Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 13
að getur verið erfitt að gera
fjárhagsáætlanir á íslandi. Þannig
brá konu sem við þekkjum heldur
betur í brún, þegar hún fór að kanna
hvað hún ætti að borga nákvæm-
lega fyrir íbúð sína sem var verið að
klára á vegum Verkamannabú-
staða. í ljós kom, að prísinn var um
3,6 milljónir króna fyrir rösklega 90
fermetra íbúð. En þegar hún fékk
úthlutað af guðs náð fyrir einu og
hálfu ári var uppgefið verð 2 millj-
ónir. íbúðin hafði semsé hækkað
um 90% á einu og hálfu ári. Og er
blessuð konan óskaði eftir skýring-
um á þessari gífurlegu hækkun var
svarið: „Verðbólgan!" En okkar
kona var ekki svo vitlaus, að fallast
á 90% verðbólgu á einu og hálfu ári
og spurði frekar, en þá fékk hún
engin svör. Skrambi væri gaman að
fá skýringu á þessu...
lEins og flestum mun kunnugt
hefst heimsmeistarakeppnin í hand-
knattleik í Sviss undir lok þessa
mánaðar. Héðan frá Islandi fer lið
íþróttafréttamanna og annarra
blaðamanna, sem munu senda frétt-
ir af keppninni. Þannig fara tveir frá
Ríkisútvarpinu, Samúel Örn frá út-
varpinu og Bjarni Fel frá sjónvarp-
inu, og síðan blaðamenn frá öllum
dagblöðunum að Degi á Akureyri
meðtöldum en Tímanum frádregn-
um. Þá mun Helgarpósturinn
senda mann á vettvang. Hjá Tíman-
um var það Þórmundur Bergs-
son, sem átti að fara til Sviss og hef-
ur hann raunar staðið að ýmsum
undirbúningi fyrir aðra íþrótta-
fréttamenn fyrir ferðina. En þegar
stjórn Tímans fékk erindi ritstjórnar
og kostnaðaráætlun gripu þeir
Kiddi Finnboga og Alfreð Þor-
steinsson hjá Sölu varnarliðseigna
í taumana. Töldu þeir þessa ferð
upp á 80—100 þúsund of dýra fyrir
nýja tíma á Tímanum. Miðað við
vinsældir íþróttaefnis í blöðunum
þykir þetta ekki mjög dýrt og að
auki þykir mönnum skondið, að
móðurskip framsöknarmanna tími
ekki að senda menn til Sviss á sama
tíma og Litli Tími telur sér fært að
þjóna sínum 4—5 þúsund lesendum
með því að senda fulltrúa á heims-
meistarakeppnina...
u
r Hafnarfirðinum heyrum
við, að Markús Á. Einarsson bæj-
arfulltrúi Framsóknarflokksins þar í
bæ ætli ekki fram aftur. Ekki höfum
við heyrt skýringuna. Ef til vill er
Markús einfaldlega þreyttur á póli-
tíska stússinu eða þá, að honum líst
ekkert á blikuna, eins og frömm-
urum í Reykjavík, sem eiga í mestu
erfiðleikum með að koma saman
lista. . .
u
■ ú fer útvarps- og sjónvarps-
bylgjan nýja að leggjast yfir íslenska
þjóð. Einar Sigurðsson fréttamað-
ur á sjónvarpi er orðinn fyrsti
„frjálsi" útvarpsstjórinn. Hins vegar
situr yfir honum stjórn íslenska út-
varpsfélagsins og þar eru töffarar
á ferð. Raunar er félagið almenn-
ingshlutafélag. Hlutabréf hafa að
vísu ekki selst ýkja vel enda er fólk
sjálfsagt óvisst um' hver hagnaðar-
vonin af nýju fyrirtæki sem þessu
geti orðið. En formaður stjórnar Is-
lenska útvarpsfélagsins Jón Ólafs-
son í Skífunni velkist sennilega ekki
í vafa um hagnað til handa einhverj-
um aðstandenda, því eftir því sem
HP hefur fregnað verður tækjabún-
aður nýju stöðvarinnar af MBI gerð
eða sams konar tæki og keypt voru,
þegar rás 2 var sett á laggirnar. Og
hver skyldi svo hafa umboð fyrir
MBI tækjabúnaðinn? Jú, enginn
annar en formaður stjórnar hins
nýja almenningshlutafélags, áður-
nefndur Jón Ólafsson og því getur
hann fyrirfram gert ráð fyrir vænni
summu frá íslenska útvarpsfélaginu
í formi umboðslauna. Hér er um að
ræða miklar summur og vænar. . .
|k|
■ ^H iðrí sjónvarpi eru kjara-
mál einstakra starfsmanna orðin
svolítið einkennileg og jafnframt
ákaflega óréttlát. Þannig er, að
tæknilið sjónvarpsins, eins og flestir
aðrir, er illa launaður hópur og hafa
starfsmenn úr þessum hópi sagt upp
störfum unnvörpum. En sjónvarpið
má ekki missa þetta fólk og getur
því ekki annað en gengið að kröfum
þess um laun, sem eru allt að
helmingi hærri en sjónvarpið greið-
ir allajafna. Þannig eru dæmi þess,
að tæknimenn á myndbandsdeild
vinni hlið við hlið og þeir sem sögðu
upp fái helmingi meira um mánaða-
mótin. Sama má segja um suma út-
sendingarstjórana. Þannig hefur
ríkisfyrirtækið neyðst til að horfast
í augu við þá staðreynd, að það
verður að greiða helmingi hærri
laun til sumra, ef það ætlar ekki að
missa allt starfsfólkið út á frjálsan
markað. . .
u
m daginn var skýrt fra þvi,
að Ólafur Örn Haraldsson hefði
verið ráðinn til Útsýnar sem yfir-
maður einhverrar deildarinnar á
þeim bæ. Ólafur var áður fram-
kvæmdastjóri Hagvangs. Nú er
hvískrað um það í miðbænum, að
þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að
breytingum á forstjórn Útsýnar. Ing-
ólfur Guðbrandsson ætli nefni-
lega að draga sig í hlé og forstjóra-
starfið sé ætlað Ölafi. En við seljum
þetta ekki dýrara en við keypt-
Ertu ekki búinn aö
finnaþaðennþá?
verið slaemt
að týna kvittun..
Hjá Pennanum finnur þú allt, sem
þarf til aö skipuleggja heimilisbók-
haldið, — möppur, geymslubindi,
tímaritagáma, gatara, límmiða,
teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr.
Hjá Pennanum finnur þú allt, sem
þú þarft til að finna þína eigin
pappíra á augabragði.
Komdu og finndu okkur í Hallarmúla!
Einföld vömgegn svita.
pHarma-medica svitaeyðir
Svlfakrem með mildum
ilmi f 25 og óO ml túpum.
Sértega áhrifamikið krem
sem ertfr ekki húðina.
Heldurvlrknl slnni þráttfyrir
báðun eða þvotta.
.Roll-on*, lyktarlaust
svitakrem sem hentar
flestum.
Úðl - lykfarlaus en óflugur
svitaéyðlr í handhœgum
umbúðum.
Fótapúður, lyktariaust. Er
borlð á fœtur strax eftfr
þvott og þurrkun og má
einnig nota Innan á sokka
og skó ef fátrakl er miklll.
Fótakrem með ferskum
llml. Þvottar mlnnka ekki
virknl efnisins.
PU
.
:
anti-
perspirant
°g
deodorant
ANH
pHarma-medica viðurkenndar gœðavörur sem standa undir nafni.
Fást í ðllum apótekum og öllum helstu snyrtivöruverslunum landsins.
HEILDSÖLUBIRGÐIR: FARMASÍA HF. PÓSTHÓLF 5460,125 REYKJAVÍK. SÍMI: 91 -25933
HELGARPÓSTURINN 13