Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 6
heyrst, aö Guðjón Ólafsson, næsti forstjóri Sambandsins ætli ekki að hafa aðstoðarforstjóra eins og Er- lendur Einarsson. Þetta þýðir, að Axel Gíslason aðstoðarforstjóri missir a.m.k. titil og kannski starf. En á hinn bóginn er engin hætta á, að hann verði á flæðiskeri staddur enda vei liðinn hjá forystumönnum Sambandsins. Nú er talað um, að hugsanlegt sé, að hann verði for- stjóri Olíufélagsins, en Vilhjálmur Jónsson, sem þar stýrir, fer að hætta vegna aldurs. Þá eru einnig uppi vangaveltur um að Axel Gíslason taki við kaup- félagsstjórastarfi hjá KEA af Vali Arnþórssyni að því tilskildu, að Valur láti undan þrýstingi, utan frá og innan, um að skella sér loksins út í landsmálapólitíkina. Líkur eru taldar á því, að Stefán Valgeirsson fari að hætta og óvissa er um Ingv- ar Gíslason, sem upp á síðkastið hefur verið að rífa sig upp úr lægð, sem hann var auðsjáanlega í. Víst er, að Ingvar vill fara fram, en til þess að vera öruggur um þingsæti þyrfti Valur að fá annað af tveimur efstu sætunum á lista Framsóknar í Norðurlandskjördæmi eystra ásamt Guðmundi Bjarnasyni. . . P ■ rófkjörin eru nú 1 fullum gangi í flestum flokkum fyrir borg- ar- og bæjarstjórnakosningar í ár. Prófkjör er framundan hjá Alþýðu- flokknum í Kópavogi. Þar hafa setið í öndvegi þau Guðmundur Odds- son og Rannveig Guðmundsdótt- ir, bæði í bæjarstjórn Kópavogs. Þessir oddvitar krata í Kópavogi hafa nú eignast verðugan andstæð- ing. Það er Hulda Finnbogadóttir sem hyggst gefa kost á sér í prófkjör krata vegna bæjarstjórnarkosning- anna. Hulda hefur þótt nokkuð rót- tæk og m.a. unnið íyrir Alþýðu- bandalagið en hefur nú snúið af villu fyrri vegar og gerst krati eins og hún á kyn til. Faðir Huldu er nefnilega enginn annar en Finn- bogi Rútur Valdimarsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Kópavogi og ritstjóri Alþýðublaðsins (og bróðir Hanni- bals). Hulda er því mikið „come- back" ættarinnar í Kópavogi og ef karl faðir hennar leggur henni lið er aldrei að vita nema framboðslisti Alþýðuflokksins til bæjarstjórnar- kosninga í Kópavogi eigi eftir að breytast. . . PÁSKAFERÐ TIL RÖMAR Brottför 24. mars Um páskana er komíð vor í Róm. Mímósurnar teknar að blómstra. Göturnar fyllast af fólkl. Ötiveit- ingahúsin vakna af vetrar- dvalanum. Verð: Vika frá kr. 28.000. 10 dagar frá kr. 30.800. Fararstjóri Margrét Laxness Líttu við hjá LÚMEX — öðruvísi lampaverslun en þú átt að venjast. T VERSLUN - RAFVÖRUR - TEIKNISTOFA Síðumúia 21 108 Reykjavík Símar 91-688388 og 84019 ©ELTEVA Lumiance u'mBURGTE artimeta vteleusi ■ EffiSS pcntqp 1E(^ 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.