Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRAVEIFAN
Föstudagurinn 21. febrúar
19.15 Döfin.
19.25 Mö-mö, finnskt baddnamyndamö um
húsdýrin.
19.35 Krass-krass, finnskt teiknimynda-
krass um þjóösögur.
19.50 Táknin.
20.00 Frétt og vitlaust veðurkort (breyting-
anna vegna).
20.30 Grauta- og júgurö-auglýsingar,
bjakk.
20.40 Rokkarnir geta þagnaö. (Rokkveita
ríkisins, unglingaþættir frá 77, rifjaöir
upp, en þáttaröðin veröur öll endur-
sýnd fjórum sinnum í vor).
21.05 Þingljós.
21.20 Kastsjá.
21.55 Sjálókur Hólms fær sér sprautur,
Woddson líka og þeir síðan með
næstu vél til Guömávitahvað. . .
22.45 Seinar fréttir.
22.50 Grunaður um græsku (The Suspect)
s/h ★★★ Bresk sakamálamynd frá 45
í leikstjórn Robert Siodrr\ak. Aðalleik-
arar Charles Laughton, Ella Raines,
Dean Harens og Stanley C. Ridges.
Þjóðverjinn Robert Siodmak (1900 —
1973) er að verða tíður gestur í sjón-
varpinu, fyrir skömmu sáum viö sög-
una um Thelmu Jordan og núna The
Suspect, sem er sennilega ein sterk-
asta mynd hans; fantavel leikin mynd
með hádramatísku handriti um mið-
aldra mann sem myrðir konu sína til
að geta gengið að eiga þá konu sem
honum er meir að skapi.
00.20 Klára úr glösunum og drífa sig á
skíði. . .!
Laugardagurinn 22. febrúar
14.45 Liverpúl gegn Everton. Beinn derbý-
leikur. Gaman. Þýöandi Zverrir Her-
manzzon.
17.00 íþróttir. Umsjónarskyrta Röndótta
Mær...
19.25 Búrabyggð. Brúðumyndaflokkur eftir
Jim Henson og Bjarna Felixson. Þýð-
andi Guðni þið vitið hvers son.
19.50 Allir fingur upp til guðs. . .
20.00 Allar lappir niörá jöröina. . .
20.25 Ótímabærar jólaauglýsingar.
20.35 Kvöldstund með listamanni. Vel fer á
því aö hjónin Rúnar Júl og Mæja Bald-
urs kíki inn í kjölfar Bubba og Megas-
ar, eða það finnst mér alveg örugg-
lega.
21.15 Staupasteinn. Guöni Kolbeinsey
þýddi þennan nítjánda þátt á sautj-
ánda glasi, farinn að dragast aftur
úr. . .
21.40 Bleiki pardusinn fer á flakk (The Re-
turn of the Pink Panther) ★★★ Bresk
gamanmynd frá 74 í leikstjórn Blake
Edwards. Aðalleikarar Peter Sellers
ásamt Christopher Plummer, Herbert
Lom og Catharine Schell. Þriðja
myndin um klúðrarann Clouseau.
Glópalániö ekki langt undan. Ýmist
geðveikislega fyndið eða aulalega.
Sellers æði eins og fyrri daginn, sjáið
t.d. þennan snilling þegar þar er kom-
ið í þessari mynd að hann á við örygg-
iskerfi safnsins sem stolni demantur-
inn var geymdur á.
23.25 Frankie Boy. Konsert með Sinatra.
Ljúfur að vanda.
01.00 Bless, bless. . .
Sunnudagurinn 23. febrúar
16.00 Maður er nefndur Guð minn Al-
máttugur. Séra Agnes Emm Sigurð-
ardóttir spyr hann spjörunum úr.
16.10 Berlín. Sérstaða hennar á skákborði
stórveldanna.
17.05 Feim. 150. þáttur endursýndur laf-
hægt.
18.00 Barnatíminn.
18.30 Ásgrímur Jónsson listmálari endur-
sýndur.
19.50 Fréttaágrip átáknmáli. Frumsýning.
20.00 Hasarfréttir og hasarveður. .. en afs,
20.25 . . .akið. Vegna tækniörðugleika verð-
ur að sýna sömu veðurkortin og í
fyrradag. (Warning: Takið ekki nærri
ykkur þó veðurfræðingana vanti báð-
ar hendurnar í veðurlýsingum alla
næstu viku. Það stafar af nýju útliti
veðurfréttanna, sem að öðru leyti er
flott, finnst ykkur ekki, ha...)
20.35 Á fálkaslóðum.
21.00 Gúmmibjörgunarbátar. Kennslumynd
frá Siglingamálastofnun um meðferð
og notkun þeirra. Áður sýnd 1966, 67,
68,69,71,73,74, 76,78,79, 80, 81, 84
og 1985.
21.10 Gúmmíverjur. Kennslumynd frá
Námsgagnastofnun um meðferð og
notkun þeirra á hafi úti. Áður bönnuð
1974, 76, 77, 80 og 1983. . .
21.15 Sjónvarp næstu viku. Athygli skal vak-
in á því að kynnir þessa þáttar gæti
vakiö ótta meðal barna og unglinga.
21.35 Blikurálofti. Lokaþáttur Laufeyjarson-
ar. Bobbý Missum og Allí Makk-
graaaaaaa fella sitthvort tárið.
23.20 Jón og Edwald þýöa þetta ekkert
lengur!
Fimmtudagskvöldið 27. febrúar
19.00 Góðu fréttirnar fyrst. . .
19.50 .. .og svo skammirnar. Sigurður Gé -
Tómasson sér um þær, daglega. ..
20.00 Á ferð. Sveinn Einarsson löngu farinn.
20.30 Jónfónfumúlinn í Háskólabíói.
21.15 Ljóð Nonna Sig frá Kaldaðarnesi.
21.40 Einsöngur í útvarpssal. Anna Júlíana
geiflar sig.
22.20 Lestur Passíusálmanna = LP.
22.30 Fimmtudagsumræðan um list og fjöl-
miðla.
23.00 Kammertónleikar. . .
24.00 .. . og þar sem enginn nennti að
hlusta á þá, verður bara slökkt á heila
apparatinu hér með.
Eg mœli með
Sjónvarp, sunnudagskvöldið 23.
febrúar, klukkan 21.00: Gúmmí-
björgunarbátar. Kennslumynd frá
Siglingamálastofnun um meðferð
og notkun þeirra. Áður sýnd 1966,
'67, '68, '69, '71, '73, '74, '76, '78,
'79, '80, '81, '84 og 1985.
Föstudagurinn 21. febrúar
07.00 Hírvígó.. .
07.15 .. .tóðe Gógó-partí, tóðe Gógó-
partí. . .
09.05 .. .kommon-beibí/kommon-beibí...
09.45 . . .kommon-túðe Gógó-partí (altso
Þingfréttir).
10.40 Haddú sagar steina. Rúvak.
11.10 Síra Gunnsi Bjöss kjökrar þýðinguna
sína.
11.30 Morguntónleikar. Loksins.
12.20 Eitthvaö aö ské á Kringlubraut.
14.00 Miðdegissagan og miðdegisblundur.
14.30 Sveiflur. Sverrir Páll kemur manni í
gott skap. Ekki seinna vænna fyrir helgina.
16.20 Síðdegistónleikar. Og góða skapið
þar með farið.
17.00 Helgarútvarp barnanna.
17.40 Úr atvinnulífinu mínu.
19.00 Fréttin mín.
19.50 Daglegt mál. örn Ólafsson mætir til
leiks og gerir bókstaflega allt vitlaust.
20.00 Lög unga fólksins. Allt vitlaust áfram.
20.40 Kvöldvaka. Kyrrðin komin á. . .
21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir.
22.20 LP.
22.30 Kvöldtónleikar. Paata Burchuladze
öskrar tvær aríur.;
23.00 Heyrðu mig — eitt orð.
00.05 Djassþáttur. Múlinn mælir rúmlega
eitt orð.
• 01.00 Samtenging rásanna með viðeigandi
raflosti og truflunum.
Laugardagurinn 22. febrúar
07.00 Agaleg frétt, flott veður og væmin
bæn.
07.15 Þulur velur og kynnir kökuupp-
skriftir.
07.30 islenskir kórar og einsöngvarar eyði-
leggja morguninn fyrir manni og fólki
í nærliggjandi húsum.
09.30 Óskalög sjúklinga. ,,Með lögum skal
mein laga”, eins og botnlangalausi
maðurinn sagði si sona.
11.00 Heimshorn.
12.20 Hádegisfréttir.
13.50 Hér og nú og ná or never. . .
15.00 Miðdegistónleikar.
15.50 íslenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson
flytur þáttinn í nýtt húsnæði við Graf-
arvog.
16.20 Listagrip.
17.00 „Sæfarinn” eftir Verne fyrir (Krist)
börn og unglinga.
17.35 Síðdegistónleikar. Alltaf jafn vinsæll
þáttur.
19.00 Fréttir af Halamiðum.
19.35 „Sama og þegið", takk fyrir, bless,
sjáumst!
20.00 Nikkan.
20.30 Sögustaðir.
21.20 Vísnakvöld.
22.20 LP.
22.30 Þorrablót.
23.15 Danslög.
00.05 Miðnæturtónleikar.
01.00 Rás 1 og 2 fallast í faðma.
Sunnudagurinn 23. febrúar
08.00 Eitthvaö fallegt um Guö og hina gæj-
ana.
08.35 Létt morgunlög.
09.05 Þung klassík.
10.25 Passíusálmarnir og þjóöin. Þjóðlegt
efni.
11.00 Mezza í kirkju Óháða safnaðarins.
12.20 Hádegi. Fréttir af því.
13.20 Oddrúnarmál.
14.30 Mér-er-mál.
15.05 Leikritið „Brauö og salt" eftir
Novotny.
16.20 Vísindi og fræði.
17.00 Síðdegisþunglyndið.
19.00 Kvöldfréttir af öngvu sérstöku.
Gúrka.
19.35 Milli frétta.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 Iþróttir. Nýjustu náratognanirnar
teknar fyrir.
22.40 Svipir.
23.20 Kvöldklassíkk. Geisp.
00.05 Meira geisp, altso Milli svefns og
vöku.
00.55 Gjörsamlega geisp. . . Dong-dong.
Fimmtufagskvöldið 20. febrúar.
20.00 Listinn.
21.00 Ragga Dabbadú.
22.00 Grammó Gests.
23.00 Gezz hú. Úrslit, sem vel að merka
merkir ekki slit á úrum heldur það hver
sé mesta poppsjenfið.)))
24.00 Munið að stilla vekjarann fyrir morg-
undaginn.
Föstudagurinn 21. febrúar.
10.00 Morgunþáttur. Páll og Ásgeir skríða
upp úr svefnpokunum og aftur oníðá
þegar Ijóst er hvaða tæknimaður
stjórnar þennan daginn.
12.00 Tveggja tíma löns (ekki að spyrja að
forréttindum ríkisstarfsmanna).
14.00 Rásthólfið. Valdís dreifir bréfum og at-
hyglinni.
16.00 Léttir sprettir. ólafsson malar og
skellinöðruhlær.
18.00 Suö, suð, austan, átta.
20.00 Bommfadderí.
21.00 Tsjú-tsjú-trallala.
22.00 Úgga-sagga-úgga.
23.00 Rokk aránd 3 aklokk.
Laugardagurinn 22. febrúar.
10.00 Gjugg [ borg...
12.00 Suð.
14.00 beibe-beibe-beibe.
16.00 Ú-hú-hú/ó-hó.
17.00 La-la-lala-la.
18.00 Suð.
20.00 Bomm-bommbomm-bommbomm.
21.00 Dú-bí/Dú-bí. .bíbí...
22.00 . . .bíbí segir Stína
23.00 Kveldúlfur er kominn í...
24.00 kerlinguna mína.
03.00 . . .
Sunnudagurinn 23. febrúar
13.30 Salt í samtlðina.
15.00 Dæmalaus þáttur.
16.00 Vesældarlistinn.
18.00 Stundin okkar að byrja í sjómp-
inu...
Svæðisútvarp virka daga
17.03-18.00 Reykgavíg og nágrenni —
FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Agureyri og víöar —
FM 96,5 MHz.
ÚTVARP
eftir Halldór Halldórsson
Alþingi í heyranda hljóði
Hægt og rólega er það því miður að
koma í ljós, að „gamla og góða“ útvarpið
okkar, sem nútildags heitir Rás 1, er að
verða undir í samkeppninni við sjálft sig
■og vel það. Hvar sem komið er að degi ti!
glymur 30-laga stöð sömu stofnunar, sem
heitir á nútímamáli Rás 2. Obbinn af fólki
virðist kjósa að hlýða á léttbæra dægurtón-
list í vinnunni eða kaffitímanum fremur en
alla þá talmálsdagskrárliði, sem gufuradíó-
’ ið býður upp á dag hvern.
Og á kvöldin ræður sjónvarpið ríkjum.
Nú er ég ekki vel inni í þankagangi
þeirra, sem ráða ferðinni í dagskrárdeild,
tónlistardeild, leiklistardeild eða frétta-
deild Rásar 1, en mér virðist sem starfs-
mennirnir á Skúlagötu og útvarpsráð hafi
ekki almennilega gert það upp við sig við
hvern þeir eru að keppa eða við hvern þeir
eigi að keppa eða hvort þeir eigi yfirleitt að
keppa.
En sú staðreynd, að gamla útvarpið er
farið að mæta afgangi hlýtur að liggja
þungt á þeim, sem láta sér annt um vand-
aðan útvarpsrekstur. í þessum dálkum hef-
ur verið rætt um „ritstýringu dagskrár" og
verður ekki farið frekar út í það.
Hér skal aðeins tæpt á þeirri gífurlegu
nauðsyn, að menn setjist niður og átti sig
á stóru línunni: Á markmiðið að vera áfram
þessi „uppfyllingarstefna", sem gengur út á
það, að fylla 16—17 klukkustundir á dag
með einhverju efni, eða eiga menn að
leggja ríkari áherzlu á framleiðslu vand-
aðra, skemmtilegra og fræðandi þátta, sem
í er lagt, með þeim afleiðingum að þættirn-
ir verða færri en betri?
Mitt svar er, að stefna beri að gerð færri
en betri og vandaðri þátta og til þess að
bœta upp brottfall miðdegissögunnar, út-
varpssögunnar ætti að leita í mun meira
mæli til starfsmanna tónlistardeildar og fá
þaðan tónlistarþætti af ýmsu tæi. Þá hefur
fréttastofan alla burði til þess að vera virk-
ari í dagskránni.
Og svo skiptir ytri rammi dagskrárinnar
mjög miklu. Leggja ber ofurkapp á, að dag-
skrárliðir hefjist á kortérinu, hálfa eða
heila tímanum. Ég hef t.d. oft spurt sjálfan
mig af hverju í ósköpunum útvarpsmönn-
um þyki það svona hentugt að senda há-
degisfréttirnar út nákvæmlega kl. 12.20
eða láta langan dagskrárlið eða stuttan
hefjast kl. 21.05?
Dagskráin verður ekki beinlínis aðgengi-
leg fyrir vikið.
Annars geri ég mér ljóst, að ég hef m.a.
viðrað hugmyndir, sem í raun eru háðar
pólitískum ákvörðunum útvarpsráðs, því
með því að leggja megináherzlu á gæði er
jafnframt verið að gera peningakröfur.
Hins vegar hygg ég, að slík fjárfesting
myndi borga sig fljótt.
En umfram allt á útvarpið okkar að bera
merki þess, sem það er bezt í stakk búið til
að gera: Að vera lifandi miðill, sem sækir
efnið á staðinn og útvarpar því jafnharðan.
Það er t.d. kominn tími til að útvarpið
taki stjórnarskrána á orðinu, en þar segir
að Alþingi skuli heyja í heyranda hljóði. í
nútímaþjóðfélagi á að bjóða upp á beinar
útsendingar frá Alþingi á meðan á þing-
fundum stendur, bæði í útvarpi og sjón-
varpi.
Hvernig væri, að útvarpið riði á vaðið?
SJÖNVARP
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Misgengi og mannamál
Makalaust hvað stjórnmálamenn virðast
oft hafa elst sjái maður þá ekki á skjánum
í dálítinn tíma. Þetta fannst mér eiga við þá
formenn Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks sem sátu fyrir svörum hjá þeim Páli,
Elíasi og Atla Má á þriðjudagskvöld. Aftur
á móti voru þeir talsvert hreinskiptari en
þeir Þorsteinn og Svavar sem voru í sömu
stöðu fyrir hálfum mánuði.
Skipstjórinn á skútu Alþýðuflokksins var
ólíkt vindminni en eftir leiftursóknina um
landið í fyrra; vel til fundið af spyrlum þátt-
arins að inna hann eftir í upphafi hvort
fylgistap Alþýðuflokksins undanfarið gæti
stafað af því að formaður hans hefði lítið
haft sig í frammi undanfarið. Jón Baldvin
setti í lítillátan gír og baðst griða fyrir skip-
stjórann þótt hann hefði fengið einn
„downtúr"; hann væri skorpumaður eins
og flestir íslendingar og eftir leiftursóknina
löngu sem stóð frá nóvember ’84 og fram
á vordaga í fyrra hefði hann þurft að snúa
sér að innri málum flokksins þar sem ýmis
óreiða væri á ferðinni.
Ljóst var af svörum Jóns Baldvins að
hann hefur fyrir löngu lagt biðlanir til BJ á
hilluna og þykir mun heillavænlegra að
leggja kapp á að töfra til sín frjálslyndari öfl
í Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu þing-
kosningar; ákjósanlegasti valkosturinn að
þeim loknum: nýsköpunarstjórn og Fram-
sókn í andlega endurhæfingu.
Mér þótti Jón Baldvin óvenju hreinskipt-
inn, svaraði engri spurningu út í Hróa hött,
gerði sér far um að virða knappt form þátt-
arins. í þeirri umgerð naut Jón þess sér-
staklega að hann er einn fárra íslenskra
stjórnmálaforkólfa sem talar mannamál,
málflutningur hans er gott dæmi um
hvernig útlista má jafnvel flókna hluti eins
og fjárlög og kvótakerfi á kjarnyrtu alþýðu-
máli svo að hvert mannsbarn á að geta skil-
ið.
Þessi staðhæfing á því miður sjaldan við
málflutning hæstvirts forsætisráðherra.
Þótt hann virtist sæmilega heiðarlegur í
svörum í þessum þætti byggðist málflutn-
ingur hans sem og oft áður á loðnum hug-
tökum eins og misgenginu fræga sem eru
þess eðlis að þau er ekki hægt að nota út-
skýringalaust eins og t.d. orðið rúllupylsa.
Verst var nú að heyra af munni hans
sömu tugguna um hvernig stjórnin ætlar
(ekki) að leysa vanda húsbyggjenda sem er
til kominn af margnefndu „misgengi" láns-
kjaravísitölu og kaupgjaldsvísitölu en það
kallaði Steingrímur á sínum tíma stórpóli-
tísk mistök. En nú segja lögfræðingar stjórn-
arinnar að ekki sé hægt að endurgreiða lán-
tökum það fé sem ranglega hefur verið haft
af þeim undanfarin ár fyrst „búið sé að
gera samninga og afhenda fjármagnið".
Því verði stjórnin að láta sér nægja að auka
ráðgjafarþjónustu, mjólka lífeyrissjóðina
og halda áfram að bölsótast út í þá heimsku
húsbyggjendur sem hafa reist sér hurðarás
um öxl.
Svör Steingríms varðandi yfirstandandi
kjarasamninga og vandamál LÍN voru
sömuleiðis loðin en aftur á móti kom skýrt
fram í máli hans hversu pirraður hann er út
í svokallaða rannsóknarblaðamennsku
sem oft sér ekki skóginn fyrir trjánum, er
t.d. með nefið niðri í ferðakostnaði ráð-
herra. Vont mál!
Spyrlar þáttarins stóðu sig vel, voru fum-
lausir og beinskeyttir, og sem betur fer gáfu
þeir sem fyrir svörum sátu þeim ýmis til-
efni til að brosa, svo og þeim sem heima
sátu við skjáinn.
38 HELGARPÓSTURINN