Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 26
KVIKMYNDIR * Otímabœr flugeldasýning Austurbœjarbíó: The Delta Force (Víkinga- sveitin) ★ Bandarísk. Árgerd 1986. Framleidendur: Menahem Golan og Yoram Globus. Leikstjórn: Menahem Golan. Handrit: Menahem Golan og James Burner. Aöalhlutuerk: Chuck Norris, Lee Marvin, Martin Balsam, Joey Bishop, Robert Forster, Hanna Schygulla, George Kennedy o.fl. Þá gefst oss enn að berja augum nýja kvik- mynd úr áróðursmálaráðuneyti Golans og Globus, og að þessu sinni nokkuð ferska, því hún mun hafa verið frumsýnd 22. febrúar síðastliöinn í heimalandi þeirra félaga. Það mega þeir eiga kumpánarnir, að þeir hafa löngum verið naskir á það hvaða undirtónar í tíðaranda samtíðarinnar eru líklegir til að gefa af sér dágóðan ágóða í aðra hönd, ef rétt er að málum'staðið við framleiðslu við- komandi kvikmyndar. Mörgum hverjum þykir núorðið nóg um þá óvild, sem á síðari árum hefur tekið að gæta í garð Bandaríkjamanna víða um heim, í kjölfar stefnu Reaganstjórnarinnar í utanrík- ismálum. Geimvarnaáætlunin og íhlutun hans í innanríkismál Mið-Ameríkuríkjanna eru aðeins tvö dæmi um málefni, sem valdið hafa slíkri gremju á alþjóða vettvangi að undanförnu, að sumum hverjum þykir tími til kominn að rykið verði dustað af sjálfsvirð- ingu þjóðarinnar, og að leitast verði við að fylla í þau skörð og þá bresti, er e.t.v. kynni að hafa orðið vart í þeirri sjálfsímynd þjóðar- innar, er hvað berlegast opinberaðist okkur í fjölmiðlafári síðastliðinna ólympíuleika. .. sælla minninga. Nú, The Cannon Group og Golan/Globus tvístirnið eru að sjáifsögðu ávallt til reiðu búnir að leggja sitt litla lóð á vogarskálina, ef það má verða til þess að efla sjálfsímynd bandarísku þjóðarinnar, einkum ef þessi við- leitni þeirra er líklegt til að gefa eitthvað af sér í aðra hönd. Því bíða þeir enn um stund með að framleiða Death Wish 4, því nú skal tekinn tollur . . . Auga fyrir auga af skúrkum þeim og illmennum, sem voga sér að vefengja réttmæti utanríkis- stefnu Bandaríkjastjórnar. Boginn er því spenntur til hins ýtrasta og okkur gefst þar af leiðandi þessa dagana enn að skoða eina af þessum annars ágætu flugeldasýningum Cannon- hópsins innan veggja Austur- bæjarbíós. En svo við höldum okkur enn um stund við efnið, þá er í þessu tilviki, sem og endranær slegið undir beltisstað. Því hér er um engu minni áróðursmynd að ræða, en þá annars ágætu og öllu frægari kvikmynd: The Green Berets, sem sælla minninga var sýnd undir lögregluvernd í sama kvikmyndahúsi hér á árum fyrr. The Delta Force fjallar m.ö.o. um sérþjálf- aða sveit ofurmenna, með Chuck Norris og Lee Marvin í broddi fylkingar, og eiga þeir í höggi við snarvitlausa Líbana, sem ræna flugvél, fullri af bandarísku alþýðufólki og fljúga með það til Beirút. Chuck og Lee tekst að sjálfsögðu af miklu harðfengi og eftir miklar mannraunir og svaðilfarir að frelsa gíslana, með aðstoð ýmiskonar veltilfund- inna tölvustýrðra morðtóla og tækja, er þeir drösla með sér yfir til Beirút. Þar gera þeir þvílíkan usla í liði óyndismannanna, að nægt hefði til að koma af stað þriðju heimsstyrj- öldinni, ef atburðurinn hefði átt sér stað í raunveruleikanum. . . og maður situr þarna í myrkvuðum salnum og gapir aulalega í for- undran yfir áræðinni sögufölsun félag- anna Golans og Globus, en þykir þó sárast að þurfa að horfa upp á niðurlægingu Hönnu Schygulla, þessarar fornu prímadonnu Fass- binders og þýsku nýbylgjunnar. Það held ég að Rainer hefði snúið sér við í gröf. . ., nei, hann hefði líkast til látið sér nægja að glotta út í annað. BOKMENNTIR * Saga sagnfrœöinnar á Islandi Efni bókarinnar er sem hér segir, eftir köfl- um: Ingi Sigurösson: ISLENSK SAGNFRÆDl FRÁ MIDRI19. ÖLD TIL MIDRAR 20. ALDAR (Ritsafn Sagnfrœöistofnunar 15) Sagnfrædistofnun Háskóla Islands 1986. Ritsafn Sagnfræðistofnunar, sem Jón Guðnason ritstýrir og er eins konar innan- búðarútgáfa sögumanna við Háskólann, birtir aðallega valdar ritgerðir stúdenta, en einnig rit af ýmsu tæi öðru. Þessi bók Inga Sigurðssonar er hin fjórða í ritröðinni sem sögukennarar Háskólans skrifa (Sveinbjörn Rafnsson á eina fyrir og Gunnar Karlsson tvær), og eru þær allar hugsaðar sem kennsluefni, a.m.k. öðrum þræði. Bók Inga er þó meira en kennslukver handa sögustúdentum, því að hún er jafn- framt rannsóknarrit og eina tiltæka yfirlits- ritið um sögu sagnaritunar, sem er ekki síður sagnfræðilegt viðfangsefni en saga hverra annarra þjóðlífsfyrirbæra. Ingi er víst eini sagnfræðingurinn hér sem sérstaklega hefur lagt fyrir sig sögu sagnaritunar. Doktorspróf sitt tók hann með ritgerð af því sviði (um sagnaritun Jóns Espólín og samtíðarmanna hans) og hefur fylgt henni eftir með sýnisbók af sagnaritun íslenskra upplýsingarmanna (Upplýsing og saga 1982 með inngangi og skýringum eftir Inga). Greinar hefur hann birt um ritun Reykjavíkursögu og alþýðlega sagnfræði (til beggja er vísað í bókinni sem hér er til umsagnar), og auk þess fyrir sex ár- um fjölritaða frumgerð þessarar bókar. Þar er hún samin sem kennslugagn, en hér er hún í allt öðrum búningi og fyllri. ÍSLENSK SAGNFRÆÐI ...erum HOsíður meginmálið, en þar við bætist ágrip á ensku, rækileg heimildaskrá, og loks skrá um mannanöfn þar sem jafnframt eru tilfærð, undir nafni hvers sagnaritara, öll þau rit hans sem um er getið í bókinni. Einnig eru til- greind fæðingar- og dánarár. Er þessi gerð nafnaskrár fyrirhafnarsöm fyrir höfund, en gagnleg notendum. Myndir eru nokkrar í bókinni, mannamyndir og titilsíður; einnig eru myndir á kápu. En sumar prentast of dökkar. Annars er útlit i góðu lagi, umbrot og band (sem er kiljuband); prófarkir vel lesnar. Og Ingi hefur gætt þeirrar skyldu sinnar sem sagnfræðikennari að vitna til heimilda eftir kúnstarinnar reglum; skipta þær tilvísanir hundruðum. „Sagnaritun Islendinga fram undir miðja 19. öld“, þ.e. forsagan í örstuttu máli. „Skipting sögu íslenskrar sagnfræði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar í styttri skeið", þar sem Ingi skilgreinir helstu tíma- mót í 100 ára sögu sagnaritunar og tímasetur þau um 1890 og um 1920. „Félagslegt baksvið", þar sem annars veg- ar segir frá kostnaðaraðilum sagnfræðirann- sókna og heimildaútgáfu, hins vegar frá er- lendum áhrifum á íslenska sagnfræði, auk þess sem drepið er á markað fyrir sögurit og fleira slíkt. „Alþýðlég sagnaritun", þar sem segir frá hinum vaxandi greinarmun á „lærðri" sagn- fræði háskólamanna og hefðbundinni sagnaritun, t.d. í formi sagnaþátta. Hér er raunar hið félagslega baksvið sagnaritunar áfram til umræðu, og er allt það samhengi hið fróðlegasta. „Heimildaútgáfa", stutt yfirlit með saman- burði við þróun mála erlendis. „Söguspeki". Aftur nýtur Ingi þekkingar sinnar á erlendum hliðstæðum, en raunar verður niðurstaða hans sú að íslenskir sagn- fræðingar séu heldur fáorðir um eðli sög- unnar eða sagnfræðinnar. Þó eru dregnar fram athyglisverðar tilvitnanir. „Sagnaritun í anda rómantíkur og þjóð- ernishyggju". Hér er m.a. fjallað um áhrif sjálfstæðisbaráttunnar á íslenska sagnfræði, einnig um atriði eins og t.d. hugmyndir sagnaritara um áhrif keltneskra erfða á ís- lenska menningu. „Sagnaritun í anda annarra hugmynda- stefna", þ.e. frjálshyggju, marxisma og krist- indóms. Og loks „Sögukennsla" þar sem m.a. er fjallað um hlut sögu í námsefni hinna ýmsu skólastiga, einnig um kennsluhætti, kennslu- bækur og hugmyndir manna um sögu sem skólafag. Ingi Sigurðsson ritar vandaða íslensku og fjallar um efni sitt af mikilli yfirvegun, raunar svo að varnaglar og fyrirvarar verða helst til áberandi fyrir minn smekk. Hann virðist fjalla um efnið af mikilli þekkingu og yfirsýn, enda hefur hann haft það lengi undir og ber- sýnilega safnað að sér heimildum smám saman, því að hann vísar í margt sem maður myndi tæplega finna við neina skyndileit. Fróðlegfrœöi Jón Hnefill Adalsteinsson: ÞJÓDTRÚ OG ÞJÓDFRÆDl, Iðunn 1985. ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐFRÆÐI (sem raunar er ekki páskabók i ár, heldur var hún jólabók í vetur, en vikublað nær ekki að fjalla um þær allar jafnharðan) er bók ekki stór, 150 síður meginmálið auk nafnaskrár og langrar og fróðlegrar skrár um heimildarrit. Nokkrar myndir eru í bókinni (mannamyndir aðal- lega), frágangur vandaður, útlit og band í góðu lagi. Að efni til er bókin safn af þáttum, sjálf- stæðum og þó samstæðum. Hún er ekki laus- legtyfirlit um það fræðasvið sem nafn henn- ar vísar til, heldur veitir hún ýmislega innsýn í viðfangsefni þeirra fræða með rækilegri umfjöllun um einstök atriði. Munu þau efnis- tök raunar láta Jóni Hnefli miklu betur að segja til sæmilegrar hlítar það sem hann tal- ar um á annað borð, og fyrir lesendur þarf sú aðferð síst að vera ófróðlegri en að farið sé í stuttu máli yfir víðara svið. Þættir bókarinnar eru sex að tölu. „Þjóð- fræði" heitir hinn fyrsti. Segir þar af þjóð- fræðihugtakinu og undirflokkum þess og tengslum þjóðfræða við önnur fræði. Allt er það rakið sem mest með dæmum og löngum tilvitnunum í þjóðsagnaefni og ummæli fræðimanna. Um brenglun frásagnarefnis í munnlegri geymd tekur Jón tvö dæmi einkar glögg um feðrun lausavísna. Báðar vísurnar hafði hann farið með í útvarpsþætti sínum og spurt um höfund, og bárust svör sem mörg hver reyndust röng, og er lærdómsríkt að at- huga hvernig á rangfærslunum stendur. í sjötta og síðasta þættinum er tekið fyrir sams konar vandamál: Hver orti: „Nú er hlátur ný- vakinn"? Það reynist flókið mál og ekki leys- anlegt með fullri vissu; heimildir eru ærnar en ekki samhljóða. Hvað er þá varið í slíka könnun, þegar ekki finnst einhlít niður- staða? Jón Hnefill svarar því svo, að hún sé eftir Heiga Skúla Kjartansson „sígild fyrirmynd þegar hugað er að höfund- um lausavísna og annars efnis úr fjarlægari fortíð en það sem hér hefur verið til um- ræðu. Á þeifn vettvangi gæti hún orðið fræðimönnum hvöt til að fara fram með sér- stakri gát.“ Ég tek undir það, að fræðileg óvissa sé ekki síður lærdómsrík en fullviss- an, rétt reifun óleysanlegs vandamáls ekki ómerkari fræðimennska en lausn á leysan- legri gátu. Fyrsti þáttur bókarinnar er lengstur, enda fjölþættastur að efni. Næstlengstur er sá annar, „Þjóðfræði á íslandi". Er þar aðallega fjallað um íslenskar þjóðsögur og söfnun þeirra. Meira en helmingur kaflans er beinar tilvitnanir í íslenska þjóðsagnasafnara og fræðimenn: Jón Árnason, Guðbrand Vigfús- son, Sigurð Nordal, Einar Ólaf Sveinsson, Jón Helgason o.fl. Tilvitnanir þessar eru að miklu leyti birtar í aldursröð, en svo haglega valdar að þær fylla prýðilega upp í umfjöllun Jóns Hnefils um þjóðsögur og þjóðsagna- fræði. Á líkan hátt er löngum tilvitnunum beitt í þriðja þættinum: „Þjóðtrú", þar sem íslensk- ar þjóðsögur eru líka í brennidepli. Fjórði þáttur er þessu efni nátengdur: „Þjóðtrú í fornöld og nútíð". Þar eru stuttar skýringar frá Jóni Hnefli sjálfum, en aðallega raktar tvær steinbúasögur, önnur úr Þor- valds þætti víðförla sem ^erist fyrir kristni- töku, hin skráð af Árna Ola og gerðist fyrir minna en hálfri öld. Fimmti þáttur: „Þjóðtrú í strjálbýli og þétt- býli", er enn á svipuðum slóðum. Birtar eru fjórar draugasögur, og eiga þrjár þeirra að hafa gerst í Reykjavík og Hafnarfirði á 20. öld, skráðar eftir góðum heimildum. í tengsl- um við þær fjallar Jón Hnefill um möguleik- ann á misskynjun sem undirrót kynjasagna. Jón Hnefill Aðaisteinsson er ritfær og vandvirkur höfundur, prýðilega að sér um bókarefnið og hefur jafnt á reiðum höndum tilvitnanir í íslenskt þjóðfræðaefni og erlend fræðirit á því sviði. í sumum köflunum kann lesanda að finnast hann segja óþarf- lega fátt frá eigin brjósti. En fáir held ég lesi bókina á enda án þess að þykjast nokkru fróðari, og fræðslan er einmitt af því æski- lega tæi að vekja mann til umhugsunar um viðfangsefnið. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.