Helgarpósturinn - 16.01.1986, Blaðsíða 14
Á undanförnum árum hefur oft
mátt líta lágvaxna, undarlega búna
konu á ferli í miðbœ Reykjavíkur.
Hún íklœöist appelsínugulum kufli
og samlitum höfuðbúnaði, sem
minnir helst á nunnubúning, nema
hvaö liturinn er mun skœrari en við
eigum að venjast hjá þeirri stétt
kvenna. Reyndin er líka sú, að
þarna er nunna á ferð. Hún er fœdd
og uppalin á Filippseyjum, kölluð
Dídí og rekur geysivinsœlt barna-
heimili í nýju einingahúsi í Skerja-
firðinum. Þangað lögðum við leið
okkar til þess að forvitnast um það
hvernig stœði á því að hún vœri
hingað komin til að gœta barna ís-
lenskra útivinnandi kvenna.
Dídí tekur brosandi á móti mér og
við komum okkur fyrir á litlum tré-
stólum, sem hannaðir eru fyrir börn
á forskólaaldri. Það virðist alls ekki
fara illa um húsráðandann, en
blaðamanni finnst hann í sporum
Gúllívers í Putalandi. Það er hópur
fólks, sem kennir sig við nafnið
Ananda Marga, sem hefur reist
þetta hús fyrir eigið fé og með því að
leggja til ómælda sjálfboðaliðs-
vinnu. Samt sem áður er Ijóst, að
það er vera Dídí hér á landi og
hvatning hennar, sem veldur því að
þetta barnaheimili er orðið að veru-
leika. Hún býr sjálf i húsinu, ásamt
tveimur erlendum sjálfboðaliðum,
en tæpast myndi margur landinn
láta bjóða sér þá örfáu fermetra,
sem þjóna hlutverki heimilis fyrir
þessar þrjár útlendu stúlkur. Fyrsta
spurningin er eðlilega: Hvers vegna
í ósköpunum Island?
,,Ég ræð því nú ekki sjálf hvar ég
er niðurkomin á hnattkringlunni.
Ég var send hingað fyrir 5 árum og
hér verð ég þar til hinn andlegi leið-
togi okkar í Ananda Marga ákveður
að mín sé meiri þörf annars staðar.
Ég var fyrst send til Portúgal, en eft-
ir tvo mánuði fékk ég tilkynningu
um að ég ætti að fara til íslands og
setja á stofn barnaheimili. í fjögur ár
vorum við í bráðabirgðahúsnæði,
en snemma á þessu ári fluttum við
svo inn í þetta nýja hús. Þetta verk-
efni er því komið vel á veg, enda er
ég þegar farin að huga að því næsta,
sem er að setja hér á stofn skóla-
dagheimili. Ekki skortir eftirspurn-
ina! Undirbúningur er langt kom-
inn, þó enn vanti húsnæðið.
Starfið var allt mun erfiðara í
Portúgal, því samtökin eru ekki fjöl-
menn þar. Ég var næstum ein á báti,
en mér hafði tekist að stofna þar
barnaheimili fyrir munaðarleys-
ingja, sem mér þótti afar erfitt að
fara frá því ég var einmitt farin að
sjá árangur af dvöl þeirra á heimil-
inu. Þarna voru heyrnarlaus og mál-
laus börn og þroskaheftir krakkar,
sem ekki var auðvelt að segja skilið
við.“
AGINN VEITIR MÉR
FRELSI
— Hvar kynntist þú Ananda
Marga trú?
„Þetta er ekki trúflokkur sem slík-
ur og ég lít alls ekki þannig á sam-
tökin. Ég hef persónulega aldrei
verið mjög trúhneigð. Mamma mín
var kaþólsk, en pabbi tilheyrði ekki
neinum söfnuði og okkur systkinun-
um voru t.d. einfaldlega gefin nöfn
af pabba, án þess að nokkur prestur
kæmi þar nærri.
Ég kynntist hins vegar Ananda
Marga samtökunum þegar ég var í
háskóla og varð strax yfir mig hrifin
af hugmyndafræðinni. Ég hafði þó
heyrt um hugleiðslu og jóga strax á
unga aldri og fannst þetta heillandi
fyrirbrigði, þó ég hefði ekki hug-
mynd um hvert ég ætti að leita eftir
fræðslu og leiðbeiningum og væri
hrædd um að slíkt yrði mjög kostn-
aðarsamt. Þegar ég var að byrja í
háskóla tók ég stúlku í aukatíma í
efnafræði og komst að því að hún
æfði jóga. Við gerðum því eins kon-
ar vöruskipti — hún kynnti mér
andleg fræði en ég kenndi henni
efnafræðina. Þetta var fyrir rúmum
áratug og nú er ég gjörbreytt per-
sóna. Á þessum tíma var ég útblásin
og hafði litla stjórn á líkama og sál,
en nú hef ég kynnst aga, sem veitt
hefur mér frelsi. Þetta er ekki sú
mótsögn, sem það virðist í fyrstu,
skal ég segja þér!
Þegar ég fór að fasta, borða græn-
metisfæðu, gera jógaæfingar og
stunda hugleiðslu, fann ég til ólýs-
anlegrar hamingju við að finna að
HP SPJALLAR
VIÐ DÍDÍ,
NUNNU FRÁ
FILIPPSEYJUM,
SEM REKUR
LEIKSKÓLA í
SKERJAFIRÐI
OG HYGGST
OPNA SKÓLA-
DAGHEIMILI Á
NÆSTUNNI
ég hafði stjórn á líkamanum og
huga mínum í síauknum mæli. A
meðan ég var í námi lifði ég enn því
sem kallast myndi „eðlilegt" líf og
klæddist venjulegum fötum. Ég
gerðist hins vegar nunna að há-
skólanámi loknu."
MEÐ HÁSKÖLAPRÓF
í LANDBÚNAÐAR-
FRÆÐUM
— Hvernig var menntun þinni
háttað á Filippseyjum?
„Ég er landbúnaðarfræðingur að
mennt. Tók B.Sc. próf í þeim fræð-
um í háskóla í heimalandi mínu. Við
systkinin fórum öll í háskólanám, þó
pabbi hefði í rauninni alls ekki efni
á því að mennta okkur því við erum
níu systkinin. Þetta varð eins konar
keðjuverkun, því um leið og það
fyrsta útskrifaðist og fékk vinnu, fór
það að borga heim svo hægt væri að
mennta þau sem eftir voru. Þannig
gekk þetta koll af kolli. Pabbi var að
vísu stjórnmálamaður, en hann var
sá alfátækasti, sem ég hef nokkru
sinni fyrir hitt á Filippseyjum.
Mig langaði til þess að verða
læknir en mér var talið hughvarf í
upphafi námsáranna því þetta var
langt nám. Eftir að ég kynntist An-
anda Marga vildi ég þó ljúka námi
sem fyrst, svo ég gæti snúið mér al-
farið að hugleiðslu og þjónustu við
annað fólk. Það hefðu hins vegar
orðið foreldrum mínum mikil von-
brigði ef ég hefði ekki lokið námi,
því öll systkini mín eru með há-
skólagráðu. Ég lét mig því hafa það.
Því miður lifði pabbi ekki að sjá okk-
ur öll útskrifast. Hann dó fyrir fimm
árum.“
— Var hann í flokki Marcosar for-
seta?
„Já, hann var það, en hann vann
við sveitarstjórnamál. Þarna á að
heita Iýðveldi, en pólitíkin er mjög
rotin á Filippseyjum."
MAMMA REYKTI
BARAÁ
KLÓSETTINU
— Það er sem sagt háskóli á Fil-
ippseyjum? spyr Mörlandinn í ein-
feldni sinni.
„Já, þarna búa um 40 milljónir
manna og þar eru fjölmargir háskól-
ar. Ég var fyrst í skóla í Manila, en
var síðan í fimm ár í háskóla í mjög
afskekktu héraði, sem minnir svolít-
ið á ísland. Þar eru hverir og há fjöll,
alveg eins og hér, en þetta eru ein-
mitt þeir staðir, sem ég hef dvalið
lengst á. Fimm ár á hvorum stað.
Við vorum annars alltaf að flytja.
Loftslagið á Filippseyjum er hins
vegar þveröfugt við Island — oftast
mjög heitt. Það er kaldast í desemb-
er og janúar, en þeir mánuðir eru
samt heitari en sumarið hér. Aðbún-
aður og húsakynni eru líka gjörólík
því sem gerist á íslandi, t.d. ólst ég
upp við að klósett væri úti í garði.
Það var einfaldlega grafin hola í
jörðina og kofi byggður yfir hana,
enda var lyktin eftir því. Þess vegna
kveikti mamma sér alltaf í sígarettu
þegar hún þurfti að fara þessara er-
inda, þó hún reykti annars ekki.
Þetta gerði hún einvörðungu til þess
að finna ekki eins fyrir lyktinni á
kamrinum! Þetta breyttist hins veg-
ar þegar ég var orðin fullorðin. Þá
var farið að steypa gólfin á kömrun-
um og gera þetta allt betur úr garði."
leftir Jónínu Leósdóttur mynd:
— Á hvernig fœðu. lifa Filippsey-
ingar aðallega?
„Hrísgrjón eru meginuppistaðan
og borðuð á hverjum degi. Þar að
auki er auðvitað mikið um græn-
meti, bæði sem fólk ræktar sjálft
heima í garði og einnig eru græn-
metismarkaðir á hverju horni.“
— Hvað með tungumál — er það
eitt og hið sama hjá allri þjóðinni?
„Nei, ekki aldeilis. Ég held að það
séu talaðar um það bil eitthundrað
mállýskur á eyjunum og fólk úr mis-
munandi héruðum skilur ekki hvert
annað nema það tali ensku. Öll
kennsla fer fram á ensku, því skóla-
kerfið er hannað að bandarískri fyr-
irmynd, og enska er hið opinbera
tungumál í landinu. Þetta er sorgleg
staðreynd. Þið íslendingar eruð
heppnir að hafa einungis eitt tungu-
mál svo allir geti auðveldlega skilið
hver annan. A Filippseyjum blanda
menn þar að auki enskum orðum í
ríkum mæli inn í mállýskurnar,
þannig að úr verður einn allsherjar
hrærigrautur. Það er hins vegar erf-
itt að spyrna á móti áhrifum ensk-
unnar, því þarna eru t.d. tvær mjög
stórar herstöðvar og mikið af
bandarískum stórfyrirtækjum reka
verksmiðjur í landinu. Vinnuaflið er
ódýrt og því hagkvæmt fyrir þessi
fyrirtæki að framleiða vörur sínar á
Filippseyjum. Gróðinn af framleiðsl-
unni flyst hins vegar að sjálfsögðu
að mestu leyti úr landi.“
MÁ HELST EKKI
HAFA SAMBAND
VIÐ FJÖLSKYLDU
MÍNA
— Svo við snúum okkur aftur að
Jim SmartBBHHaHB
þér sjálfri Dídí. Þú er síbrosandi og
virðist alltafí góðu skapi — hvernig
er þetta hœgt, þegar þú ert um-
kringd hávœrum krakkaskara allan
liðlangan daginn?
„Þjálfun mín fólst m.a. í því að
mér var sýnt fram á það hve brosið
getur áorkað miklu. Það er með
ólíkindum hvað allt gengur betur
þegar maður er með bros á vör.
Bæði líður manni sjálfum vel og það
hefur góð áhrif á þá, sem í kringum
mann eru. Það eru öllum ljóst hve
sterklega það getur orkað á um-
hverfið þegar ein einasta persóna er
illa upplögð eða í slæmu skapi. Fólk
gerir sér hins vegar ekki jafnauð-
veldlega grein fyrir því hve góð
áhrif það hefur á aðra að umgangast
afslappaða og glaðlega manneskju.
Nunnur og aðrir í okkar samtök-
um fá þjálfun í að þekkja sjálfa sig
betur, möguleikana sem fyrir hendi
eru og þær takmarkanir, sem nauð-
synlegt er að yfirvinna. Ananda
Marga er ekki trú í venjulegum
skilningi heldur miklu fremur lífs-
máti eða til sjálfsþekkingar. Það er
hlutverk mitt sem nunnu að stuðla
að hamingju annarra, fórna mér fyr-
ir aðra, en mín lífsfylling er auðvit-
að ávöxtur af því starfi. Það jóga-
kerfi, sem ég fer eftir, hefur gjör-
breytt mér og lífi mínu, eins og ég
sagði áðan. Eg sé ekki eftir neinu,
því það verður mér allt til góðs þó
ég sjái það kannski ekki fyrr en frá
líður. Mér er t.d. ekki leyfilegt að
vera í stöðugu sambandi við fjöl-
skyldu mína og ég var send hingað
á norðurhjara veraldar, þó ég vildi
helst ekki þurfa að fara frá Filipps-
eyjum. Þar vildi ég stunda mitt líkn-
arstarf, en það átti ekki fyrir mér að
14 HELGARPÓSTURINN