Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 19
42. stræti: Rjúkandi óður til stepp- dansins. þrjá tíma. Makalaust ,,sjó“. Þá er einnig gaman að sjá gamla brilljant- ínsjarmann Frankie Vaughan á sviði, en hver man ekki eftir lögum eins og Green Door, Garden of Eden og Give Me The Moonlight? Svið- setningin er einnig óborganleg (jafnvel fyrir ríkustu leikhús!) og búningarnir sannkölluð glæsisýn- ing. Mun nútímalegri söngleik og af allt öðrum toga er að finna í Apollo Victoria leikhúsinu við Viktoríu- brautarstöðina. Þar er verið að sýna nýjasta söngleikinn eftir hinn fræga Andrew Lloyd Webber, Starlight Express (Stjörnuhraðlestin). Þetta er tæknivæddasta sýning sem undir- ritaður hefur séð. Allir leikararnir eru á hjólaskautum og ökubrautir liggja á þremur hæðum um leikhús- ið þvert og endilangt. Karlmennirn- ir leika dráttarlestir en stúlkurnar tengivagna (hvar er breska jafnrétt- isráðið?). Þráðurinn er einfaldur: Á stjörnubjartri nóttu koma lestirnar saman, af ýmsum gerðum og þjóð- ernum og hefja kappakstur, einnig gamli ryðkláfurinn, gufulestin. Þrumandi rokktónlist, ljósaveisla og tölvustýrt leiksvið með mögnuðum tækjum, yfirkeyrir öll skilningarvit á tæpum þremur tímum, svo maður situr hálflamaður eftir. En mikið er gaman og unun að horfa á hve al- hliða leikararnir eru, jafnvígir á söng, dans, hjólaskautatækni og al- mennan leik. Þetta gildir reyndar um allflestar sýningar í London; hin nýja, unga kynslóð leikara virðist jafnvig á alla sviðstjáningu. Lennon: Jonathan Barlow sem Lennon á fertugsaldri heldur um Yoko og Mark McGann sem Lennon á þrítugsaldri. athugull — og óöur. David Suchet sem Jagó: og djöfullegur. EKKERT JAFNAST Á VIÐ BRESKAN FARSA Ekki er hægt að skoða leikhús í London án þess að bregða sér á ekta, breskan gamanleik eða farsa. Ray Cooney, sá snjalli maður sem m.a. skrifaði Run foryour Wife (Með vífið í lúkunum sem Þjóðleikhúsið er að sýna þessa dagana) hefur skrifað og leikstýrt nýjum farsa sem gefur hinum fyrri ekkert eftir. Verk- ið nefnist Two Into One (nú mega menn þýða sjálfir að vild) og er sýnt í Shaftesbury Theatre. Leikhópur- inn sem þar ræður ríkjum er ekki beinlínis af verri endanum; þar má finna leikara eins og John Alderton, Tom Conti (Reuben, Reuben), Tom Courtney (Dr. Zhivago og The Dress- Ben Kingsley sem Othello: Ijúfur, Sjarmerandi, lævís — er), Nigel Hawthorne og Paul Edd- ington (ráðuneytisstjórinn og ráð- herrann í sjónvarpsþáttunum Já, ráðherra). Og fjölmarga aðra. En í ofangreindu verki léku t.d. John Thaw (þekktur fyrir sjónvarpslög- reglumyndirnar The Sweeney), Daniel Massey (lék m.a. Noél Cow- ard í kvikmyndinni Star), Alfred Marks og Paddie O’Neil. Orðaleikirnir reyndust ekki of flóknir og leikhúsgestir lágu flestall- ir í krampahlátri frá upphafi til enda. Það er hrein unun að sjá hið mikla vald breskra úrvalsleikara (sakar ekki ef þeir eru góðkunningj- ar af sjónvarpsskerminum) á texta og sviði. Tempóið er einnig geysi- legt og tímaskynjunin ótrúleg. Hér verður staðar numið að sinni. Þessi verk eru þó aðeins dropi í haf- ið. Nefna má söngleikinn Peter Pan í AMa>yc/i-leikhúsinu, Shakespeare- leikinn As you like it í Barbican og allar óperurnar í Coliseum: Töfra- flautan, Moses, Meistarasöngvar- arnir og La Bohéme. Sakamálaleik- rit: Fatal Attraction á Haymarket með Susannah York og Denis Quil- ley, The Business of Murder í Mayfair, og hina sígildu Músagildru eftir Agötu Christie á 34. árinu. Þá er söng- og heimildarverk um Elvis Presley í P/toen/x-leikhúsinu: Are You Lonesome Tonight? Ágætis- pantómíma, Öskubuska er flutt í hinu stórglæsilega Cinderella-leik- húsi. Og í sjálfu Þjóðleikhúsinu er verið að sýna hvorki meira né minna en 10 mismunandi verk og enn fleiri eru á efnisskránni sem skipt er inn eftir tímabilum. En það væri að æra óstöðugan að halda þessari upptalningu áfram. Ég get aðeins sagt: Sjón er sögu ríkari! NIS5AN CHERRY ★ Spameytinn ★ Lipur ★ TY-austur ★ Rúmgóður ★ Ódýr ★ Spennandi Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best Munið bílasýningar okkar iaugardaga og sunnudaga kl. 14—17 Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. er hæsta trompið Verð frá kr. 398.000.- HELGARPOSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.