Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 27
K ■ ^^arl Ágúst Úlfsson og fé- lagar hafa gert mikið og góðlátlegt grín að uppblásnu gúmmídúkkun- um í útvarpsþáttum sínum síðastlið- in laugardagskvöld. Heildsala nokk- ur í þessum ,,bransa“ hefur ekki annað eftirspurninni eftir þessa ókeypis auglýsingu brandarasmið- anna og tók upp á því um daginn að senda umsjónarmönnum þáttanna lag í Lögum unga fólksins. Það var auðvitað hið sívinsæla ,,I can’t get no satisfaction" með Rollingun- um. . . llE ins og kunnugt er, höfum við íslendingar flutt út þekkingu okkar á meðferð áfengissjúklinga til frænda vorra í Færeyjum. Nú eiga þeir von á frændsamlegum sam- skiptum af annarri gerð, því heyrst hefur að Pan-póstverslunin víð- fræga sé búin að koma sér upp um- boðsmanni í Færeyjum. Það ætti því ekki að líða á löngu þar til hitna fer í ástarlífskolunum á þessum eyjaklasa í Norður-Atlantshafi... |4 ■ lutfallsleg skipting kynj- anna á framboðslistum, hefur mjög verið í brennidepli að undanförnu við tilurð sveitarstjórnalista innan stjórnmálaflokkanna. Ástand þess- ara mála er þó afar misjafnt eftir kjördæmum og mega konur í Reykjavík best við una, enda eru á þessu kjörtímabili 8 konur í borgar- stjórn, eða 38,1%. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hins vegar minnst í Norðurlandskjördæmi vestra, en þar eru konur aðeins 11, eða 6,6%... || m helgina fer fram profkjör hjá sjálfstæðismönnum á Ákureyri vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Jón G. Sólnes, öldungur íhaldsins og forystumaður þess á Akureyri í áratugi hyggst draga sig út úr bæjarpólitíkinni og sama er að segja um tengdadóttur hans Margréti Kristinsdóttur. Af fjór- um fulltrúum sjálfstæðismanna sitja þá tveir bæjarfulltrúar eftir. Þeir eru Sigurður J. Sigurðsson, sem er orðinn seníor sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, þótt ungur sé, og Gunnar Ragnars. Þeir þurfa þó að berjast fyrir sætum sínum. Aðrir sem vilja í bæjarstjórnina eru Björn Jósef Arnviðarson lögfræðingur, og svo þeir Jón Kr. Sólnes (sonur Jóns gamla) og Bárður Halldórs- son fornbókasali, menntaskóla- kennari og fyrrverandi krati. Enda þótt sjálfstæðismenn fyrir norðan spyrði þá Jón Kr. og Bárð saman vegna kunningsskapar Bárðar og Jóns G. Sólness, þá mun fullvíst, að ekki verði um formlegt samstarf að ræða hjá þeim. Raunar segir sagan, að þeim Jóni yngra og Bárði komi ekkert alltof vel saman. Á hinn bóg- inn er almennt talað um samstarf Gunnars Ragnars, Sigurðar Joð og Björns Jósefs. Annars má segja, að þetta verði harla skrýtið prófkjör, því þeir Gunnar og Sigurður líta báðir svo á, að þeim beri fyrsta sæt- ið. En þeir verða að standa saman gegn ásókn nýrra manna. . . 5 GIRA frá kr. 396. VERÐSKRÁ: BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF, SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDELLD: 31236 KAPPKOSTUM ÁVALLT AÐ BJÓÐA LADA-VARAHLUTI Á SEM LÆGSTU VERÐI. Lada 1200 195.000.- Lada Safír 230.000.- Lada 1500 skutb. 4 gíra 248.000.- Lada Lux 4 gíra 259.000.- Lada 1500 skutb. 5 gíra 268.000.- Ryðvörn innifalin í verði Söludeildin er opin í dag frá kl. 13—16. Varahlutaverslunin opin frá kl. 9-12. Tökum vel með farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Auglýsingastola Sigurþórs , Allt að 70% aísláttur BOKAUTSALA í tileíni þess að fyrirtœkið á 20 ára aímœli nœsta haust heíjum við aímcelisárið með því að eína til stórútsölu á bókum í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið írá 9 - 18 nema á laugardögum 10-16 BÓKAÚTGAFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 HELGARPÖSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.