Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 30
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
Föstudagur
4. apríl
19.25 Krakkaefni.
20.00 Fróttir. Edda ábúðarfull og einhver
annar við hliðina á henni. Blátt um-
hverfi og einhver stórborg í baksýn.
20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. Því
miður. Endursýning í svart-hvítu sem
allir geispa yfir og enginn botnar í af
hverju er verið að sýna.
21.00 Þingsjá. Skyggnst inn í draumaverk-
„ smiðjuna viö Austurvöll.
21.15 Kastíjós. Smámál gerð að stórmál-
um.
21.50 Sá gamli. (Ekki bein útsending með
Steingrími.) Þýskur krimmi.
22.50 Seinni fréttir.
22.55 Brotinn spegill. Bresk sakamála-
mynd frá árinu 1980. Handrit eftir
sögu Agötu Christie. ★★
00.50 Góða nótt.
Laugardagur
5. apríl
16.00 íþróttir. Enska knattspyrnan.
19.25 Búrabyggð. Þáttur í brúðuformi af
æsku Jóns Helgasonar ráðherra.
20.00 Fréttir. Edda situr ennþá og enn.
ábúðarfyllri á svip. Einhver af strákun-
um við hennar hfið.
20.35 Dagbókin hans Dadda (ekki Denna).
21.05 Spurningakeppni framhaldsskól-
anna. Hverjir spyrja? Hverjir svara?
Fylgist með!
21.40 Töfraheimur Paul Daniels. Breskur
skemmtiþáttur.
22.30 Undir álminum. Bandarísk bíó-
mynd gerð eftir leikriti Eugene O'Neil.
★ ★★
00.30 Allt búið.
Sunnudagur
6. apríl
17.00 Hugvekja. Prestur fær okkur til að
hugsa um það sem við ætluðum að
hugsa um en gleymdum af því að við
vorum að horfa á sjónvarpið.
17.10 Á framabraut. Hrafn Gunnlaugsson
segir frá störfum sínum.
18.00 Stundin okkar. Hverra?
18.30 Endursýnt efni. Enn einu sinni!
Hvað, eigum við ekki að borga afnota-
gjöldin í gömlum krónum?
20.00 Fróttir. Edda situr enn og ekki sést
votta fyrir brosi. Var kauphækkuninni
synjað? Hvað er að gerast? Fylgist
með útsendurum Ingva Hrafns brjóta
þjóðfélagið til mergjar.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Hugvekja frá
dagskrárdeild.
20.50 Kvöldstund með listamanni. Haf-
liði Hallgrímsson segir Skotabrand-
ara.
21.30 Kjarnakonan. Bandarískur fram-
haldsþáttur. Uppáhaldsþáttur Sigríð-
ar Dúnu.
22.20 önnur veröld. Fyrri hluti. Kanadísk
sjónvarpsmynd um konu sem ber
brjóstkrabba.
23.50 Dagskrárlok. Að sinni.
.©
Fimmtudagskvöldið
3. apríl
19.00 Kvöldfrétt af miðunum.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson
kvartar.
20.00 Á ferö. Sveinn Einarsson fer hjá
sér...
20.30 Jónfóníumúlinn í Háskólabíói.
Árnason lýsir göngulagi stjórnandans
fram og aftur um sviðið sviðið.
21.15 Um skáld á Spáni.
22.25 Fimmtudagsumræðan. Atli Rúnar
ræðir.
23.25 Kammertónleikar þangað til allir
geispa svo mikið að útvarpinu verður
ekki stætt að senda lengur út. Þá frétt-
ir, þularkveðja. Suð. ..
24.00 Suð.
Föstudagurinn
4. apríl
07.00 Þulur býður góðan dag og Hann hon-
uml
07.15 Morgunvaktin og trimm (plús has-
sperrur síðdegis...)
09.05 Morgunstund barnanna. Einar Bragi
gúddígallarallírælar í eyru yngstu
kynslóðarinnr sem hlustar með öðru.
09.45 Þingfréttir eru góðar fréttir.
10.40 Þáttur að norðan!
11.10 „Sorg undir sjóngleri" Séra Gunnar
celló Björnsson grætur þýðingu
sína.
11.30 Morguntónleikarnir.
12.20 Hádegisfrétt af Leidí Dæ til dæmis.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Sveiflur. Sverrir Páll Erlendsson
sveiflar nokkrum tónum milli lands-
hluta. Rúvak — sænska sjónvarpið.
16.20 Síðdegistónleikarnir vinsælu.
17.00 Helgarútvarp Vernharðs Linnets.
Börnin sjá um hann.
17.40 Úr atvinnulífinu. Ekkert spaug um
það.
19.00 Spaugilegar kvöldfréttir. Aðallega
sniðugar en sumpart broslegar og
nokkrar næstum kitlandi.
19.45 Þingmál. Atli Rúnar ræðir meira.
19.55 Daglegt mál. örn Ólafsson flytur
þáttinn (en hvert, eru menn bara ekki
sammála um. . ?)
20.00 Lög unga fólksins. Aldurstakmark
óákveðið.
20.40 Kvöldvaka. Aldurstakmark ákveðiö.
21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir ákveð-
inn (að vanda).
22.25 Kvöldtónleikar. „Gott heiti á þætti"
einsog fram kom svo glögglega í slð-
ustu hlustendakönnun RUV.
23.00 Heyrðu mig — eitt orð. Kolbrún
Halldórsdóttir sperrir vinstra eyrað
en klórar sér með því hægra!
00.05 Djassþáttur. Jón Múli Árnason spil-
ar ekki diskó.
01.00 Diskó-dagskrárlok í beinni útsend-
ingu.
Laugardagurinn
5. apríl
07.00 Gú-da. ..
07.30 Söngur kóranna í útvarpssal.
*
Eg mœli meö
Rás 2, sunnudaginn 6. apríl, klukk-
an 18.00 — Nýjung — „Um þetta
leyti". Þáttur í umsjón Sigfinnar
Schiöth og fjölskyldu. I þessum
þáttum, sem veröa alls 1800 að
tölu en er samt ætlað að verða
sjaldan á dagskrá — eða eftir því
sem hjá verður komist — verður
eiginlega bara spiluð tónlist (mjög
létt) og samt þannig að svolítið
heyrist í umsjónarmönnunum sem
verða sjö hverju sinni, ásamt
Georgi Magnússyni, tæknimanni.
09.30 Óskir vinsælustu sjúklinganna. . .
11.00 Á tólfta tímanum.
12.20 Hádegisfréttir af árekstrum á götum
úti og heima fyrir.
13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur.
15.00 Miðdegissagan.
15.50 íslenskt mál.
16.20 Listagrip.
17.00 Leikrit.
17.30 Klassík.
19.00 Fróttir.
19.35 Grín.
20.00 Harmóníkuþáttur. „Og ég sem hélt að
þessi þáttur ætlaði aldrei að byrja,"
kvað þá Gunnlaugur gamli og saug
grimmilega upp í nefið svo snörlaði
miður geðslega.
20.30 Þáttur að norðan!
21.20 Vísnakvöld.
22.25 Þáttur að noröan.
00.05 Jón örn Marinósson. . .
01.00 . . .með þátt sem endar.
Sunnudagurinn
6. apríl
08.00 Morgunandakt. Séra Þórarinn Þór til-
biður Hamarinn.
08.35 Létt morgunlög?
09.05 Þung morgunlög?
10.25 Út og suður. Friðrik Páll Jónsson kem-
ur ferðasögum á framfæri.
11.00 Messa. Séra Erik Guðmundsson kem-
ur Guði á framfærslu hins opinbera.
12.20 Frétt.
13.30 Grímur Thomsen. Þáttur um hann
og pabba og mömmu.
14.30 Miðdegistónleikar.
15.10 Um leyniþjónustur. Friðrik Páll Jóns-
son segir frá kynnum sínum af KGB,
CIA og álíka traustum vinnustöðum.
16.20 Vísindi og fræði.
17.00 Síödegistónleikar.
19.00 Fréttir.
19.35 Erindi.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.25 íþróttir. Samúel örn Erlingsson fjallar
um helstu beinbrot og náratogn-
anir vikunnar.
22.40 Svipir.
23.20 Kvöldtónleikar.
00.05 Milli svefnsog vöku. Einn svona Ijúfur
í dagskrárlok sem eru. . .
00.55 núna!
£
Fimmtudagskvöldið
3. apríl
20.00 Spilaö. . .
21.00 . . .spjallað. . .
22.00 . . .sprangað. . .
23.00 . . .spurt. . .
24.00 . . .
Föstudagurinn
4. apríl
10.00 Morgunþáttur. Páll Þorsteinsson og
Ásgeir Tómasson leika sér að plötu-
safni stofnunarinnar. Tæknimaður
Georg Magnússon.
12.00 Matur.
14.00 Fttsthólfiö. Valdís Gunnarsdóttir leitar
full örvæntingar í galtómu boxinu.
16.00 Jón Ólafsson leitar líka. Og finn-
ur. . .
17.00 . . .á sér!
18.00 Matur.
20.00 Hljóðdósaverksmiðjan. Tækni-
maður Georg Magnússon.
21.00 Dansrásin. Hermann Ragnar Stefáns-
son stígur sporin á Singer, Husquarna
og Mulinette...
eftir Sigfinn Schiöth
22.00 Rokkrásin. Snorri Már og Skúli Helga
tala milli laga.
23.00 Á næturvakt með Georgi Magnús-
syni.
03.00 Hún búin.
Laugardagurinn
5. apríl
10.00 Morgunþáttur. Grautþunn þjóð plöt-
uð framúr með framúrstefnutónlist.
12.00 Matur (frá því í gær (að hætti Georgs
Magnússonar)).
14.00 Laugardagur til lukku. Svavar Gests
sprangar sig í gott skap. (Og hringir í
nokkra „löggilta hálfvita" að eigin
sögn. )
16.00 Listapopp. Sigurður Þór Salvarsson
kynnir maís-uppskeruna sunnan hafs
og norðan.
17.00 Hringborðið. Erna Arnardóttir spyr
fólk hvort því finnist hitt lagið betra
en hitt...
17.15 .. .það hugsar sig um. . .
17.20 .. .vel og lengi. . .
17.35 . . .þannig að umsjármaður ör-
væntir...
17.45 . . .tekur loks af skarið sjálf...
17.50 .. .og svarar bara, prívat og persónu-
lega, í fullri einlægni, opinskátt og
hreinskilnislega: „Nei, mér hefur nú
alltaf líkað betur við McCartney!"
18.00 Hlé, þessvegna.
19.00 Framhaldshlé vegna þess.
19.30 Hlé vegna framhaldsins.
19.45 Hlé á táknmáli.
20.00 Línur. Þáttur án spiks.
21.00 Milli stríða. Þáttur í friði.
22.00 Bárujárn. Þáttur með klæðningu.
23.00 Svifflugur. Þáttur í loftinu.
24.00 Á næturvakt. Þáttur í þættinum.
03.00 Ding-dong: „Nei, hann er ekki
heima..."
Sunnudagurinn
6. apríl
13.30 Salt í samtíðina.
15.00 Dæmalaus þáttur.
16.00 Vesældarlistinn.
18.00 Um þetta leyti. Þáttur í umsjón Sig-
finnar Schiöth og fjölskyldu. í þess-
um þáttum, sem verða alls 1800 að
tölu, en er samt ætlað að verða sjald-
an á dagskrá — eða eftir því sem hjá
veröur komist — verður eiginlega
bara spiluð tónlist og samt þannig að
svolítið heyrist í umsjónarmönnum
sem verða sjö hverju sinni, ásamt
Georgi Magnússyni, tækni-
manni.
18.00 Fine.
Svæðisútvarp virka daga.
17.03—18.00 Reykjavík án Hveragerðis —
FM 90,1 MHz.
17.03—18.30 Akureyri meö Hrafnagils-
stræti — FM 96,5 MHz.
UTVARP
Að rabba í eina átt
SJÓNVARP
eftir G. Pétur Matthíasson
Dýrðardagar um páska
Það var svolítið kostuleg tilviljun, og
kannski ekki tilviljun, að í fjölmiðlapistli
sinum á þriðjudagskvöld kvartaði Margrét
S. Björnsdóttir, einn af ræðumönnum út-
varpsins um fjölmiðla, yfir því, að þær
breytingar, sem orðið hafa á dagskrá sjón-
varpsins hefðu allar verið á einn veg. Hún
var semsé ósátt við þá áherzlu, sem lögð
hefur verið á að skemmta landslýð á kostn-
að uppfræðslu að hennar mati. Kostuleg
tijviljun vegna þess, að fyrsti þáttur eftir
fréttir í sjónvarpinu sama kvöld var alveg
prýðisgóður skemmtiþáttur í tilefni dags-
ins, fyrsta apríl, allt í plati náttúrlega. Uti í
sjoppu heyrði ég unga stúlku segja frá
þættinum og sagði hún eitthvað á þá leið,
að í sjónvarpinu hefði ,,bara verið heilt ára-
mótaskaup". Og það er engin furða, að
stúlkan skuli hafa tekið svona til orða, því
fram til þessa hefur sjónvarpið talið það
skyldu sína aðeins einu sinni á ári að
skemmta landslýð, hafa á dagskrá
skemmtiþátt, sem þjóðin hefur beðíð eftir
í eftirvæntingu í heilt ár.
En stöldrum nú við, þetta á víst að vera
útvarpspistill. Og það var reyndar útgangs-
punkturinn. Hvers vegna er Margrét að
kvarta? Og er kvörtun hennar á rökum
reist?
Að mínu mati er það út í hött að kvarta
yfir því, að loksins skuli vera kominn
húmor og léttleiki í innlenda dagskrárgerð.
Hins vegar má jafnframt til sanns vegar
færa, að þessi dagskrárgerð hafi komið nið-
ur á annarri innlendri dagskrárgerð. En
hvaða lærdóma drögum við af þessu? Að
minnsta kosti þann, að hingað til hefur
ekki verið lagt nógu mikið fé, og ekki nógu
mikil áherzla, á frétta- og fræðsluefni. Eg
tek undir með Margréti um það. Nú er ég
aftur kominn í sjónvarpsumræðuna og ef
pistillinn á að standa undir nafni verð ég að
fara að snúa mér að útvarpinu. Og skal það
reynt nú.
Það var vel til fundið hjá útvarpsmönn-
um að fá fólk úti í bæ til þess að rabba um
fjölmiðlana. Þarna koma oft þarfar ábend-
ingar og athugasemdir og stundum sitt-
hvað, sem maður vildi gjarnan ræða frekar.
Það er nefnilega svo, eins og Margrét benti
á í framangreindum pistli, að við sem sitj-
um fyrir framan útvarp erum ,,passívir“
áheyrendur. Við erum mötuð af þessum
einhliða (einnar leiðar) miðli og vildum
gjarnan svara talandanum strax. En því
verður ekki viðkomið. Við erum mötuð og
höfum illa færi á því að andmæla eða rök-
ræða sjónarmiðin við þann, sem flytur
þau. Sama gildir um mötun Margrétar og
þá mötun, sem Margrét kvartaði yfir.
Og er það ekki svo með flesta miðla,
Margrét? Ekki fer maður að rífast við bók-
ina, sem maður heldur á? Einhvern veginn
finnst mér, að Margrét hafi verið að kvarta
yfir því, sem kallað er á ensku „one way
communication", þ.e. miðlun, sem gengur
eingöngu í aðra áttina, sem er áhorfandinn,
hlýðandinn eða lesandinn.
Um þetta má svo ræða á málþingum.
Eða í blöðum.
Þetta er stórt og mikið mál.
Heilu kvöldin án sjónvarps, er hægt að
hugsa sér það skemmtilegra? Nú er ég viss
um að allir hafi gert það sem þeir hafa
ætlað að gera lengi en hafa ekki gert vegna
þess að sjónvarpið var svo áhugavert. Stað-
reyndin er að sjónvarpið er gifurlegur
timaþjófur og hefur verið það í vetur þar
sem dagskráin hefur verið mjög góð, of
góð!
Framhaldsþættirnir eru verstir, þeir
góðu. Að ánetjast einum slíkum þýðir
nokkur kvöld. T.d. hafa þriðjudagskvöldin
í vetur byrjað með stórgóðum þáttum um
sjónvarpið sjálft og síðan verið á dagskrá
framhaldssakamálaþættir, margir mjög
góðir. Sérstaklega þó sá ítalski, Kolkrabb-
inn. Því sat maður límdur við kassann og
fór hvergi. Núna er önnur tíð.
Þegar þetta er skrifað er ekki vist hvern-
ig fer, hvort rafeindavirkjar snúi til baka
eða snúi baki við sjónvarpinu. Það skiptir
ekki máli nema helst fyrir rafeindavirkjana
og svo auðvitað myndbandaleigueigendur
sem hafa grætt á tá og fingri þessa sjón-
varpslitlu daga.
Vitanlega var horft á það sem upp á var
boðið um páskana, svona að mestu leyti.
Þættirnir um Jesú okkar frá Nasaret voru
alveg ágætir, nema hvað í þeim var engin
spenna, ef til vill vegna þess að maður
hafði lesið bókina og vissi hvernig hún end-
aði. Annars var greinilega reynt að gera
söguna trúverðugri en hún er í Biblíunni,
sennilega fyrir hina lítttrúuðu. Svik Júdas-
ar voru mun skiljanlegri eftir að búið var
að gera hann að pólitíkusi og mennta-
manninum í lærisveinahópnum. Svikin
voru ekki svik heldur misskilningur, því
Júdas var með opinn huga en lokað hjarta
einsog pólitíkusar gjarnan eru. Hitt atriðið
sem mér þótti mjög trúverðugt og
skemmtilegt að sjá, var hvernig staðið var
að krossfestingunni. Að Jesú og morðingj-
arnir tveir skyldu hafa verið hífðir upp á
stóra grind en ekki sjálfstæða krossa er
mun líklegra en hitt. Hér voru líka morð-
ingjarnir negldir upp en vanalega hefur
Jesú einn verið negldur sem auðvitað er
óskiljanlegt, svo sérstakur hefur hann ekki
verið í augum Rómverja. Sem sagt, ágætir
þættir en það vantaði í þá spennuna.
Það eru flestir búnir að gleyma því að
fyrir fáum árum var sjónvarpið lokað í einn
mánuð á ári, í júlí. Þá fóru allir starfsmenn
sjónvarpsins í sumarfrí og þurfti ekki að
ráða sumarafleysingafólk. 1 ljósi þessara
fáu sjónvarpsdaga uppá síðkastið legg ég
til að aftur verði tekin upp júlílokun. Með
þvi sparast stórfé sem mætti í staðinn nota
í innlenda dagskrárgerð, þjóðin fær frí frá
sjónvarpinu í heilan mánuð og það verður
kannski aftur menningarlegasta sjónvarp í
heimi samkvæmt Guinness.
30 HELGARPÖSTURINN