Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 24
Kammermúsikklúbburinn: Beethoven, Shosta- kovich og Brahms Mánudaginn 7. apríl heldur Kammermúsikklúbburinn sína fimmtu og síðustu tónleika á starfs- árinu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á Kjarvalsstöðum. Flytjendur eru Halldór Haraldsson sem spilar á píanó, Guðný GuðmundsdóUir spil- ar á fiðlu og á knéfiðlu leikur Gunn- ar Kuaran. Flutt verða þrjú tríóverk fyrir þessi hljóðfæri, píanó, fiðlu og kné- fiðlu; eftir Ludwig van Beethoven tríó í Es-dúr, op. 1.1 frá árinu 1795, eftir Dmitri Shostakovich verður flutt tríó í E-moll, op. 67 frá 1944 og loks eftir hlé þriðja tríóið eftir Johannes Brahms í H-dúr, op. 8 frá 1854. Allir eru velkomnir á Kjarvals- staði 7. apríl. -gpm Gunnar Kvaran. Guðný Guðmundsdóttir. MYNDBÖND * Af skáldsögum, leikritum og Oskurum eftir Ingólf Margeirsson Þessi myndbandaþáttur er dálítið undar- lega samsettur: Hér greinir frá skáldsögu í kvikmyndaformi, sem er gömul og göfug kvikmyndagerðarlist sem verið hefur á stöð- ugu undanhaldi en virðist vera að koma fjör- kippur í á nýjan leik. Þá segir frá kvikmynd- uðu leikriti sem einnig er listgrein á undan- haldi og loks frá ýmsu smámeti sem finna má á hillum videóleiganna. En byrjum þáttinn á argentínskri kvikmynd sem nýlega hlaut Oskarinn sem besta erlenda kvikmyndin. The Official Version Argentínsk. Árgerð 1985 ★★★★ Framleiðandi: Marcelo Pineyro Leikstjóri: Luis Puenzo Kuikmyndataka: Felix Monti Handrit: Aida Borlnik og Luis Puenzo Liststjórn (Art Directorj: Abel Facello Búningar: Ticky Garcia Esteuez Tónlist: Atilio Stampone og Maria Elena Walsh Aðalhlutuerk: Norma Alenandro og Victor Alerio. The Official Version eða Hin opinbera túlk- un, fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda kvikmyndin. Þessi afbragðsgóða mynd hefur reyndar verið til í allan vetur á mörgum myndbandaleigum höfuðborgarinnar og lít- ið farið fyrir henni og gott ef videóeigendur hafa ekki litið á spóluna sem algjört slys í sín- um innkaupum. Enda myndin argentínsk og þarafleiðandi á spænsku. En enskir textar eru þó undir. Væntanlega hafa Óskarsverð- launin breytt afstöðu myndbandaleigueig- enda og sennilega afstöðu viðskiptavinanna einnig, því ekki hef ég séð spóluna staldra við eftir að Bandaríkjamenn sæmdu hana hinum eftirsóknarverða titli. The Official Version gerist í Argentínu á árum herfor- ingjastjórnarinnar. Miðaldra kennslukona í borgarastétt er gift yfirmanni í fyrirtæki sem hefur allt sitt undir Ameríkönum. Þau ,,eiga“ fimm ára dóttur. Þegar gömul vinkona kennslukonunnar kemur úr fangelsisprísund og upplýsir vinkonu sína að mjög tíðkist að börn fangelsiskvenna sem fædd eru í prís- und, séu gefin, og ekki ósjaldan til yfirstéttar- fólks, vakna grunsemdir kennslukonunnar að barn þeirra hjóna sé illa fengið. Spenn- andi og djúpstæð athugun á þjóðfélags- ástandi í Argentínu herstjóranna sem drepur á „Las madres de la Plaza“ og baráttu þeirra fyrir horfnum ættingjum. N. Aleandro hlaut 1. verðlaun fyrir leik sinn í Cannes 1985. Sál- fræðileg uppbygging hlutverksins makalaust vel gerð. Þetta er kvikmynd sem enginn kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara. Hammet Bandarísk/þýsk. Árgerð 1982 ★ Framleiðandi: Francis Ford Coppola Leikstjóri: Wim Wenders Handrit: Ross Thomas/Dennis OFIaherty eftir bók Joe Gores Kuikmyndataka: Philliph Lathrop Asc/Josepli Biroc Asc Tónlist: John Barry Aðalhlutuerk: Frederic Forrest, Peter Boyle, Marilu Henner, Roy Kinnear, Lydia Lei, Elisha Cook Lengd: 93 mín. Leiöinleg og vandræðaleg Wenders-mynd um persónu í glæpahandriti sem verður lif- andi. Fallega lýst mynd og leikgerðin góð en atburðarásin langdregin. Fyrsta mynd Wenders í Bandaríkjunum og tók þrjú ár að klára. Coppola, sá góði og frægi leikstjóri, borgaði brúsann. En það verður að segjast sem er; þrátt fyrir listræn tilþrif og mikinn metnað, verður þessi blanda þýskrar kvik- myndanýbylgju og hefðbundins bandarísks glæpaþrillers ákaflega vafasöm blanda og langdregin. Cat On A Hot Tin Roof Bandarískt sjónuarpsleikrit. Árgerð 1984 ★★★ Framleiðandi: Pylis Geller Leikstjóri: Jack Hofsis Handrit eftir leikriti Tenessee Williams Aðalhlutuerk: Jessica Lange, Tommy Lee Jones, Rip Torn, Kim Stanley, Penny Fuller, David Lukes o.fl. Hið fræga leikrit Tenessee Williams, Cat On A Hot Tin Roof hefur verið helsta við- fangsefni amerískra leikara sem túlka bandarísk sálfræðileikrit í anda O’Neilles. Þegar verkið var frumsýnt á sjötta áratugn- um þótti það mikil sprenging í leikhúsheim- inum enda ósminkað fjölskylduuppgjör þar sem ekkert er dregið undan, og lýginni að lokum sópað út úr húsinu. En þá er líka mik- ið búið að ganga á og einkalíf aðalpersón- anna; ofdrykkja, kynlíf og brall með peninga og völd, fengið að glymja um allt leikhús. Bandaríkjamenn hafa síðar reynt að kvik- mynda þetta verk. Svo skjótt sem 1958 gerði leikstjórinn Richard Brooks mynd sem byggðist að mörgu leyti á hinni rómuðu Broadway-uppsetningu. Þessi sígilda mynd er kannski hve eftirminnilegust fyrir leikara- valið. Elizabeth Taylor lék Maggie, Paul Newman soninn Brick og Burl Ives var í hlut- verki Big Daddy. En myndin líður auðvitað fyrir það að hún hefur farið í gegnum þvotta- vélar kvikmyndaiðnaðarins á sjötta áratugn- um í Bandaríkjunum og allt hið mergjaða tungumál og safaríki prósi skolast burt með löðrinu. Hið hrjúfa og grófgerða inntak leik- ritsins hefur fengið að halda sér í tveggja ára gamalli sjónvarpsleikgerð sem nú er hægt að verða sér út um á videóleigum höfuðborgar- innar. Þar leikur Jessica Lange hlutverk Maggie, Tommy Lee Jones leikur Brick og Rip Torn fer með hlutverk Big Daddy. Þráður verksins er í stuttu máli þessi: Stórlax í Suð- urríkjunum (Big Daddy) sem unnið hefur sig upp á eigin rammleik, kemst að því að hann er með ólæknandi krabbamein. Fjölskyldan er saman komin til að halda upp á afmæli ættarhöfðingjans; eldri sonur hans með konu og fimm börn (sem bíða með eftirvænt- ingu að hann fari í gröfina svo þau geti sölsað undir sig búgarðinn), og yngri sonurinn sem býr á búgarðinum ásamt konu sinni. Þau eru barnlaus, hann er frægur íþróttafréttamaður sem lagstur er í drykkju og hefur nóg af ástæðum til að afsaka drykkjuna. Verkið ger- ist allt á einum degi og afhjúpar alla samsetn- ingu fjölskyldunnar og einstaklinga hennar. Þessi útgáfa á verki Williams hefur bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru aðallega þeir að verkið er tekið réttum tökum og allur hrjúfleiki og gróf áferð látin halda sér. Leik- urinn er einnig afbragðsgóður á sumum leik- endum. Þannig er Tommy Lee Jones frábær sem hinn drykkfelldi og glataði sonur, Rip Torn er skínandi sem hin aldna kempa með margt misjafnt að baki og langt frá því að vera hinn réttsýni og föðurlegi Big Daddy sem Burl Ives túlkaði á gömlu spólunni. Enn- fremur leikur Penny Fuller eiginkonu hans, Big Mama, með dásamlegum tilþrifum. Sú kona er reyndar þess virði að horfa á þessa mynd þótt ekki væri fyrir annað. En það verður að segjast sem er, að Jessica Lange sem á að vera aðalstjarna myndarinnar, nær hvergi tökum á persónu Maggie. Hún lendir í vandræðum með persónutúlkun sína frá upphafi og kemst eiginlega aldrei inn í verk- ið. Hún reynir þó ýmislegt; sperrir fingurna eins og klær, gengur kynþokkafull um á ilj- unum í náttkjólnum einum saman og hvíslar textann, en ekkert gengur upp. Elizabeth Taylor hefur vinninginn þar. Þrátt fyrir mis- heppnaðan leik Lange er myndin mjög þess virði að horfa á hana, því þarna eru á ferð- inni margir afbragðsleikarar og verkið klassískt. Takið gjarnan með ykkur báðar spólurnar heim (gamla myndin er nefnilega til á sumum leigunum) og berið þessar útgáf- ur saman! Missing Pieces Bandarísk. Árgerð 1982 ★★ Leikstjóri: Mike Hodges. Handrit: Mike Hodges eftir sögu Karl Alexander Aðalhlutuerk: Elizabeth Montgomery, Ron Karabatos, John Reilly, Louanne, Robin Gammel. Ágæt leynilögreglumynd í Sam Spade- stílnum, nema í stað Bogarts er Elizabeth Montgomery sem einkaspæjarinn Sara Scott. Eiginmaður hennar sem er blaða- maður er myrtur er hann yfirgefur bíl þeirra síðla kvölds í grenjandi rigningu. Sara þjáist af martröðum þar sem hún sér atburðinn er maður hennar var skotinn fyrir augum hennar, aftur og aftur (aftur og aftur fyrir áhorfendur einnig svo þeir munu þjást af þessari martröð einnig nokkur kvöld). Dag einn fær hún hins vegar það verkefni að fylgja ótrúum eiginmanni eftir og það verður upphafið að lausninni á morði blaðamanns- ins. Með góðri aðstoð yfirboðara síns, Claude Papazin (Ron Karbatsos) tekst henni að lok- um að leysa gátuna. Ágætlega skemmtileg og spennandi mynd gerð eftir vel skrifuðu handriti sem er fullt af húmor og kvenrétt- indagáska, en endurtekningar koma í veg fyrir að myndin verði afbragðsgóð. Sizzle Bandarísk. Árgerð 1981 ★★ Framleiðandi: Lynn Loring/Douglas S. Cramer Leikstjóri: Don Medfored Aðalhlutuerk: Loni Anderson, John Forsythe, Leslie Uggans og fl. Illa leikin mynd um unga stúlku sem kemur ásamt kærastanum til Chicago bann- áranna. Kærastinn drepinn og stúlkan hefnir sín á skúrkunum með því að beita kvenlegri slægð. Pínlega illa gerð á köflum en sögu- þráðurinn heldur nokkurn veginn. Meðal- mynd. Gengur sem afþreying ef engin önnur spóla er við höndina. Sæmilegar sviðsetn- ingar og góðir búningar geta vakið áhuga þeirra sem hafa gaman af bannárunum í Bandaríkjunum og sveiflu þriðja áratugar- ins. The Razor’s Edge Bandarísk. Árgerð 1984 ★★★ Framleiðandi: Robert P. Marrcucci & Harry Benn Leikstjóri: John Byrum Handrit: John Byrum og Bill Murray eftir skáldsögu W. Somerset Maugham. Tónlist: Jack Nitzsche Lengd 124 mín. Aðalleikarar: Bill Murray, Theresa Russell, Catherine Hicks, Denholm Elliot, James Keach. „A thin line seperates love from hate, success from failure, life from death, a line as difficult to walk as a razor’s edge,” segir í sögu W.S. Maughams. Myndin nær vel utan um skáldsögu Maughams sem segir frá leit ungs Bandaríkjamanns eftir hremmingar fyrri heimsstyrjaldar að tilgangi lífsins og leit að sjálfum sér. Sögusviðið er París millistríðs- áranna, Himalajafjöll og Bandaríkin meðan þau voru enn einangruð. Magnað og vel leik- ið drama um lífið, ástina og hverfula veröld og vist á jörðinni. Hugljúf og vel gerð mynd þar sem Bill Murray á hörkugóðan leik. Mynd sem fyllilega er hægt að mæla með. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.