Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 24
Tryggingastofnun rikisins veltir
miklu fjármagni og margir þurfa til
hennar að leita. Um þá stofnun eða
einstaka rekstrarþœtti hennar eru
menn ekki alltaf sammála, eins og
fréttir fjölmiðla hafa gjarnan borið
rneð sér.
Einn lykilmaður þessarar stofri-
unar er Björn Önundarson trygg-
ingayfirlœknir, en hann hefur gegnt
því starfi um 11 ára tímabil, en var
áður fyrr um langt skeið starfandi
heimilislœknir í Reykjavík og þar
áður héraðslœknir vestur á fjörð-
um. Hann er því jafnkunnugur
hinni lœknisfrœðilegu hlið heil-
brigðismála og stjórnunarstörfum á
þessu sviði. Helgarpósturinn sótti
Björn heim og bað hann lýsa við-
horfum sínum til ýmissa þeirra
mála, sem ofarlega hafa verið á
baugi í heilbrigðis- og tryggingamál-
unum upp á síðkastið.
— Ná hafa orðið örar breytingar í
heilbrigðisgeiranum á síðustu árum
og ný viðhorf rutt sér til rúms. Ymsir
hafa orðið til þess að gagnrýna
hversu við íslendingar séum fljótir
að gleypa hráar tískulínur í þessum
efnum frá öðrum löndum?
„Það hafa orðið miklar breytingar
á þessu tímabili. Það er ljóst. Sá
fjöldi sem sækir um bætur og er
metinn, er meiri en áður var.“
— Er heilbrigðis- og trygginga-
kerfið okkar orðið of mikið og ol
þungt í sniðum — erum við farin að
missa sjónar af markmiðinu að
skapa öryggi og traust fyrir þegn-
ana, en þess í stað farin að halda
uppi útblásnu kerfi, kerfisins vegna?
„Eg tel að endurskoða þurfi stóra
þætti í heilbrigðiskerfinu og trygg-
ingakerfinu. Það kostar nú mikið fé
og ég er ekki sannfærður um að
þjónustumagnið og þjónustugæðin
séu alveg í réttu hlutfalli við þann
kostnað. Vissulega þyrfti að breyta,
en ég er ekki endilega viss um að
skynsamlegt hafi verið að fara svo
geyst í sakirnar og gert var, a.m.k.
hvað suma þætti varðar."
— Höfum við íslendingar á stund-
um verið of fljótir að grípa upp
skipulag erlendis frá, sem síðan hef-
ur reynst oröið úrelt og ónothœft
þegar reynsla hefur komist á það?
Stundum hafa menn nefnt sœnskt
daður í þeim efrium svo sem heilsu-
gœslustöðvar. Orð urn þetta, Björn.
„Eg tel að það hafi verið nokkuð
ör þróun í sambandi við heilsu-
gæslumálin. Það er enginn vafi á því
að heilsugæslustöðvar eru til bóta
og veita verulegt öryggi úti á landi.
Ég er ekki eins sannfærður um að
átt hafi að fara jafn geyst í sakirnar
í þeim efnum hér á höfuðborgar-
svæðinu. Hér eru a.m.k. þrjú stór
sjúkrahús, en einnig eru hér starf-
andi fjölmargir sérfræðingar, sem
komið geta til aðstoðar ef eitthvað
ber út af. Oðru máli getur gegnt úti
á landi, þar sem veðurskilyrði geta
hamlað brottflutningi sjúklinga og
því oft nauðsynlegt að heilsugæslu-
læknar geti gripið til aðgerða."
— Nú hafa sumir haldið því fram
að almannatryggingakerfið bjóði
misnotkun heim, það sé hópur fólks
sem njóti bóta án þess að eiga á því
rétt og svo séu aftur margir sem eru
meira og minna réttlausir, en þurf-
andi fyrir aðstoð. Hvað segir trygg-
ingayfirlceknir um þetta?
„Ég vil taka fram, að ég tel alger-
lega nauðsynlegt að hafa sterkt al-
mannatryggingakerfi. Alls staðar í
hinum siðmenntaða heimi eru slík
kerfi, þó í mismunandi mæli sé
hvaða þjónustugildi þau hafa. Hitt
er annað mál að hér verður að fara
með gát sem á flestum öðrum svið-
um og forðast misnotkun, sem ætíð
hlýtur þó að verða einhver. Það er á
hinn bóginn brýnt, að veita þeim
sem mikið eru sjúkir, ellimóðir eða
algerir öryrkjar, allan þann stuðn-
ing sem þjóðfélagið getur í té látið í
gegnum tryggingakerfið."
— Eru þau mörg tilvik hjá ein-
staklingum, þar sem þörfin fyrir að-
stoð er hrópandi og siðferðilegur
réttur viðkomandi skýlaus, en laga-
ákvœði og reglugerðir þvœlast fyrir,
m.ö.o. blindgötur í kerfinu?
„Vissulega eru þeir einstaklingar
margir, bæði sjúkir og gamlir, sem
þurfa á mikilli aðstoð að halda, eins
og ég hef að ofan lýst. Engin mann-
anna lög eru fullkomin, heldur ekki
BJÖRN ÖNUNDARSON
TRYGGINGAYFIRLÆKNIR:
HÁAR TEKJUR
SUMRA LÆKNA
*
• Sérfræðiþjónusta lækna
kostaði okkur 224
milljónir í fyrra
• Almennar lækningar
kostuðu 80 milljónir
almannatryggingakerfið. Hitt er
kannski verra að undir sumum
kringumstæðum geta lög rekist á og
valdið þeim tjóni, sem gagnsins áttu
að njóta. Hér þarf löggjafinn að fara
með meiri gát og láta vinna lög,
ekki síst á þessu viðkvæma sviði
betur en oft hefur verið gert.“
— Hvernig tilfinning er það fyrir
þig sem tryggingayfirlœkni, sem
hefur talsvert um örorkumat að
segja, að geta að verulegu leyti ráð-
ið tekjumöguleikum fólks og þar
með örlögum að hluta til?
„Ég hefi litið svo á að almanna-
tryggingalöggjöfina verði að túlka
rúmt. Ég hefi líka litið svo á að sjúk-
dómsgrundvöllur hlyti að vera að-
alorsök þess að hið opinbera veitti
fjármagn til einstaklinga í formi elli-
eða örorkustyrks. Allir læknar
Tryggingastofnunar ríkisins vinna
að örorkumati. Sé um vafaatriði að
ræða eru málin lögð fyrir örorku-
matsfund, þar sem menn bera sam-
an bækur sínar og afla bestu upplýs-
inga um sjúkdómsferil og félagsleg-
ar aðstæður viðkomandi einstakl-
ings. Ég vil á hinn bóginn leggja
áherslu á, að menn mega ekki rugla
saman örorkustigi og þeim bótum
sem greiddar eru. Ég tel t.d. að ör-
orkulífeyrir sé alltof lágur, og það þó
að viðkomandi sé í raun metinn
100% öryrki eða meira en 75% eins
og heitir á okkar máli. Ég vil einnig
benda á, að nú á tölvuöld er til
muna auðveldara að meta örorku
manna en áður var, þar sem t.d. er
auðvelt að bera saman örorkustig
einstaklinga en einnig að afla upp-
lýsinga um vinnuaðferðir annarra
þjóða á þessu sviði."
— Hefur tölvuöldin og upplýs-
ingastreymið kaffœrt hið mannlega
gildismat í þessu öllu?Er hvergi rúm
fyrir tilfinningalegt mat?
„Vissulega má hinn mannlegi
þáttur aldrei gleymast. Þannig reyn-
um við læknar Tryggingastofnunar
ríkisins að taka á móti öllum þeim
sjúklingum, sem vilja koma í viðtal
til okkar. Því er hins vegar ekki að
neita, að bæði aðstæður og mann-
fæð veldur því að við getum ekki
sinnt sem skyldi öllum þeim viðtöl-
um við sjúklinga og aðra sem á að-
stoð okkar kynnu að þurfa að
halda."
— Nú virðist leikmönnum að það
séu kannski ekki fyrst og fremst þeir
sem bóta njóta hjá Almannatrygg-
ingum, sem blóðmjólka þetta kerfi,
heldur óbeinir starfsmenn þessa
sjóðs allra landsmanna, nefnilega
læknarnir sjálfir. Þeir hirði svim-
andi upphœðir úr þessum sjóði?
„Það er rétt að læknar hafa verið
nokkuð til umræðu í þjóðfélaginu
nú að undanförnu. Kannski er nú
svolítið ofsagt í þeim málum, en
engu að síður er það rétt, að lækn-
ar hafa haft, sumir hverjir, svo háar
tekjur að ekki samrýmist launakerfi
þessa lands.“
— Er það ekki erfið staða fyrir
lœkni eins og þig að halda aftur at
kröfum kollega og standa yfir höfði
þeirra, ef einhverjir maðkar eru í
mysu?
„Nú vil ég taka fram að langflestir
læknar eru mjög samvinnuþýðir og
oftast nær ef eitthvað ber á milli
tekst að jafna ágreininginn. Hins
vegar getur það stundum komið fyr-
ir að sitt sýnist hverjum. Þá höfum
við það úrræði að í samningum er
gert ráð fyrir gerðardómi og þannig
má útkljá þau deilumál sem upp
kunna að korna."
— Nú mátti lesa það í Helgarpóst-
inum að þér vœri legið á hálsi fyrir
það að krefjast óhóflegrar skýrslu-
gerðar af hálfu sjúkraþjálfara. Er
pappírsfarganið að yfirkeyra þessa
stofnun, eöa eru starfsmenn heil-
brigðisstéttarinnar ekkert of hrifnir
af því að gera nákvœma grein fyrir
þeim reikningum sem þeir senda
Tryggingastofnun?
„Það er skýlaus skylda trygginga-
yfirlæknis og annarra starfsmanna
Tryggingastofnunar ríkisins sem um
þessi mál fjalla að krefjast ítarlegra
upplýsinga um árangur meðferðar.
Þetta á við um sjúkraþjálfun sem
aðra sérhæfða þjónustu. Ég vil taka
fram að flestir sjúkraþjálfarar eru
samvinnuliprir, en það á einnig við
um aðrar heilbrigðisstéttir svo sem
ég gat um áðan hvað lækna varð-
aði. Satt að segja held ég að í þessari
blaðafrétt hljóti að hafa verið um
missagnir að ræða, því að í lögum er
nákvæmlega gert ráð fyrir því, að
það verði að líta eftir almannafé.
Þetta er í raun svo einfalt, að þegar
sjúklingur fær meðferðarheimild,
þá berst vottorð frá lækni og raunar
er tryggingayfirlækni heimilt að
krefjast vottorðs sérfræðings um
sjúkdómsástand viðkomandi ein-
staklings. Að ákveðnum meðferðar-
tíma hjá sjúkraþjálfara loknum er
leftir Guðmund Arna Stefánsson
síðan gert ráð fyrir því að reikning-
ar berist frá sjúkraþjálfaranum og
þá skýrsla um árangur. Meira að
segja er það sums staðar svo, að það
getur verið talið nauðsynlegt að
óska eftir að sérfræðingur skoði
sjúklinginn öðru sinni, því að það er
alls ekki talið eðlilegt að menn haldi
áfram meðferð, hvort sem það er
sjúkraþjálfun eða einhver önnur
meðferð, sem ekki ber árangur eftir
einhvern ákveðinn tíma. Þannig er
mynd Jim Smart
bæði að lögum og siðferðilega skylt,
að líta eftir hvernig sjúklingum
vegni í meðferð sem greidd er af op-
inberu fé.“
— Getur þú fullyrt, Björn, að í öll-
um aðalatriðum sé almannatrygg-
ingakerfi okkar skothelt, bœði hvað
varðar nauðsynlega lágmarks þjón-
ustu og aðstoð við þá sem þurfa að-
stoðar og einnig að það sé á varð-
bergi gagnvartþeim, sem vilja reyna
að hafa fé út úr þessu kerfi á fölsk-
um forsendum?
„Ekkert kerfi af þessu tagi getur
verið fullkomið. Það sem ég hef séð
á hinum Norðurlöndunum og einn-
ig raunar í Kanada sýnir að alltaf
verða einhverjar misfellur. Hins veg-
ar er nú að því stefnt, að eftirlit með
þessu kerfi verði bætt, en við verð-
um að gera okkur grein fyrir því að
það kostar bæði fé og mannafla.
Skipulagsleysi sem stafar m.a. af
skorti á faglærðu fólki er kannski
það versta vegna þess að á slíkt
skipulagslaust kerfi sækja helst þeir,
sem ekki fara troðnar slóðir eða
heiðarlegar í fjáröflun."
— Nú er það deginum Ijósara að
okkar heilbrigðiskerfi er dýrt, eins
og heilbrigðisþjónusta óhjákvœmi-
lega hlýturað vera. Eryfirbyggingin
of mikil, milliliðirnir of margir, kerf-
ið of dýrt?
„Því er ekki að leyna, því miður,
að í þessu kerfi okkar eru veruleg
göt þannig að ég tel að stundum fari
umtalsverðir fjármunir í súginn.
Eins og ég sagði áðan er því veru-
legs aðhalds þörf. Þetta er bæði
nauðsynlegt til þess að tryggja að
þeir sem aðstoðarinnar eiga að
njóta, fái það sem þeim ber, en ekki
síður til að fyrirbyggja misnotkun
og óþarfa sóun á fjármunum. Ég get
nefnt það að kostnaður ýmiss konar
við læknishjálp og sérfræðiþjónustu
hefur aukist gífuriega. Árið 1984
kostaði sérfræðiþjónusta lækna
u.þ.b. 137.000.000 kr., en 1985 var
þessi upphæð orðin um
224.000.000 kr. Almennar lækning-
ar voru ódýrari, kostuðu 54.000.000
krónur 1984, en rúmar 80.000.000
krónur 1985. Sjúkraþjálfun hefur
hækkað úr tæpum 20.000.000 kr.
upp í tæpar 40.000.000 kr. á milli
áranna 1984 og 1985. Einnig aðrir
þættir eru kostnaðarsamir. Ég nefni
ýmiss konar hjálpartæki, sem
Tryggingastofnun kaupir. Á árinu
1984 nam kostnaður við kaup á
hjálpartækjum 56.000.000 kr. en ári
síðar 102.000.000 kr.
Af þessum tölum má sjá að raun-
veruleg þörf er á skipulagningu og
miklu aðhaldi. Við megum að sjálf-
sögðu ekki gleyma því, að þjónust-
an má ekki rýrna, en við verðum
samt að gæta alls aðhalds, því að
þessir þjónustuþættir eru nánast
,,óseðjandi“.“
— Nú hefur kostnaður vegna sér-
frœðiþjónustu hœkkað mjög mikið
og var þó hár fyrir. Er þessi þjónusta
ofnotuð vegna þess að ríkið borgar
brúsann?
„Ég held að flestum sé ljóst, hvort
sem það eru ferðir til sérfræðings í
læknisfræði, heimilislækna eða
annarra sérfróðra aðila á þessu
sviði, að allar þessar ferðir eru ekki
bráðnauðsynlegar. Ég er vissulega á
þeirri skoðun, að ef fólkið sjálft
þyrfti að greiða hærra gjald úr eigin
vasa, stærri hluta þjónustunnar,
myndi það stundum hugsa sig tvisv-
ar um áður en það færi til læknis. Ég
vil þó taka sérstaklega fram að ég tel
að hið opinbera eigi að standa undir
kostnaði að langmestu leyti fyrir
læknisþjónustu örorku- og ellilífeyr-
isþega."
— Nú nefndir þú hér stórar tölur
varðandi sérfrœðikostnað, almenn-
ar lœkningar, hjálpartæki og fleira
en til viðbótar er t.a.m. sjúkrahús-
reksturinn og langtum, langtum
fleira. Heldurðu að fólk almennt
geri sér grein fyrir þeim kostnaði,
sem fylgir þessu, þegar það er í raun
aðeins toppurinn af ísjakanum,
hinn beini útlagði kostnaður, sem
fólk sér dags daglega?
„Nei, ég held að fólk almennt geri
sér ekki grein fyrir því hvað þessi
þjónusta er orðin dýr. Þannig tel ég
að það væri eðlilegt að fólk fengi á
skattseðlinum sínum upplýsingar
um það, hvers það hefur notið úr
þessu kerfi á hverju ári, hvort sem
24 HELGARPÓSTURINN