Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 2
UNDIR SOLINNI Vísindin efla alla dáð Þeir voru að útdeila styrkjum úr Vísinda- sjóði hérna um daginn, góðir nefndarmenn og grandvarir, samtals 43 milljónum. Vænt- anlega renna þeir peningar óskiptir til óunn- inna stórafreka á sviði vísindanna, tíma- mótarannsókna, uppgötvana sem eiga eftir að breyta rás sögunnar, ekki síður en atóm- sprengjan, afstæðiskenningin og pé-pillan. Náttúrlega er rétt og skylt að efla hið marg- lofaða og sér-íslenska hugvit eftir föngum og varla er neinn svo afturhaldssamur að hann sjái ofsjónum yfir því að Vísindasjóður hafi úr gnótt fjármuna að moða. Því hvað er ekki viðkvæðið á hátíðastundum og mannamót- um: íslenska hugvitið — það er okkar stærsta auðlind! Hana ber að virkja. Athugi maður yfirlitið yfir styrkveitingar þessa árs kennir auövitað fjölbreytilegra grasa, og greinilegt að íslendingar eru í fram- sókn í flestum greinum vísindanna; bæði þeim sem flokkast undir raunvísindi og þeim sem nefnast einu nafni hugvísindi. A kanti raunvísindanna rannsaka menn tilaðmynda ýmisleg smádýr sem þjóðinni eru svo kær; Tvívarp hjá snjótittlingum, hitakærar örver- ur í íslenskum hverum og laugum, útbreiðslu legionella pneumophilia í stórhýsum á ís- landi, kálfluguna og lífsferil hennar, íslenska villiminkastofninn, lambavanhöld í sumar- högum og júgurbólgur í kúm. Þar ráða vís- indamenn líka í ýmsar óleystar gátur stærð- fræðinnar; táknareikning og ólínulegar diffurjöfnur, fágaðar keilur, vöxt Fourier- Laplace ummyndana og gera ennfremur löngu tímabært tölfræðilegt mat á sókn í fiskistofna. Meðal þess sem læknar rannsaka eru mót yfir- og leðurhúðar í lupus eryhematosus með notkun einvirkra mót- efna og merkjafræðileg úrvinnsla úr svefn- heilariti. Allt saman gefur þetta fyrirheit um að þjóðin sé ekki á flæðiskeri stödd í vísind- unum, þráttfyrir eilífan fátæktarbarlóm í há- skólamönnum. Á kanti hugvísindanna eru viðfangsefnin ekki síður merkileg, og að mínu mati kannski ennþá merkilegri. Eða var ekki löngu tímabært að gefa samsemd íslendinga í Norður-Dakóta nánari gaum, eða grótesk- um atriðum í íslendingasögum með sérstöku tilliti til Fóstbræðrasögu, að ógleymdri tilvist jafnvægis í líkani með framleiðslu og sköruð- um kynslóðum (overlapping generations) og tengslum milli félagsþroska skólabarna og hugmynda þeirra um eigin athafnir í sam- skiptum við kennara. Það er líka gott til þess að hugsa að við íslendingar höfum enn ekki gefist upp við að rannsaka tokharska hljóð- sögu til hlítar, og ekki heldur alvarleg hegð- unarvandkvæði í 1. bekk grunnskóla eða túlkun íslenskra fornbókmennta í Þýska- landi á tímabilinu 1900—1945. Og ekki eru íslenskir vísindamenn frekar en áður bangn- ir við að glíma við þann torskilda speking Friedrich Hayek — enda veit ég ekki betur en að heil rannsóknarstofnun, kennd við löngu andaðan forsætisráðherra, fáist við það eitt að gera kenningu hans tæra og aug- ljósa. En hann Hannes er sumsé þarna á blaði með vísindamönnum. Sjálfur gleymdi ég að sækja um Vísinda- sjóðsstyrk þetta árið, rétt einsog ég gleymi ár eftir ár að sækja um starfslaun listamanna, styrk úr rithöfundasjóði, leikritaskáldsstyrk Þjóðleikhússins, íbúðina i húsi Jóns Sigurðs- eftir Egil Helgason sonar, samnorrænan burtfararstyrk biaða- manna og fjölmarga aðra styrki sem ég álít mig vera vel að kominn — tildæmis styrk til að sækja námskeið hjá Stjórnunarfélaginu. Og af einhverjum ástæðum ferst það alltaf fyrir að mér séu veitt listamannalaun eða bjartsýnisstyrkur Bröstes. Það er náttúrlega alveg hárrétt mótbára að ég hef ekki getið mér tilskilda prófborðs- frægð til að verðskulda Vísindasjóðsstyrkinn ósjálfrátt — ég er hvorki magister né doktor. En í staðinn held ég sé ekki örgrannt um að blundi í mér alþýðlegur fræðimaður af gamla skólanum, innri maður sem gæti hæg- lega fellt sig við þau örlög að sitja yfir feyskn- um skræðum eða gulnuðum dagblöðum á Landsbókasafni, verjandi starfskröftunum í að skrásetja skipstapa við Snæfellsnes á öld- inni sem leið ellega sögu hálfgleymdra kaup- félaga í eyðifjörðum. Tæpast heid ég að Vís- indasjóði sé stætt á því að hunsa algerlega rannsóknarstörf af þessu tagi — slíkt er nátt- úrlega vanvirðing við þann stóra skerf sem alþýðulegu fræðimennirnir svokölluðu hafa lagt til menningar okkar. Eg hef raunar látið hugfallast, tilraunir mínar til að grafast fyrir um það hver var fyrsta köngurlóin hafa mætt skilningsleysi; hvenær sú skepna barst hingað til lands — hvort það var fyrir eða eftir kristnitöku, siða- skipti eða tyrkjarán. Þarna hefði styrkur úr raunvísindageira Vísindasjóðs líklega getað skipt sköpum. Eg er líka búinn að slá því á frest að finna höfund Njálu, en hinsvegar fæ ég ekki séð hvernig hugvísindageiri Vísindasjóðs gæti varið það að synja mér styrks til að komast að því hvenær fyrsti negrinn kom til Þing- valla — burtséð frá vöntun á magisterspróf- um og doktorsritgerðum. Já, ég spyr: Hvenær kom fyrsti negrinn — Morgunblaðið kallar fólk af þessum kynþætti reyndar blökkumenn — til Þingvalla, Öxarviðána? Var það fyrir eða eftir fullveldið, alþingishá- tíðina, lýðveldið eða máski löngu fyrr eða síðar? Nú þykja náttúrlega engin tíðindin þótt hörundsdökkt fólk komi og dáist að hin- um forna þingstað, en einhver var jú ábyggi- lega fyrstur og sá á heima á spjöldum sög- unnar. Eða einsog sagt er á hátíðastundum, mannamótum og tyllidögúm: VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ! HAUKUR í HORNI „How do you like lceland?" 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.