Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 15
Nú, svo var mér boðið til Edinborgar á listahá- tíðina þar 1983, þar sem ég sýndi 120 sinnum fyrir jafnmarga áhorfendur. Mér datt ekki í hug að nokkur tæki eftir sýningunni en þegar Mr. Egg birtist kófsveittur á skrifstofu hátíðarinnar með tól sín og tæki og leikskrá sýningarinnar í tveimur ferðatöskum, beið hans mikill blaða- mannafundur. Það datt hreinlega yfir mig, ég hélt að maður fram af manni hefði fengist við svipaðar hugmyndir í leikhúsi. Það hvarflaði ekki að mér að uppátæki mitt væri sérstakt fyrr en menn sögðu mér það.“ — Er aldrei leidinlegt ad sýsla við leiklist með þessum eina manni, Mr. Egg? „Stundum, enda er það draumur minn að fólk stormi inn í þetta leikhús og geri hluti sem það langar til að gera. Hvers vegna það komi ekki? Ekki spyrja mig. Kannski þarf að bíða eftir því að þörfin hlaðist upp þar til allt springur. Annars er spurningin byggð á ofurlitlum misskilningi. Upphaflega var þetta eins manns leikhús, ég vann allt sjálfur því ég á erfitt með að biðja vini mína um greiða. En yfirleitt vinn ég með ótrú- lega mörgu fólki, bæði innan og utan Egg-leik- hússins. Eg á stóran vinahóp en nánustu vinirnir eru þeir sem ég er að vinna með hverju sinni. Og það er mikill lúxus að fá að vinna með fólki eins og Kristínu Önnu Þórarinsdóttur sem leikur Ellu eða þá þýðanda leikritsins, honum Þorgeiri Þor- geirssyni. Annars leggjum við út í þetta án nokk- urrar tekjutryggingar. Ef eitthvað verður af- gangs þá skiptist það á milli okkar.“ — Er gott að vinna með þér? „Mér gengur vel að vinna með fólki ef mér finnst það hafa eitthvað til brunns að bera. En það er ákaflega erfitt fyrir fólk að vinna með mér ef ég treysti því ekki. Ef mér þykir leikstjóri hafa eitthvað fram að færa þá held ég að ég sé samvinnuþýður og auðveldur leikari að fást við. Það erfiða við stóru stofnanaleikhúsin er að þar velur þú þér hvorki samstarfsfólk né verkefni. Mér finnst vel þess virði að leggja töluvert á sig fyrir þann mun. Það er t.d. munur á að mega vera listmálari og mála það sem þig langar til að mála eða mála mynd eftir pöntunum eða til að fylla upp í númeraða reiti. Það er allur munur- inn að eiga þátt í hugmyndinni og framkvæmd hennar." Hræðslan við anarkismann „Auðvitað er hægt að nýta frumkvæði leikara í leikhúsunum miklu meira en gert er. Stofnunin er nefnilega ekki neikvæð í sjálfu sér. Það þarf ekki að vera neikvætt að vinna þar og ég er hissa á að ekki skuli vera gert meira af því að virkja áhuga og frumsköpun leikaranna í stóru leikhúsunum. Þegar litið er til listamanna þar, þá er augljóst að þeir búa bæði yfir miklum hæfileikum og löngun. Um leið er það staðreynd að í leikhúsunum gengur fólk stundum atvinnu- laust mánuðum saman þótt það sé fastráðið. Þarna er aðstaðan fyrir hendi og þar á að leyfa fólki að hafa frumkvæði að hlutverkum sínum og berjast fyrir þeim. Ég man eftir einu slíku verki og það heppnaðist heldur betur, Inúk í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma.“ — Var nokkur að tala um hrœðslu í þessu sambandi? „Þú nefndir orðið. Þegar frumkvæði fólks er drepið niður þá liggur oftast nær að baki óttinn við að allt fari úr böndunum, að einhver annar eigni sér hlutinn. Ætli þetta sé ekki hræðslan við anarkismann, sá sem völdin hefur er hræddur við að einhver annar bryddi upp á einhverju sem hann hefur ekki tök á að ráða yfir. Tökum t.d. SÁL. Enginn hafði neitt á móti okkUr meðan við vorum bara krakkar að föndra við leiklist úti í bæ, en þegar við fórum að gera kröfur til sjálfra okkar og annarra sem fullgild skólastofnun, þá byrjaði aldeilis að fara um fólk í stássstofum leik- listarbáknanna á íslandi. Þarna var komið ungt fólk sem vissi hvað það vildi gera og gerði það í trássi við kjörna eða sjálfskipaða valdhafa." — Mér finnst oft eins og það sé í tísku um þess- ar mundir að tala illa um stofnanaleikhús. Verð- um við ekki að gœta þess að gagnrýni á það sé skapandi og vísi á nýjar leiðir? „Jú, þetta tískunöldur er bara hallærislegt. Auðvitað er Þjóðleikhúsið flaggskip leiklistar á íslandi og á að vera það. Þó má enginn loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd að leikhús er sjaldn- ast réttlátt. Ég kann mörg dæmi af ungum leik- urum sem hafa brillerað á sviði leikhúsanna, lent svo úti í kuldanum í mörg herrans ár án þess að nokkur skýring væri á því gefin. Tökum dæmi um óvenjuglæsilegt debut í Þjóðleikhús- inu: Guðlaug María Bjarnadóttir sem Konstanza í Amadeus. Hún hefur ekki sést þar síðan. Og er það ekki undarlegt að leikhúsin skuli ekki slást um að tryggja sér jafn afburðahæfileikaríkan leikara og hana Guðrúnu Gísladóttur á samningi hjá sér? Svo sér maður aðra labba inn í leikhúsin án þess að hafa sýnt að ráði hvað þeir geta gert, þó svo þeir eigi eftir að gera það. Þarna er und- arlegt mat á ferðinni." Ekkert er eins lummó og tískan frá í fyrra — Nú er þetta aö einhverju leyti þitt eigið hlut- skipti. Samt ertu alls ekki bitur í tali. „Bitur? Nei, ég held að ég hafi barist það vel í lífinu og komið mér á svo góðan stað að ég þurfi alls ekki á biturleik að halda. Mér verður alltaf betur ljóst að ég get ótrúlega margt af því sem mig langar til. Þegar þú hefur barist allt þitt líf þá verður frumkvæði næstum að ávana. Ég get ekki setið auðum höndum og beðið eftir að einhverjir geri eitthvað fyrir mig. Það gerist svo sjaldan og ef ekkert bíður mín þá bý ég til verk- efnin sjálfur frekar en ekki neitt. Auðvitað væri stundum gaman ef hlutirnir gengju auðveldar fyrir sig. Hvaða leikara langar ekki í gott hlut- verk í þægilegu leikhúsi þar sem maður þarf ekki sjálfur að ábyrgjast leiktjöld, búninga, ljós og allt hitt? En ég get ekki beðið eftir því. Sumir eru bitrir í minni stétt, finna sér stöðugt blóraböggla. En það er engin ástæða til að vera með þess háttar vandræðagang frammi fyrir valdinu. „Engin völd eru eilífsegir einhvers staðar í Stalín er ekki hér. Valdið rís og hnígur. Dyraverðir listanna eru líka vita óþarfir. Ég er víst hálfgerður anarkisti að því leyti en þetta er ein af mínum grundvallarskoðunum." — Að hvaða leyti líturðu á list þína sem póli- tíska? „Hún er ekki pólitísk í hefðbundnum skiln- ingi. En það er heldur betur pólitísk afstaða í því fólgin að stunda leiklist í þessu frjálshyggju- og markaðsþjóðfélagi. Fyrir mér er það pólitísk af- staða að sýsla við Ellu og hænsnin hennar í stað þess að græða vel á því að koma fram í sjón- varpsauglýsingu á einhverri böivaðri óhollustu. Það leikhús sem ég vil taka þátt í er andstætt gróðahyggju litlu hryllingsbúðanna." — Getur verið að þú sért í aðra röndina tísku- fyrirbœri í listalífinu? „Kannski. Mér finnst þetta nú hálffyndið, enda dett ég ábyggilega fljótlega úr tísku. Það er óskaplega erfitt að horfa upp á það þegar fjöl- miðlar byrja að hampa einhverjum og ofnota hann á vettvangi sínum. Ekkert er eins lummó og tískan frá í fyrra. — En ég er ekki í frásögur færandi, og ég er ekkert hættur. Ein huggun mín í öllu þessu er sú að flestar leiksýningar mínar hafa fallið og fólk verður þá síður leitt á mér. En í alvöru talað, þá er fjölmiðlaheimurinn kom- mersíal og hann hrífst af því að ég skuli vera ögn öðruvísi. Hann er að reyna að kalla á andstæðu sína. Er þetta ekki kostulegt?" — Hvaða augum líturðu framtíðina? „Hún er mér óskrifað blað. Ég hef enga hug- mynd um framtíðina. í gamla daga var það mar- tröð, núna finn ég í þvi ákveðið frelsi. Ef þá er yfirleitt hægt að tala um frelsi okkur til handa. Er til nokkurt frelsi nema dauðinn? Það er niður- staða manneskju eins og Ellu. Og þó — þegar grannt er að gáð þá er frelsið jafnvel ekki heldur fólgið í dauðanum. Eg er svo heppinn að hafa leikið hlutverk sem ég hef lært af. Mikið vildi ég óska þess að hver einasti íslendingur fengi að leika sitt hlutverk í Beðið eftir Godot. Alltaf vorkenni ég áhorfend- um sem sjá leikverk bara einu sinni í stað þess að leyfa því að lifa með sér og leyfa því að breyta sér. Kannski er það þess vegna sem mér finnst skemmtilegra að æfa hlutverk en að leika í full- mótaðri sýningu. En misskildu mig ekki. Ég ætla að leika Ellu til síðasta manns."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.