Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 25
þaö væri nú kostnaður almanna- tryggingakerfisins fyrir ýmiss konar læknisþjónustu og aðra þjónustu heilbrigðisstétta utan sjúkrahúsa eða kostnaður þjóðfélagsins vegna veikinda fólks sem liggur á sjúkra- húsum." — Nú rœöum viö mikinn kostnaö við þetta kerfi. Ekki verður þó séð að allir starfsmenn heilbrigðisgeir- ans fái sinn skerf. Hjúkrunarfrœð- ingar eru lágt launaðir og nú er svo komið að þeir fást ekki til starfa. Hvað segirðu um það ástand? ,,Það er í rauninni langt mál að svara þessari spurningu svo tæm- andi sé. En sú þróun átti sér stað, að Hjúkrunarskóli íslands hefur verið lagður niður. Ég tel það stórt skref afturábak. Nú sækja allir hjúkrunar- fræðingar menntun sína í Háskól- ann. Slíka einhliða menntun tel ég ekki eðlilega. Ég held, að það sé eðlilegt að Hjúkrunarskóli íslands starfi áfram, enda þekki ég ekkert þjóðfélag þar sem bara er kennd hjúkrun á háskólastigi. Það er góðra gjalda vert að einhver hluti hjúkrun- arfræðinga, einkum þeir sem ætla að sinna stjórnunarstörfum, fari í háskólanám. En ég veit ekki betur en að okkar hjúkrunarfræðingar á liðnum árum og áratugum hafi stað- ið sig með miklum ágætum og ég sé enga ástæðu til þess að leggja niður þennan skóla. Það er einn stór þátt- ur í því, að hjúkrunarfræðingaskort- ur er nú að verða mikið vandamál. Hitt er svo annað mál, að það þarf vissulega að launa þessa mikilvægu stétt betur en gert hefur verið." — Ekki verður komist hjá því að drepa á það mál, sem hefur verið í brennidepli hérlendis upp á síðkast- z'ð, en það eru hjartaskurðlœkning- ar. Á að flytja þœr aðgerðir hingað heim að þínu mati, eða halda upp- teknum hœtti og senda Islendinga til útlanda til slíkra aðgerða? „Þessari spurningu er ekki unnt að svara játandi eða neitandi. Ég vil taka fram, að ég álít okkar hjarta- skurðlækna og aðra sérfróða aðiia sem til þarf að hjartaskurðlækning- ar getiþróast hér á landi færa í sínu starfi. A hitt ber einnig að líta, að við erum lítil þjóð, teljum naumast 250.000 einstaklinga. Þar af leið- andi eru tilfelli sem til skurðaðgerða koma vegna kransæðasjúkdóma til- tölulega fá. Flest voru þessi tilfelli á árinu 1984 eða 166 talsins ef ég man rétt. Auk þess voru 37 aðrir hjarta- sjúklingar sendir til skurðaðgerða erlendis. Á árinu 1985 fækkaði til- fellum kransæðasjúklinga, sem til skurðaðgerða þurftu að fara erlend- is niður í 114. Miðað við reynslu ann- arra þjóða er ekki fráleitt að ætla að að meðaltali þyrftu 90—105 íslend- ingar í kransæðaaðgerð árlega. Við höfum haft samning við bresk sjúkrahús, þar sem þau hafa fengið greitt rúm fjögur þúsund pund (um 240 þús. ísl.) fyrir hvern sjúkling, en þar er þá innifalin tíu daga lega á sjúkrahúsi auk allrar sérfræðiþjón- ustu. Ég dreg stórlega í efa að hægt sé að gera hér heima kransæðaað- gerð fyrir minni fjárhæð en greidd hefur verið til bresku sjúkrahús- anna. Til viðbótar kemur svo að stofnun hjartaskurðlækningadeild- ar hér á landi kostar stórfé. Aðal- atriði þessa máls er hins vegar það að hversu góðir sem sérfræðingarn- ir eru þá verður naumast fram hjá því gengið að tilfelli þau sem líklegt er að komi hér til skurðaðgerða ár- lega eru tæpast svo mörg að menn geti haldist í viðunandi þjálfun. Þá ber og á það að líta að eftir sem áður verður að senda sjúklinga, sem haldnir eru lokugalla, svo og börn með meðfædda hjartagalla í flestum tilfellum til aðgerða í útlöndum. Enn er rétt að taka fram, að mörg- um sýnist að á næstu árum kunni svo að fara að verulegar breytingar verði á meðferð þeirra hjartasjúkl- inga sem þjást af kransæðasjúk- dómum." — Með hliðsjón af framansögðu; ef tryggingayfirlœknir sjálfur þyrfti að gangast undir aðgerð sem þessa, fœri hann utan til aðgerðar, eða myndi hann leggjast á skurðborðiö hérlendis? „Ég ber fullt traust til íslenskra sérfræðinga á þessu sviði, en með hliðsjón af því sem ég hef áður sagt færi ég utan, þótt auðvitað helst af öllu vildi ég vera laus við þessa að- gerð." — Við höfum nokkuð rœtt um stóra kostnaðarliði heilsugeirans. Enn þá höfum við ekki minnst á lyfjakostnað. Nú er sagt að við ís- lendingar séum duglegir að gleypa lyf og duglegri en aðrar þjóðir við það. Lyfjaátið er ekki ókeypis, er það? „Lyfjakostnaður er gífurlega mik- ill og þyrfti að vera mun minni en nú er. Ef ég man rétt var lyfjakostnaður árið 1983 í kringum 500.000.000 kr., en árið 1985 um 780.000.000 kr. Þetta er auðvitað stór kostnaðarlið- ur og ég tel að þarna væri hugsan- legt að spara verulegt fé ef vel væri á málum haldið." — Er vindasamt á skrifstofu trygg- ingayfirlœknis frá degi til dags, er þetta stormasamt starf? „Það koma bæði góðir dagar og vondir. Við reynum að leysa öll þau mál sem okkur berast, en þegar hafður er í huga hinn mikli fjöldi er- inda sem berast daglega má öllum vera ljóst að úr öllu er ekki hægt að leysa þannig að öllum líki. Ég get þó sagt það að ávallt er reynt að leysa svo sem hægt er úr erindum allra sem lög frekast heimila. Það þykir og rétt að fram komi, að lagasetning á sviði heilbrigðis- og trygginga- mála þarf að vanda mjög, þannig að lög rekist ekki á og geti þannig vald- ið þeim tjóni sem síst skyldi." — Því hefur verið haldiö fram, að ófœrt sé að tryggingayfirlœknir sé einvaldur um ákvörðun örorku- mats vegna sjúkdóma eða slysa. Komið hafa fram frumvörp um að örorkumati tryggingayfirlœknis megi skjóta til endurskoðunar- nefndar. Nú hefur eittslíkt frumvarp verið lagt fyrir Alþingi það er nú sit- ur. Hvað segir tryggingayfirlœknir um þessi mál? „Ég hef útaf fyrir sig ekkert við það að athuga að hægt verði að skjóta örorkumati til yfirnefndar. Örorkumat er læknisfræðilegt verk, sem aðeins verður framkvæmt af læknum. Það er því skilyrði að í yfir- nefndinni sitji aðeins læknar eða að minnsta kosti að meirihluti hennar sé skipaður læknum. Ennfremur hlýtur það að vera skilyrði að yfir- nefndin byggi á sömu forsendum og tryggingayfirlæknir. A hitt þykir rétt að benda, að ó- eðlilegt er og þekkist hvergi á Vest- urlöndum að því er ég veit best, að einn þáttur almannatryggingalög- gjafarinnar sé settur undir sérstakan yfirdóm. Á bak við slíkar hugmynd- ir hlýtur að búa eitthvað allt annað en það að veita bótaþegum ein- hverja forsjá. Flestar þjóðir leitast nú við að leggja niður sérdómstóla, en beina þess í stað málum sínum til hinna almennu dómstóla. Hér eru svo fá mál á ferð, að vafa- samt er að réttlætanlegt sé að setja upp sérstakan dómstól og það fyrir aðeins einn þátt úr allri almanna- tryggingalöggjöfinni. Þá verður að gæta þess, að stofna ekki til nýs skrifstofubákns sem bæði gæti orð- ið dýrt og gert bótaþegum enn erf- iðara fyrir en nú er.“ — En einhver áhugamál hlýtur tryggingayfirlœknirinn að hafa fyrir utan brauðstritið. Hver eru helst? „í rauninni hef ég ákaflega mörg áhugamál, en ég hef því miður lítið getað rækt þau. Mér þykir þó ákaf- lega gaman og hvílandi að fara í gönguferðir, einkum einn og úti í ósnortinni náttúrunni ef ég má segja svo. Þá þykir mér einnig gam- an að lestri bóka, einkum sagn- fræðirita og ævisagna. Bestu hvíld- ina fæ ég þó yfirleitt þegar ég les biblíuna mína sem ég reyni að lesa eitthvað í á hverjum degi.“ Lofttæming, loftskipti. Nú beinist athyglin að pökkun á fiski. Aukið verðmæti, betri sala. Lofttæmingarpökkun (vacuum) á kjöti og öðrum matvælum hefur sannað gildi sitt. Nú beinast augu manna einkum að pökkun á ferskum fiski. Pökkun í lofttæmdar umbúðir eða umbúðir með hentugum loftblöndum eykur geymsluþol matvæla stórlega. Hún tryggir girnilegt útlit vörunnar, aukið verðmæti og betri sölu. Sjálfvirkar og hálfsjálf - virkar vélar frá Boss og Dixie Union. Úrval af stórum og smáum lofttæmingarvélum. Plastprent býður vélar sem eru auðveldar í notkun og henta jafnt til loftskipta sem lofttæmingar. Enn fremur framleiðum við, einir á íslandi, lofttæmipoka. Úrval annarra pökkunarvéla. Plastprent selur úrval annarra pökkunarvéla af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt höfum við í 26 ár framleitt alls konar plastum- búðir úr eigin filmu, með og án áprentunar. Það er því engin tilvilj- un að flestallir íslendingar meðhöndla daglega vörur sem pakk- að er í umbúðir frá okkur. Plastpökkun er framtíðarlausn. Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og auglýsingargildi. Forysta Plast- prents byggist á tækniframförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leysum við pökkunarvanda íslenskra fyrir- tækja. ^ Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.