Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 30
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 17. janúar 19.10 Döfin ... 19.20 Um börn og gamalmenni í Nepal (geysilega meövitaö barnaefni, að sögn). 19.50 Fingrafimi .. . 20.00 Leikfimi. . . Ingvi Hrafn stekkur yfir hestinn og hinir á eftir. .. 20.40 Kastljós: Sigurveig dinglar á tvíslánni. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Nýr músíkþáttur fyrir únglíngana í skógin- um. íslenskar rokksveitir viðraðar í sjónvarpssal. Rikksjo ríður á vaðið, Skóbí og allir sætu strákarnir. . . 21.40 Derrick glottir út í annað, glöggur með löggur á tánum ... 22.40 Seinni fréttir (sagðar of seint, enda dagskráin komin úr böndunum þegar hér er komið útsendingu). 22.45 Nikkelfjallið (Nickel Mountain). ★★★ Íslensk-bandarísk bíómynd frá '84, byggð á sögu John Gardner. Leikstjóri Drew Denbaum. Aðalleikarar Michael Cole, Heather Langenkamp og Patrick Cassidy. Sérstaklega sjarmerandi saga um samband miðaldra fitu- hlunks við ófríska unglingsstúlku í smábæ í Kaliforníu. Magnaður leikur Michael Cole í meginrullunni ásamt því mannlega yfirbragði sem Den- baum hefur tekist að Ijá myndinni gera þessa framleiðslu Jakobs Magnússonar og félaga að feikilega notalegri kvöldstund. 00.25 Getiði-hvaretta-er-ljósmynd, og svo búiö. Laugardagurinn 18. janúar 14.45 Bein sending frá Bretlandi af því þeg- ar granni glókollurinn okkar af Skag- anum burstar Uxfirðingana, 1x2 spái ég 17.00 Bjarni Felur sig inni í vinstri mark- stönginni. 19.20 Búrabyggð: Bjaddni birtist í brúðu- gervi... 19.50 Fréttaágrip á vísifingri. 20.00 Jötungrip á þumalfingri. 20.35 Skál, fyrir því. (Fjórtándi þáttur.) 21.00 Tveggja tíma nonn-stopp Skonrokk. Eddie Murphy kynnir mestu gæða- myndbönd músíkurinnar frá síðasta ári og spjallar inn á milli við almenning á borð við Tinu Turner, Júlíus Lennon, Joan Bæs, Bob Geldorf og Cindy (ekki barbie-dúkkuna) Lauper. 23.00 Kóngur vildi hann veröa { The Man Who Would be King). ★★★★ Banda- rísk bíómynd frá '75 eftir sögu Kip- lings. Leikstjóri John Huston. Aðal- leikarar Sean Connery, Michael Caine og Christopher Plummer. Margt gott hefur Huston gert (m.a. Prizzi's Honour) og þetta er eitt það allra besta frá honum. Stórkostleg lýsing Kiplings á gæjunum í breska hernum á Indlandi sem skruppu í eigin land- vinninga til ókunnugra svæða í Afgh- anistan og var tekið þar sem guðum til að byrja með, eða áður en græðgin kom til. Hér hjálpast allt að; fanta leik- ur, falleg kvikmyndataka og framsetn- ing efnis á frumlegan hátt. 01.10 Tími til að halla sér um 90 gráður... Sunnudagurinn 19. janúar 16.00 Tíu mínútna afgreiðsla sjónvarpsins á þætti þjóðkirkjunnar í samfélaginu, altso Sunnudagshugvekja. 16.10 Heimildarmynd frá Bretum sem eru’ eitthvað að efast um að þeir og aðrir heimsmenn hafi farið rétt að frá stríðs- lokum. Tjallinn alltaf jafn daupted. 17.05 Á framabraut. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Úrvalsflugur. Endursýndir kaflar úr „Flugum" sem er myndskreyttur dægurlagaþáttur frá '79, sem bítla- gæslumennirnir Egill Eövarðsson og Jónas R. Jónsson sáu um. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Guðmundur Ingi sér fyrir ósýnda hluti. 20.50 Kvöldstund með listamanni. Ný þáttaröð. í fyrsta þætti rabbar Megas viö Bubba Morthens sem hefur gítar- inn með sér, en gleymir hálsólinni heima . . . 21.30 Blikur á lofti. Alí Makkgraaa og Miss- um lifa sig inn í Worið. 23.10 Og þá er bara að stilla vekjarann fyrir morgundaginn. Fimmtudagskvöldið 16. janúar 19.00 Sjöfréttir. 19.35 Æsland — Jú-ess-ess-ar í beinni handboltalýsingu. Ingólfur Hannes- son lýsir — yfir áhyggjum sínum. 19.55 Daglegar missagnir: Sigurður G. Tómasson rifjar upp. 20.00 Útvarpsleikritið „Milljónagátan" eftir Peter Redgrove í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar. 21.20 Gestur í útvarpssal: Martin Berkovsky kíkkar inn í kaffi og meððí. 22.30 Fimmtudagsumræðan. Halli Thorst spyr stórt og smátt. 23.00 Röggi Sigurjóns túlkar tónlist til mið- nættis.. . Föstudagurinn 17. janúar 7.00 Húsvörðurinn á Skúlagötu fjögur hleypir inn . . . 7.15 Gunni Kvaran hleypur upp og startar vaktinni, Jónína hleypur út og suður og ég á eftir strætó ... 9.05 Morgunstund barnanna ( sem fá því miður ekki að hafa viðtæki með sér í skólastofuna, en að öðru leyti er þetta alveg hárrétt tímasetning þáttar- ins . . .) 10.40 Rabbþáttur Málmfríðar Rúvaks. 11.10 Athvarf fyrir aldraða: Sigurður Magnússon leitar. 12.20 Hádegisfrétt og frétt á stangli. 14.00 Miðdegissagan „Ævintýramaður". 14.30 Upptaktur. Gvendur Ben dettur íog úr takti. 16.20 Síðdegistónleikarnir mínir. 17.00 Helgarútvarp lyklabarnanna. 17.40 Úr atvinnulífinu. 19.00 Fréttir. 19.50 Daglegt mál. Magga Jóns talar rétta íslensku. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen tjúnar upp í græjunum. 20.40 Kvöldvaka: Helga Ágústs á lágu nót- unum ... 21.30 Atli Heimir viðrar hugmyndir sínar um kollegana. 22.30 Kvöldtónleikarnir mínir. 22.55 Jónas Jónasson skreppur út í bláinn og endar eins og alltaf inni á gafli hjá einhverjum með kertaljós. 00.05 Djassþáttur. * Eg mœli með Rás 1, sunnudagskvöldið 19. jan- úar, klukkan 00.05: Milli svefns og vöku. Magnús Einarsson dreymir að hann sjái um þátt, sem hann gerir, og fær martröð þegar hann fattar það. (Sjá nánar á mynd.) 01.00 Tæknimenn rásanna hnýta sig saman og magnast allir fyrir bragðið . . . Laugardagurinn 18. janúar 7.00 Múlinn gáir til veðurs á meðan konan les fréttir, en Arason leggst á bæn. 7.15 Tónleikar: Arason velur og kynnir en spilar ekkil 7.30 íslenska einsöngvara- og kóragaulið, aðeins of falskt fyrir minn smekk og annarra vandamanna. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephens kynnir sér heilbrigðislöggjöfina ... 11.00 Heimshorn: Óli Angantýs og Toggi vinur hans flakka um allt með frakka- löfin beint aftur. . . 12.20 Fréttir. 13.50 Nánari fréttir af fréttunum. 15.00 Miðdegistónleikarnir mínir. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar: Frjáls, að öllum líkindum. 15.50 íslenskt mál. Ásgeir Blöndal Magga- donn að komast upp í annan dálkinn á síöu 514 í Orðabók Háskólans . . . 16.20 Listagrip. Talaö af list um lyst. 17.00 Barnaleikritið „Sæfarinn" eftir Verne. Gaman. 17.35 Síðdegistónleikarnir konu minnar. 19.00 Stórfréttir. 19.35 Spaugþáttur Sigga Sigurjóns og félaga. 20.00 Harmónikkuþáttur. Og muniö, dömu- frí núna. 20.30 „Milljónagátan". 22.20 Bréf úr hnattferð. Langt, skyldi maður ætla. 22.50 Danslög. Stutt, vonar maður bara. 00.05 Miðnætur Marinósson diskar Jón örn . . . 01.00 ... og svo gerist það bara si sona, allir sofna. Sunnudagurinn 19. janúar 8.00 Séra Ingiberg talar af segulbandi um það sem honum finnst vera hvað já- kvæðast í fari Jesú og félaga. 8.35 Létt morgunlög (til að vega upp guðs- orðin!) 9.05 Morguntónleikar (til að jafna út létt- leikann). 10.25 Fagurkeri á flótta. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Herra Sig- finnur Schiöth mætir í teinóttu jakka- fötunum sínum og treður sér á fremsta bekk til vinstri. Nýrakaður og ilmandi. 12.20 Fréttir. 13.30 Fróðar konur og forspáar í íslenskum bókmenntum. Hallfreður örn afgreið- ir málið í stuttu máli, enda lítið um það að segja í sjálfu sér. 14.30 Trausti veðurfræðingur spáir í gömul lög. 15.10 Frá Æslendingum vestanhafs. 18. þáttur. Séð eftir öllu saman. 16.20 Vísindi og fræði. 17.00 Síðdegistónleikar og -lúrinn. 19.00 Fréttir af nýrri frauðplastverksmiðju á Flateyri. 19.35 Milli rétta. 20.00 Stefnumót. 21.00 Ljóð og lag. 21.30 Útvarpssagan. 22.20 íþróttir. 22.40 Betur sjá augu (en kafaragleraugu). 23.20 400 ára minning Heinrich Schutz. Guðmundur Gilsson sér um þáttinn og hlustar ásamt aldraðri móður sinni. 00.05 Milli svefns og vöku. Magnús Einars- son dreymir að hann sjái um þátt, sem hann gerir, og fær martröð þegar hann fattar það. 00.55 ... þessvegna dagskrárlok. Fimmtudagskvöldið 16. janúar 20.00 Páll Þorsteinsson gleymir stórá bróð- ur sínum í örvæntingu yfir því að gieyma þeim stutta . . . 21.00 Ragnheiður Dabbadó spyr mann hve- nær hann eigi afmæli og fær eitt af þessum opinskáu svörum ... 22.00 Svavar Gezz mætir með rykugan plötubunka í stúdíó þannig að hósti frá tæknimanni heyrist af og til, en mjög lágt.. . 23.00 Jónatan og Gulli leika nokkur spurn- ingalög á meðan þeir hvíslast á um það hvor viðmælenda þeirra heiti Ell- iði... eftir Sigfinn Schiöth 24.00 Þorgeir Ástvaldsson dregur upp Assa- lykilinn sinn og lokar Efstaleitinu um sinn. Föstudagurinn 17. janúar 10.00 Morgunþáttur. Ásgeir og Palli poppa fullan pott. 12.00 Hlé að hætti hússins. 14.00 Garðveisla. Valdís heldur að þetta sé nóttin! 16.00 Jón skokkar nokkra hringi og pústar svo í mækinn. 18.00 ísland — Pólland. Ingó lýsir sigri is- lands íhandboltakeppni hjá Baunum. 19.15 Með matnum. Magga Blöndal spæl- ir. 20.00 Hljóðdósin. Tóti Stef fær sér frekar niðursoðið. 21.00 Kristján Sigurjóns kringlu . . . 22.00 . . . Snorri og Skúli aftur á móti fram- sýnir og fara út í nýræktina. 23.00 Næturvaktin: Vigga og Togga dagar uppi og niðri og yfirleitt alls staðar þar sem því verður við komið. 03.00 FÓIkið á efri hæðinni slekkur á tækinu sínu. Laugardagurinn 18. janúar 10.00 Morgunþáttur. Sigurður Blöndal hringlar í eyrum þunnra hlustenda. 12.00 Þögn. 14.00 Laugardagur... Svavar Gezz fattar dagatalið. 16.00 Listapopp. Gunni Sal með innflutta lista í hólf og gólf. 17.00 Hringborðið. Fölk spurt afhverju því þyki þetta svona gott en hitt ekki alveg eins gott. Spenna. 18.00 Þögn. 20.00 Bylgjur. Ási í Gramminu pælir í hlut- unum. 21.00 Djass.. . Venni Linnet dillar í sófan- um. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris fýkur upp. 23.00 Svifflugur. Hákon Sigurjóns dregst á loft og svo á langinn. 24.00 Næturvaktin. Gísli Sveinn lifir sig inn í rúntinn og tilheyrandi skvísublístur þar sem hann situr einn við mæk í hljóðstofu og tárast... 03.00 Tæknimaðurinn þolir ekki lengur viö. Slekkur. Sunnudagurinn 19. janúar 13.30 Salt í samtlðina. 15.00 Jón Krossgátufari heimtur úr helju. 16.00 Þrjátíu leiknustu lögin ... 18.00 Svissa yfir á Stundina á skjánum. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 17.03—18.00 Reykjavík og nágrenni á FM 90,1 MHz 17.03—18.30 Akureyri og nágrenni á FM 96,5 MHz. ÚTVARP * Afram Birna! SJÓNVARP Sjónvarpið eftir Ingólf Margeirsson stórbatnar Sjálfsagt hafa ýmsir sperrt eyrun sl. íimmtudagskvöld og hlustað á bjartsýnis- og baráttukonuna Birnu Þórðardóttur spjalla við Ragnheiði Davíðs í Gestagangi á Rás 2. Birna er einhver áheyrilegasta manneskja sem um getur og hefur ein- dregnar skoðanir á stjórn- og mannrétt- indamálum. Þarft var að rifja upp afskipti hennar af þessum málum allt frá Þorláks- messuslagnum fræga ’68, þegar mótmæli vinstri manna gegn Víetnam-stríðinu stóðu sem hæst, og íslensk dómsmála- og lögregluyfirvöld töldu að óheimilt væri að mótmæla á götum úti. . . Birna var tvisvar lamin af lögreglunni í mótmælaaðgerð- unum kringum þessi áramót. í fyrra skiptið hafði hún dottið í æstum mannfjöldanum og sparkað frá sér til að verða ekki troðin undir; þá var hún lamin það harkalega að það þurfti að sauma í hana 12 spor! Eftir þetta fékk hún viðurnefnið „sparkarinn Birná’. Ferill Birnu er skólabókardæmi um ein- stakling sem hefur verið gerður að tákn- mynd. Ihaldssöm öfl hafa lengst af litið á hana sem óferjandi og óalandi uppreisnar- segg. Sjálf sagði hún í viðtalinu að með högginu sem hún hlaut í Þorláksmessu- slagnum hafi hún verið kýld út úr íslensku þjóðlífi. Hún hefur t.d. 19 sinnum sótt um fréttamannsstöðu hjá Ríkisútvarpinu en ætíð verið neitað án þess að ástæður væru tilgreindar. Hún hefur þó alltaf staðið sig vel á hæfnisprófunum og er með upp á vas- ann próf í félags- og stjórnmálafræðum, auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu í félagsmálum og blaðaútgáfu, en hún rit- stýrði t.d. Neista, málgagni Fylkingarinnar, í fleiri ár. Þar fyrir utan, eins og fram kom i viðtalinu á rás 2, er Birna með eindæm- um áheyrileg í útvarpi, víðsýnn og rökvís húmanisti. Hvers er hægt að krefjast meira af fréttamanni við ríkisfjölmiðla, ég bara spyr!? Sjálf nefnir Birna að sjálfsögðu Berufs- verbot, þ.e. að henni hafi verið neitað um stöðurnar vegna óæskilegra stjórnmála- skoðana, en í slíkum tilfellum eru ástæður fyrir frávísun aldrei tilgreindar. Eins og við vitum er semsé allt í lagi að útvarpsstjóri sé t.a.m. baráttumaður á hægri vængnum, en ótækt að fyrrverandi ritstjóri Neista gegni fréttamannsstöðu. Allt í nafni hlutleysisins! Aðspurð um íslensk þjóðmál sagði Birna í viðtalinu að vissulega væri allt hábölvað, en hún væri bjartsýnis- og baráttumann- eskja sem tryði á lífið, m.a. í sínum 6 ára prinsi og 6 mánaða prinsessu sem hún tel- ur sig lánsama að hafa eignast. Nú er enn auglýst laus til umsóknar fréttamannsstaða við útvarpið og reikna má með að Birna sæki um hana, þó ekki sé nema af prinsíp- ástæðum. Ég skora á útvarpsráð að endur- skoða sitt Berufsverbot — við höfum ekki efni á að láta aðra eins hæfileikamann- eskju og Birnu nýta starfskrafta sína ein- göngu í þágu Læknafélags íslands þótt það sé út af fyrir sig góðra gjalda vert. Áfram Birna — Avanti populo! Það er kominn fjörkippur í sjónvarpið. Nýir efnisliðir eru farnir að sjá dagsins ljós og boðun fleiri og margbreytilegri inn- lendra þátta lofar góðu. Sömu sögu er að segja um fréttir eins og margsinnis hefur verið drepið á í þessum pistlum. Það er greinilegt að innganga Ingva Hrafns og Hrafns Gunnlaugssonar hefur haft góð og jákvæð áhrif nú þegar á dagskrárgerð sjón- varpsins og hrist upp í þessari stofnun sem öll var farin að koðna undir mosavexti stöðnunar. En snúum okkur að erlendum þáttum. Mjög vel hefur tekist upp með innkaup á erlendu efni. Þeir þættir sem sýndir hafa verið í sjónvarpinu á undanförnum vikum sanna að vel má finna úrvalsefni erlendis frá ef vel er unnið og menn kynna sér er- lenda þáttagerð og myndir. Ég vil sérstak- lega minnast á úrvalsafþreyingarefni sem Blikur á lofti og ítölsku lögregluþættina um mafíuna á Sikiley sem ganga undir sam- heitinu Kolkrabbinn. Þetta er skemmtiefni af bestu gerð og ánægjulegt að sjónvarpið hefur sýnt þessu efni áhuga og komið því til skila á íslenska skjái. Breskur heimildarmyndaþáttur í þrettán liðum hefur hafið göngu sína. Hann heitir einfaldlega Sjónvarp (Television) og fjallar um sögu sjónvarpsins frá frumdögum þess- arar tækni til dagsins í dag. Eftir að hafa horft á byrjun þessarar þáttaraðar getur undirritaður ekki annað en dáðst enn einu sinni að breskri sjónvarpsgerð. Á maka- lausan hátt tekst þáttagerðarmönnunum að draga upp fræðandi og spennandi mynd af þróun sjónvarpsins og samkeppni ým- issa aðila um tækninýjungar og markaðs- sölu. Það verður gaman á næstu þriðju- dögum. Þá eiga unglingarnir von á góðu. Rokkar- arnir geta ekki þagnað, heitir nýr tónlistar- þáttur fyrir táninga þar sem íslenskar rokk- og táningahljómsveitir verða kynntar. Fyrsti þátturinn er á skjánum á morgun, föstudag. Kvikmyndirnar eru enn misjafn- ar en fyrir ofan meðallag þó. Loksins er von á kynningarþætti um kvikmyndir þar sem kvikmyndir í íslenskum bíóhúsum verða kynntar. Nefnist sá þáttur Kvik- myndakróníkan og verður í umsjá Árna Þórarinssonar, fyrrum ritstjóra Helgar- póstsins og nýráðins ritstjóra Mannlífs. Og Megas ræðir við Bubba á sunnudagskvöld. Það eru sannarlega mörg tilhlökkunarefni á skjánum á næstunni. Bravó, sjónvarps- menn, haldið áfram í þessum dúr! 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.