Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 8
Alþýdubandalagið
FLOKKSFORYSTA
í KLEMMU
— Afstada Svauars ber vott um óskhyggju — málinu er ekki lokið. Alþýðubankatékkinn var
sendur að undirlagi flokksforystunnar og verkalýðsarmsins. Guðmundur J. og stuðnings-
menn hans hótuðu sérframboði. Forystan niðurlœgð, staða Svavars til muna veikari en fyrr.
Verður látið til skarar skríða gegn Þjóðviljanum innan skamms.
Fulltrúar lýdrœdiskynslódarinnar
og skodanasystkini hennar uildu
hafa skodun á þuí framferði Guð-
mundar J. Guömundssonar að
þiggja fé úr hendi Alberts Guð-
mundssonar, sem uar á sínum tíma
stœrsti samningsaðili Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar. Og þeir uildu
aö miðstjórn Alþýöubandatagsins
ályktaði um þetta mál — að hún
skoraði jafnuel á þingmanninn að
segja af sér þingmennsku fyrir
flokkinn, enda samrýmdist fram-
ferði hans ekki þingmennsku fyrir
A Iþýðubandalagið. Flokkseigenda-
félagiö, en umfram allt uerkalýðs-
forysta Alþýðubandalagsins, uar á
annarri skoðun. I þeim hópi sjá
menn ekkert athugauert uið „mis-
tök" Guðmundar J. Guðmundsson-
ar, eins og það er kallað. Um þetta
snerist miðstjórnarfundur flokksins
t grófum dráttum. Miðstjórn getur
ekki knúið þingmann til að láta af
þingmennsku. Þaö uissu menn.
Þingmaöur er skuldbundinn kjós-
endum og á það uið sjálfan sig,
huort hann kýs að sitja inni eða uera
utan salarkynna Alþingis. Hann er
skuldbundinn fólki, ekki flokki.
Miðstjórn Alþýðubandalagsins gat
rekið Guðmund J. Guðmundsson úr
flokknum. Slík tillaga kom ekki
fram á fundinum og óuíst huort hún
hefði fengist samþykkt.
ÞEIR HUNSA
NIÐURSTÖÐUNA
Pólitísk mistök lýðræðiskynslóð-
arinnar voru e.t.v. þau í máli þessu,
að hafa ekki gengið skrefi lengra og
krafist þess hreint út, að Guðmundi
yrði vikið úr flokknum. Ljóst er
nefnilega af fréttum að hvorki for-
maður flokksins né Guðmundur J.
Guðmundsson taka mark á niður-
stöðum miðstjórnarfundarins. Guð-
mundur J. hefur þegar lýst því yfir
að hann muni fara fram í Reykjavík
við næstu kosningar og Svavar
Gestsson lýsir því að Guðmundar-
málum sé lokið. Ummæli Svavars
bera vott óskhyggju, eða ótrúlegri
einföldun á þeim átökum sem eiga
sér stað í Alþýðubandalaginu. Mál
Guðmundar J. Guðmundssonar er
aðeins eitt tilbrigða við þær póli-
tísku sviptingar, sem sett hafa svip
sinn á flokkinn undanfarin misseri
og er langt því frá lokið með mið-
stjórnarfundinum.
Fundurinn á mánudag var há-
punktur þessara átaka. Flokksfor-
ysta og verkalýðsarmur gerðu í upp-
hafi fundar harkalegar árásir á full-
trúa lýðræðiskynslóðarinnar. Voru
þeir gagnrýndir fyrir undirskrifta-
söfnun meðal miðstjórnarmanna til
stuðnings kröfu um að Guðmundur
J. léti af þingmennsku og fyrir þau
ummæli sem ritstjóri Þjóðviljans,
Össur Skarphéðinsson, lét falla um
flokkinn í viðtali við tímaritið
Heimsmynd á dögunum. Af ræðum
flokksforystunnar mátti ráða að ætl-
unin væri að snúa fundinum frá því
að fjalla um Guðmundarmálið og
láta sverfa til stáls við lýðræðiskyn-
slóðina. Var æsingurinn svo mikill
að reyndir stjórnmálamenn fóru
hamförum. Þannig sagði t.d. Lúð-
vík Jósefsson, fyrrverandi ráðherra
og bankaráðsmaður, það skoðun
sína, að peningasamband Guð-
mundar J. og Alberts Guðmunds-
sonar væri smámál í samanburði
við þau ummæli sem Össur Skarp-
héðinsson lét falla í samtali við Her-
dísi Þorgeirsdóttur í Heimsmynd.
Undir þetta tóku menn úr flokksfor-
ystu og verkalýðsarmi flokksins.
SYNDAKVITTUN
Forleikur miðstjórnarfundarins
hófst s.l. föstudag, en þá endursendi
Guðmundur J. Albert Guðmunds-
syni peninga þá, sem hann hafði
þegið af honum þremur árum fyrr.
Syndakvittunin — Alþýðubanka-
tékkinn — sem send var öllum fjöl-
miðlum, átti að þjóna þeim tilgangi
að slíta samskiptum Alberts og Guð-
mundar endanlega, fyrir miðstjórn-
arfund, og koma í veg fyrir að mið-
stjórn ályktaði um málið. Bréf og
tékki voru send að undirlagi flokks-
forystu og verkalýðsarms og hefur
nafn Inga R. Helgasonar verið nefnt
sérstaklega í þessu sambandi. Því
hefur ekki verið mótmælt. I texta
bréfs Guðmundar J. til Alberts kem-
ur ekkert fram um það, hvort þing-
maðurinn telur það samrýmast
stöðu sinni, sem þingmaður Álþýðu-
bandalagsins, að taka við fé úr
hendi oddvita sjálfstæðismanna í
Reykjavík og stærsta samningsaðila
Dagsbrúnar. Guðmundur J. skýrir
endursendinguna með þessum orð-
um: ,,Hin opinbera rannsókn stað-
festir, að peningarnir komu alls ekki
frá þér — þeir komu með ólögmæt-
um hætti frá þriðja aðila. Við það
get ég ekki unað og því sendi ég
meðfylgjandi bankaávísun.. .“
Þetta staðfestir að Guðmundur J.
sér ekkert athugavert við sérstæð
samskipti sín við Albert Guðmunds-
son. Félagar Guðmundar J. í verka-
lýðshreyfingunni, m.a. Karl Steinar
Guðnason og Ásmundur Stefáns-
son, hafa báðir lýst fullum stuðningi
við Guðmund J. og afstöðu hans.
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, gerði örvænting-
arfulla tilraun til þess, þegar loka-
ályktun miðstjórnarfundarins var
borin undir atkvæði, að fá fellda út
úr ályktun fundarins setningu, sem
gagnrýndi samskipti trúnaðar-
manna launafólks og áhrifamikilla
einstaklinga í forystusveit íhaldsafl-
anna, eins og það er kallað. Sú til-
raun mistókst. Flokksforystan og
verkalýðsarmurinn urðu undir á
miðstjórnarfundinum.
HÚN NÆRTIL FLEIRI EN
GUÐMUNDAR
Þessi almenna viðvörun til trún-
aðarmanna launamanna, eins og
Svavar Gestsson kaus að orða það í
viðtali við fjölmiðla, er víðtækari en
svo að hún nái aðeins til máls Guð-
mundar J. Guðmundssonar. Hún
gengur þvert á stefnu forystu Al-
þýðubandalagsins í verkalýðsmál-
um og hún er hnefahögg í andlit
verkalýðsforystu flokksins. Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ,
tengist á engan hátt Hafskipsmál-
inu, en menn skulu ekki gleyma því,
að hans nánasti samstarfsmaður í
forystusveit ASÍ er Björn Þórhalls-
son, sem jafnframt því að vera vara-
forseti ASÍ er atkvæðamikill og vin-
sæll miðstjórnarmaður í Sjálfstæðis-
flokknum. Þessi þáttur ályktunar-
innar er því allt í senn, snyrtilega
orðuð tilmæli til Guðmundar J. um
að segja af sér þingmennsku, og yf-
irlýsing miðstjórnar um að hún sé
ósammála þeirri stefnu verkalýðs-
forystu flokksins að samfylkja með
Sjálfstæðisflokknum í forystu verka-
lýðshreyfingarinnar.
Og hér er komið að kjarna þess
ágreinings sem ríkjandi er á milli
lýðræðiskynslóðarinnar í flokknum
og verkalýðsforystunnar. Það er af-
staðan í verkalýðsmálum og til sam-
starfs við Sjálfstæðisflokkinn sem
skilur að fylkingarnar tvær í Al-
þýðubandalaginu, og það er þessi
ágreiningur sem legið hefur til
grundvallar síðustu misseri og mun
gera það enn um hríð, eða þar til
niðurstaða fæst í því máli. Guð-
mundarmálið er, eins og áður segir,
aðeins tilbrigði við þessar deilur.
SVAVAR TÚLKAR
NIÐURSTÖÐU
Afstaða flokkseigendafélagsins í
því máli er hins vegar skýrt dæmi
þess að ætlunin er að láta sverfa til
stáls gegn lýðræðiskynslóðinni.
Láta menn sig greinilega engu
skipta ályktanir ýmissa flokksfélaga
frá hinum dreifðu byggðum lands-
ins, né heldur skoðanakönnun HP
þar sem niðurstaðan varð sú, að
meirihluti aðspurðra töldu að Guð-
mundur J. ætti að segja af sér.
Sama er að segja um persónulega
túlkun Svavars Gestssonar á niður-
stöðu miðstjórnarfundarins. Þvert á
skilning mjög margra miðstjórnar-
manna lýsir hann fullum stuðningi
við Guðmund J. Guðmundsson og
telur að hann eigi að sitja áfram. Á
sama tíma lýsir formaður flokksins
því yfir að málinu sé lokið. Persónu-
leg túlkun hans á niðurstöðu fundar-
ins kallar á yfirlýsingar frá þeim
stóra hópi miðstjórnarmanna, sem
túlka niðurstöðuna í gagnstæða átt.
Málinu er ekki lokið. Það er rétt
að byrja.
Enn eiga menn eftir að gera upp
við sig í Alþýðubandalaginu, hvort
flokkurinn á að hafa sjálfstæða
stefnu í kjaramálum, eða hvort
hann á að taka við línunni af Grens-
ásveginum. Það er skoðun verka-
lýðsforystu Alþýðubandalagsins,
sem starfar í nánum tengslum við
Sjálfstæðisflokkinn í verkalýðs-
hreyfingunni. Gegn þessu stendur
lýðræðiskynslóðin, ritstjórn Þjóð-
viljans og lýðræðishópurinn innan
flokksins. Þessu máli tengist svo af-
staðan til hugsanlegs ríkisstjórnar-
mynsturs að afloknum kosningum,
en höfundar kjarasamninganna frá í
vetur hafa lýst þeirri skoðun sinni
að æskilegt væri, og rökrétt fram-
hald af samningum, að mynduð
verði samstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum — með hugsanlegum
stuðningi Alþýðuflokksins. Eða
m.ö.o. að samstarfið í ASÍ verði hafið
upp á ríkisstjórnarplan. Til viðbótar
eru þeir svo til innan flokksins, sem
telja að flokkurinn eigi að skera á
bein tengsl við verkalýðsforystuna,
enda standi það flokknum fyrir þrif-
um í kosningum að þurfa að hafa
hana innanborðs.
í öllum þessum málum er tekist á
um grundvallaratriði í pólitík og í
þeim flestum hafa fylkingarnar
tvær, lýðræðiskynslóðin og verka-
lýðsforystan, andstæðar skoðanir. í
Guðmundarmálinu kaus forysta
flokksins að gera bandalag við
verkalýðsarminn, eins og heyra
mátti á ummælum Svavars Gests-
sonar í fjölmiðlum. Vekur þessi af-
staða formanns fleiri spurningar en
hún svarar.
NIÐURLÆGÐ FORYSTA
Forysta flokksins hefur látið Guð-
mund J. Guðmundsson niðurlægja
sig í þessu máli. Hann hefur lýst van-
þóknun á samþykkt miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins og farið háðuleg-
um orðum um þessa valdamestu
stofnun flokksins og fólkið sem þar
situr. Um leið hefur hann veikt mjög
stöðu Svavars Gestssonar, formanns
flokksins, og því er eðlilegt að spurt
sé; hvernig gat verkalýðsarmurinn
þvingað flokksforystuna til að taka
afstöðu með Guðmundi J. og gegn
meirihluta miðstjórnar? Svarið er
einfalt.
Fyrir stuttu gaf Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, það til kynna
með skýrum hætti.að hann hefði
hug á þingsæti — til að fylgja málum
verkalýðshreyfingarinnar eftir inni
á Alþingi og komast í fjölmiðla —
eins og hann skýrði það sjálfur. Slíkt
myndi hafa í för með sér ófyrirséða
erfiðleika Svavars Gestssonar, sem
yrði að slást við Ásmund í forvali og
jafnvel í formannsslag að ári. Hótun
af þessu tagi knúði Svavar Gestsson
til að ljá máls á því að setjast í rit-
stjórastól á Þjóðviljanum. Sama er
uppi á teningnum í Guðmundarmál-
inu.
Guðmundur J. og stuðningsmenn
hans gengu svo langt fyrir mið-
stjórnarfundinn, að þeir hótuðu sér-
framboði Guðmundar J. og hugsan-
lega verkalýðsarms flokksins í
Reykjavík ef forysta hans sæi ekki til
þess að Guðmundarmálinu yrði
lokað — án þess að miðstjórn álykt-
aði um það.
Viðtal við Guðmund J. Guð-
mundsson í DV á mánudaginn var
staðfestir þennan orðróm, en þar
segir Guðmundur J. m.a.: ,,En ef Al-
þýðubandalagsmenn vilja láta á það
reyna hvort ég hafi tilskilinn kjós-
endafjölda á bak við mig, þá þeir
um það.“
Engum dettur í hug að Guðmund-
ur J. Guðmundsson hafi einn og sér
burði til að fara í sérframboð gegn
Alþýðubandalaginu í Reykjavík.
Verkalýðsarmur flokksins stendur
að baki þessari hótun með honum.
Hræðsla Svavars Gestssonar við
hugsanlegt sérframboð verkalýðs-
arms og meðfylgjandi uppgjör hans
við flokkinn þvingar hann til og
skýrir afstöðu hans í Guðmundar-
málinu. Gegn þessari hótun gat
flokksforystan ekki staðið og því
reynir hún að halda fram túlkun á
niðurstöðu miðstjórnarfundarins,
sem gengur þvert á samþykkt hans.
ÞJÓÐVILJAMÁLIÐ NÆST
ÁDAGSKRA
Það samkomulag, eða ógnarjafn-
vægi, sem náðst hefur á milli verka-
lýðsarms Alþýðubandalagsins og
forystu flokksins verður til þess að
augu manna beinast ósjálfrátt að
Þjóðviljamálinu, sem enn bíður óút-
kljáð. Verkalýðsforystan, sem varð
undir á mistjórnarfundinum, tapaði
líka fyrstu orrustunni um Þjóðvilj-
ann. Þær fyrirætlanir að gera for-
mann flokksins að ritstjóra blaðsins
mistókust, m.a. vegna þess að um
það leyti kom Guðmundarmálið
uppá yfirborðið. Á fundi útgáfufé-
lags Þjóðviljans, sem haldinn var
fyrir nokkrum vikum, náðu flokks-
eigendafélagið og verkalýðsarmur-
inn meirihluta í stjórn þess félags.
Samþykkt var þess utan að ráða
þriðja ritstjórann að blaðinu síð-
sumars. Nú er jafnvel gert ráð fyrir
að meirhluti stjórnar útgáfufélags-
ins muni strax vilja gera breytingar
á ritstjórnarstefnu Þjóðviljans og að
þess muni ekki langt að bíða að nýr
meirihluti láti til skarar skríða gegn
Þjóðviljanum. Á miðstjórnarfund-
inum kom fram gagnrýni á ritstjóra
blaðsins — mikil gagnrýni — sem
gefur tilefni til að ætla að menn
muni reyna að koma honum frá
blaðinu. Nýr ritstjóri, hliðhollur
verkalýðsforystunni, verður liklega
ráðinn að blaðinu innan skamms.
Það verður næsti þáttur átakanna.
Línurnar í Alþýðubandalaginu
hafa skýrst. Annars vegar stendur
verkalýðsarmur flokksins og hins
vegar lýðræðiskynslóðin og skoð-
anasystkini hennar. Fylkingarnar
eru ósammála í grundvallaratrið-
um, og enda þótt formaður flokks-
ins vildi „að málinu sé lokið“, þá
verður honum ekki að þeirri ósk
sinni. Síðustu atburðir — Þjóðvilja-
og Guðmundarmálin — hafa leitt í
Ijós að forysta flokksins hefur hvorki
í tré við lýðræðisbandalagið né
verkalýðsarminn. Hún hefur hins
vegar kosið samflot með verkalýðs-
arminum. Afstaða hennar í Guð-
mundarmálinu verður henni dýr-
keypt. Það er tímanna tákn fyrir nú-
verandi forystu flokksins, að á sama
tíma og hún tekur að sér að verja
Guðmund J. Guðmundsson með
oddi og egg, þá eru farnar að berast
ályktanir frá verkalýðsfélögum í
landinu þar sem segir m.a. að „Guð-
mundur J. Guðmundsson eigi að
draga sig í hlé frá trúnaðarstörfum
innan verkalýðshreyfingarinnar,
vegna þess að það samrýmist ekki
að forystumenn innan hennar þiggi
gjafafé úr hendi atvinnurekenda."
8 HELGARPÓSTURINN
eftir Helga Má Arthúrsson