Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN
„Það er ekki hiti í mönnum, langt í frá.
Það er öllu heldur ískalt raunsæi og vonleysi
í bland, sem kallar fram þessar aðgerðir okk-
ar lögreglumanna. Við erum hreinlega að
gefast upp. Svo einfalt er það.“
Þetta voru orð eins þeirra 300 lögreglu-
manna sem hafa skilað inn uppsögnum sín-
um og munu að öllu óbreyttu hætta störfum
um mitt sumar.
Það hefur sennilega ekki farið framhjá
mörgum, að lögreglumenn hafa verið einkar
óánægðir með hlutskipti sitt varðandi kaup
og kjör, réttindamál sín og starfsmenntunar-
möguleika. Hafa talsmenn lögreglunnar á
síðustu misserum vakið athygli á sívaxandi
fólksflótta úr stéttinni og varað við frekari
þróun í þeim efnum. Og með fjöldauppsögn-
unum má segja að stíflan hafi brostið; flóð-
bylgjan er skollin á.
Það er ýmislegt sem orsakar hina víðtæku
óánægju sem hefur grafið um sig í stétt lög-
reglumanna. Fyrst og síðast eru það þó
launamálin sem standa í mönnum. Og víst er
það, að lögregluþjónar eru langt í frá ofaldir
í þeim efnum. Fastalaunin eru rýr; byrjunar-
laun rétt rúmar 20 þúsund krónur. Þetta þýð-
ir að lögregluþjónar verða að vinna gífur-
lega aukavinnu til að endar nái saman. Lög-
regluþjónar vinna alla jafna vaktavinnu og
ofan á grunnlaunin kemur því vaktaálag, en
til viðbótar er það regla fremur en undan-
tekning að hver einasti lögreglumaður vinni
frá 100—150 tíma í aukavinnu í hverjum ein-
asta mánuði. Og til viðbótar er það algengt
að margir lögreglumenn vinni síðan ýmis
aukastörf hér og þar á vinnumarkaðnum í
sínum frítímum, sem eru þó vart margir, þeg-
ar vinnutímarnir á viku hverri eru 70—80
talsins.
Sumarlidi Gudbjartssori lögreglumaður í
Hafnarfirði sagði í samtali við HP, að málið
væri einfaldlega það, að lögregluþjónar yrðu
að vinna langtum lengri vinnutíma en flestar
aðrar stéttir fyrir boðlegum launum. „Við er-
um eitt og hálft ár að vinna fyrir venjulegum
árslaunum launamanns,“ sagði Sumarliði.
Hann bætti því við, að hann hefði sjálfur tek-
ið saman frídagana sína á síðustu tveimur ár-
um og þar hefði komið í ljós að frídagarnir á.
ári hefðu verið 100 talsins að sumarleyfinu
Það virðist full alvara á
ferðum og sumir þeirra
300 lögreglumanna, sem
hafa sagt upp störfum,
hafa þegar tryggt sér
störf úti á hinum al-
menna vinnumarkaði.
Lögreglumenn sýna hnefana
og öllu meðtöldu. Hjá venjulegu daglauna-
fólki eru aðeins laugardagarnir og sunnu-
dagarnir, hinir hefðbundnu frídagar, yfir
100. Eru sumarleyfisdagar þá ótaldir, svo og
hefðbundnir frídagar, svo sem yfir jól og
páska.
Sumarliði sagði það Ijóst, að mönnum væri
full alvara með þessum uppsögnum og kné
yrði látið fylgja kviði. í sama streng tók
Ævar Pálmi Eyjólfsson lögreglumaður í
Reykjavík og sagði langlundargeð lögreglu-
manna þrotið. „Eg er sjálfur búinn að starfa
í lögreglunni í 20 ár og vil gjarnan leggja mitt .
af mörkum áfram, en ég get hreinlega ekki
boðið sjálfum mér né fjölskyldunni upp á
þetta lengur," sagði hann. „Launin byggja á
gífurlegri yfirvinnu, og þá einkanlega um
nætur og helgar. Eðlilegt fjölskyldulíf er vart
fyrir hendi og þegar launamálin eru í jafn-
miklum ólestri og raun ber vitni, þá hlýtur
auðvitað eitthvað undan að láta.“
Það er fyrirliggjandi að þeir sem hafa sagt
upp störfum eru þeir sem bera þungann af
starfi lögreglunnar um allt land. Það eru
menn á besta aldri, sem hafa að baki reynslu
og þekkingu. Að sögn heimildarmanna HP
eru það fyrst og fremst nýliðarnir og þeir
sem rosknir eru, sem ekki hafa sagt upp
störfum. Þá er ennfremur á það bent að yf-
irmennirnir í lögreglunni hafa ekki sagt upp,
þótt þeirra kjör séu litlu betri en undirmanna
þeirra. Aður en til uppsagnanna kom gekk
listi milli lögregluþjóna varðandi uppsagnar-
málin. Á listann skrifuðu sig um 90%, en
ERLEND YFIRSYN
Einvíginu um olíuverðið er lokið, og ridd-
ari sólarbeltisins bandaríska varð fyrri til að
’biðja arabahöfðingjann vægðar. Texasbúinn
George Bush lýsti yfir í Washington í fyrra-
dag, að erindi sitt til Saudi-Arabíu væri fyrst
og fremst að fá stjórnina í Rijad til að stöðva
lækkun olíuverðs á heimsmarkaði. Tilvon-
andi forsetaefni Repúblíkanaflokksins í
kosningunum 1988 kærir sig ekki um að
heyja baráttu fyrir tilnefningu flokks síns
með bandariskan olíuiðnað í rúst.
Eftir að síðasti fundur OPEC, samtaka olíu-
framleiðsluríkja, fór út um þúfur, hefur olíu-
verð haldið áfram að lækka. Daginn sem
Bush varaforseti gerði grein fyrir ferðaáætl-
un sinni til ríkja við Persaflóa, fór verðið á'
viðmiðunarolíunni frá Vestur-Texas niður
fyrir tíu dollara á hvert olíufat. Olíumálaráð-
herra Sameinuðu arabisku furstadæmanna
spáir því að olíufatið fari niður í fimm doll-
ara, haldi áfram sem nú horfir á olíumarkaði.
þegar til kastanna kom fóru ýmsir í baklás,
þannig að það eru um 50—60% lögreglu-
manna sem hafa sagt upp.
Einn lögreglumaður sagði við HP, „að það
væri rjóminn af lögregluliðinu, sem hefði
sagt upp“. Hann sagði: „Það eru góðu lögg-
urnar, menn með reynslu og þekkingu og
innsæi í starfi, sem eru að gefast upp. Eftir
munu sitja pappírsdrengirnir, nýliðar, blautir
bakvið eyrun, sem ekkert þekkja til lögreglu-
starfa."
Það hefur verið hreyfing á lögreglumönn-
um á síðustu misserum. Um 50 lögreglu-
menn hafa hætt í Reykjavík á síðasta eina og
hálfa árinu. Lögregluþjónar í borginni sögðu
að þetta hefði þýtt að hlutfall nýliða væri
meira en áður. Að sögn væru margir ný-
komnir úr skóla og hefðu viðdvöl í lögregl-
unni um skeið meðan þeir væru að ákveða
næstu skref í námi eða vinnu. Þessir menn
væru eins og farandverkamenn og ætluðu
alls ekki að gera löggæslustörfin að ævi-
starfi. „Margir þessara stráka nýtast mjög
illa. Við reyndir lögreglumenn erum hrein-
lega oft hræddir við að fara í erfið útköll með
óreynda stráka okkur við hlið. Ofbeldi og al-
varlegir glæpir færast í vöxt, en á sama tíma
er lögreglan veikari en fyrr. Þetta ástand
býður hættunni heim,“ voru orð lögreglu-
manns í Reykjavík.
Bjarki Elíasson yfiriögregluþjónn sagði í
samtali við HP að þessar uppsagnir lögreglu-
manna kæmu honum ekki á óvart. Hann
sagðist þó vonast til þess og reikna með því
Bush varaforseti fer
bónarveg að Jamani
olíumálaráðherra
Saudi-Arabíu.
Bandaríkin biðjast vægðar
í stríðinu um olíuverðið
Síðan Saudiarabar gáfust upp á að halda
olíuverði háu með því að takmarka sína eig-
in olíuvinnslu, hefur hráolíuverð lækkað um
tvo þriðju í dollurum, og enn meira sé tillit
tekið til lækkandi gengis bandaríkjadollars á
sama tíma. Þetta eru fagnaðartíðindi fyrir
.olíuinnflytjendur. Efnahags- og framfara-
stofnunin í París spáir auknum hagvexti í
iðnríkjum samfara þverrandi verðbólgu fyrir
tilstilli lækkandi orkukostnaðar.
En sé á heildina litið, eru það fyrst og
fremst Japan og olíuinnflutningsríkj Vestur-
Evrópu sem hagnast á lækkuðu olíuverði.
Fyrir Bandaríkin eru áhrifin í besta falli tví-
bent og geta hæglega orðið ískyggileg.
Ástæðan er, að í fyrsta skipti um langan ald-
ur leggjast áhrif verðsveiflna á orkugjöfum á
heimsmarkaði af fullum þunga á bandaríska
hagkerfið.
Fram á þennan áratug hefur bandarískur
orkumarkaður verið verndaður. Nú er sú
vernd úr sögunni. Miðstýring á verði hráolíu-
framleiðslu innanlands var afnumin upp úr
1980. Afnám miðstýringar á gasverði fylgdi
á eftir 1985. Afleiðingin er versnandi sam-
keppnisstaða bandarísks iðnaðar, sem ekki
nýtur lengur hagstæðara orkuverðs en
keppinautarnir. Sívaxandi viðskiptahalli
Bandaríkjanna gagnvart umheiminum fylgir
í kjölfarið.
Samtímis leggst uppsöfnuð skuldabyrði frá
undangengnum verðbólguáratug af ofur-
þunga á bandarískar fjármálastofnanir. Það
á jafnt við um erlenda og innlenda skuldu-
nauta. Bandarískir bankar tóku að sér að
ávaxta féð sem ríki OPEC græddu á olíuverð-
hækkun síðasta áratug. Að miklu leyti var
þessum fúlgum komið í lóg með lánum til
þróunarlanda, einkum í Rómönsku
Ameríku. Eftir að samdráttarskeið hófst í
heimsviðskiptum, eru skuldugu löndin í
greiðslukröggum. Lenging lána er sífelldur
höfuðverkur á alþjóðlegum fjármagnsmark-
aði. Nú er svo komið, að allir viðurkenna, að
afskrifa verður áður en lýkur vænan hluta af
360 milljarða dollara skuldum landa í Róm-
önsku Ameríku.
Svipuð vandkvæði eru uppi á fjármagns-
markaði innanlands í Bandaríkjunum.
Kreppa hefur ríkt í bandarískum landbúnaði
árum saman, og hafa bændur safnað skuld-
um sem taldar eru nema 225 milljörðum
dollara. Ljóst er að verulegur hluti af því fé
innheimtist aldrei og bakar lánastofnunum
fyrr eða síðar þungan skell.
Reagan forseti beitti á síðasta ári neitunar-
valdi til að afstýra gildistöku lagasetningar
þingsins um að fjármagna skuldaskil fyrir
bændur með fé úr opinberum sjóðum.
Bændur skyldu fá að takast á við aðlögun að
ríkjandi markaðsskilyrðum án samfélags-
aðstoðar.
Annað hljóð er nú komið í strokkinn, eftir
að markaðsöflin tóku að bitna harkalega á
bandarískum olíuiðnaði. Þá gerir Reagan
varaforseta sinn út af örkinni til Saudi-Arabíu
til að leggja að Jamani olíumálaráðherra að
hemja samkeppnina, sem þegar hefur orðið
neytendum um víða veröld til ómældra hags-
bóta.
Ástæður eru margar til að Reagan og Bush
rjúka upp til handa og fóta, þegar að olíuiðn-
aði Bandaríkjanna þrengir. Pólitískt vígi
beggja er sólarbeltið, frá Flórída í austri til
Kaliforníu í vestri, og þar eru olíuvinnsla og
hliðargreinar hennar höfuðatvinnuvegur.
Óhemju fjárfesting er orðin óarðbær við ríkj-
andi olíuverð, og vanskil á útistandandi
skuldum í þeirri grein boða enn eitt reiðar-
slag fyrir bandaríska bankakerfið.
Lækkandi olíuverð hefur áhrif á verðmæti
annarra orkugjafa. Hátt olíuverð undanfarin
ár hefur ýtt undir stórframkvæmdir við kola-
,nám, sérstaklega í vesturfylkjum Bandaríkj-
anna. Kolin sem þar koma úr jörðu eru ekki
lengur samkeppnisfær við innflutta olíu.
eftir Guðmund Árna Stefánsson
að viðræður milli aðila, lögreglumanna og
ráðuneytis, kölluðu fram lausn á þessu máli.
„Ég skil hins vegar vel gremju manna hér,“
sagði Bjarki. „Föst laun lögreglumanna eru
fyrir neðan allar hellur."
Margir viðmælendur HP í hópi lögreglu-
manna voru hins vegar svartsýnir á lausn
þessa máls. „Það virðist lítill vilji meðal ráða-
manna um að leiðrétta þetta óréttlæti," sagði
Ævar Pálmi Eyjólfsson lögreglumaður. „Og
ég veit til þess að margir þeirra sem hafa sagt
upp eru ákveðnir í því að hætta, hvernig svo
sem mál fara. Sumir þeirra jafnvel búnir að
tryggja sér atvinnu. Flestir vilja þó starfa
áfram, en þá aðeins aö verulegar umbætUr
sjái dagsins ljós.“
Það virðist svo sem víðtæk reynsla og
þekking lögreglumanna sé hátt skrifuð á hin-
um almenna vinnumarkaði. Að sögn hefur
lögreglumönnum, sem hætt hafa störfum,
gengið vel að fá vel launaða vinnu annars
staðar í þjóðfélaginu.
En hvað gerist, ef ekki næst saman í deil-
unni og uppsagnirnar verða að veruleika?
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn svaraði
þeirri spurningu: „Það verður neyðarástand.
Lögreglan mun þá ekki getað sinnt öðru en
hreinni neyðarþjónustu. Og það myndi taka
fleiri ár að þjálfa og byggja upp nýtt lið.“
„Lögreglan verður að sinna öllum erind-
um hversu ógeðfelld og erfið sem þau eru.
Við verðum að hirða það sem hinir þjóðfé-
lagsþegnarnir ýta frá sér og vilja ekki taka á.
Fólk myndi ekki trúa því ef sagt væri frá öll-
um þeim verkefnum sem lögreglan er neydd
til að taka á. Og fyrir þessa erfiðu vinnu eru
okkur síðan skömmtuð lúsarlaun. Þetta
gengur ekki lengur," voru orð lögregluþjóns
sem hefur starfað sem slíkur í 25 ár.
Erfitt er að spá um framvindu málsins, en
víst er að ef ekki semst og íslenskir lögreglu-
menn halda sínu striki og hverfa frá störfum
í hundruðavís á miðju sumri, þá mun hrikta
í stoðum löggæslunnar hérlendis. Og enginn
er herinn hérlendis til að ganga inn í störf
lögreglunnar, eins og þekkist erlendis.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Fram til þessa hefur Bandaríkjastjórn látið
svo, sem hún fagnaði lækkun olíuverðs og
myndi gera sitt til að þar fengi frjáls verð-
myndun á opnum markaði að ráða neytend-
um til hagsbóta. í samræmi við þetta hafa
Bandaríkjamenn stappað stálinu í stjórnir
Bretlands og Noregs að vísa á bug öllum
beiðnum OPEC um samvinnu af hálfu olíu-
ríkjanna við Norðursjó um að stýra fram-
leiðslumagni og þar með heimsmarkaðs-
verði.
Mótleikur Jamani olíumálaráðherra, þeg-
ar Bush kemur til Rijad kvartandi og kvein-
andi, virðist því nokkuð Ijós. Saudi-arabiski
ráðherrann hlýtur að benda bandaríska
varaforsetanum á, að lykillinn að sæmilega
stöðugu olíuverði og það háu að kjósendur
hans í Texas megi við una, sé að Bandaríkja-
stjórn beiti áhrifum sínum til að fá stjórnir
Bretlands og Noregs til að taka upp samráð
og samvinnu við OPEC. Sé því skilyrði full-
nægt, verði Saudi-Arabíu ekki skotaskuld úr
að ráða við bandamenn sína í samtökum
olíuframleiðsluríkja.
Margaret Thatcher og Káre Willoch mega
því eiga von á bandarískum þrýstingi, sem
beinist að því að þau vendi sínu kvæði í kross
hvað varðar olíuframleiðslustefnu og leggist
nú allt í einu á sveif með OPEC.
För George Bush til Saudi-Arabíu til að
biðjast vægðar fyrir bandarískan olíuiðnað
sýnir enn einu sinni, að Jamani hefur manna
skýrasta yfirsýn yfir valdahlutföll og aðstöðu
á olíumarkaði, þegar til langs tíma er litið.
Hann hefur ekki látið kveinstafi illa settra
OPEC-ríkja á sig fá, og það dugði til að
Bandaríkjastjórn varð loks að beygja sig. Nú
getur nýtt aðlögunarskeið hafist, en það ger-
ist ekki í skyndi frekar en aðrar vendingar á
þýðingarmesta hráefnismarkaði heims.
Saudiarabar vita sem er, að áköf olíuleit
síðasta áratug hefur ekki haggað því, að þeir
og næstu nágrannar þeirra eiga í jörðu meiri-
hluta sannaðs olíuforða jarðar. Olíumarkaðs-
fræðingar hafa fyrir satt, að við aldamót
verði aðeins tvö olíuútflutningsríki sem
nokkurs megi sín utan Persaflóasvæðisins,
Mexíkó og Noregur. Þá verður ekki vandi að
ráða markaðnum.
4 HELGARPÓSTURINN