innanlandsflug, vél
(TF-ETT) sem ekki væri skráð sem
blindflugshæf og með bilaðan afís-
ingarbúnað. Allar slíkar kærur eiga
að fara í gegnum loftferðaeftirlitið
(rannsóknaraðili Flugmálastjórnar)
áfram til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins og hafa gert það hingað til, en
ekki þessi tiltekna kæra. Er nefnt að
Pétur hafi áður verið meðeigandi
í því hlutafélagi sem rekur skólann
og eigi þar enn hagsmuna- og vina-
tengsl. . .
Jón Loftsson hf. | m niB'imm
Hringbraut 121 Simi 10600
KjSiöI
HELGARPÓSTURINN 13