Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 14
Gunnar Páll Ingólfs-
son segir frá til-
raunum til útflutn-
ings á lambakjöti til
Bandaríkjanna og
greinir frá því að
þær hafi misheppn-
ast vegna áhuga-
leysis SIS og land-
búnaðarráðu-
neytisins.
i yrir
skemmstu var í Helgarpóstinum
fjallað um tilraunir til útflutnings á
lambakjöti til Bandaríkjanna. Var
fjallað um sérstaka ferð tveggja full-
trúa Landssambands sauðfjár-
bœnda vestur í þessu skyni, þeirra
Sigurgeirs Þorgeirssonar og Gunn-
ars Páls Ingólfssonar. Ein megin nið-
urstaða greinarinnar var að tilraun-
ir þessar hafi misheppnast vegna
tregðu SÍS-veldisins og áhugaleysis
um útflutning þennan og vitnað til
ummœla hugsanlegra kaupenda
ytra eins og þau voru tilfærð í
skýrslu Sigurgeirs um ferðina.
„Þeir voru ekki í stakk
búnir"
Forstjóri búvörudeildar SIS sagði
við þetta tækifæri að það væri þvert
á móti kappsmál fyrir SIS að íosna
við allt kjöt sem fyrst. Um útflutn-
ingstilraunirnar sagði Magnús: „Ég
held að báðir aðilar hafi metið góð-
an vilja þessara aðila ytra um of og
síðan kom í ljós að þeir voru einung-
is að tala um hluta viðskiptanna.
Kaupandinn í þessu dæmi var raun-
verulega of nálægt neytandanum;
hann hefur ekki bolmagn til að vera
innflytjandi eða heildsali, hann
hangir í að ráða við að vera dreifing-
araðili eða smásali — og þá á ég við
Pride of Iceland. Gallinn við tilraun-
irnar var einmitt þessi og á þessu
strandaði. Við seldum þó 4,5 tonn
sem ekki komu á réttum tíma þar
sem bankaábyrgðir voru ekki veitt-
ar tímanlega. Og þessir aðilar voru
síðan eftir allt saman ekki í stakk
búnir til viðskiptanna." Gunnar Páll
Ingólfsson hefur aðra sögu að segja.
„Við Sigurgeir gerðum að tillögu
okkar að aðilar hér heima héldu
birgðir í Bandaríkjunum, að
greiðslutryggingar yrðu settar fyrir
hverri úttekt og að Ivari Guðmunds-
syni yrði falið það verkefni í Banda-
ríkjunum að sjá um að ekkert færi
úrskeiðis. I þessu sambandi höfðum
við einmitt í huga að ekki yrðu gerð
sömu mistökin og hentu sig 1984
þegar búvörudeild SIS reyndi fyrir
sér á þessum markaði í samstarfi við
sömu aðila. En þessu var hafnað hér
heima. Spyrja má hvers vegna.“
Gunnar Páll Ingólfs-
son: „Það hafa ekki
dugað okkur 6 mán-
uðir að koma 100
tonnum á þennan
eftirsótta markað.
Hvað skyldi það taka
okkur langan tima að
koma þangað 1000
tonnum? 5 ár?"
SÍS MEÐ1ÓMAR
BLEKKINGAR
„Skipti aldrei við þessa
menn"
„Okkur tókst í þessari ferð að
endurvekja áhuga þriggja aðila með
á annað hundrað verslanir á bak við
sig, á að markaðssetja íslenskt
lambakjöt. Þeir settu meðal annars
þau skilyrði að umbúðir væru
smekklegar, að prentaðir yrðu hillu-
miðar og plaköt og að gerðar yrðu
vel útfærðar mataruppskriftir.
Ahugi þessara aðila var mikill, þeir
töldu verkefnið spennandi og töldu
góða möguleika á því að skapa eftir-
spurn.“
— Hvað var það þá sem fór úr-
skeiðis?
„Við byrjuðum á því þegar heim
kom að fara á fund forstjóra búvöru-
deildar SIS, Magnúsar Friðgeirsson-
ar. Svörin hjá honum voru skýr: „Ég
skipti aldrei við þessa menn.“ Hann
vildi ekki koma nálægt þessari til-
raun, sem er broslegt, því stað-
reyndin er sú, að Magnús hefur
aldrei sleppt hendi af þessari til-
raun, hefur verið ráðgjafi landbún-
aðarráðuneytisins í málinu og hald-
ið fast við þá skoðun að birgðahald
í Bandaríkjunum komi ekki til
greina.
Því hefur verið haldið fram í skrif-
um um þetta mál, að landbúnaðar-
ráðuneytið hafi með öllum ráðum
stutt við bakið á þessari tilraun, en
það er algjörlega út í hött. Fyrir mik-
inn þrýsting frá Landssambandi
sauðfjárbænda lét ráðuneytið und-
an og samþykkti val á 100 tonnum
af kjöti uppi í Borgarnesi. 1 raun var
með þessari ráðstöfun tilrauninni
drepið á dreif og þurfti aftur og aftur
mikinn þrýsting til þess að fá sam-
þykkta heimsókn hins erlenda aðila
til að hægt væri að reifa samninga.
í fimm daga samningaþófi má segja
að endanlega hafi verið gengið frá
þessari tilraun. Fulltrúi ráðuneytis-
ins setti fram skýlausar kröfur um
fullar tryggingar og jafnframt tekið
fram að birgðahald frá okkar hálfu
kæmi ekki til greina."
Allt tómar blekkingar
— Var þá tilraunin úr sögunni við
þetta?
„Já. Og þetta urðu mikil von-
brigði fyrir hinn erlenda aðila, sem
þó vildi ekki hætta við málið endan-
lega. Þyngst þótti honum að þurfa
að snúa til baka og segja kaupmönn-
um ytra að tilraunin og málið í heild
hafi verið tómar blekkingar. Mála-
lok urðu þau að ráðgjafar John
McGoortys, hins bandariska um-
boðsaðila, neituðu að verðtryggja
birgðir og töldu það alfarið mál
framleiðenda og söluaðila hér
heima — sem og tíðkast þar ytra.
Tilboð þeirra var að þeir skyldu
verðtryggja það sem tekið yrði af
birgðum og að greiðsla yrði komin
inn á reikning sauðfjárbænda 21
degi eftir að varan væri tekin út.
Þeir höfnuðu 3ja mánaða krít, sem
var talið aðal trompið hér heima.
Ráðuneytið hafnaði þessu góða
boði. Umsvifamikill kjötsölukaup-
maður í Bandaríkjunum lét í ljós þá
skoðun, að við þyrftum ekki að
ímynda okkur að nokkur ytra feng-
ist til að selja kjötið okkar nema út
úr vöruhúsi. Ráðuneytismenn fréttu
af þessu og barst út frá þeim að e.t.v.
yrði leyft örlítið birgðahald í Banda-
ríkjunum og þannig standa málin í
dag. Það hafa ekki dugað okkur 6
mánuðir til að koma 100 tonnum á
þennan eftirsótta markað. Hvað
skyldi það taka okkur langan tíma
að koma þangað 1000 tonnum? 5
ár?“
— / samtali okkar við Magnús
Friðgeirsson, forstjóra búvörudeild-
ar SIS segir hann að hlutverk John
McGoortys hafi verið takmarkaö,
„hangi í því aö vera dreifingaraðili
eða smásali". Var hann e.t.v. ekki
réttur aðili?
„Þetta er rangt hjá Magnúsi. John
McGoorty er hátt skrifaður í banda-
rísku viðskiptalífi. Nefna má að á
meðan Magnús var önnum kafinn
við að ráðleggja landbúnaðarráðu-
neytinu um útflutningsmál þá datt
inn á borð hjá honum samningsupp-
kast um dilkakjötssölu til allra
bandarískra herstöðva í Evrópu.
Þetta var í annað sinn sem slíkur
samningur lá fyrir, en í bæði skiptin
lét Magnús það ógert að svara. Þessi
samningsuppköst komu fyrir til-
stuðlan John McGoortys og segir
það sig sjálft, að maður sem nær
viðskiptasamningi við bandaríska
herinn er ekki lágt skrifaður. Magn-
ús segir að vandamál hefði verið
með þann hluta skrokksins sem
ekki var í samningi þessum, en slíkt
flokka ég fyrst og fremst undir hug-
myndafátækt."
Of mörg mistök að verja
— Magnús lét svo um mœlt í fyrra
að þýðingarlaust vœri að hugsa um
útflutning þennan, meðal annars
vegna strangra krafna bandarískra
heilbrigðisyfirvalda — sem hefðu í
för með sér tugmilljóna króna út-
gjöld að uppfylla.
„Kröfurnar voru þær, að fjarlægja
þyrfti tæki sem notuð voru við inn-
yflavinnslu, loka rifum og götum,
setja hurð milli innyflasalar og mör-
salar, setja upp eina handlaug, lag-
færa málningu á gólfi og sótthreinsa
sal og tæki áður en sögun og pökk-
un hæfist. Og þetta var gert hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga. Verkið var
klárað á rúmri viku af 3—4 mönn-
um og kostnaðurinn varla yfir 100
þúsund krónum."
— Þú ert eindregið á þeirri skoðun
að það sé vegna viljaleysis landbún-
aðarráðuneytisins og búvörudeild-
arinnar að útflutningur á lamba-
kjöti til Bandaríkjanna sé ekki þeg-
ar hafinn?
„Það er persónuleg skoðun mín
að ef landbúnaðarráðuneytið hefði
haft löngun í sér til að taka skelegga
og sjálfstæða afstöðu í þessu máli og
forstjóri búvörudeildar ekki haft svo
mörg mistök að verja, þá væri sala
á dilkakjöti til Bandaríkjanna og
herstöðva í Evrópu komin vel á veg.
Það er augljóst á öllu, að þessir aðil-
ar hafa viljað halda þessu máli undir
yfirborðinu. Nú þegar umræður
hafa opnast bera þeir hins vegar
rangfærslur á borð, svo sem að allt
hafi verið gert til að tilraun þessi
tækist, sem er auðvitað út í hött.
Að lokum vil ég benda á, að það
hlýtur að hvíla talsverð ábyrgð á
höndum þeirra sem með markaðs-
málin hafa farið, að nú á sér stað
mikill samdráttur hjá íslenskri
bændastétt. Það hefði breytt miklu
ef útflutningurinn hefði verið kom-
inn á góðan rekspöl."
eftir Friðrilc Þór Guðmundsson
mynd: Jim Smart
14 HELGARPÓSTURINN