Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 12
eftir Jónínu Leósdóttur mynd: Árni Bjarnason Karvel Pálmason, alþingismaður Lœknaráð átelur meðferð hlutaðeigandi lœkna á Karvel Pálmasyni alþingismanni: ÞUNGUR * segir Karvel, sem hugleiðir málshöfðun — lögfrœðingur kannar málið FORSÍÐA HELGAR- PÓSTSINS, þegar Karvel Pálmason skýrði frá hrottalegri reynslu sinni og sakaði lækna um mistök. Læknarád hefur kuediö upp úrskurö í máli Karvels Pálmasonar alþingismanns, sem vard fyrir hrikalegri reynslu í framhaldi af hjarta- uppskurdi, sem hann gekkst undir sl. haust. Urskurdur Lœknaráðs er stuttur en afdráttar- laus. í fjórum liðum ályktar ráðið, að lœknar, sem höfðu með Karvel að gera, hefðu brugðist ofseint við. Sjálfur telur Karvel, að niðurstaða Lœknaráðs gangi í sumu lengra en þœr at- hugasemdir sem fram komu í ítarlegu viðtali hans við Helgarpóstinn í janúar sl. Sjúkrasaga Karvels Pálmasonar alþingis- manns er orðin kunnari en frá þarf að segja. Frá því að blaðamaður Helgarpóstsins tók við- tal við þingmanninn í janúarlok hefur vart ver- ið meira um annað talað og í febrúar birti HP síðan grein með svarbréfi lækna Borgarspítal- ans við ásökunum Karvels í þeirra garð. Nú hefur „Karvelsmálið" svokallaða verið tekið fyrir af Læknaráði og landlæknir, for- maður ráðsins, hefur sent Karvel Pálmasyni niðurstöður þéirrar umfjöllunar. Okkur þótti forvitnilegt að kanna viðbrögð þingmannsins við bréfi Læknaráðs og spurðum hvort hann væri sáttur við árangur þess að gera málið op- inbert í fjölmiðlum. „í þessu bréfi eru nú enn hrikalegri ásakanir um vanrækslu Borgarspítalans en ég gerði mér nokkurn tíma í hugarlund. Mín gagnrýni snerist minnst um þau höfuðatriði, sem þarna eru viðurkennd. Mér finnst hræðilegt til þess að hugsa að sjúklingar geti átt von á slíkri meðferð af hálfu læknastéttarinnar. Þó vil ég ítreka það, að þessi vinnubrögð réttlæta ekki alhæfingar um stéttina í heild. Það er af og frá." Mannlega hliðin brdst — Er málinu þá ekki lokið með þessu bréfi frá Lœknaráði? „Mér sýnist viðkomandi læknar ekki hafa lært mikið af þessum mistökum sínum — a.m.k. er það ekki að sjá svona utan frá. Eg fór með þessa reynslusögu mína í fjölmiðla til þess að kynna hana almenningi, í þeirri von að læra mætti af mistökunum og koma þannig í veg fyrir að þau endurtækju sig. Minn læknir hefur enn ekki við mig rætt, frá því að ég var fluttur til London nær dauða en lífi í byrjun október síðastliðins. A meðan viðkomandi aðilar viðurkenna ekki mistökin, getur fólk enn átt það á hættu að lenda í svipuðu, eða jafnvel einhverju enn verra. Eg er ekki einungis að tala um það að læknarnir viðurkenni þetta fyrir mér persónu- lega, heldur ekki síður að þeir viðurkenni það fyrir sjálfum sér. Fyrr verður engra breytinga von, held ég.“ — Það er sem sagt afsökunarbeiðni frá við- komandi lœkni, sem þér finnst vanta? „Ég er ekki að bíða eftir neinni slíkri afsök- unarbeiðni, enda væri hún lítils virði ef hóta þyrfti málshöfðun til þess að kalla hana fram. Það hefði hins vegar verið allt annað mál, ef slík viðbrögð hefðu komið fram strax og ljóst var hvað skeð hafði. Þar með hefði mannlega hlið málsins greinilega verið í lagi og þá er hægt að fyrirgefa margt." Þungur ófellisdómur um lækna * — Hefur þú fengið sjúkraskýrsluna í þínar hendur núna, Karvel? „Já, ég hef það. Þar staðfestist m.a. að í henni kemur hvergi fram að mér hafi verið sagt að gefa mig fram við sjúkrahúsið á ísa- firði, þegar gröftur var kor.únn í skurðinn og ég farinn að pissa blóði. Ég hef einnig undir höndum bréf sérfræðings, sem Læknaráð leit- aði til vegna sinnar umfjöllunar, og hann kveð- ur sterkt að orði. Þessi sérfræðingur talar um „óhóflegan drátt" á innlögn minni á Borgar- spítalann. I bréfi því frá þremur læknum og einni deild- arhjúkrunarkonu Borgarspítalans, sem birtist í HP í febrúar, skrifa þrjú þeirra undir það að mér hafi verið sagt af mínum lækni að gefa mig fram við sjúkrahúsið á ísafirði. Þau taka það sem sagt á sig að votta um eitthvað, sem fór einungis á milli mín og viðkomandi læknis. Það verður til þess að þau geta ekki talist hlut- laus í þessu máli. Bréf Læknaráðs verður að teljast þungur áfellisdómur fyrir bæði þau þrjú og formann læknaráðs Borgarspítalans, sem vottaði um þetta sama atriði í grein í Morgun- blaðinu án þess að geta nokkuð um það vitað." — Þér finnst úrskurður Læknaráðs þá snerta fleiri en þinn hjartalækni á Borgarspítalan- um? „Já, mér sýnist úrskurður ráðsins ekki bein- ast einvörðungu að mínum lækni, heldur öll- um þeim sem undirrituðu bréfið til mín á dög- unum og einnig formanni læknaráðs spítalans. Það er ekki lítið að það skuli geta hent svona marga lækna að haga sér á svo ámælisverðan hátt." Ur. tlþinglbiwöur c/o Alþlngi v/Auuturvöll lOi Reykjavlk LANDLÆKNItt . 25.0J.198Í ÖÖ/hþ llr. Karvol Pálnason, A fundi Laknaráös þann 05.03.19ib var lögö Cra». ályktun Slöa- ■naladolldar Utknaráðs ua aál yöar. Niöurstööur uaraöna urðu uítirfarandi. Lcknaráö álýtur: - -aö ot langur tlmi hafi llóiö frá þvl aó siókomin iguró I sxurói yfir bringubcini K.p. gerói vart vlö slg 114.09.1985 par til hann var innlagóur á Uorgarspitalann (23.09.19851* - *aö of langur tlmi hafi liðió frá innlögn og þar til venjul. lungnasiynd var twktn 30.09.1985* *aó óeölllega langur timi hafi llóió frá pvi aó blóðþynning mcld (26.08.1985) og þar tll ný mcling var geró (22.09.1985 enda þótt geró hafi verið acut TT mcling á Bolungarvik 06.0' 1985 acm cýndi l\', ’aó eólilegt hafl verió aó leggja K.P. inn á sjúkrahús þegai hann lót vlta af þlóómlgu" BRÉF LÆKNARÁÐS, undirritað af Ólafi Ólafs- syni landlækni, þar sem viðurkennd eru fern mistök af hálfu lækna. Gögn í höndum lögfræðings — Þú gagnrýndir það mjög á sínum tíma að Omari Ragnarssyni skyldi fengið bréf með til- vitnunum í sjúkraskýrsluna þína, en því var mótmœlt að svo vœri. Nú hefur þú skýrsluna undir höndum — er bréfið samið upp úr skýrsl- unni? „Já svo sannarlega. Bréfið er hluti af skýrsl- unni." — Þú ert greinilega með ákaflega „sterkt" plagg í höndunum þar sem þessi úrskurður Lœknaráðs er. Hvað œtlastu fyrir núna? „Þessu máli er ekki lokið, en það mun koma í ljós síðar hvert framhaldið verður. Ég hef haft samband við lögfræðing, sem nú er að kynna sér öll gögn í málinu með þann möguleika í huga að fara meö þetta fyrir dómstóla." 12 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.