Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 12
Míólkurmálið veldur tauga- veiklun í kaupmannastétt: MESTFÓR — Öryggi alltaf á ,,ÖRUGGT“. — Vísifingur á gikkbaug vopns- ins. — Hlaup vísi beint upp eða beint niður. — Skammbyssur skulu geymdar í hulstri." í þriðju og síðustu grein regln- anna er fjallað um notkun vopn- anna og segir þar að lögreglu- menn skuli bera vopn samkvæmt skipun yfirmanns eða lögreglu- stjóra. Síðan segir: „Eigi skal lögreglumaður nota eða beita skotvopni nema sam- kvæmt skipun yfirmanns eða samkvæmt eigin mati. Neyðarrétt- arákvæði refsilöggjafar gilda allt- af. „Eigi skal beita meira harðræði en nauðsyn krefur" og öll vopna- notkun lögreglu miðast við að svara augljósum árásum á þá sjálfa eða aðra og koma í veg fyrir að lífshættulegar aðstæður skapist." Hér þarf hinn vopnaði lögreglu- maður augljóslega að hugsa sig vandlega um. Ef yfirmaður er ekki í kallfæri þá verður lögreglumað- urinn að átta sig með skjótum hætti á því hvort augljóslega sé um árás að ræða á sig eða aðra. Reglunum lýkur svo: „Leitast skal við að skjóta að- vörunarskoti og gefa gaumgæfi- lega aðvörun „Stansið eða ég skýt“ ef tími gefst til samkvæmt mati viðkomandi lögreglumanns. Ekki má þó túlka þetta ákvæði þannig, að það hindri viðkomandi lögreglumann í því að koma í veg fyrir beitingu vopna, ef tími er vörum að nýju — nema til þeirra búða, sem starfsmennirnir töldu sig hafa vissu fyrir að þátt hefðu tekið í hinni óheiðarlegu starfsemi. Við þetta urðu kaupmenn auðvitað æfir, ekki síst þar sem vinnustöðvunin hafði haft það í för með sér að ekki var unnt að keyra út mjólk til allra, sem þó áttu að fá hana. Þannig skeði það að margir saklausir kaup- menn voru ranglega grunaðir um að vera á „listanum" margumrædda hjá útkeyrslumönnum MS. Þegar haft var sarhband við Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóra Kaupmannasamtakanna, sagði hann það vissulega vera sárt fyrir kaupmenn að liggja undir grun að ósekju, „en það verða menn að bera“, eins og hann komst að orði. Tjáði Magnús blaðamanni að hann myndi ekki ganga eftir því að fá nafnalista þeirra manna, sem í hlut ættu, enda hlyti það að vera dóms- kerfisins að taka á þessu máli. Samkvæmt áreiðanlegum heim- manna hefðu keypt stolnar mjólkur- vörur. Ýmislegt virðist því vera að fara úr böndunum í þjóðfélaginu, en það eru ekki eingöngu einstakling- ar sem bregðast trausti manna. Aðgerðir starfsmanna Mjólkur- samsölunnar sýna glöggt að fólkið í landinu virðist hætt að treysta vald- höfum þessa lands. Borgararnir eru farnir að taka völdin í sínar hendur. Þeir fella dóma yfir hinum grunuðu og framkvæma þá að auki, með því að neita að keyra út mjólk til þeirra kaupmanna sem liggja undir grun. Það þykir ef til vill sterkt að orði kveðið, en þessar aðgerðir starfs- mannanna táknuðu í raun og veru að fólk tók sér í hendur dóms- og framkvæmdavald í ákveðnu máli. Það þarf auðvitað ekki að eyða löngu máli í ágiskanir um hvers vegna svona lagað skeður — og það án þess að fólki finnist yfirleitt mikið athugavert við atburðinn. Dóms- kerfi okkar virðist löngu búið að missa tiltrú almennings, sem horft hefur upp á stórsvikamál af ýmsu tagi velkjast í hinu svokallaða kerfi, árum ef ekki áratugum saman. Þetta er orðið „geggjað" þjóðfélag, eins og einn af okkar háttvirtu þing- mönnum komst að orði, þegar þetta mál bar á góma. -JL COMÍONPUNK MAKEMYDAY! Tilfinningar voru blendnar þegar Islendingar fengu aö sjá meö eigin augum eöa ísjónvarpinu vopnaöa íslenska lögreglumenn, ,,gráa fyr- ir járnum" í vígalegum stellingum á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu. Sumir geröu grín aö til- buröunum, aörir sáu í þeim inn- reiö Islands í heim hryöjuverka og enn aörir létu sér fátt um finnast. Fram að þessum tíma var ekki almennilega vitað hvernig íslensk- ir lögreglumenn ættu að fara með skotvopn og þá sérstaklega ef þeir lentu í návígi við ofbeldisseggi af einni eða annarri sort. Málið var afhent þeim Þorgeiri Þorsteins- syni lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli og Arnóri Sigurjónssyni varnarmálafulltrúa til gaumgæfi- legrar athugunar. Þeir gengu rösk- lega til verks og úr urðu „Reglur um notkun skotvopna fyrir lög- regluna á Keflavíkurflugvelli". Fyrsta grein reglnanna nær til tegunda skotvopnanna og segir þar: „Um er að ræða allar tegundir skotvopna sem lögreglumenn hafa fengið þjálfun og heimild til að nota. Lögreglustjóri veitir slík- ar heimildir skv. eigin mati.“ í annarri grein reglnanna er fjallað um meðferð skotvopnanna og segir þar: „Lögreglumenn skulu skv. skip- un yfirmanns hafa skot í skot- geymi vopns eða magasíni, en ekki í hlaupi vopnsins fyrr en úr því skal skjóta. naumur." Hin munnlega aðvörun er greinilega bein þýðing úr hinni engilsaxnesku tungu: „Stop — or I’ll shoot“ og er væntanlega gert ráð fyrir því að ef t.d. augljóslega væri um erlendan terrorista að ræða yrði enskan notuð. Til vara gæti lögreglumaðurinn beitt þekktu afbrigði Clint Eastwoods og sagt: Come on punk, make my day.“ Hér má sjá afrit af reglugerð þeirri sem sett var vegna hryðjuverkahræðslunnar á dögunum. Höfundarnir eru Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri og Arnór Sigurjónsson varnarmálafulltrúi og fyrr- verandi hermaður í Noregi. Mikil umrœöa hefur átt sér staö aö undanförnu, bæöi í fjölmiölum og þó ekki síst manna á meöal, um þau tíöindi aö nokkrir af bílstjórum Mjólkursamsölunnar hafi stoliö vör- um frá vinnuveitanda sínum og selt kaupmönnum á allt aö hálfviröi. Kemur mál þetta illa viö ýmsa aöila sem því tengjast, svo sem Dagsbrán- arverkamenn, forstööumenn Sam- sölunnar og menn innan Kaup- mannasamtakanna. Þegar fyrst var sagt frá hinu svo- kallaða „mjólkurþjófnaðarmáli" í fjölmiðlum, vakti það litiu meiri at- hygli en hvert annað sakamál, sem gjarnan rekur á fjörur manna í skammdeginu. Spenna fór fyrst að hlaupa almennilega í leikinn, þegar það fréttist að starfsfólk Mjólkur- samsölunnar hefði lagt niður vinnu fyrir um það bil viku, í því skyni að knýja fram yfirlýsingu um það hvaða kaupmenn hefðu hér átt hlut að máli. Þá var hafin dreifing á mjólkur- Skyldu þessir krakkar hafa drukkið .ódýru" mjólkina? ildum er hér um 24 verslanir að ræða, en sumir hverjar keyptu ein- ungis lítið magn af þessari stolnu vöru. Allmargar verslananna voru í Kópavogi, en um var að ræða t.d. eina litla verslun vestur í bæ og mjög stóra verslun í Breiðholti. Mikil fundahöld voru síðastliðinn mánudag með trúnaðarmönnum starfsfólks og stjórn Mjólkursam- sölunnar og undir kvöldið var allt fallið í ljúfa löð. Þá hafði trúnaðar- manni Dagsbrúnar verið sýndur listi yfir þær verslanir, sem keypt höfðu stolnu vöruna, og þar með stóð hann jafnfætis forstjóra MS í máli þessu. Virðist sem það hafi ver- ið orðið meginmál deilunnar hvort trúnaðarmanni starfsmanna ætti ekki að veita sömu innsýn í gang mála og forstjóranum. Þar með var það orðið aukaatriði að veita hinum seku kaupmönnum ráðningu — hafi það einhvern tímann verið inntak málsins af hálfu starfsmanna. Það hefur vakið furðu manna í umræðu um „mjólkurmálið", hvern- ig það má vera að mánuðum saman sé hægt að stela af framleiðslunni, án þess að það komi neins staðar fram í „kerfinu" innan fyrirtækisins. Hefði mátt ætla að ekki hefðu átt að líða margar vikur þar til einhvers staðar kæmi fram að innfengnar greiðslur samsvöruðu engan veginn útsendri vöru. Samkvæmt heimild- um HP hafði það einmitt sýnt sig, að fyrirkomulag þessara mála var ekki sem skyldi og mun nú verið að hanna nýtt tölvukerfi til þess að koma í veg fyrir að þetta geti endur- tekið sig. Síðasta helgi var harla viðburða- rík á afbrotasviðinu. Þá bárust hvorki meira né minna en 40 kærur til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Upp komst um menn, sem stolið höfðu tveimur tonnum af nautakjöti frá Sambandinu, innbrotafaraldur gekk yfir höfuðborgarsvæðið og það fékkst staðfest að á þriðja tug kaup- Í KÓPAVOG 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.