Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 14
Viðar Eggertsson leikari ræðir um líf sitt og leiklistarferil í HP-viðtali
ÆTLA AÐ LEIKA
TIL SIÐASTA MANNS
leftir Þorvald Kristinsson mynd: Árni Bjarnason
Mér finnst ég hafa kynnst Viðari Eggertssyni á eilífum hlaupum. Pað
finnst víst öllum sem ekki hafa starfað með honum í leikhúsi. Leikhúsið á
hug hans allan, þar sameinar hann œvistarf sitt, einkalíf og hobbý.
Pegar Viddi var strákpolli ímyndaði hann sér að föstudagurinn langi
vœri lengri en aðrir dagar ársins. Pað eimdi kannski eftir afþessari gömlu
ímyndun þegar hann féllst loksins á að nema staðar, spjalla við mig þenn-
an dag og stytta okkur báðum stundirnar. Óbeint tilefni þess arna var Ella
— nýjasta sýning Egg-leikhússins — stórkostlegur áfangi á listamannsferli
Viðars, sem þó er bœði orðinn langur og litríkur.
„Þau eru orðin um 40, hlutverkin sem ég hef
leikið á sviði. Þá er ótalið það sem ég hef leikið
í útvarpi og sjónvarpi. Og verða fleiri, ég er bráð-
ungur — 31 árs — og ekki á þeim buxunum að
deyja í bráð,“ segir hann glottleitur þegar hann
hefur hreiðrað um sig í stofunni heima hjá sér á
Hofsvallagötunni.
„Upphafið að þessu? Ég hafði ætlað að komast
á sýningu LR á Ævintýri á gönguför í Njarðvík-
unum, þá 13 ára strákur en fékk ekki miða. Varð
að láta mér nægja sýningu Þjóðleikhússins á
tveimur einþáttungum sem það var með í leik-
ferð: Síðasta segulband Krapps eftir Beckett og
Jóðlíf Odds Björnssonar. Þarna urðu fyrstu fund-
ir okkar Samuels Beckett og hann skipti sköpum
í lífi mínu. Ég flutti svo til Akureyrar á unglings-
árunum og tróð mér á leiklistarnámskeið hjá LA
15 ára gamall þótt ég væri í rauninni of ungur til
að fá inngöngu."
— Og þar med var fjandinn laus?
j,Já, og mér lá á. Fór 18 ára í leiklistarskóla
SAL, var raunar einn af stofnendunum og f
fyrsta árganginum sem útskrifaðist þaðan. Sá
skóli varð svo eins og menn vita lagður niður
þegar Leiklistarskóli Islands var stofnaður. Við
höfðum rottað okkur saman nokkrir krakkar og
sett upp sýningu undir stjórn Stefáns Baldurs-
sonar sem þá var nýkominn heim úr námi. Hún
átti að vekja athygli á þörfinni fyrir le'iklistar-
skóla sem þá var enginn til eftir að skólar leik-
húsanna höfðu verið lagðir niður. Úr því varð til
SÁL — Samtök áhugafólks um leiklistarnám.
Við vorum að vísu bara krakkar en vissum hvað
við vildum. Við stúderuðum námsefni frá er-
lendum skólum, skipulögðum námið sjálf og
réðum okkur kennara."
— Þiö tókuö engin inntökupróf?
„Nei, við létum námið vinsa úr. Við vorum 40
sem byrjuðum í mínum árgangi og útskrifuð-
umst 11 að fjórum árum liðnum. Allan þennan
tíma var skólinn í stöðugri endurskoðun. Hvern-
ig búum við til sem bestan skóla? Það var spurn-
ingin sem við spurðum okkur daglega. Á öðru
ári komst skólinn á fjárlög eftir langa baráttu,
enda lærðum við jafn mikið um stjórnsýslu og
skipan ráðuneyta og leiklist. í glímunni við
stjórnkerfið tókum við okkar próf í lobbyisma
eða gangapoti eins og það heitir. Án þess hefði
skólinn ekki orðið að veruleika."
— En þaö verður enginn skóli án góöra kenn-
ara.
„Við fengum þá líka. Helga Hjörvar var þá ný-
komin frá Kaupmannahöfn með ýmsar nýjung-
ar í pokahorninu. í okkar skóla fengust menn í
fyrsta skipti á íslandi við grúppudýnamik. Þarna
voru Sigurður A. Magnússon og Þórhildur Þor-
leifsdóttir að Þorgeiri Þorgeirssyni ógleymdum.
Hann er líklega sá sem hafði mest áhrif á mig.
Ég varð aldrei var við að Þorgeir væri að kenna
okkur, hann var vinur okkar, ýtti okkur út í hlut-
ina og fékk okkur til að takast á við þá. Þorgeir
er hreint makalaus í samstarfi enda reyndist
hvergi rúm fyrir hann þegar skólinn var gerður
að ríkisstofnun."
— En reyndist einhvers staðar rúm fyrir þig að
skólanum loknum?
„Ég gekk um atvinnulaus fyrstu tvö árin, vann
lausavinnu en fékk svo fasta stöðu hjá Leikfélagi
Akureyrar. Það var góð reynsla að vera í stöðugu
starfi, og fá að vera inni í hlýjunni. Maður út-
skrifast úr skóla með vissa tækni en leikari verð-
ur maður af reynslunni og engu öðru. Akureyri
gerði mig að leikara. En svo kvaddi ég eftir tvö
ár þegar ég uppgötvaði að það var orðið of
mollulegt inni. En langar okkur ekki alltaf inn í
hlýjuna, svona í aðra röndina? Auðvitað langar
okkur.“
Utangarðsfólk er mér óður
til lífsins
— Þetta leiðir hugann að þeim persónum sem
þú ert að vekja til lífsins á sviðinu, ekki síst í
þinni eigin stofnun, Egg-leikhúsinu: Talandi
munnur Becketts, skáldið William Carlos Willi-
ams í Skjaldbakan kemst þangað líka eða þá
Ella. Nú, áAkureyri lékstþú Van Gogh íbréfber-
anum frá Arles. Allar þessar persónur hafa orð-
ið utanveltu íeinhverjum skilningi. Hefurðu ein-
hverjar leyndar taugar til þeirra fremur en ann-
arra?
„Mér þykir alltaf vænt um þetta fólk, því
kannski er ég svoleiðis fólk sjálfur. Mamma mín
var einstæð móðir, sárafátæk á þeim árum.
Fyrstu tvö og hálfa árið í lífi mínu var ég hafður
á vöggustofu í Reykjavík ásamt tvíburasystur
minni. Þarna var verið að gera tilraunir með
uppeldisaðferðir í anda nýrra tíma. Foreldrar
máttu helst ekki snerta börn sín og urðu að
horfa á þau gegnum gler. Systir mín varð tileygð
af að liggja þarna og stara upp í loftið og þaðan
fór ég ótalandi, nema hvað við systkinin höfðum
komið okkur upp sérstöku tungumáli sem eng-
inn annar skildi. Ég ímynda mér að krimmar og
aðrir sem lenda í vandræðum á lífsleiðinni eigi
sér margir sömu reynslu. Það varð mér til bjarg-
ar að ég var í uppáhaldi hjá starfsfólkinu, þótti
svo afskaplega skemmtilegur og sætur og var
talsvert hampað. Annars var ekki venjan að taka
börnin upp að óþörfu. Síðan ólst ég upp í einu
herbergi á Laugaveginum og man svo langt að
við leituðum stundum að peningum fyrir mjólk
undir gólfteppinu. Það hefur aldrei verið mulið
undir mig, í lífi mínu hafa engir hlutir verið sjálf-
sagðir."
— Hefur þá eitthvert hlutverk öðru fremur
hjálpað þér til að höndla lífþitt ogskilja sjálfan
þig?
„Þau gera það öll — á sinn hátt. Það hafði mik-
il áhrif á mig að leika Van Gogh. Leikritið er að
miklu leyti byggt á bréfum hans til bróðurins.
Hann talar um þörf sína til að gera það sem
hann trúir á en láta ekki afturhaldið segja sér
fyrir verkum. Þótt ég ætli nú ekki að líkja mér
við Van Gogh, þá hjálpaði það mér mikið í lífinu
að stúdera þessa persónu og leika hana. Utan-
garðsfólk er mér eins konar óður til lífsins. Hvað
er Ella annað en óður til manneskjunnar sem er
troðin í skítinn en rís alltaf upp aftur? — Annars
finnst mér erfitt að tjá mig á þessum nótum. Ef
ég gæti það þá væri ég ekki að leika, heldur
fengi ég mér kassa, stillti mér upp niðri á Lækj-
artorgi og talaði þaðan."
Alltaf fundist ég vera að leika
mitt síðasta hlutverk
— Egg-leikhúsið, það er fyrst og fremst þú, Mr.
Egg. Skrifstofuna og bókhaldið berðu undir
handleggnum um bœinn. Varla erþað stofnana-
festa og öryggi sem mótar starfið þar?
„Nei, en ég er vanur því. Gegnum árin hefur
mér alltaf fundist ég vera að leika síðasta hlut-
verk ævi minnar af því að það var aldrei neitt
sem beið manns. Maður horfir á óendanlega
langt líf þar sem ekkert bíður manns. Þá gerir
maður hlutina eins og þeir séu manns síðasta.
Ég held í aðra röndina að þetta sé nauðsynleg til-
finning en hún er ógurlega slítandi. Oöryggið
hefur oft farið illa með margan leikarann. Af
þeim ellefu sem voru í mínum árgangi í skólan-
um erum við ekki nema tveir sem leikum enn að
staðaldri."
— Og það gerirðu með því að skapa þér verk-
efnin meira eða minna sjálfur?
„Að sumu leyti. Þó eru verkefni Egg leikhúss-
ins ekki orðin nema fimm. Upphafið var glíma
mín við stöðu leikarans, sýningin „ekki ég .. .
heldur ...“ sem var frumsýnd á gjörninga-viku
í Nýlistasafninu 1981. Ég notaði texta eftir Beck-
ett að uppistöðu en impróvíseraði kringum
hann með aðeins einum áhorfanda í senn. Þetta
er eiginlega í andstöðu við sætanýtingarsjónar-
mið leikhúsanna. Með því að leika fyrir einn
áhorfanda vildi ég vita hvort straumarnir úr
salnum, sem leikarar tala svo oft um, væru raun-
verulegir. Ég hóf hverja sýningu einn með áhorf-
anda í þögn og algjöru myrkri og hún stóð
venjulega í 12—20 mínútur.
Það sem braust um í kollinum á mér var líf
leikarans, tilvist hans á sviðinu og áhorfandans
í salnum. Leikarinn er alltaf að afhjúpa sig þegar
hann leikur en forðast að horfast í augu við sjálf-
an sig. Og þótt mann langi til að hætta i miðjum
klíðum þá er áhorfandinn þarna og ekki hægt
að hverfa af sviðinu fyrr en yfir lýkur. Þetta
skynja ég mjög sterkt í EIlu. Þá má spyrja sem
svo hvort áhorfandinn sé farinn að krefjast
meira af leikaranum en hann raunverulega vill
gera og sýna. Hann afhjúpar sig fyrir áhorfand-
anum sem með tilvist sinni krefst alltaf meira og
meira."
— Var andrúmsloftið á sýningunum mismun-
andi?
„Já, ég studdist við ákveðinn ramma í texta-
flutningi mínum en sagði síðan mjög persónu-
lega sögu um sjálfan mig, reyndi að ögra mér
eins og ég gat, reyndi að segja það sem ég vildi
ekki segja. Þannig afhjúpaði ég mig fyrir áhorf-
andanum með því að ganga í skrokk á sjálfum
mér. Ég lék og langaði til að áhorfandinn skildi
hver ég væri um leið og ég óttaðist að hann
skildi of rnikið."
Fólk sem hefur eitthvað til
brunns að bera
— Ahorfandinn var þá aflvaki hverrar sýn-
ingar?
„Já, enda voru engar tvær sýningar eins. —