Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 3
FYRST OG FREMST
Hvalfangernes encste váben var
den harpun, de holdt i hánden,
mens de ventede pá, at vi skulle
komme op af vandet for at træk-
ke vejret.
EINN AF þessum meðvituðu
feðrum í landinu, en af þeim er
víst talsvert til, rak í rogastans fyr-
ir fáeinum dögum þegar hann leit
við í bókabúð að kaupa nýjasta
hefti af teiknimyndasögunum hans
Walt Disney sem hingað koma frá
Ameríku via Kaupmannahöfn.
Þær fjalla sem kunnugt er um
kvikindin Andrés önd og Mikka
mús. Ein sagan í þessu hefti,
fjallaði hinsvegar um hvali og er
víst öll á eina lund: Veiðimenn
þeirra eru gerðir að verstu
illmennum og nánast réttdræpum
skepnum á meðan hvalirnir eru
dásamaðir fyrir greind og
geðslegar tilfinningar. Þessi
einstaka teiknimyndasaga er
reyndar sögð af vörum eins úr
hvalastofninum, sem við vitum því
miður ekki hvaða nafn ber, en
óhætt er að ímynda sér að sú
persóna eigi eftir að festa sig í
sessi á spjöldum Disney ef svo fer
sem horfir um að friðunarsinnum
vaxi'fiskur um hrygg á komandi
misserum. Það er af föðurnum að
segja, sem getið var ofar, að hann
skilaði aftur heftinu í búðina og
fékk Tinna-bók í býttum. . .
HELGARpósturinn gerði sigur-
för hljómsveitarinnar Faralds um
landsbyggðina ítarleg skil í síðasta
tölublaði — svo ítarleg að einni
aðalstjörnunni í hópnum varð ekki
um sel, nefnilega grínaranum
Eggert Þorleifssyni. Eftir lestur
greinarinnar virðist Eggert hafa
álitið að Helgarpósturinn væri bú-
inn að taka af honum ómakið við
að grína, því á dansleik í Stykkis-
hólmi á föstudagskvöldið hóf hann
mál sitt með þeim orðum að hann
þyrfti varla að kynna hljómsveit-
ina. ,,Þið flettið bara uppá síðu
þrjátíuogsex í Helgarpóstinum
ykkar,“ sagði Eggert...
MÖRGUM ER vafalaust í
fersku minni er Helgarpósturinn
birti niðurstöður skoðanakönn-
unar þar sem í ljós kom að
drjúgur hluti landsmanna vildi
gjarna flytjast búferlum af landinu
um lengri eða skemmri tíma. Það
var því ekki ónýtt að lesa grein í
nýju hefti Samfélagstídinda, tíma-
riti þjóðfélagsfræðinema við Há-
skólann, er ber heitið „Út vil ek“
en hún fjallar um rannsóknir á
landavali 10 til 15 ára unglinga.
Þar greina Þorbjörn Brodda-
son og fleiri frá niðurstöðum
kannana frá 1968, 1979 og 1985
út frá svörum úrtaks þessa aldurs-
hóps við ofannefndri spurningu og
eru breytingarnar á þessu 17 ára
tímabili all athyglisverðar.
Árið 1968 settu 23% aðspurðra
Danmörku í fyrsta sæti, í öðru
sæti var Bretland með 17% og því
næst komu Noregur og Banda-
ríkin með 15% hvort land. Þetta
fólk er nú á aldrinum 27—32 ára.
Árið 1979 bregður hins vegar svo
við að Bandaríkin lenda í fyrsta
sæti með 21%, Noregur fær 16%,
Svíþjóð 13%, en Danmörk er
komin niður í 11% — helmingi
færri velja þetta fyrrum herraríki
okkar. Þá var hlutfall Bretlands
komið úr 17% í 8% og segir í
greininni: „Þessar litlu vinsældir
Bretlands árið 1979 gætu stafað af
þorskastríðunum á sjöunda ára-
tugnum". Árið 1985 gerist það
hins vegar að sama land, Bret-
land, lendir í efsta sæti með 22%,
en í næstu sætum koma Banda-
ríkin með 15% og Danmörk með
14%, en hlutur Noregs er dottinn
niður í 7%. Á 17 ára timabili var
hlutfall Norðurlandanna allra farið
úr 49% árið 1968, í 30% árið 1985,
hlutfall Bretlands og Bandaríkj-
anna úr 32% í 37% og hlutfall
annarra landa úr 19% í 33%.
Hinar auknu vinsældir Bretlands
eru umhugsunarverðar og ekki
síst röksemdir unglinganna fyrir
valinu: „Bretland er valið vegna
þess hversu skemmtilegt er að búa
þar, en einnig vegna íþrótta (fót-
boltans) og þekkingar á tungu-
málinu." Að unglingar taki Bret-
land í sátt eftir þorskastríðin virð-
ist samkvæmt þessu ekki síst að
þakka útsendingum sjónvarpsins á
ensku knattspyrnunni! Það er því,
að því er virðist, ekki úr vegi að
álykta sem svo að Bjarni Felixson
hafi afar sterk áhrif á mótun
heimsmyndar íslenskra ung-
menna.
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Flokkssamþykkt
Albert fékk sinn auð til baka „Fletti DV með uinnuvettlingunum og hendi
í óvísun fró Gvendi jaka. þeim á eftir"
Þessu máli er þar með lokið, þungur biti fór í kokið. JOHANN OLAFSSON BONDI I SVARFAÐARDAL í SPJALLI VIÐ DAG 11. JÚLf, M.A. UM SKRIF FJÖLMIÐLA UM LANDBÚNAÐINN, S.S. LEIÐARASKRIF JONASAR KRISTJÁNSSONAR I DV.
Niðri
Hver er þessi Rikki?
Bubbi Morthens
„Það er bara rikkinn í okkur öllum."
— Hvað er rikkinn í okkur?
„Það er það góða í okkur, já, já, það held ég."
— Hefur Blús fyrir Rikka" verið lengi í smíðum?
„Nei, nei, og þó. Það má segja að hún hafi tekið nokkurn
,tíma því á henni má finna upptökur alveg frá því áður en is-
bjarnarblús kom út. Og allt fram á þennan dag. í rauninni var
hún ekki lengi í smíðum eftir að búið var að taka ákvörðun um
að gera hana. Þá gekk þetta mjög fljótt fyrir sig. En það var í
kringum mars sem við ákváðum að gera þessa plötu."
— Er platan ef til vill sýnishorn af þínum ferli?
„Já, hún er sýnishorn af trúbadorsferlinum. Hún er einhvers-
konar þverskurður þess ferils."
— En markar hún tímamót?
„Nei, hún gerir það ekki. En næsta plata markar tímamót. Sú
plata kemur út í október eða nóvember. Hún kemur til með að
marka tímamót hjá mér í sambandi við sánd, hljóðfæranotkun
og músfk. Að segja annað um þá plötu skulum við láta bíða,
hún talar fyrir sig sjálf þegar hún kemur."
— Ertu að kveðja eitthvert tímabil með blúsplötunni?
„Já, ég er það. Ég er að fara að draga saman segilin í sam-
bandi við trúbadorinn, að einhvejru leyti að minnsta kosti. Ég
er búinn að vera eingöngu trúbador núna í tvö ár. Og það má
segja sem svo að ég fari núna að einbeita mér frekar að rokk-
inu."
— Ertu nokkuð búinn að fá leið á trúbadornum?
„Nei, maður fær aldrei leið á honum en það er bráðnauð-
synlegt að hvíla sig á honum þegar maður er búinn að spila
alveg fleiri hundruð gigg á tveimur árum."
— Er platan þá um leið uppgjör við fortíðina?
„Nei, það held ég ekki. Það má segja að Konuplatan hafi
verið uppgjör við fortíðina. Þessi er aftur á móti millibilsplata.
Ég er að koma til móts við fólk sem hefur saknað þess að ég
hafi ekki gert svona plötu. En ég hef verið að lofa þessari plötu
í fimm ár. Þannig að ég ákvað að slá til og gera eina hreina
trúbadorsplötu, þá væri það mál úr sögunni."
— En þú hættir ekki að spila einn með gítarinn?
„Nei, ég held að það komi ekki til því það er svo yndislegt
form."
— Hvað tekur núna við hjá þér, Bubbi?
„Ég er búinn að setja saman rokkband sem heitir MX21 og
við erum að undirbúa okkur, skal ég segja þér, fyrir verslunar-
mannahelgina. Við erum núna að spila á Gauk á Stöng. Með
því er kannski brotið blað í mína sögu því það er í fyrsta og eina
skiptið sem ég spila lög eftir aðra en mig. Við erum að taka
gömlu Creedence Clearwater, Bob Marley, Stranglers og
Bowie sem dansíballamúsík um þessa helgi. Að sjálfsögðu tök-
um við líka lög eftir mig en það verður ekki eingöngu. Síðan
munum við halda tónleika í Austurbæjarbíói í september og
kynna þá þessa nýju plötu sem ég hef verið að vinna erlendis.
Og þá væntanlega flytja líka slatta af öðru efni sem ég hef verið
að gera í gegnum tíðina."
— Af hverju heitir hljómsveitin MX21?
„Mér finnst það voðalega einfalt, gott nafn. Nú MX21 er
ógnvaldur við okkar veröld í dag, einn af mörgum. MX21 er ein
af þessum dýrlegu drápsflaugum sem menn hafa verið að búa
til í veröldinni, ein af þessum nýjustu."
— Þetta er þá friðarband?
„Já, mikil ósköp. Ég set það ofar öllu að boða kærleik og frið.
Ég tel það vera hlutverk mitt í músrkinni."
— Heldurðu að fólk skilji nafnið?
„Nei,alveg örugglega ekki. Én menn koma til með að spyrja,
fólk spekúlerar jú. Ef fólk spyr ekki þá verður bara að hafa það.
Ég hef nú meiri trú á því að fólk spekúleri í nafninu MX21 frekar
en hitt."
— Að lokum, Bubbi, spilarðu mikið gömlu plöturnar
þínar?
„Nei, ég hef ekki spilað plötu með sjálfum mér, skal ég segja
þér, ekki svona til að setja á fóninn. Ég hlusta á plöturnar þegar
ég er að vinna þær. En ég hlusta ekki á plötur með sjálfum mér.
Mer leiðist að hlusta á sjálfan mig. Ég er búinn að fá nóg af
þessu þegar þetta er komið á plast. En ég geri það kannski í
ellinni að hlusta á sjálfan mig, þá í einhverri nostalgíu, til að
minnast gömlu góðu daganna."
Bubbi Morthens hefur nýverið gefið út plötu sem heitir „Blús fyrir
Rikka". Þetta er plata með trúbadorslögum; Bubbi og gltarinn og ekkert
annað, nema hvað Megasi bregður fyrir.
ÁRNI BJARNASON
HELGARPÖSTURINN 3