Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 31
FRÉTTAPÓSTUR Útborgun laekkar Stórtíðindi gerast á fasteignamarkaðnum. Félag fasteigna- sala ákvað í vikunni að beita sér fyrir því að útborgun við íbúðakaup lækki í 40—50% kaupverðs og eftirstöðvar verði til 10 ára. Þórólfur Halldórsson, formaður félagsins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að þetta ætti að auð- velda ungu fólki mjög að eignast íbúðir. Hann segir að þessi ákvörðun Félags fasteignasala hafi verið tekin i samráði við Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Lögreglumenn segja upp Stór hluti lögregluþjóna hefur sagt upp störfum. í sumum lögsagnarumdæmum, eins og t.d. i Vestmannaeyjum, hafa nær allir starfandi lögregluþjónar sagt upp, en annars stað- ar um helmingur og þar yfir. Ástæður uppsagnanna eru launakjör og starfsskilyrði svo og lítið réttaröryggi í starfi, segir m.a. í uppsagnarbréfunum. Uppsagnirnar eru flestar frá því núna um mánaðamótin og taka því gildi 1. júlí, verði þær ekki dregnar til baka. Tæknimenn til starfa Tæknimenn útvarps og sjónvarps og Pósts og síma mættu aftur til vinnu í gær eftir að hafa verið frá störfum i alllang- an tima. Fjarvera þeirra olli því að páskadagskrá rikisfjöl- miðlanna fór meira og minna úr skorðum og var aðeins sjón- varpað annan hvern dag yfir hátíðina. Forsenda þess að tæknimennirnir koma aftur til vinnu er að fjármálaráðuneytið hefur fallist á að eiga viðræður við Rafiðnaðarsamband íslands og Sveinafélag rafeindavirkja um málefni tæknimannanna, sem vilja fá laun samkvæmt samningum þessara félaga en ekki BSRB. Fyrsti samninga- fundur deiluaðila hefur verið boðaður kl. 14 á morgun. Bakarar sömdu Bakarasveinar sömdu rétt fyrir miðnætti 31. mars þannig að ekki kom til áður boðaðs verkfalls þeirra. Ekki náðust nein- ar kauphækkanir umfram það sem almennt gerist í samn- ingi þeirra en kveðið er á um viðræður sveina og meistara um sérkröfur bakarasveina, sem aðallega snúast um orlofs- lengingu og vinnutíma. Bakarasveinar kref jast þess að þeim verði greidd næturvinna ef tir átta tíma vinnu — hvenær sem sú vinna er innt af hendi. Vextir lækka Vextir lækkuðu í vikunni og bera nú almennar sparisjóðs- bækur neikvæða vexti. Lækkun á vöxtum óverðtryggðra lána nam 4—4,5 prósentustigum að meðaltali. Hæstu vextir á almennum sparisjóðsbókum eru nú 9%, forvextir víxla lækkuðuúr 19,5% í 15,25% og vextir almennra skuldabréfa eru nú 15,5%. Nú þegar hefur vaknað umræða um hvort umsamdir fastir 20% vextir sem voru algengir á eftirstöðva- bréfum fasteignaviðskipta, séu löglegir þar sem hæstu lög- leyfðu vextir nú eru 15,5%. Formaður lögmannafélagsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur lýst því yfir að rétt sé að fá úr þessu skorið fyrir Hæstarétti og ráðleggur fólki að borga áfram 20% vexti eins og umsamið hafi verið, en með fyrirvara, til að geta síðar innheimt mismuninn, dæmi Hæstiréttur vextina of háa. Óskar flytur farþega Togarinn Óskar Halldórsson fer nú að líkjast meir farþega- skipi en fiskiskipi. Stutt er síðan togarinn kom til landsins með þrjár stúlkur frá Hull innanborðs sem frægt varð í f jöl- miðlum og er togarinn kom frá Grimsby nú um páskana voru enn tvær stúlkur um borð. Þær fengu ekki að fara í land — til þess voru skilríki ekki í nægilega góðu lagi. Pétur til Los Angeles Lakers Pétur Guðmundsson, körfuknattleiksmaður, er nú á til- raunasamningi við Los Angeles Lakers-liðið, sem mun eitt af betri körfuknattleiksliðum heims. Liðið réð Pétur fyrst til 10 daga reynslutíma og að þeim tíma loknum í aðra 10 daga. Þetta mun venja meðal bandarískra liða, að ráða nokkurn fjölda leikmanna í stuttan tíma og velja þá úr þá sem liðið vill til langframa. Pétur hefur leikið nokkra leiki með liðinu og þykir líklegt að honum verði boðinn lengri samningur. Hann segir sjálfur svo frá í viðtölum við íslenska fjölmiðla, að hann sé bjartsýnn á að fá lengri samning. Hann hefur hlotið góðar móttökur áhorfenda og fjölmiðla ytra og forráðamenn liðsins hafa lýst þvi yfir í blöðum að þeir vilji Pétur til liðs við sig. Pétur spilar stöðu miðherja, en það er staðan sem Kareem Abdul Jabar spilar annars með liðinu, en hann er einn frægasti körfuknattleiksmaður Bandarikj- anna í dag. Fannst eftir 14 mánuði Lík Hafþórs Más Haukssonar, piltsins sem leitað var lengi í fyrra eftir að hann týndist ásamt jeppabifreið sinni, hefur fundist. Það voru tveir áhugakafarar við æfingar í Sunda- höfn sem fundu jeppann og var lík Hafþórs i honum. Haf- þórs hafði, þegar hann fannst, verið saknað frá þvi 20. janú- ar í fyrra, og var fyrst eftir að hann týndist gerð mjög um- fangsmikil leit að honum. Hlupu 1. apríl Aðeins DV, Dagur á Akureyri og ríkisfjölmiðlarnir fengu tækifæri til að láta fólk hlaupa 1. april að þessu sinni, þar sem hin dagblöðin komu ekki út á þriðjudag. Bæði ríkisút- varpið og DV greindu frá miklum verðlækkunum í áfengis- útsölum og DV fullvissaði lesendur sina um að i Lindargötu- rikinu væru ákveðnar vintegundir seldar á spottprís og það beint af tönkunum. Að sögn afgreiðslumanna í versluninni kom f jöldi fólks og hugðist gera góð kaup. Sjónvarpið greindi frá, í máli og myndum, óþekktum erlendum kafbáti sem vart varð í Hvalfirði en Dagur á Akureyri flutti fréttir af nýj- um heilsudrykk sem ku vera svo magnaður að það þurfti að minnka skammtana þar sem þeir sem fengu drukkinn urðu allt of hressir. UM HELGINA FIMMTUDAGSKVOLD: OPIÐ frá kl.22 - 01 Jóhann Helgason mætir og syngur nokkur lauflétt lög. Hressir dansarar úr Dansstúdiói Sóleyjar frumflytja æðislegan dans sérsaminn fyrir nýja diskótekið okkar. Óli stendur vaktina í tónabúrinu og leikur öll vinsælustu lögin. Hér eftir verður DISKÓTEKIÐ opið öll fimmtudagskvöld. ☆ Í* ÍZ FOSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD: Húsið opnað kl. 20 fyrir matargesti. Karl Möller framreiðir Ijúfa tóna fyrir matargesti. Menu: Rjómasveppasúpa Fylltur nýr Grísahryggur Bord- ulaise Rjómarönd. Edda og Júlli skemmta matargestum ásamt hinum frábæra Bessa Bjarna- syni sem kemur í heimsókn. Pálmi Gunnarsson skemmtir á mið- nætursviðinu. Og síðast en ekki síst; Pónik og Einar leika fyrir dansi. í DISKÓTEKINU stendur Óli nætur- vaktina. BEa0aEgsii0SiE30ö0Qa ☆ ☆ iilllllll '"-Ci versluniri V STjQBMXBJi Starmýri 2 Ný verslun á gömlum grunni Egð kr- 39 kð- Wí x ^ Hangikjöt úrbeinaöur frampartur kr. 338 kg. Nautakjöt á mjög lágu veröi: Hakk kr. 325 kg. buff kr. 715 kg. innanlæri kr. 767 kg. r ■ - Svali á 69 kr. 6 í pakka Heildósir af niðursoðnum ávöxtum 75 kr. Góður afsláttur á kókómjólk. Allt svínakjöt á lágu verði. WrsJurxin Starmýrl 2 S. 30420 - 30425 Opið mánudaga — föstudaga frá 9—18. Laugardaga 10—16. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.