Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 23
f USTAPÓSTURINN Mal og menning gefur ut barnabok Lít framtídina björtum augum segir höfundurinn, Hra Núna rétt fyrir páska kom út hjá Máli og menningu barnabókin Kóngar í ríki sínu eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Bókin er fyrsta verk Hrafnhildar sem gefið hefur verið út en áður hafa birst eftir hana nokkr- ar smásögur í tímaritum. Kóngar í ríki sínu fjallar um tvo stráka. Þeir eru tíu ára og bestu vinir í heimi. Sagan segir frá sumrinu þegar strákarnir tveir urðu kóngar í ríki sínu, það var alveg frábært sumar með slagsmálum við stóru strákana, húsbyggingum og jafnvel draugagangi. Kóngar í ríki sínu er rúmlega 100 síðna kilja myndskreytt af Brian Pilkington. í tilefni af útkomunni sló Helgarpósturinn á þráðinn til Hrafn- hildar til að forvitnast um hana og bókina. ,,Þó að Kóngar í ríki sínu sé orðin sjö ára gömul og þó að ég sé búin að skrifa í átján ár þá er þetta fyrsta bókin sem kemur út eftir mig. Ég var einmitt að hugsa það í gær- kvöldi að það eru átján ár síðan það fóru að birtast eftir mig smásögur, aðallega í Lesbók Morgunblaðsins. Ég hef náttúrulega skrifað heil- margt en maður fær það bara end- ursent og endursent. Af því að það er hreinlega ekki aógu gott og það verður ekki gott nema maður ein- beiti sér að því og hafi tíma til þess að gera vel. Ég hef alltaf verið að kenna með þannig að það að skrifa hefur verið nokkurs konar auka- starf. Það á alls ekki að vera auka- starf að vera rithöfundur. Ef maður ætlar að koma sér eitthvað áfram, Valgarðsdottir Hrafnhildur Valgarðsdóttir: „Það eru átján ár síðan að það fóru að birtast eftir mig smásögur." þá þýðir það ekki. Ég hef alltaf ætlað að gera skrift- irnar að aðalstarfi en það er nú þannig að fyrst ætlar maður að gera þetta og svo hitt. Maður þarf að lifa, maður þarf að borða. Ég hef mörg- um sinnum hætt að kenna til að fara að skrifa en það tekur svo marga mánuði að fá eitthvað birt og fá eitt- hvað greitt að maður hefur ekki efni á því að biða. Ég á mjög mikið efni sem vantar einungis herslumuninn á að sé nógu frambærilegt. Ég þarf eitt ár, þá held ég að þetta komi hjá mér. Nú ætla ég að hætta að kenna í vor og sé því fram á að fá þetta ár sem ég þarf. Já, ég lít framtíðina björtum augum, svo sannarlega, eftir að ég fékk Kónga í ríki sínu gefna út. Bókin er hvorki stór né merkileg, það þykir aldrei eins merkilegt að skrifa barnabækur. Mér finnst þetta stór áfangi fyrir mig því það er oft erfið- ast að fá gefnar út barnabækur, þannig að ég er alsæl. Þessi bók er það eina sem ég hef skrifað fyrir börn, ég hef aðallega skrifað smásögur og svo leikrit en þau hafa hvergi komið fram. Ég fæ leikritin endursend. Ég hef reyndar líka skrifað framhald á Kónga í ríki sínu og eina unglingabók. Ég vil alls ekki koma fram sem einhvers konar píslarvottur og kenna öðrum um að ég sé ekki búin að ná lengra. Ég hef á þessum átján árum eignast fjögur börn og alltaf unnið með. Þannig að ég get sjálfri mér um kennt. Ég held að maður geri mest gagn með því að gera það sem manni þykir skemmtilegast, það er ekkert gagn að því að hanga við það sem manni finnst leiðinlegt að gera,“ sagði Hrafnhildur að lok- um. Þetta er annað árið sem Mál og menning gefur út barnabók að vori. Að sögn Silju Aðalsteinsdóttur er þetta liður í baráttu bókaútgáfunnar að endurvekja þann sið að gefa börn- um bók í sumargjöf. ,,Að gefa sum- argjöf er eldri siður á Islandi en að gefa jólagjöf og í fyrra voru þó nokkrir sem tóku við sér,“ sagði Silja. „A.m.k. nógu margir til þess að það væri heigulsháttur af okkur að endurtaka ekki tilraunina." -gpm Margrét Reykdal: „Maður reynir að mála einsog maður hugsar." Margrét Reykdal sýnir í Gallerí Borg „Þetta eru draumsýnir“ / dag, fimmtudag, opnar Margrét Reykdal myndlistarkona sína fimmtu einkasýningu í Reykjauík á Gallerí Borg. Sýningin verður opin frá kl. 10—18 virka daga og frá kl. 14—18 um helgar. Margrét fœdddist í Reykjavík 1948 en hefur frá því hán uarð tvítug 1968 alið aldur sinn í Noregi, nánar tiltekið í Osló. Þar hefur hán tekið þátt í mörgum sam- sýningum en hún vill helst sýna hér á landi. Hér segist hún eiga heima þó hún búi í Osló. „Þetta er átján olíumyndir, allar gerðar á síðasta ári,“ sagði Margrét í samtali við HP. „Ég bý í Osló og hef stundað nám við Listaakademíuna í fimm ár auk annars náms en ég hef búið þarna síðan ’68. Ég hef sýnt fjórum sinnum hér í Reykjavík áður, auk samsýninga hér og í Noregi. Fyrsta sýningin var í Hamragörðum 1974, síðan hélt ég sýningu á Kjar- valsstöðum 1978 og 1981 og síðast í anddyri Norræna hússins 1984. Ég vil helst sýna hér uppi á Islandi vegna þess að ég bý ekki hérna. Það er svolítið erfitt mál að lýsa verkunum á þessari sýningu. Þetta eru allt ný verk, frá því í mars í fyrra. Maður reynir að mála einsog maður hugsar. Þetta eru allt einhverskonar draumsýnir. En það er erfitt að lýsa málverkum í orðum, sérstaklega sínum eigin," sagði Margrét Reykdal að lokum. Sýningunni lýkur 14. apríl og eru allir velkomnir á Gallerí Borg. -gpm POPP Hrópandirm í eydimörkinni eftir Ásgeir Tómasson LIVESIN THE BALANCE - Jackson Browne Asylum / Steinar 1986 Jackson Browne er einn fárra vestur- strandarpoppara bandarískra sem hafa eitt- hvað að segja. — Reyndar virðist mér að popparar með vesturstrandarstimpilinn á sér séu deyjandi stétt. Að minnsta kosti heyrist lítið frá þeim þessa dagana. Annaðhvort vegna þess að þeir nenna ekki að hljóðrita plötur eða þær eru hættar að seljast. Það er því ánægjulegt að heyra að Browne er frísk- legri en oft áður og er með allar sínar mein- ingar á hreinu. Það hefur margoft komið fram að Jackson Browne er ákaflega þjóðfélagslega sinnaður. Hann er á móti kjarnorku til friðsamlegra jafnt sem ófriðsamlegra nota. Hernaðar- brölti hefur hann andstyggð á, mengun er eitur í hans beinum og þannig mætti lengi telja. Til að koma skoðunum sínum á fram- færi fer Browne í mótmælagöngur, treður upp á baráttufundum og safnar fé til styrktar þeim baráttuhópum sem hann styður. Og á plötum sínum sendir hann fólki tóninn, segir því hvers konar blindingjar og smáborgarar það sé er það láti stjórnvöld möglunarlaust teyma sig á asnaeyrunum út í stríð og hvers kyns óáran. Á plötunni Lives In The Balance minna sumir textar meira að segja á það sem meðvitaðir popparar prédikuðu á sjöunda áratugnum er hippamennska, sýruát og hvers kyns landeyðuháttur voru í tísku. Jackson Browne lætur sem sagt ekki deig- an síga þótt ’68 kynslóðin sé löngu orðin borgaraleg. Baráttan heldur áfram undir sömu slagorðum og fyrir átján árum: On the radio talk shows and the TV You hear one thing again and again How The U.S.A. stands for freedom And we come to the aid of a friend But who are the ones that we call our friends These governments killing their own? Or thepeople who finally can't take anymore And they pick up a gun or a brick or a stone Það má lesa pólitískar skoðanir út úr öllum átta textum plötunnar Lives In The Balance. Meira að segja hinu hugljúfa In The Shape Of A Heart þar sem fljótt á litið er verið að syngja um skilnað karls og konu. En textinn fjallar um brostnar vonir í víðara samhengi þegar betur er að gáð. Minnisstæðast er þó lagið Lawless Avenues þar sem Jackson Browne hvessir virkilega róminn og syngur um vonleysi þeirra sem alast upp í fá'tækra- hverfum. Meira að segja þeir sem tekst að sleppa fá sinn skammt eins og skinnið ’ún Rósa sem hljópst á brott með gæja frá Her- mosa. Hann var kvaddur í herinn og drepinn í ’Nam. Jackson Browne erv með stjörnulið kali- fornískra hljóðfæraleikara á Lives In The Balance. Meðal trommuleikara má nefna Jim Keltner, Russ Kunkel og Stan Lynch. Gít- arleikarar eru Danny Kortchmar, Waddy Wachtel, David Lindley, Steve Lukather og fleiri og þannig mætti lengi telja. Sjálfur er Browne í fínu formi og rokkaðri en oft áður. Hann hefur greinilega af nógu að taka þegar yrkisefnin eru annars vegar, kannski ekki beinlínis í tísku þessa dagana en greinilega í essinu sínu sem rödd hrópandans í eyði- mörkinni. Bestu meðmæli. MACALLA — Clannad RCA/Skífan 1986 Á dauða mínum átti ég frekar von en að falla fyrir írskri þjóðlagagrúppu. Macalla kom mér gjörsamlega í opna skjöldu sem ljúf og þægileg poppplata með sterkum þjóð- lagablæ. Þegar betur er að gáð þarf engan að undra að hljómsveitin Clannad sendi frá sér plötu sem bragð er að. Reynsluna ætti alltént ekki að skorta. Að sögn sérfræðings míns í írskri þjóðlagatónlist er Clannad búin að vera að allar götur síðan um 1970 og allt frá 1974 í hópi virtustu hljómsveita íra. Þau Maire, Pol og Ciaran Brennan og frændur þeirra Pad- graig og Noel Duggan koma frá bænum Gweddore á norðvesturströnd írlands. Þar er enn töluð geilíska og á því tungumáli sungu „....Browne er í fínu formi og rokkaðri en oft áður, kannski ekki beinlínis ( tfsku þessa dagana en greinilega í essinu sfnu sem rödd hrópandans f eyðimörkinni. Bestu meðmæli." þau fram á þennan áratug. Af þeim sökum náðu þau aldrei almennilegri fótfestu á Eng- landi en voru þeim mun vinsælli í Mið- og Vestur-Evrópu. Árið 1982 urðu straumhvörf á ferli Clann- ad. Þá voru liðsmenn hljómsveitarinnar fengnir til að semja og flytja titillagið við sjónvarpsþættina Harry’s Game. Það lag hlaut frábærar viðtökur og var lengi ofarlega á vinsældalistum í Bretlandi og Irlandi. Upp frá þessu breyttist tónlist Clannad. Þjóðlögin viku að mestu fyrir frumsömdu efni. Platan Magical Ring kom út og var vel tekið. Síðan gerðu fimmmenningarnir tónlist við sjón- varpsþættina um Hróa hött og loks kom plat- an Macalla út. Eflaust hefur það haft talsverð áhrif á vinsældir Clannad að frá og með Magical Ring var geilískan að mestu leyti iögð á hilluna og enska tekin upp í staðinn. Tvö laganna tíu á Macalla hafa náð nokkr- um vinsældum; lögin Closer To Your Heart og In A Lifetime. I því síðarnefnda syngur Bono Vox söngvari U2 með Clannad. Bono hefur allt frá því er hann heyrði fyrst lagið við Harry’s Game verið í hópi einlægustu að- dáenda Clannad. Til skamms tíma notaði U2 Harry's Game meira að segja sem inngangs- lag á hljómleikum sínum og gerir það jafnvel enn. Á Macalla er aðeins eitt þjóðlag. Hin eru öll eftir liðsfólk hljómsveitarinnar. Alls stað- ar skín þjóðlagablærinn þó í gegn og er síður en svo til lýta. Sérstaklega er ástæða til að mæla með laginu Journey’s End til viðbótar þeim tveimur sem þegar hafa verið nefnd. Hafi einhver hug á að kynna sér frekar tón- list Clannad er óhætt að mæla með Magical Ring (1982), Crann Ull (1980) og Dúlaman (1976). Þessar plötur fengust til skamms tíma í Skífunni og Gramminu og fást þar jafnvel enn. HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.