Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 34
POPP Gamaldags rokk og skjálftapopp eftir Ásgeir Tómasson DANCINGIN THE RAIN - Frankie Miller Útgefandi: Mercury/Fálkinn Man nokkur lengur eftir Frankie Miller? Tæpast. Enda hefur hann alla tíð verið frem- ur lítt áberandi og fáum lögum komið á vin- sældalista. Einna helst að lagið Darlin’ frá 78 hringi einhverjum bjöllum. Nú er karlinn að koma fram á sjónarsviðið að nýju eftir fjög- urra ára hlé eða síðan platan Easy Money kom út. Og ég verð að játa að platan sem um ræðir, Dancing In The Rain, kom mér tals- vert á óvart. Enginn vafi er á að Frankie Miller er rokk- ari af guðs náð. Það er hins vegar önnur saga að frumlegur getur hann tæpast talist. Þann- ig heyrir maður áhrif í tónlist hans frá Paul Rodgers og Bad Company, Rod Stewart, Slade og jafnvel Bachman Turner Overdrive. Semsagt dálítið gamaldags ’ann Frankie Mill- er og kannski ekki alveg í takt við þær tísku- bylgjur sem skolar að núna upp úr miðjum níunda áratugnum. En hvaða máli skiptir það? Ef platan er áheyrileg er mannorðinu bjargað hvernig sem fer með budduna. Á Dancing In The Rain nýtur Frankie Mill- er aðstoðar einvala liðs. Simon Kirke sem í eina tíð lék með Bad Company sér um trommuslátt. Aðalgítarleikari plötunnar er Brian Robertson fyrrum liðsmaður Thin Lizzy og Motorhead. Chrissie Stewart leikur á bassa. Fjöldinn allur af aðstoðarhljóðfæra- leikurum kemur og við sögu. Þessum hópi stjórnar síðan John Jansen sem í seinni tíð hefur einna helst getið sér orð fyrir verk sín með Meat Loaf, Bonnie Tyler og Billy Squier. Frankie Miller virðist geta samið þokka- legustu rokklög. Tvö lög plötunnar eru skráð á hann einan. Fimm eru samin með Jeff (,,Da Doo Ron Ron“) Barry og eitt með Graham Lyle sem í seinni tíð hefur verið einna þekkt- astur fyrir lagið What’s Love Go To Do With It sem Tina Turner söng. Þá eru aðeins ótalin tvö lög. Annað er gamall Temptationsmellur, Shakey Ground. Hitt sem jafnframt er besta lag plötunnar er l’d Lie To You For Your Love. Það er samið af Miller, Barry og bræðr- unum David og Howard Bellamy — Bellamy Brothers. — í desember síðastliðnum komst þetta Iag í efsta sæti bandaríska kántrílistans en á plötu Millers er lagið vitaskuld í geró- líkri útsetningu. Væri tónlist Frankie Millers ögn nútíma- legri er ég ekki í vafa um að hann myndi slá í gegn að nýju. Gamaldags rokk á undir högg að sækja um þessar mundir, nema að hægt sé með góðu móti að flokka það undir báru- járn. í þann flokk kemst Frankie Miller ekki og fyrir það mun platan Dancing In The Rain einna helst gjalda að hún fellur eiginlega á milli flokka. Þeir sem hins vegar hafa gaman af rokktónlistinni eins og hún gerðist best fyrir tíu til tólf árum ættu hins vegar hiklaust að gefa Frankie Miller gaum. „Frankie Miller: Rokkari af guðs náð". FEARGALSHARKEY Útgefandi: Virgin/Steinar Loksins kom að því að Feargal Sharkey sló í gegn í eigin nafni. Sitthvorum megin við 1980 var hann stjarna í Bretlandi með hljóm- sveitinni Undertones. Síðan var hún lögð niður og Feargal varð að reyna að spjara sig einn síns liðs. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir náði lagið A Good Heart loksins eyr- um fjöldans. Það geri það að verkum að plat- an Feargal Sharkey rokseldist og annað lag af henni, You Little Thief, skaust í hæstu hæðir vinsældalista. Þeir sem nenntu að gefa Feargal Sharkey gaum í millibilsástandinu milli Undertones og A Good Heart vóru þó tæpast í nokkrum vafa um að pilturinn ætti eftir að láta að sér kveða að nýju. Lög eins og Listen To Your Father og fleiri voru nálægt því að teljast góð en vantaði einhvern smá neista til þess að slá í gegn. Það hefur því verið sannkallað happaverk að ráða David A. Stewart í Eurythmics til að stjórna gerð plötunnar sem hér er verið að fjalla um. Stewart er skammt frá því að verða tekinn í snillingatölu og hann hefur þegar í stað heyrt hvaða tónlist hentaði Feargal Sharkey best. Þó svo að platan Feargal Sharkey (af hverju þurfa menn siknt og heilagt að láta plöturnar heita í höfuðið á sér?) sé gæðagripur og vel áheyrileg er ekki gott að hlusta á hana alla í einu. Söngrödd Sharkeys er fremur einhæf og skjálftinn í henni verður leiðigjarn til lengdar. Hann er eins og jarðskjálftarnir að því leytinu að það má þola hann í smástund. Þannig er A Good Heart tvímælalaust eitt af betri lögum síðasta árs og nokkur önnur lög á plötunni gefa því litið eftir. KVIKMYNDIR Kúreki á niðurleið eftir Sigmund Erni Rúnarsson Regnboginn, Kúrekar í klípu: ★ Bandarísk, árgerd 1985. Leikstjóri: Hugh Wilson. Aðalleikarar: Tom Berenger, G.W. Bailey, Andy Griffith og Patrick Wayne Það er þónokkuð skemmtileg hugmynd að framlengja gamlar hetjusögur vestranna með nýjum myndum þar sem gleymdu góð- mennin eru vakin til lífs á ný. Rex O’Hannaha var einn þessara vönduðu kúreka, sem barg saklausum ferðalöngum undan föntum í leynum milli þess sem hann söng blúsað í kjarrinu, sló gítarinn í takt við brestina í brenninu og skrifaði mömmu sendibréf. Úr- valsdrengur. Rustler’s Rhapsody tekur við þar sem síðast fréttist af Rex þessum fyrir áratugum er hann var upp á sitt besta. Og rétt eins og bíómyndunum er einum lagið hefur söguhetjan ekki elst um misseri frá því síðast, heldur mætir hún til leiks í sömu kög- urblússunni og síðast með spegilfægðan spora. Rustler’s Rhapsody, eða Kúrekar í klípu eins og Regnbogamenn eru svo sniðugir að kalla verkið á íslensku, gerir viðstöðulítið grín að eðli og inntaki gömlu góðu vestranna sem allir enduðu með svo mikilli hamingju að menn stóðu betri menn upp úr sætum en þeir settust. Roy og Trigger; nöfnin ein vekja upp fjólubláar minningar. Og sem fyrr grein- ir er býsna gaman af því að mæta þessum góðmennum á ný og sjá hvernig þeim reiðir af frammi fyrir nýjustu tækni og vísindum. Hugmyndin a tarna er að vísu fengin að láni, en hentar hér ágætlega. Og er þá, því miður, upptalið ágæti myndarinnar. Handrit og úrvinnsla einstakra atriða í Rustler’s Rhapsody er undir fátæktarmörk- um hvað varðar fjölbreyti- og frumleika. Hver brandarinn af öðrum sem maður hefur heyrt og séð, fyllir myndina á enda. Leik- stjórnin er beinlínis letileg og leikurinn eftir því... gjörsamlega átakalaus og yfirleitt dapur. Sviðsmyndina hefur maður séð svo oft áður, að maður ratar um bæinn blint. Er með auðnina á hreinu sem er aftan framhlið- ar. Og kvikmyndataka og klipping er enn eitt aðfinnsluefnið, fyrst byrjað er; hvorutveggja er stirt og stundum svo klént að mann undr- ar stórlega: Sömu skotin sett eins saman í löngum bunum. Ekki gott, ekki gott. -SER. BÓKMENNTIR Handa byrjendum Idunn Steinsdóttir: Bras og þras á Bunulœk Teikningar eftir Ingvar Guðjónsson Námsgagnastofnun 1985. Andrés Indriðason: Það var skrœpa Myndir eftir Brian Pilkington Námsgagnastofnun 1985. Ríkisútgáfa námsbóka var sett á laggirnar árið 1936, og Námsgagnastofnun tók við hlutverki hennar árið 1979, að ég hygg. Þetta er viðamikil útgáfa, að vonum: „Arið 1970 hafði Rikisútgáfan til afgreiðslu rúm- lega 200 titla en á árinu 1984 rúmlega 700. Á seinustu árum hafa að jafnaði verið gefnir út 130—160 titlar árlega...“ segir Asgeir Guðmundsson forstöðumaður Námsgagna- stofnunar (Skíma 22, bls. 11). Hins vegar hef- ur nýting kennslugagna batnað undanfarin ár, því að árið 1976 dreifði stofnunin hartnær 900.000 eintökum en 1984 tæpri hálfri millj- ón. Síðastliðið ár komu út sjö bækur úr verð- launasamkeppni, sem Námsgagnastofnun efndi til um lestrarefni á léttu máli. í þessum pistli og hinum næstu verður lítillega vikið að nokkrum þeirra. Ekki þarf mörgum orðum að því eyða, að ólæsi er mikið böl á upplýsingaöld, þótt myndefni hafi rutt sér til rúms í ríkum mæli til fræðslu og afþreyingar. Bóklaus maður er ennþá blindur. Hins vegar er áhyggjuefni, að Námsgagnastofnun þurfi að gefa út bækur handa þeim sem ekki geta tileinkað sér lestrartækni, jafnvel unglingum. Mér er jafn- vel sagt, að ólæsi fari vaxandi og kenna menn ýmsu um: óhóflegum „lestri" mynda- bóka, sífelldu sjónvarpsglápi, stöðugum kennaraskiptum o.fl., en víst væri þörf að fá óyggjandi skýringar. Bras og þras á Bunulæk er lífleg saga um Palla og Pínu (Pálínu) og snýst að mestu um alvarlegt bílslys og afleiðingar þess: Gústi gamli deyr og hundurinn hans, Kolur greyið, verður heimilislaus, hans bíður bara dauð- inn, en Fjóla frænka úr Kjósinni tekur hann til sín eftir að seppi beit rassinn úr buxum drengstaula, sem hugðist ræna hana vesk- inu, „því eins og ég hef margoft sagt þá eiga hundar að vera í sveit en ekki borg“. í sögunni er samfelldur þráður, oft kími- legur: konur eru grænmálaðar um augu, skelfingu lostnar í ökuferð o.fl. Og allt er gott sem endar vel. Mér finnst þetta góð bók að lesa með krökkum, sem eru byrjaðir stauta ellegar hafa ekki náð valdi á Iestri. Orðin eru fæst lengri en tvíkvæð eða þriggja atkvæða, og þau lengri gjarnan sett saman af tveimur tví- kvæðum. Samt sem áður er málið býsna fjöl- breytt og þó eru endurtekningar nokkrar, eins og vera ber í kennslubókum í lestri. Hér er sýnishorn af texta, valið af handahófi: „Fjóla frænka úr Kjósinni er komin. Hún sit- ur frammi í stofu. Mamma er þar líka. Hún er að setja fastan lit á augabrúnir og bráhár Dúllíu og Fjólu. Þær ætla í leikhús í kvöld og vilja vera fínar." Letur er stórt, línur ef til vill óþarflega stuttar. Teikningar eru trúar text- anum. Góð bók handa byrjendum. Það var skræpa eftir Andrés Indriðason er handa aðeins eldri krökkum, ellegar þá þeim sem geta t.d. iesið Bras og þras á Bunu- læk án verulegra örðugleika. Þessi bók er talsvert lengri, en kannski ekki mikið erfið- ari. Letur er ívið minna, en ekki eins þétt. Þessi bók er líka heil saga, um Bjössa og Ásu eftir Sölva Sveinsson sem bæði eru níu ára. Fleiri koma reyndar við sögu, börn og fullorðnir, og skræpan: dúfan hún Doppa, vængbrotin á „spítala" og dó. Málfar er auðvelt og þó ekki einfaldað: „Allt í einu er byrjað að smíða af fullum krafti einhvers staðar fyrir utan.“ Þessi máls- grein er reyndar sett upp í fjórar línur í bók- inni. Einhvern tímann hefði slíkur háttur verið orðaður við bruðl, en með þessu móti eru börn fljótari að lesa hverja síðu og þykj- ast víst sjá meiri árangur erfiðis síns. Brian Pilkington teiknar myndir í sögu Andrésar og bregst ekki bogalistin. Og eins og vera ber eru þær felldar í textann þar sem við á. Auðvitað er persónusköpun ekki stórbrot- in í þessum sögum, en þó eru krakkarnir lif- andi, lesendur eiga auðvelt með að setja sig í spor þeirra, að svo miklu leyti sem þeir ná þræðinum í stauti sínu. Atburðarásin er ein- föld, snýst um fá meginatriði. í framhaldi af þessum sögum geta börn síð- an lesið um hana Lillu í sögu eftir Þórð Helgason eða bók Steinunnar Jóhannesdótt- ur, Flautan og vindurinn. Meira um þær seinna. S.S. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.