Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST LIF stjórnmálamannsins virðist fyrst og fremst snúast um ímynd almennings af viðkomandi. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins varð svolítið áhyggju- fullur um daginn samkvæmt heimildum okkar. Þannig var, að Sambandið lét búa til tvær skondnar auglýsingar um Night and Day sængurfatnað. Báðar birtust þær í Morgunblað- hafa hvorki Reagan eða Gorbats- joff kvartað vegna auglýsingar- innar. KRATAR eru stundum dálítið seinheppnir. Hér kemur stutt saga sem áréttar þá staðhæfingu: Sam- band ungra jafnaðarmanna hefur verið að byggja mikla kratahöll ásamt byggingarfélagi í eigu krata, Arroða h/f, ofarlega á Laugaveg- inum á móts við Mjólkursamsölu- húsið, nánar tiltekið á horni því þar sem áður voru keypt flösku- gler. Lóð þessari fékk SUJ úthlutað af Reykjavíkurborg, í skiptum fyrir lóð sem félagið hafði áður fengið úthlutað í nýja miðbænum. Hvað um það. í fyrra tók húsið að rísa af grunni með miklum myndar- brag upp á þrjár hæðir og ris ásamt miklum kjallara. Ungkratar höfðu upphaflega í hyggju að fá einkaaðila til að teikna húsið og voru með Gudrúnu Jónsdóttur í huga. Sigurdur E. Guömundsson þáverandi borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins og yfirmaður Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, taldi ung- kratana hins vegar á það að mun hagstæðara væri fyrir þá að fá Húsnæðismálastofnun til að teikna húsið. Var talað um teikningar sem kostuðu undir milljón. Nú er hins vegar reikningurinn kominn frá Sigurði E. og hljóðar upp á 2,5 milljónir! Kratar eru í hálfgerðu losti yfir þessum reikningi Sigurð- ar og Húsnæðismálastofnunar en sér til afsökunar hefur stofnunin að hún hafi þurft að teikna húsið í tvígang, fyrst sem íbúðarhúsnæði en síðar sem skrifstofuhúsnæði. En raunir krata varðandi bygg- inguna eru ekki allar. Þegar húsið var orðið fokhelt og kratar hugð- ust halda reisugilli með því m.a. að fá fokheldnivottorð, kom í ljós að lóðin sem borgin gaf SUJ er í einkaeign samkvæmt skjölum! Lóðin var nefnilega í einkaeign til ársins 1917 en þá mun Reykjavík- urborg hafa eignast hana. Hins vegar finnst ekkert afsal sem segir að lóðin sé eign borgarinnar. Lög- fræðilega eiga ættingjar einkaaðil- ans lóðina ef afsal finnst ekki. Þetta hefur valdið krötum miklum hrellingi en auðvitað snýr málið fyrst og fremst að Davíd Oddssyni og borgaryfirvöldum. Það er ekki hægt að gefa eitthvað sem maður ekki á, eða hvað? ÞEGAR samningafundir stóðu sem hæst í húsnæði Vinnuveit- endasambandsins við Garðastræti síðastliðið þriðjudagskvöld, bar þar að fjögurra manna sendinefnd frá Framkvœmdanefnd um launa- mál kvenna. I framkvæmdanefnd- inni sitja fulltrúar allra stjórnmála- flokka, heildarsamtaka kvenna og verkalýðsfélaga þar sem konur eru í meirihluta, en markmiðið með starfinu er m.a. að hvetja konur í baráttu fyrir launajafnrétti. Fyrrnefndur útsendarahópur var mættur til leiks í Garðastrætinu til þess að rabba við konurnar í samninganefnd ASÍ um stöðuna i þeim kjarabaráttumálum, sem sérstaklega snerta konur. Varð uppi fótur og fit, þegar Jóhanna Sigurdardóttir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Gudrán Agústs- dóttir og Jónína Leósdóttir gengu þarna inn og fengu afnot af kjall- araherbergi til fundahalda með u.þ.b. tíu verkalýðskonum. Karl- mennirnir, bæði innan verkalýðs- forystunnar og VSÍ, voru afskap- lega forvitnir varðandi það hvað þarna stæði til og þetta gekk jafnvel það langt að Víglundur Þorsteinsson hætti sér inn í kvennafansinn undir því yfirskini að hann væri að leita sér að kaffi. Tilraunir hans til þess að koma sér í mjúkinn hjá konunum báru þó engan árangur og var viðdvöl hans þar af leiðandi ekki löng. Konunum bar hins vegar saman um að fundur þeirra hefði verið bæði gagnlegur og hressandi... ínu. Önnur var teikning af þeim Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjoff Sovétleiðtoga, þar sem þeir lágu í sama bæli og auðvitað undir þessum úrvalssængum frá SÍS. Hin auglýsingin var á sömu nótunum. Hún var líka teikning, en að þessu sinni voru þeir í sömu sæng Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Af teikningunni að dæma virtist fara vel á með þeim félögum, enda var texti auglýsingarinnar: „Þeir sofa rótt sem eiga Night & Day sæng- urfatnað". En eftir að auglýsingin birtist gerði Þorsteinn athugasemd við SÍS-menn og kvaðst ekki vilja láta bendla nafn sitt við auglýs- ingar. Grunur manna er hins vegar sá, að Þorsteinn vilji ekki láta bendla nafn sitt við Steingrím. Eftir því, sem við vitum best, Bakþankar: Sigurður E. kom með ing upp á 2,5 milljónir. reikn- HELGARPUSTURINN IMo Milk Today Bændur eru bilað fólk og beljur að sér hæna, til að gera meiri mjólk, sem mjólkurpóstar ræna. Niðri UÖSMYND JIM SMART SMARTSKOT Muntu taka Markús eða Þorgeir þér til fyrirmyndar? Einar Sigurðsson útvarpsstjóri „Taka Markús eða Þorgeir...? Nei, bíddu nú viðl... Ég hef nú aldrei starfað með þeim í návígi. Það eina, sem ég hef við að miða, er útvarpið sem þeir stýra — eða sem Markús raunar stýrir. Ég mun að sjálfsögðu reyna að móta eða stýra útvarpi, sem hefur sín sérkenni. Það verður því að töluverðu leyti öðru vísi en það útvarp, sem nú er boðið upp á við Faxaflóann. Ég held að Markús og Þorgeir hafi ekki lagt sig sérstaklega fram um að skapa sér ákveðinn „stjórastíl", enda sé ég ekki að það sé eftir- sóknarvert." — Muntu sækjast eftir sama áheyrendahópi og Þor- geir Ástvaldsson? „Rás 2 hefur haft mjög stóran áheyrendahóp. Við munum miða við að hafa létta dagskrá, en reyna að leggja töluvert í hana til að ná mjög blönduðum hópi — bæði ungu og eldra fólki. Hjá okkur mun verða mikil tónlist og þess vegna munum við að einhverju leyti keppa við rás 2." — Verður þetta þá aðallega tónlist? „Tónlist er sennilega í meirihluta á báðum rásum Ríkisút- varpsins, enda mikil meginstoð í útvarpi, og verður það áreið- anlega líka hjá okkur. Það skiptir hins vegar meginmáli hvernig hún er framreidd og hvernig hið talaða mál er unnið. Þetta er það, sem gefur hverri stöð sinn „persónuleika eða sérein- kenni." — Verður þú mestmegnis með lausráðið fólk við stöðina? , Já. Það verður sennilega kjarni af fastráðnu fólki og síðan töluvert mikið af lausráðnu fólki. Einnig munum við kaupa inn tilbúna dagskrárþætti og fara þannig inn á braut, sem sjónvarp- ið hefur nú farið töluvert inn á." . — Girnistu einhverja fyrrverandi samstarfsmenn þína hjá ríkisfjölmiðlunum sem tilvonandi undirmenn? „Það eru vafalítið einhverjir starfsmenn Ríkisútvarpsins, sem akkur væri í." — Munuð þið gæta pólitísks hlutleysis? „Þetta verður ekki áróðursmiðill, en við munum gæta þess að túlka mismunandi skoðanir." — Verður þú jafnófeiminn og „stjórinn" á rás 2 við að láta nöfn fyrirtækja og vörumerkja heyrast í þáttunum? „Það munu gilda ákveðnar reglur í samskiptum okkar við fyrirtæki, því við kærum okkur ekki um að færa dagskrárgerð- ina niður á mjög „billegt" auglýsingaplan. Þetta er stöð sem byggir afkomu sína á auglýsingum og lögin gera ráð fyrir því að fyrirtæki geti styrkt dagskrárgerð. Við munum hins vegar setja okkur ákveðnar meginreglur með það — halda ákveðinni reisn í samskiptum okkar við viðskiptaaðilana. Annars töpum við einfaldlega trúnaði fólks og þá hætta þeir sem auglýsa á þess konar stöð fljótt að græða á svo einföldu sölubragði. Þetta er ekki meint sem ádeila á rás 2, því ég hef hreinlega ekki kynnt mér nægilega hVernig þeir starfa að þessu leyti." — Færðu frjálsar hendur? , Já. Um það var rætt við mína ráðningu, að ég hefði frjálsar hendur við mótun dagskrárinnar. Það er á þeim forsendum, sem ég tek þetta starf að mér. Það hlýtur auðvitað að verða innan ákveðins fjárhagsramma, en að öðru leyti eiga ekki að verða nein afskipti af því." — Eru einhver yfirlýst markmið félagsins með þess- um útsendingum? „Við verðum að byggja okkar starfsemi á auglýsingum, eins og önnur félög sem út í slíkan rekstur fara núna. Það miðast þess vegna við það að ákveðinn hagnaður verði af rekstrinum, en í mínum huga eru líka ákveðin þjónustumarkmið við áheyr- endahópinn á þessu útsendingarsvæði. Mér finnst það líka fléttast hér inn í að veita Ríkisútvarpinu aðhald og samkeppni, en það held ég að verði ekki gert nema setja markmið svolítið hátt. Islendingar eru mjög vel vitiborið fólk og það þýðir ekkert að bjóða þeim upp á annað en vandaða dagskrá." Nýverið var tilkynnt um ráðningu Einars Sigurðssonar frétta- manns í stöðu útvarpsstjóra hjá fslenskq,útvarpsfélaginu. Einar er eini útvarpsstjóri frjáls útvarps enn sem komið er. HP sló á þráðinn til nýja „stjórans" til þess að kanna hvað útvarpslausi útvarpsstjórinn hef- ur á prjónunum. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.