Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 10
BRÍF TIL RITSTJÓRNAR
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Blaðamenn: Friðrik Þór
Guðmundsson, Jóhanna
Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea J. Matthfasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Augiýsingar:
Steinþór Ólafsson
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasfmi: 74471)
Afgreiðsla:
Berglind Björk Jónasdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavfk, sfmi
8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sfmi 8-15-11
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Steingrímur og
rannsóknar-
blaðamennska
Aðgangsharðir spyrjendur í
þættinum Setið fyrir svörum á
þriðjudagskvöld byrjuðu törnina
með Steingrfmi Hermannssyni
forsætisráðherra með þvf að spyrja
hann (sæmilegan hörgul um utan-
ferðir hans sjálfs á sl. ári og annarra
ráðherra. Atli Rúnar Halldórs-
son fréttamaður útvarpsins las rétt
í svör, framkomu og líkamshreyf-
ingar ráðherrans, þegar hann
spurði undir lok þessa kafla þáttar-
ins:
„Finnst þér óþægilegt að svara
spurningum um þetta?"
Forsætisráðherra svaraði með
því, að segja, að „þessi rannsókn-
arblaðamennska" fjallaði alltof oft
um lítil mál og gjarnan vildi gleym-
ast að fjalla um hin stærri málin.
Þetta var athyglisvert svar. I fyrsta
lagi var verið að fjalla um stórt mál.
En með svari sfnu setti forsætisráð-
herra samasemmerki á milli óþægi-
legra upplýsinga, sem lagðar voru
fram á Alþingi að beiðni þing-
manns, og rannsóknarblaða-
mennsku. Rannsóknarblaða-
mennska er f hans huga þannig fjöl-
miðlaefni, þar sem aðalinntakið eru
óþægilegar upplýsingar og þá
væntanlega um einstaklinga.
Þetta er misskilningur og einföld-
un. Helgarpósturinn stærir sig af
þvf, og með réttu, að vera eina fs-
lenska blaðið, sem leggur reglulega
stund á blaðamennsku af þessu
tagi og Ijær slíku efni nokkuð rúm í
blaðinu. Raunar leggjum við
áherslu á birtingu greina, þar sem
mál eru rannsökuð og kafað niður
fyrir yfirborðið.
En rannsóknargreinar eru af ýms-
um toga. Þær geta fjallaö um ýmiss
konar misferli einstaklinga og þær
geta fjallaö um stærri þjóðfélagsleg
fyrirbæri. Nú nýverið tók HP á ýms-
um flóknum málefnum landbúnað-
arins og samskiptum bænda og
Sambandsins. Stórt mál. Og um
daginn fjölluðum við um hrikaleg-
an hagsmunaárekstur f starfi opin-
bers embættismanns, sem var ekki
við eina fjölina felldur. Lftið mál sér
á parti, en mjög stórt, ef menn hafa
hugrekki til að draga af þvf réttar
ályktanir, nefnilega þær, að dæmi
okkar er alls ekkert einsdæmi.
Og fyrst rætt er um svar Stein-
gríms þá er rétt að minna á, að við
skýrðum frá því hvernig hann og
Jón Helgason nutu sérstakrar þjón-
ustu hjá Samvinnutryggingum sem
góðir viðskiptavinir og mikilvægir
menn.
Sumum finnst þetta kannski
óskaplega ómerkilegt og varla þess
vert að á það sé minnst. En okkur á
HP finnst þetta stórmál. Það er stór-
mál af þeirri einföldu ástæðu, að
forsætisráðherra landsinsog dóms-
málaráðherra þess hafa orðið upp-
vísir að því að sitja að einhverjum
vildarkjörum og sérmeðferð hjá
tryggingafélagi vegna þess eins, að
þeir eru háttsettir stjórnmálamenn
og flokksmenn ísama flokki og þeir
sem ráða ferðinni hjá Samvinnu-
tryggingum og Sambandinu.
Það má vel vera, að við ættum að
leggja meíri áherslu á stóru málin.
Hafskipsmálið er að líkindum
dæmi um slfkt mál. En hvað vannst
( því máli? Vöknuðu stjórnmála-
mennirnir? Nei! Það eina, sem
gerðist með þá, var að þeir klesstu
sér bara betur saman til varnar for-
spilltu kerfi sínu. Þvf miður.
F ramleiösluráö
meö
athugasemd
vegna
SÍS-skrifa
í grein HP. 30. janúar s.l. er fjallað
um slátur og heildsölukostnað sauð-
fjárafurða og á blaðsíðu 8 er birt
tafla, sem er sögð vera „samkvæmt
sundurliðun Framleiðsluráðs land-
búnaðarins".
Þessi tafla hefur ekki verið gerð af
Framleiðsluráði landbúnaðarins og
er röng.
Framleiðsluráð óskaði uppgjörs
frá mörgum sláturleyfishöfum fyrir
verðlagsárið 1983/1984. Allmargir
þeirra skiluðu reikningum. Sextán
reikningar voru taldir þannig frá-
gengnir að þeir væru nothæfir til úr-
vinnslu í þeim tilgangi að leggja nið-
urstöður þeirra fyrir verðiagsnefnd
(fimmmannanefnd) þá, sem nú
ákveður slátur og heildsölukostnað
búvöru.
Til þessa verks réði Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins Guðjón Eyjólfs-
son, löggiltan endurskoðanda hjá
endurskoðunarskrifstofunni Stoð.
Skýrsla hans sýndi meðaltals-
kostnað þessara 16 aðila á verðlags-
árinu 1983/1984 eins og hér segir:
Upplýsingar bárust frá 16 siátur-
leyfishöfum sem höfðu til meðferð-
ar um 68% af magni sauðfjárslátr-
unar. Þ.e. 8.810.079 kg. kjöts.
Kostnaðarliðir Kr. kg. ... 8.81
2. Launatengd gjðld ... 0.90
3. Fæðis- og ferðakostnaður ... 1.30
4. Vinnufatnaður og þvottur ... 0.28
5. Alls kjötskoðun og stimpl ... 0.31
6. Kostn. v/dysjunar úrgangs ... 0.26
7. Salt í gærur ... 0.83
8. Umbúðir ... 1.40
... 0.46
10. Rafmagn, vatn og hiti ... 1.26
11. Alls viðhald, véla og tækja ... 1.51
... 0.61
13 Tryggingar ... 0.45
14. Afskriftir ... 2.32
15. Frystingar og geymslukostn ... 3.60
16. Flutningur og flutningsgjöld ... .... 1.26
17. Bókfærslu og heildsöluk .... 7.89
.... 0.97
.... 1.67
36.09
.... 13.72
21. Vextir til framleiðenda .... 3.67
17.39
22. Vextir af fjárfestingum .... 1.41
.... Í13.25)
Kostnaður alls 41.64
Guðjón hefur þann fyrirvara um
þessa niðurstöðu að ekki hafi verið
fullt samræmi í gerð reikninganna
og því sé niðurstaðan ekki eins
áreiðanleg og æskilegt væri.
Til dæmis vanti allar afskriftir f jár-
muna hjá þremur aðilum. Rýrnun
kjötbirgða sé ekki reiknuð hjá sjö
aðilum. Vexti af fastafjármunum
vanti hjá fimm aðilum. Fleiri atriði
voru svipaðs eðlis, svo sem vöntun
á færslu fæðiskostnaðar starfsfólks
o.fl. Vafasamt sé að endurnýjun
fasta fjármuna sé nægjanlega ör.
Guðjón Eyjólfsson gerir svofellda
athugasemd út af grein yðar 30. jan.
og óskast hún birt i heilu lagi.
Framieiðsluráð iandbúnaðarins.
Hagatorg.
107 Reykjavík.
Efni: Grein í Helgarpóstinum 30.
49. Þetta finnst mér eitthvert fal-
legasta dæmi Sigurbjarnar. Skákir
svarts eru svo hættulegar að
lausnin hangir á bláþræði.
1. Rc4! og nú
1. - Hxh7+ 2. Bh6+ Bdl 3.
Hxdl mát
1. - Be8+ 2. Kh4!l Hxh7+ 3. Bh6
mát
jan. s.l. þar sem vitnað er í tölvuút-
skrift frá yður um slátur- og heild-
sölukostnað nokkurra sláturleyfis-
hafa 1983—1984.
Undirritaður vann við samantekt
á slátur- og heildsölukostnaði vegna
haustslátrunar 1983 skv. beiðni yð-
ar.
Sú sundurliðun sem kemur fram í
grein Helgarpóstsins 30. jan. s.l. er
ekki fylgiskjal með skýrslu til yðar
um þessa samantekt.
Ennfremur skal tekið fram að í
sundurliðun HP eru tilgreindir slát-
urleyfishafar, sem voru ekki meðal
nefndra 16 sláturleyfishafa og að
upphæðir kostnaðarliða þeirra slát-
urleyfishafa, sem voru í samantekt
minni eru ekki þær, sem koma fram
í HP.
Reykjavík, 10. febrúar 1986.
Gudjón Eyjólfsson,
lögg. endurskodandi.
í grein yðar eru tölur frá verslun-
inni Höfn h/f á Selfossi, sem hefur
sláturleyfi.
Verslunin skilaði reikningi fyrir al-
manaksárið 1983 með svofelldu
bréfi:
Selfossi 14.05.1985
Framleiðsluráð landbúnaðarins
c/o Guðmundur Gíslason.
Samkvæmt símtali okkar sendi ég
umbeðnar upplýsingar um kostnað
við slátrun og rekstur ásamt upplýs-
ingum um sláturfjölda árin 1983 og
1984.
Eins og fram kom í samtali okkar
gerir Höfn hf. reikninga sína miðað
við áramót og færir ekki sérstaklega
sundurliðaðan kostnað við slátrun
sauðfjár né annarra sláturafurða. Af
þessu leiðir að allar skiptingar á
kostnaði eftir tegundum eru illa ger-
legar og ekki marktækar sökum
þess sem að framan greinir. Um
tekjuhliðina gegnir sama máli.
Auk þess telur Höfn hf. sig kaupa
afurðirnar strax við innlegg og held-
ur því ekki sérstakan kjötreikning
eins og gert er ráð fyrir í því formi
sem Framleiðsiuráð sendir. Allar
færslur sem reiknað er með á þeim
reikningi eru því ekki til í bókum
okkar.
Ég vænti þess að meðfylgjandi
upplýsingar gefi einhverja mynd af
sláturkostnaði okkar, þrátt fyrir að
þau form sem send voru séu ekki út-
fyllt. Sé eitthvað óljóst eða þarfnast
nánari skýringar mun ég fúslega
greiða úr því eftir því sem þekking
og geta leyfa.
Með kveðju
Pétur Hjaltason.
Eins og fram kemur í bréfinu var
uppgjör þetta með allt öðrum hætti
en til var ætlast og það var því á
engan hátt marktækt og ekki tekið
með við úrvinnsiu þá, sem Guðjón
Eyjólfsson vann fyrir Framleiðslu-
ráð.
Enn eru til menn, sem vilja heldur
„hafa það sem sannara reynist".
Þessar athugasemdir óskast því
birtar strax í blaði yðar.
Með fyrirfram þökk
f.h. Framleiðsluráðs
landbúnaðarins
Gunnar Guðbjartsson
1. - Be8+ 2. Kh4 Bf6+ 3. Bg5
mát
1. Rxc4 2. Ba3+ Bdl 3. Hxdl
mát.
50. Lykilleikurinn er ekki auð-
fundinn: Það þarf að taka reitinn
g5 frá svarta kónginum.
1. h4! 2. Bc2 Kf5 3. Re5mát
2. - Kf3 3. Re5 mát
2. - Kd5 3. Rb4 mát
Eitt lamb af
fimm í ónothæft
bókhald!
Eins og við mátti búast hafa borist
svör og svarleysur við grein okkar
„SÍS blóðmjólkar bændur — og þig“.
Annars vegar í síðasta blaði frá stað-
gengli búvörudeildarforstjóra SÍS
og nú frá framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins (FL).
Rétt er að svara þessum athuga-
semdum í stuttu máli.
1. Staðgengill búvörustjórans
beitir gamla góða bragðinu um að
skrifin séu óvönduð, rætin o.s.frv.
Sömuleiðis er hjá honum að finna
gömlu tugguna: „Að sjálfsögðu hafa
ýmiss konar aðilar reynt í tímans rás
að höfuðsetja bændur vegna þess-
arar tekjutryggingar og þá í leiðinni
að koma höggi á samvinnuhreyf-
inguna.“ Skattborgarar, neytendur
og bændur eru hættir að taka mark
á upphrópuninni „Ráðist á bændur“
þegar milliliðakerfi SÍS-veldisins er
gagnrýnt. Að auki skiljum við, eins
og bændur í æ vaxandi mæli, á milli
þessa kerfis og þess sem nefnt er
, ,samvinnu hrey f in gin“.
2. Staðgengillinn viðurkennir að
SÍS-veldið fái umboðslaun af útflutn-
ingsuppbótum. Þetta eru óeðlilegar
greiðslur — nærtækara að bændur
fái þetta, sem hluta af tekjutryggingu
sinni, ef þessir peningar fara úr
ríkissjóði á annað borð.
3. Éins og forstjórinn sjálfur gríp-
ur staðgengillinn til þess ráðs að
mótmæla því að geymslu- og vaxta-
gjaldið úr ríkissjóði hafi letjandi
áhrif á útflutninginn — með því að
nefna aðeins geymslugjaldið. Á það
ber að líta að af þessum samanlögðu
er geymslugjaldið aðeins um 20%
en vaxtagjaldið um 80%.
4. Þeir verjendur kerfisins hafa
sína fyrirvara á misháum slátur- og
heildsölukostnaði. Er tiltekið að
sum hús séu nýleg og beri mikinn
fjármagnskostnað, önnur gömul og
nær afskrifuð, en kannski óhentug
vegna vinnufyrirkomulags og úrelts
tækjabúnaðar. Þá má spyrja: Er
sjálfgefið að bændur — framleið-
endur — borgi fasteignakostnaðinn
og ýmsa aðra slíka liði? Verjendurn-
ir forðast á mjög áberandi hátt að
ræða verðmyndunina og sérlega
vekur athygli að þeir verja á engan
hátt himinháan skrifstofu- og heild-
sölukostnað. Er heil brú í því að
„bókfærslu- og heildsölukostnað-
ur“ skuli nema 18—22% af slátur-
kostnaðinum? Meira fer í þessa
pappírsvinnu en samanlagt í raf-
magn, hita, vatn, viðhald véla og
tækja, fæðis- og ferðakostnað,
vinnufatnað, þvott, flutning, flutn-
ingsgjöld, allar umbúðir, kjötskoð-
un og stimplun og tryggingar!
Pappírsvinnan samsvarar því að
35—40 manns vinni á hverjum stað
allt árið við bókfærslu og sölu-
mennsku eða með öðrum orðum
200—300 manns hjá hverjum slátur-
leyfishafa þá einn til tvo mánuði
sem sláturvertíðin stendur yfir!
5. íþessusambandi er sérstaklega
athyglisvert að sjá meðferð verj-
endanna á sundurliðun FL á slátur-
kostnaðinum. Gunnar Guðbjartsson
neitar þannig að taflan sem fylgdi
grein okkar sé byggð á tölvuútskrift
frá FL. En þetta er óhrekjanleg stað-
reynd: Tölurnar eru komnar beint
úr tölvu FL, þó leynt hafi þær átt að
fara. Þetta eru sömu „reikningarn-
ir“ og FL taldi nothæfa til að leggja
fyrir verðlagsnefnd (fimmmanna-
nefnd) sem ákveður slátur- og heild-
sölukostnað. Um sama tímabil er að
ræða og sömu sláturleyfishafana.
Niðurstöðutölurnar eru enn hærri
hjá Gunnari Guðbjartssyni í svari
hans og munar mestu að hjá honum
koma fram mun hærri vaxtatölur út
og hærri endurgreiðslur vaxta inn.
Endanlegur kostnaður á kíló er hjá
Gunnari um 9% hærri en í töflunni
sem HP birti, en munurinn er aðeins
LAUSN Á SKÁKÞRAUT
tæplega 2% að vöxtunum sleppt-
um.
6. Uppgjör hjá Höfn h/f er hjá
Gunnari úrskurðað ómarktækt. Það
breytir á engan hátt megin niður-
stöðunum. Og öllu umhugsunar-
verðara í þessu sambandi er, að
hversu ómarktækar sem þessar tölur
Hafnar eru þá stendur eftir að FL
lagði þær fyrir verðlagsnefndina
með tölum hinna 15 sláturleyfis-
hafanna. Allar þessar tölur taldi FL
vera „reikninga sem voru taldir
þannig frágengnir að þeir væru not-
hæfir til úrvinnslu í þeim tilgangi að
leggja fyrir" nefndina, sem síðan
átti að ákvarða sláturkostnaðinn. Er
FL að leggja ómarktækar upplýs-
ingar fyrir nefndina?
7. Spyrja má: Hvernig stendur á
því, að þegar FL biður um 40 slátur-
leyfishafa landsins um reikninga og
uppgjör, þá berast nothæf svör frá
aðeins 16 þeirra? Er meira en annar
hver sláturleyfishafi með allsendis
ónothæft bókhald, þrátt fyrir að eitt
lamb af hverjum fimm fari einmitt í
bókfærsluna og aðra pappírsvinnu?
Eða var beiðni FL um reikninga
e.t.v. óskiljanleg? Hvers vegna barst
ekki nothæft uppgjör frá stórum og
rótgrónum aðilum eins og KEA og
Kaupfélagi Héraðsbúa, til dæmis?
8. Rétt er að „KS“ hafi því miður
orðið að Kaupfélagi Saurbæinga í
stað Kaupfélags Skagfirðinga. Saur-
bæingar og/eða Skagfirðingar eru
beðnir velvirðingar á þessu.
Með vísan til orða staðgengilsins
um að öllu verði ekki mótmælt í
einu verður þetta látið duga — að
þessu sinni að minnsta kosti. Að lok-
um þó þetta: Staðgengillinn segir
orðið „samvinna" vera orð sem
vandfest sé í minni og skilningi okk-
ar Helgarpóstsmanna. Það er SÍS-
mönnum líkt að vilja eigna sér þetta
orð og hinn eina rétta skilning á því.
Þessu er hins vegar vísað til föður-
húsanna. Það eru SÍS-menn sem eru
búnir fyrir sitt leyti að endurskil-
greina þetta hugtak og koma óorði
á hugsjónir samvinnuhreyfingar-
innar og landbúnaðinn. Viðbrögð
bænda um land allt við skrifum
Helgarpóstsins bera því vitni, sem
og tilraunirþeirra til að komast út úr
vítahring SIS/Framsóknarkerfisins.
Friðrik Þór Guðmundsson,
blaðamaður á HP.
Hallgrímur og
kaskótryggðu
rádherrarnir
Hallgrímur Sigurðsson, forstjóri
Samvinnutrygginga, hefur brugðið
á það ráð að senda Morgunblaðinu
og Tímanum athugasemd vegna
skrifa Helgarpóstsins um trygginga-
mál ráðherranna Steingríms Her-
mannssonar og Jóns Helgasonar. Af
einhverjum orsökum hefur Hall-
grímur ekki talið þörf á því að skrifa
Helgarpóstinum og fengust engar
skýringar á því, þar sem Hallgrímur
er á ný staddur erlendis. HP mun
svara Hallgrími í báðum blöðum.
Skemmst er frá því að segja að í at-
hugasemd Hallgríms staðfestast
skrif Helgarpóstsins í öllum megin-
atriðum og tekur alla ábyrgð á sig.
Jón Helgason fékk bætur með því
að rammi reglna um kaskótrygging-
ar var teygður út fyrir hið óendan-
lega. Um mál Steingríms Her-
mannssonar segir Hallgrímur að
tjónið hafi verið bótaskylt þar eð
dóttirin tók bílinn ófrjálsri hendi, en
segir hins vegar að til álita haf i kom-
ið að endurkrefja ökumanninn um
tjónið vegna ákvæða í umferðarlög-
um um tjón af völdum ásetnings eða
stórfellds gáleysis. Samvinnutrygg-
ingar ályktuðu sem svo að tjón sem
hlaust af því að próflaus 15 ára
stúlka virti ekki biðskyldu og átti
100% sök á árekstri bæri ekki vott
um stórfellt gáleysi!
-Rstj.
10 HELGARPÓSTURINN