Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 16
Af og til verður orðið „Félags-
dómur" algengt í fjölmiðlum og allri
þjóðmálaumrœðu, hvar svo sem
hún fer fram. Að undanförnu hefur
þetta orð einmitt gjarnan verið
nefnt í tengslum við vinnustöðvun
rafeindavirkja, sem tœpast hefur
farið framhjá nokkrum manni hér-
lendis. Það er hins vegar staðreynd,
að fœstir ólögfœrðir menn vita hvað
Félagsdómur er. Því var leitað fanga
hjá tveimur löglœrðum aðilum og
þeir beðnir um að útskýra fyrirbœr-
ið Félagsdóm með sem einföldust-
um hœtti.
Einn dómstóll fyrir
allt landið
Lára Júlíusdóttir, lögfræðingur
ASÍ, skrifaði einmitt kandídatsrit-
gerð um Felagsdóm í lögfræðideild
Háskóla íslands. Hún sagði, að
Félagsdóm mætti skýra með þeim
hætti, að um væri að ræða dómstól
í vinnumarkaðsmálum og að þetta
væri einn dómur fyrir landið allt.
Lög um Félagsdóm hafa verið í gildi
frá árinu 1938.
Samkvæmt upplýsingum Láru er
hér um að ræða sérstakan dómstól
og mál, sem heyra undir hann,
heyra þar með ekki undir aðra dóm-
stóla í landinu. Þetta er þar að auki
eins stigs dómstóll, sem þýðir, að úr-
skurði Félagsdóms er ekki hægt að
áfrýja til annarra aðila eða annars
stigs í dómkerfinu.
Hvaða mál skyldu það þá einkum
vera, sem tekin eru fyrir í Félags-
dómi? Þau eru: Brot á vinnulöggjöf,
ólögmæt verkföll, brot á kjarasamn-
ingum og túlkun á kjarasamning-
um. Mál af þessu tagi heyra undir
Félagsdóm og engan annan dómstól
landsins. Þess vegna var deila raf-
eindavirkja hjá ríkisútvarpinu, sjón-
varpi og Pósti og síma einmitt til
meðferðar hjá Félagsdómi. I ljós
kom hins vegar, að rafeindavirkjar
undu ekki niðurstöðu dómsins og
létu því uppsagnir sínar taka gildi,
þegar dómur hafði fallið þeim í
óhag.
Eins og kunnugt er, geta mál sem
tekin eru fyrir af hinum almennu
dómstólum, verið að velkjast í kerf-
inu svo árum skiptir. Þetta á hins
vegar ekki við um Félagsdóm, því
þar er reynt að leggja sem mesta
áherslu á fljótvirkni. Þau mál, sem
þar eru tekin fyrir, eru líka þess
eðlis, að afar nauðsynlegt er að nið-
urstaðafáist á sem allra skemmstum
tímá.
Fimm dómarar skipaðir
til þriggja óra í senn
Hvernig er þá þessi umræddi Fé-
lagsdómur skipaður? Lára Júlíus-
dóttir kvað dóminn skipaðan 5
dómurum og væru þeir allir
skipaðir til þriggja ára í senn.
Félagsmálaráðherra skipar forseta
dómsins, tveir dómarar eru skipaðir
af Hæstarétti og síðan eru tveir
dómarar skipaðir af þeim
heildarsamtökum, sem í hlut eiga.
Það þýðir, að þessir tveir
síðastnefndu dómarar eru annað
hvort tilnefndir af BSRB eða BHMR
og ríkinu, eða ASÍ og VSÍ — allt eftir
því hvaða heildarsamtökum við-
komandi mál tengist. Þess ber þó að
geta, að dómararnir eru ekki í jæssu
sem fullu starfi, heldur eru þeir
einnig í starfi annars staðar. Störf
þeirra í Félagsdómi bætast þannig
við þeirra föstu vinnu.
Núverandi forseti Félagsdóms er
Ólafur St. Sigurðsson, sparisjóðs-
stjóri í Kópavogi. Dómarar tilnefnd-
ir af Hæstarétti eru Björn Helgason,
hæstaréttarritari, og Gunnlaugur
Briem sakadómari. Hinir dómararn-
ir tveir eru breytilegir eftir því
hvaða samtökum viðkomandi mál
tengist, en þeir þrír sem nafngreind-
ir hafa verið eru ,,hinn fasti kjarni"
í dómnum. Sem fyrr segir, er Félags-
dómur skipaður til þriggja ára í
senn. Núverandi starfstímabil renn-
ur út í október á þessu ári.
Ekki hægt að ófrýja
Einn af dómurum Félagsdóms,
Björn Helgason, féllst á að svara
nokkrum spurningum um störf og
verksvið dómsins. Hann var fyrst
inntur eftir því, hvort ekki væri í
neinum tilvikum hægt að áfrýja nið-
urstöðum Félagsdóms.
„Nei, efnisdómum Félagsdóms er
ekki hægt að áfrýja. Þeir eru endan-
legir. I 67. grein laganna um Félags-
dóm segir orðrétt: „Úrskurðir og
dómar Félagsdóms eru endanlegir
og verður ekki áfrýjað." Það er
ákveðið í lögunum sjálfum.
Á þessu eru þó undantekningar,
eins og segir í lögunum: „Þó má inn-
an viku frá dómsuppsögu eða úr-
skurði áfrýja til Hæstaréttar frávís-
unardómi eða úrskurði um frávís-
un.“ Svo eru nokkur fleiri tilvik, úr-
skurður um skyldu til að bera vitni
og svo framvegis. Aðalreglan er hins
vegar sú, að dómsúrskurðir Félags-
dóms eru endanlegir.
Það kemur ákaflega oft upp sú
spurning, hvort málið heyri undir
Félagsdóm eða almenna dómstóla. I
slíkum tilvikum krefst kannski ann-
ar aðilinn frávísunar, ef hann telur að
málið heyri ekki undir Félagsdóm.
Þá gerir hann kröfu um frávísun og
Hæstiréttur úrskurðar um það — af
eða á.
Slíkum úrskurðum er hægt að
áfrýja til Hæstaréttar. Það er sem
sagt Hæstiréttur, sem ákveður hvort
Félagsdómur heldur áfram með
málið eða hvort hann á ekki að fara
með málið."
ASÍ, fyrir hönd Iðju,
fyrir hönd Jóns Jónssonar
— Mér skilst að það geti ekki hver
sem er farið með mál fyrir Félags-
dóm. Erþaö rétt, að eft.d. Jón Jóns-
son verkamaður í Iðju vill leita rétt-
ar síns, verði ASÍað vera málsaðili,
,,fyrir hönd Iðju, fyrir hönd Jóns
Jónssonar"?
„Já, aðallega er það þannig. Þó er
nú getið um undantekningar í lög-
unum. Sambönd verkalýðsfélaga og
atvinnurekenda eiga að reka mál
meðlima sinna fyrir dómnum, en ef
samband eða félag neitar að höfða
mál, er aðila heimilt að höfða málið
sjálfur. Hann verður þá að leggja
fram sönnun um synjun viðkom-
andi félags."
— Er það þá heildarsamtökin,
sem borga kostnaðinn, og ekki ein-
staklingurinn?
„Það þykir mér nú sennilegast.
Oftast er hins vegar kostnaður við
Komið og lítið á eitt
glæsilegasta bílaúrval landsins
í 800 m2 svninaarsal
Af HV3QÍÐL á söiuskrá. LÁG M Ú Ll 7
Vantar nýja ® (bak vjö Vörumarkaðinn)
SÍMI 68-88-88
16 HELGARPÓSTURINN