Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 22
Mín upphefð kemur ad utan, segir í leiktexta nóbelsskáldsins og undir það geta þeir jafnt tekið í Kuklinu og Mezzoforte. Kuklið hélt utan í morg- un og heldur sjö tónleika á níu dög- um i fimm borgum: Kaupmanna- höfn, Hamborg, Bertín, Amsterdam og Gronigen. I Höfn leigja þau sér sendibíl og aka síðan um þau Evr- ópulönd er Jón Hreggviösson sótti heim. Keyra sjálf og fyrir utan sex- menningana verður skáldið Sjón og hljóðmeistarinn Mel Jefferson með í för. Björk söngkona sagði að nokkur ný verk væru á efnisskránni og að sjálfsögðu léku þau ekki annálinn er fluttur var á Borginni í útlandinu, en þar suðu þau gömlu lögin sín í hálf- tímagraut fyrir aðdáendurna hér heima. Björk sagði að þau fengju alltaf betri viðtökur erlendis. — Það er kannski vegna þess að þar sem mannfjöldinn er mikill eru áheyr- endur sérhæfðari. Þar eru djassarar í einum hóp og pönkarar í öðrum og þeir fara á tónleika til að heyra í sín- um mönnum. Þeir sem koma að hlusta á okkur erlendis koma til að hlusta á tónlist sem þeir hafa gaman af. Svo erum við betri þegar við leik- um erlendis. Við erum að vísu harð- ákveðin í hvert skipti sem við stíg- um uppá svið hér heima að halda jafn góða tónleika og úti. En það er eitthvað sem kemur í veg fyrir það. Kannski það að maður þekkir svo marga í salnum, kannski fáum við ekki jafn góða svörun frá hlustend- um. Aðsóknin hér heima hefur þó verið ágæt, en það er bara ekki nóg af fólki sem hlustar á tónlist einsog okkar, hún rennur ekki Ijúflega gegnum eyrun. Annars hefur nýja platan okkar gengið vel í Englandi og við búumst jafnvel við að hún kom- ist inná óháða listann. — Heldurðu að hún komist á vin- sœldalista rásar 2? — Eg á ekki von á því en hefði ekkert á móti því. Dóra í Gramminu sagði að fleiri og fleiri kæmust að þeirri niður- stöðu að þeir Kuklarar væru frábær- ir músíkantar, jafnvel þó þeim þætti tónlist þeirra leiðinleg. — Annars verða menn helst að sjá Kuklið á tónleikum til að læra að hlusta á plöturnar. Gamli Þeysarinn Sig- tryggur trommari hefur verið upp- götvaður að nýju. Enn einusinni eru menn að átta sig á hversu frábær trommari hann er. Þá var næst á dagskrá að hringja í úrklippuþjónustuna Miðlun þar- sem Sigtryggur hefur atvinnu af að Iesa blöðin og spyrja hann að þessu. — Ertu að stríða mér, svaraði kappinn og hló. Og hvernig leggst ferðin í hann. — Vel. Við lékum í Höfn og Berlín í haust og fengum óhemju góðar viðtökur. Sérí lagi í Höfn. Liðið sem kemur á tónleika einsog okkar í Metropol í Berlín er rosalega svalt lið. í Berlín er lenska að klappa hljómsveitir ekki oftar upp en tvisvar, sama hversu menn eru hrifnir. Við vorum klappaðir upp tvisvar í Berlín en ég hef ekki töluna yfir hversu mörg aukalög við lékum í Kaupmannahöfn, að lokum urðum við að spinna upp lag á staðnum. I Höfn lékum við í Ung- domshuset — gömlu leikhúsi og þar endum við þessa tónleikaferð þann 1. mars nk. Það er alltaf gott að spila fyrir danskinn. Hér heima spilum við lítið um þessar mundir því Einar Örn er í námi erlendis, en þegar hann kemur heim spilum við alltaf eitthvað. — Hvernig er að lifa aftónlistinni? — Við erum í spilamennskunni af hugsjón en lifum ekki af því. Við erum öll í einhverri annarri vinnu eða námi. Hérlendis er ekki hægt að lifa af að leika tónlist einsog okkar — ég hef ekki áhuga á að leika aðra tónlist en þá sem sköpunarkraftur minn fær útrás í — þá er betra að lesa blöðin á launum. NYJUNG I ORLOFSMALUM ÍSLENDINGA Orlofshús á Spáni - NÚ ER ÞAÐ MÖGULEGT Sól og hiti allt árið Bjóðum ótrúlegt úrval af glaesilegum húsum á hinni stórkostlegu Costa Blanca-strönd við Miðjarðarhafið (skammt frá Benidorm). Costa Blanca (Hvíta ströndin) er róm- uð fyrir fegurð og veðursæld og er jafnframt talin hreinasta strönd Spán- ar. Þar eru að meðaltali 315 sólardag- ar á ári og hægt að baða sig í sjónum fram í desember. Raðhús eða einbýlishús Á miðri Costa Blanca-ströndinni stendur fiskimannabærinn Torre- vieja. í útjaðri þessa dæmigerða spánska bæjar, sem telur um 30 þús- und íbúa á veturna og margfalt fleiri á sumrin, eru húsin okkar. Þar getur þú að eigin smekk valið allt frá hinum vinsælu Kasbah raðhúsum upp í glæsileg einbýlishús. Þessi hús eru sérlega vönduð, sniðin að kröfum íslendinga og viðurkennd af íslenskum arkitektum. Verð húsanna er frá kr. 658 þús. Hús- in afhendast fullbúin, þ.m.t. ísskápur, eldavél, fataskápur, eldhúsinnrétting. PÁSKAFERÐ ÞANN 26.3-9.4. fullbúið baðherbergi, flísar á gólfum og fullfrágenginn garður. Óteljandi möguleikar Torrevieja og nágrenni hefur margt að bjóða, meðal annars hinn glæsi- lega 18 holu golfvöll Villa Martin, tennis- og squashvelli, stangveiðar, siglingar og útreiðar. Fjöldi góðra matsölustaða og diskó- teka. Mikið úrval af verslunum, glæsilegur útimarkaður og margt fleira. Ódýrar ferðir Á 3ja vikna fresti allt árið getum við boðið beint leiguflug til Alicante (45 km frá Torrevieja) á mjög hagstæðu verði. Kynningarferðir Við förum reglulega í sýningarferðir svo þú getir af eigin raun kynnt þér hvað stendur til boða. Næsta ferð verður farin 28.2. nk. Verð aðeins kr. 18.000. Ath. Ferðin er ókeypis þeim sem festa kaup á húsi. Kynning og hvíld Dvalið á Benidorm f 10 daga og Torrevieja í 3 daga. Verð kr. 24.900. Þeir sem festa kaup fá 80% ferðar- innar endurgreitt. Hafðu samband strax Myndbönd, Ijósmyndir og frekari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar á Laugavegi 28, 2. hæð. Opið frá kl. 10—17. Ath. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13—17. UMBOÐSSKRIFSTOFA Suomi Sun Spain Laugavegi 28, Rvk. S: 622675. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.