Helgarpósturinn - 17.07.1986, Page 4
INNLEND YFIRSYN
I stríði þessu töpuðu
byggðastefnumenn
orrustunni einkum
vegna „svika“ þeirra
sem traustastir áttu að
vera, hinna hefðbundnu
byggðastefnuflokka.
Byggðastef nan:
Töpuð orrusta -
liðið á flótta
Sú ákvörðun meirihluta stjórnar Byggða-
stofnunarinnar, að stofnun þessi skuli áfram
staðsett í Reykjavík en ekki flutt norður á
Akureyri, hefur að vonum orðið mörgum
byggðastefnumanninum talsvert áfall.
„Þetta mál var í raun prófsteinn á það
hvort hægt væri að flytja einhverjar stofnan-
ir út á land frá höfuðborgarsvæðinu. Þessi
stofnun þjónar landsbyggðinni fyrst og
fremst og á þess vegna heima þar en ekki í
Reykjavík," sagði Askell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð-
lendinga, eftir fall flutningstillögunnar og
bætti við: „Þetta er slagur við kerfið sjálft og
það eru mjög sterk öfl sem við er að etja hér.
Við höfum tapað þessum leik og getum lært
af því."
Ékki voru byggðastefnumenn einir um að
hneykslast. Jónas Kristjánsson, sem af sum-
um er talinn óvinur byggðastefnunnar núm-
er eitt, sá þannig ástæðu til að spyrja í leið-
ara: „Hver á að fara eftir byggðastefnu, ef
Byggðastofnun gerir það ekki?"
Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn
hafa að því er virðist tekið einarða afstöðu í
málinu og fordæmt ákvörðun meirihluta
stjórnarinnar. Það er einmitt hvað undar-
legast í máli þessu, að A-flokkarnir skuli nú
hrópa hæst um hversu and-byggðastefnuleg
þessi ákvörðun hafi verið, en hinir „hefð-
bundnu" byggðastefnuflokkar, Sjálfstæðis-
flokkurinn og þó einkum Framsóknarflokk-
urinn, virðast vilja þegja málið í hel — í vand-
ræðum sínum. Mörgum framsóknarmannin-
um sárnaði verulega og varð fyrir pólitísku
áfalli þegar það barðst út að báðir fulltrúar
flokksins í stjórn Byggðastofnunar, Stefán
Gudmundsson og Olafur Þ. Þórdarson,
hefðu greitt flutningstillögunni mótatkvæði.
Segja má að vandræðaleg staða Framsókn-
arflokksins í máli þessu endurspeglist livað
best í ærandi þögn málgagnsins Tímans um
málið; annað eins tilefni til leiðaraskrifa um
byggðastefnuna hefur vart gefist fyrr. Morg-
unblaðið hefur heldur ekki séð ástæðu til
leiðaraskrifa um málið. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í stjórn Byggðastofnunarinnar
klofnuðu í afstöðu til málsins. Akureyrar-
þingmaðurinn Halldór Blöndal studdi flutn-
inginn, en Sunnlendingurinn Eggert Hauk-
dal og Garðbæingurinn Ólafur G. Einarsson
stóðu að falli tillögunnar.
Rök meirihluta stjórnarinnar fyrir því að
flytja stofnunina ekki koma að nokkru fram
í fréttatilkynningu þeirri sem rakin er til for-
stjóra stofnunarinnar, Guðmundar Malm-
kuist: „Þessi ákvörðun stjórnarinnar er
byggð á mati á hlutverki stofnunarinnar og
getu til þess að anna þeim mikilvægu verk-
efnum sem henni eru falin, þeirri staðreynd
að núverandi starfsmenn hennar munu ekki
flytjast búferlum með stofnuninni og þeim
kostnaði og þeirri áhættu sem því mundi
fylgja að ráðast í þetta nú." Þessum rökum
hafna flutningsmenn alfarið.
Á þessum tímamótum í sögu byggðastefn-
unnar er ekki úr vegi að staldra við og spyrja
sem svo, hver árangurinn hafi orðið af þess-
ari stefnu hingað til og við hverju megi búast
næstu árin.
Mannfjöldatölur bera því vissulega vott að
byggðastefnan hafi siglt í strand. A rúmlega
tveimur áratugum, 1961—1982, voru aðflutt-
ir umfram brottflutta í Reykjavík og á Reykja-
nesi alls 10.450, en á sama tíma fækkaði
samsvarandi í öðrum kjördæmum. Tölur
sýna að hlutur landsbyggðarinnar skánaði
nokkuð 1971—1975 og jafnvægi hélst nokk-
urn veginn 1975 — 1979, en á hinn bóginn
hefur misræmið aukist aftur hin síðari ár. Frá
1. desember 1980 til 1. desember 1985 fjölg-
aði landsmönnum öllum um 12.563. I
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi fjölgaði
íbúunum hins vegar um 11.595. Vestfirðing-
um fækkaði á þessu tímabili um 274 en í öðr-
um kjördæmum varð fjölgunin aðeins
0,5%—2,3%, mest á Suðurlandi. Þetta gerist
á fimm ára tímabili, en ef tölur yfir síðustu
tvö árin, 1983—1985, eru skoðaðar sést
hversu misræmið ágerist sífellt. Á þessum
tíma fjölgaði íbúum í Reykjavík og á Reykja-
nesi um 4.031; á Norðurlandi vestra, Austur-
landi og Suðurlandi varð óveruleg fjölgun,
en hins vegar fækkaði íbúum Norðurlands
eystra um 232, íbúum Vestfjarða um 221 og
íbúum Vesturlands um 155. Þessar tölur
segja sína sögu: Gjörsamlega hefur mistekist
að snúa við fólksflóttanum til suðvestur-
hornsins. Sú byggðastefna sem lögð hefur
verið til grundvallar hefur beðið skipbrot —
í mesta lagi að hún hafi eitthvað haldið aftur
af enn meira misræmi. Þessu má líkja við
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
knattspyrnuleik, þar sem góður markvörður
í lélegu liði verður til þess að leikurinn tapast
1:10 en ekki 1:15. Leikurinn er þó jafn gjör-
tapaður eftir sem áður.
En sá maður innan Byggðastofnunarinnar
sem hvað mest hetur haft fingurna á púlsi
byggðaþróunarinnar á íslandi er Bjarni Ein-
arsson, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar.
Bjarni var að mestu sammála því að ofan-
taldar mannfjöldatölur endurspegluðu þann
afturkipp er orðið hefur síðustu árin, en um
mögulega þróun á næstu árum sagði hann:
„Eg geri ráð fyrir áframhaldandi byggða-
röskun ef aðstæður breytast ekki frá því sem
nú er. Skýringin er einföld. Þó að við höldum
áfram að byggja upp grundvaltaratvinnuveg-
ina þá verður hlutfallið hjá okkur svipað og
í nágrannalöndunum, að 90% af nýjum störf-
um koma í þjónustugreinunum. Og við höf-
um hér á landi búið til e.k. lögmál, sem verð-
ur til þess að 80—90% af þessum nýju þjón-
ustustörfum koma til í Reykjavík. Þessu verð-
ur ekki snúið við upp á gamla mátann og
ekki af Byggðastofnun einni saman. Ég hef
engar auðveldar patentlausnir, en ef ekki
finnast ráð við þessu þá erum við illa sett, því
þá verður erfitt að byggja upp traustan hag-
vöxt og efnahagsleg kyrrstaða tekur við að
mínu viti. Við verðum að hugsa málið upp á
nýtt. Passíf lánastefna dugar ekki ein sér hér
frekar en í nágrannalöndum okkar. Fram-
undan er ekkert annað en puð og vinna, þar
sem ríkisstofnanir og aðilar á landsbyggð-
inni verða að taka saman höndum um mark-
visst þróunarstarf."
Nú stendur til að kanna hvort mögulega
verði hægt að koma upp e.k. „útibúum" frá
Byggðastofnun í hinum ýmsu landshlutum
og ef til vill gæti slíkt orðið byggðastefnu-
mönnum dulítil huggun. En eftir stendur að
í „striði" þessu töpuðu þeir mikilvægri orr-
ustu og að hún tapaðist einkum og sér í lagi
vegna „svika" þeirra sem traustastir töldust
vera fyrir, fulltrúa byggðastefnuflokkanna
sem nú fara með völdin í landinu.
ERLEND YFIRSÝN
Greiðasta leið ungra, bandarískra svert-
ingja til fjár og frama er eftir íþróttabraut-
inni, og í vor virtist framtíðin brosa við Len
Bias, fremstu skyttu körfuboltaliðs Mary-
landháskóla. í skólaliði komst hann í Banda-
ríkjaúrvalsliðið, og í vor gaf hann kost á sér
til atvinnumennsku. Bias reyndist annar eft-
irsóttasti leikmaður í hópi atvinnumann-
anna tilvonandi og var ráðinn til liðsins Bost-
on Celtics. Síðasta ár tryggði annað sætið í
valröðinni leikmanni ráðningarsamning,
sem gefur 600.000 dollara árstekjur.
En til þess kom aldrei að Len Bias undirrit-
aði samning við eigendur Boston Celtics. Að
kvöldi dagsins sem valið í atvinnumennsk-
una var kunngert, hélt hann upp á velgengn-
ina með félögum sínum í heimavist Mary-
landháskóla. Um lágnættið slóst í hópinn
stúdent með kókaín. Haft er eftir viðstödd-
um, að Bias hafi reykt efnið úr pípu. Undir
morgun var hann fluttur rænulaus á sjúkra-
hús, og þar kom í ljós að hjartsláttur og önd-
un voru stöðvuð. Klukkustunda tilraunir
lækna til að lífga manninn með adrenalíni og
rafmagnshöggum var árangurslaus. Len Bias
var allur, tuttugu og tveggja ára gamall.
Afdrif hans hafa orðið tilefni ákafra um-
ræðna í Bandaríkjunum um fíkniefnafarald-
urinn sem þar hefur ríkt í rúma tvo áratugi.
Hann hefur gerst háskalegri á síðustu miss-'
erum, eftir að á markað kom marghreinsað
kókain, nefnt freebase eða crack í neytenda-
hópnum. Þannig unnið efni er gjarnan reykt,
áhrifin eru afar snögg og sterk, en afturkast-
ið að sama skapi óþægilegt, og þá verður
þörfin á nýrri pípufylli einatt ómótstæðileg.
Fíkn við fyrstu notkun.
Þar að auki reynist kókaín í þessari mynd
vera lífshættulegt í mjög litlum skömmtum.
Neysla efnisins í hverri mynd sem er þýðir
aukið álag á blóðrásar- og öndunarkerfið.
Hjartsláttur örvast, blóðþrýstingur hækkar.
Kransæðar vilja dragast svo saman að súr-
efni skorti til hjartavöðvans. Af geta hlotist
krampaflog, hjartaslag og skyndidauði. Len
Bias var 203 sentimetrar á hæð, 90 kíló á
þyngd, margrannsakaður þrekskrokkur.
í vikunni eftir útför hans fór annar vinsæll
íþróttamaðursömu leið. Það var Don Rogers,
varnarmaður í fótboltaliðinu Cleveland
Browns. Hann hafði kókaín um hönd í gleð-
skap með félögum sínum kvöldið fyrir brúð-
Len Bias lifði ekki af
gleðskap til að fagna
kjöri í körfuboltaúrvalið.
Fíkniefnafaraldur í rénun
nema kókaínið heldur velli
kaupsdag sinn. Af því brúðkaupi varð aldrei.
Þessi fréttnæmu kókaíndauðsföll hafa
valdið því, að skýrsla um rannsókn á fíkni-
efnanotkun bandarískrar skólaæsku hefur
vakið enn meiri athygli en ella. Stofnun fé-
lagsmálarannsókna við Michiganháskóla í
Ann Arbor hefur fylgst með úrtaki 8000
framhaldsskólanema í rannsókn sem hófst
árið 1976.
Meginniðurstaða er þessi: „Ljóst er að
framhaldsskólanemar hérlendis og annað
ungt fólk neytir ólöglegra fíkniefna í meira
mæli en þekkist með nokkurri annarri iðn-
væddri þjóð í heimi."
Um miðjan þriðja tug aldurs reynast milli
75% og 80% Bandaríkjamanna hafa reynt
eitthvert ólöglegt fíkniefni. Rúmur helming-
ur hefur reynt annað fíkniefni en marihuana.
Enn er marihuana útbreiddasta ólöglega
fíkniefnið i Bandaríkjunum, en notkun þess
virðist hafa náð hámarki um 1980 og dalað
síðan. Notkun þess náði samkvæmt rann-
sókn Michiganháskóla til 51% nemenda árið
1980 en var komin niður í 41% árið 1984 og
reyndist svipuð 1985 eða 42%.
Kókaínnotkun reyndist hins vegar standa í
stað á þessu síðasta tímabili könnunarinnar.
Bæði 1980 og 1984 höfðu 17 af hundraði
menntaskólanema kókaín um hönd. Þrír
menntaskólanemendur af hverjum tíu reyn-
ast hafa notað kókaín einu sinni eða oftar á
fjórða skólaári.
Á könnunartímabilinu hefur dregið merkj-
anlega úr ólöglegri notkun lækningalyfja og
ofskynjunarlyfja. Það á jafnt við um tauga-
lyf, svefnlyf af barbítúrsýruflokki, amfetam-
ín, methaqualone og LSD. Notkun þessara
efna rénaði þó hægar síðustu ár könnunar-
innar en uppúr 1980.
Einn af stjórnendum könnunar Michigan-
háskóla, dr. Lloyd D. Johnston, dregur þesss-
ar ályktanir af meginniðurstöðum hennar:
„Fíkniefnafaraldurinn hófst einkum í
framhaldsskólum landsins á síðari hluta sjö-
unda áratugs aldarinnar. Því er athyglisvert
að fá í hendur gögn, sem bera vott um að
hann er tekinn að réna í þessum sömu fram-
haldsskólum.
Alvarlegasti vandinn sem nú er við að etja
er greinilega sú staðreynd, að notkun kóka-
íns er áfram í hámarki meðal rannsóknar-
hópsins. Það á reyndar líka við um gagn-
fræðaskólanemendur og ungt fólk yfirleitt,
ekki bara nemendur í æðri skólum."
Eftir lát Len Bias átti fréttamaður New
York Times viðtal við dr. Jeffrey Rosecan,
yfirmann meðferðardeildar kókaínsjúklinga
við Columbia Presbyterian lækningastofn-
eftir Magnús Torfa Ólafsson
unina. Honum sagðist svo frá, að eftir frétt-
ina um lát körfuboltakappans hefðu um
fimm tugir manna símað til sín að leita ráða.
Sumt voru foreldrar, sem höfðu áhyuggjur af
börnum sínum, „en flest voru þetta miðaldra
stjórnendur fyrirtækja, sem vildu fá að vita
hver háski þeim væri búinn af að halda
áfram að taka kókaín í nefið, og spurðu hvort
ég hefði nokkrar staðtölur á takteinum."
Töluefni lagði yfirmaður fíkniefnadeildar
bandarísku heilbrigðismálastjórnarinnar
fram á fréttamannafundi í Washington í síð-
ustu viku. Dr. Donaid MacDonald bar saman
við rannsóknarmenn Michiganháskóla um
að kókaínneysla virtist hætt að breiðast út,
hún hefði haldist nokkuð stöðug síðasta
fimm ára tímabil. En jafnframt fjölgar veru-
lega dauðsföllum af völdum kókaíns, bæði
vegna þess að það er í auknum mæli reykt og
eftir því sem áhrif langvarandi neyslu segja
til sín. í 25 bandarískum stórborgum voru
skráð 185 dauðsföll af völdum kókaínnotk-
unar árið 1981 en voru komin upp í 580 árið
1984.
Niðurstaða rannsóknarmanna Michigan-
háskóla er að verð á kókaíni á fíkniefna-
markaðinum í Bandaríkjunum hafi farið
lækkandi síðustu ár, og það sé hvarvetna fá-
anlegt. Magnið sem fram er boðið virðist því
fara vaxandi. Lagt er til að fræðsla um hætt-
urnar sem fíkniefnanotkun eru samfara hefj-
ist snemma í skólum „ef hún á að ná til nem-
enda áður en einhver „úrslitafjöldi" meðal
þeirra er þegar tekinn að neyta fíkniefna."
Allt kókaín á markaði í Bandaríkjunum er
innflutt, öfugt við mörg önnur fíkniefni, og
verður því að smygla fram hjá margföldu eft-
irliti, sem sífellt er verið að efla en ræður
greinilega ekki við neitt. Er það gömul saga,
að þegar eftirspurn er fyrir hendi gerir gróð-
inn af bannvörunni eftirlit óvirkt að meira
leyti frekar en minna.
Þar að auki er málið pólitískt flókið. Dálka-
höfundurinnn Stanley Karnow rekur í grein
frásögn erindreka fíkniefnavarna, sem vissi
um þátt valdamanna í Thailandi í fíkniefna-
verslun, en kvaðst ekki geta blakað við
þeim. „Þetta eru bandamenn okkar," sagði
hann.
4 HELGARPÓSTURINN