Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 5
út bók sem marga mun áreiðanlega fýsa að lesa. Hún hefur að geyma um tuttugu viðtöl við einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vera alkóhólistar, hafa náð tökum á því máli og sólin síðar komið upp í lífi þeirra. Enda heitir bókin „Og sólin kom upp — bók um sigra yfir alkó- hólismanum og það góða fólk sem þorði að segja frá í samtali við Jónas Jónasson." Meðal viðmælenda Jón- asar Jónassonar eru Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmað- ur, Tómas Agnar í Olgerð Egils Skallagrímssonar, séra Halldór Gröndal, Guðbrandur Kjartans- son . læknir, Tómas Tómasson (Tommaborgarar) athafnamaður, Sigfús Halldórsson tónskáld, Jóhanna Birgisdóttir útgefandi, Pálmi Gunnarsson hljómlistar- maður, Þóra Felixdóttir og Þórar- inn Tyrfingsson læknir. Þarna mun verða á ferðinni bók sem ekki aðeins snertir þá sem hafa komist í tæri við alkóhólismann heldur alla þá sem láta sig mannleg örlög ein- hverju skipta. . . D B mLeiknað hafði verið með að Jónas Jónasson myndi flytja sig um set suður til Reykjavíkur eftir að hafa látið af störfum sem útvarps- stjóri RÚVAK. Svo verður þó ekki að sinni því með haustinu heldur Jónas til Kaupmannahafnar ásamt konu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur sem hyggst leggja þar stund á nám í félagsfræðum . . . að er ekki ofsögum sagt af því hve pressan þjösnast á vesalings pólitíkusum þessa lands, sem við fyrsta skref inn fyrir þröskuld stjórn- málaheimsins missa allt tilkall til einkalífs og friðhelgi, eins og kunn- ugt er. í gær, miðvikudag, máttu nokkrir borgarfulltrúar láta sig hafa það að mæta hjá Sævari Karli í Bankastrætinu og klæðast þar tískufatnaði í tilefni 200 ára afmæl- isins margumrædda. Og hvað svo? Nú, síðan var þeim stillt upp fyrir framan myndavél og teknar af þeim myndir í ýmsum stellingum fyrir næsta hefti Mannlífs . . . M ■ W ■álefni Byggðastofnun- arinnar hafa nokkuð verið í sviðs- ljósinu að undanförnu. Á söguleg- um fundi stjórnar stofnunarinnar á Isafirði var sem kunnugt er felit að flytja þetta byggðaapparat norður á Akureyri. Nokkuð var rætt um mögulegan flótta starfsmanna frá stofnuninni og í þeim umræðum bar sérstaklega á góma hversu góður uppalandi stofnunin væri fyrir verð- andi bæjarstjóra. Ekki færri en þrír fyrrum starfsmenn eru nú orðnir bæjarstjórar; Sigfús Jónsson á Akureyri, Ingimundur Sigurpáls- son á Akranesi og nú síðast Karl Björnsson á Selfossi. . . M ■ W Weðal fjölmargra félaga sem mótmælt hafa úrskurði Kjara- dóms um sérkjarasamninga BHMR og ríkissjóðs er Félag vinstri manna í Háskólanum. Fulltrúar þeirra í Stúdentaráði lögðu fram mótmælatillögu í ráðinu, en hana felldu meirihlutafulltrúar Vöku og Stíganda á þeirri forsendu að ekki væri um hagsmunamál stúdenta að ræða. Vinstri mönnum þykir þetta ansi mikil skammsýni hjá meiri- hlutamönnunum, þar sem Ijóst má vera að stúdentar muni að námi loknu fylkja sér í raðir BHM félaga og margir gerast ríkisstarfsmenn að auki. Vænlegar þykir að álykta að meirihluti hægri manna hafi ekki viljað álykta gegn formanni Sjálf- stæðisflokksins og fjármálaráð- herra, Þorsteini Pálssyni, fv. for- manni Vöku. Að samstaðan sé meiri með honum en væntanlegum bræðrum í hagsmunafélögum há- skólamenntaðra manna. . . R1 Electrolux 03 Electrolux RQ Electrolux MEÐ MAGNINNKAUPUM FENGUM VIÐ NÆR 40% AFSLÁTT AF ELECTROLUX BW 200 KING UPPÞVOTTAVÉLUM. 31.825 stgr. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, hljóðlát — full- komin þvottakerfi — öflugar vatnsdælur sem þvo úr 100 lítrum á mínútu — þrefalt yfirfallsöryggi — ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi — barnalæsing — rúmar borðbúnað fyrir 12—14 manns. ELECTROLUX BW 200 KING uppþvottavél á veröi sem þú trúir varla — og ekkert vit er i að sleppa. Vörumarkaðurínn II. Armúla 1a. Simi 91-686117 PANASONIC VHS HQ (High Quality Picture System) er fullkomið myndgæðakerfi í VHS sem byggir á tveimur mögnuðum tækni- nýjungum. 1. Svokallaður „White Clipper" er hækkaður um 20% til að gefa skarpari útiínur og betri aðgreiningu í myndina. 2. „Detail EnhancerSystem". Þarsemöll smáatriði t.d. í bakgrunni skýrast og myndin verður ótrúlega hrein og skýr. Það þarf vart að taka það fram að þegar Panasonic hannaði báðar þessar tækninýjungar höfðu þeir það sérstaklega í huga að þær nýttust fyrir allar VHS spólur jafnt áteknar sem óáteknar, nýjar sem notaðar. PANASONIC VHS HQ tryggir ykkur hámarks VHS gæði og endingu. m WJAPIS BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133 HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.