Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 7
BORGARÍSJAKINN E R AÐ BRÁÐNA: HJA • ENGAR ÁKVARDANIR OG MÁLIÐ í HNÚT • SAMBANDIÐ OG BORGIN ERU TVÍSTÍGANDI • FRJÁLS FJÖLMIÐUJN Á ÚTLEIÐ • ÚTVARPSRÉTTARNEFND LOKAR DYRUNUM eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir: Jim Smart Það ríkir upptausn hjá fjötmidla- rísanum Isfitm. Fyrirtœkid getur sig hvergi hrœrt og engar ákvardanir tekið, annars vegar vegna þess að reg/ugerð Utvarpsréttarnefndar er ekki komin, en hins vegar og ekki síst vegna þess að engin samstaða er á milli hinna stóru htuthafa um framhaldið. Útgáfufélag DV er þeg- aráútleið, Sambandið er tvístígandi og í viðrœðum við aðra og borgin hefur samþykkt að setja hlut sinn ef ekki verður ár fyrirhuguðum fram- kvœmdum. Isfilm er rekið með tapi og starfsmenn fyrirtœkisins eru á förum. Stjórnarformaðurinn segir samt að allt sé í fína tagi! Þegar fjölmiðlunarfyrirtækið ís- film var stofnað í upphafi árs 1984 var haft á orði að líkja mætti fyrir- tækinu við borgarísjaka; það væri aðeins blátoppurinn sem sæist, stærsti hluti væri hulinn í undirdjúp- unum. Nú tveimur árum síðar virð- ist allt benda til þess að svo hafi hitn- að í hafinu að borgarísjakinn sé að bráðna og leysast upp í frumeindir sínar. Frumeindirnar voru sem kunnugt er hið upphaflega ísfilm, sem Indriði G. Þorsteinsson veitti forstöðu, en nefnist nú Haust hf, Almenna bóka- félagid, Frjáls fjölmidlun (útgáfufé- lag DV), Árvakur (útgáfufélag Morgunblaðsins), Samband ísl. samvinnufélaga og svo Reykjavík- urborg. Allt eru þetta öflugir aðilar -undir forystu valinkunnra fram- sóknar- og sjálfstæðismanna og sáu hörðustu andstæðingar þessara afla ástæðu til að kalla ísfilm „Stóra bróður". Núverandi stjórn skipa þeir Indridi G. Þorsteinsson, formaður (Haust), Kristján Jóhannsson (AB), Haraldur Sveinsson (Árvakur), Hördur Einarsson (Frjáls fjölmiðl- un), Kjartan P. Kjartansson (SIS) og Björn L. Halldórsson (Reykjavíkur- borg). DV: Á ÚTLEIÐ Þegar verið var að setja ísfilm á laggirnar benti allt til þess að fyrir- tækið yrði að einu stærsta virkinu í íslenskri fjölmiðlun er fram liðu stundir. Markmiðið var (og er) aug- ljóslega öflugt útvarp og sjónvarp, en þeir hjá Frjálsri fjölmiðlun voru þeir einu sem lýstu slíku yfir opin- berlega. Og nú hefur það gerst að Frjáls fjölmiðlun hefur lýst því yfir í blaði sínu DV að þeir ætli út úr Isfilm-samstarfinu. Við þetta bætist að þátttaka SlS er nú talin mögulega vera úr sögunni. Skoðanir voru og hafa alltaf verið mjög skiptar í stjórnun borgarinnar og SIS um þátttöku í þessu fjölmiðl- unarfyrirtæki. Hvað borgina snertir lá á borðinu á sínum tíma að Davíd Oddsson borgarstjóri réði einn ferð- inni og afgreiðslu meirihluta sjálf- stæðismanna. Aðrir fulltrúar flokks- ins komu lítt nálægt málinu og voru sumir hverjir afar óánægðir með hvernig að þessu var staðið af hálfu borgarstjórans. En þeir samþykktu það sem Davíð lagði fyrir þá. Borg- arstjórnarminnihlutinn gagnrýndi vinnubrögðin harðlega og sagði Sigurdur E. Guömundsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, að það væri mikill tvískinnungur hjá sjálf- stæðismönnum, að fara út í þetta í ljósi afstöðu þeirra til þátttöku hins opinbera í atvinnurekstri almennt. En hinn 1. mars 1984 samþykkti borgarstjórn með 12 atkvæðum meirihlutans gegn 9 atkvæðum minnihlutans að fara út í þetta fjöl- miðlunarsamstarf og leggja 2 millj- ónir króna í púkkið. BORGIN: ANNAÐ HVORT EÐA Nú hefur það síðan gerst á þessum vettvangi að borgarstjórnarmeiri- hlutinn hefur samþykkt að verða við tilmælum stjórnar ísfilm um hlutafjáraukningu fyrirtækisins úr 12 milljónum króna í 48 milljónir. Borgarstjórn samþykkti þannig heimild til að auka sitt hlutafé upp í 8 milljónir króna. En um leið var samþykkt að frumkvæði borgar- HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.