Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 9
— ,, Vinabönd verda ad vera gagn-
kvœm," segir Albert Guðmundsson
idnadarráðherra í viðtali við Morg-
unblaðið síðastliðinn sunnudag.
Hin margfrægu vinabönd hans og
Guðmundar J. Guðmundssonar, aí-
þingismanns og verkalýðsleiðtoga,
hafa hins vegar endanlega verið slit-
in, og það fyrir augum allrar þjóð-
arinnar. Vináttu, sem ráðherrann
segir hafa verið „báðum til mikillar
ánœgju“, er lokið.
Undrun manna yfir því að bar-
áttumenn jafnólíkra afla og Guð-
mundur og Albert voru, skyldu geta
viðhaldið nánum vinskap um langt
árabil, er löngu útbrunnin. Vinátta
oddvita Sjálfstœðisflokksins og
verkalýðsfrömuðarins var á allra
vitorði. En hvernig vinir voru þessir
tveir framámenn þjóðarinnar?
Hvað batt þá saman og hvernig
voru samskipti þeirra áður en upp
úr slitnaði?
Hinn margfróði Dagfari DV kallar
Albert Gnðmundsson og Guðmund
J. Guðmundsson „frægustu vini ís-
landssögonnar" — hvorki meira né
minna. Réttara væri ef til vill að telja
þetta frægustu vinslit íslandssög-
unnar, að minnsta kosti á síðari tím-
um. Þó virðist það hreint ekki heigl-
um hent að henda reiður á því hvor
vinanna sleit þessum víðfræga vin-
skap.
í fyrrnefndu Morgunblaðsviðtali,
sem birtist þann 13. júlí, segir AI-
bert: „Guðmundur hefur gefið sínar
yfirlýsingar, sem eru náttúrulega
skilaboð til mín þess efnis að hann
vilji ekki að þessi vinskapur, sem ég
held að hafi verið báðum til mikillar
ánægju, lifi lengur. Það er hans
ákvörðun og ég verð að virða
hana.“ Daginn eftir birtir DV hins
vegar viðtal við Guðmund, þar sem
hann segir: „Ég er sár og leiður yfir
því að missa gamlan vin. Ég er
sleginn yfir þessu.“
ÞJÓÐSAGAN UM
ÞINGHOLTIN
í umfjöllun fjölmiðla um svoköll-
uð Guðmundar- og Albertsmál hef-
ur það margsinnis verið staðhæft að
vinátta þeirra félaganna spanni að
minnsta kosti tvo áratugi. Sú þjóð-
saga að Albert og Guðmundur hafi
verið æskuvinir hefur líka fengið
góðan byr um þjóðfélagið á síðast-
liðnum árum. Samkvæmt þessum
heimildum áttu þeir að hafa leikið
sér saman í Þingholtunum og verið
nánast óaðskiljanlegir upp frá því.
Það er þó tæpast nokkur fótur fyrir
þessari sögu, þó margir hafi viljað
trúa henni.
Upphaf þess kunningsskapar, sem
síðar þróaðist í trygga vináttu, má
með öllum líkindum rekja til setu
þessara tveggja manna í Hafnar-
stjórn. Frá því var sagt á eftirfarandi
hátt í ítarlegri umfjöllun um Albert
Guðmundsson í Helgarpóstinum í
ársbyrjun árið 1982: „Albert segir
sjálfur, að hann eigi vini og kunn-
ingja víða í þjóðlífinu. Það vakti þó
athygli, þegar í Ijós kom að þessi
málsvari atvinnurekendavaldsins í
landinu var góður vinur Guðmund-
ar J. Guðmundssonar, þingmanns
Alþýðubandalagsins og varafor-
manns Dagsbrúnar. Líkast til hafa
þeir félagarnir „fellt hugi sarnan" á
löngum fundum í Hafnarstjórn, en
þar á G.J.G. einmitt sæti fyrir sinn
flokk. Og svo hafa þeir sameinast á
þriðja vettvangnum, þ.e. innan Sam-
taka áhugamanna um áfengis-
vandamálið."
Það var sem sagt að öllum líkind-
um þessi sameiginlegi áhugi Guð-
mundar og Alberts á hafnarmálum,
sem m.a. leiddi til vinskapar þess,
sem nú er lokið með svo dramatísk-
um hætti. Ahugi Guðmundar á þess-
um málaflokki er auðskilinn, sökum
tengsla hans við hafnarverkamenn í
gegnum Dagsbrún, en Albert teng-
ist málinu úr gagnstæðri átt. Hann
var einn af stofnendum Tollvöru-
geymslunnar, sem er einkafyrirtæki
í eigu nokkur hundruð innflytjenda.
„ÁTAK"
í tilvitnuninni hér að framan er
þess getið að Albert og Guðmundur
hafi einnig tengst í gegnum Samtök
áhugamanna um áfengisvandamál-
ið. Það er m.á. átt við þátttöku
þeirra félaga í því sem á sínum tíma
kallaðist „Átak“ og var, eins og
nafnið gefur til kynna, ákveðið átak
til þess að vekja athygli á og leita
lausna á áfengisbölinu. í nafni þessa
átaks var m.a. auglýst í blöðum og
haldnir baráttufundir, en þar að
auki var efnt til söfnunar á fé fyrir
málstaðinn. Mun ,,Átak“ hafa skilað
ágætum árangri og þess má geta að
Albert og Guðmundur voru síður en
svo einu framámenn þjóðarinnar,
sem tengdust þessu verkefni. í aug-
lýsingum frá þessum tíma má sjá
lista valinkunnra sómamanna og
kvenna, sem lagt hafa málstaðnum
lið, jafnt hægri manna og vinstri
manna, atavinnurekenda og verka-
lýðsforkólfa.
Á tímum „Átaks" var vinátta
verkalýðsforingjans og sjálfstæðis-
mannsins þó löngu þjóðkunn. Sá
vinahugur, sem á milli þeirra var,
kom skýrt í ljós í forsetakosningun-
um árið 1980. Fram að þeim tíma
höfðu gengið sögur um þessi vina-
bönd, en fólk hafði átt bágt með að
trúa þeim sökum þess hve áhuga- og
baráttumál mannanna tveggja virt-
ust ósamræmanleg. Á útifundi
stuðningsmanna Alberts fyrir kosn-
ingarnar gekk Guðmundur J. hins
vegar fram á sviðið og hélt ræðu,
þar sem hann hvatti landslýð til þess
að kjósa Albert næsta forseta lýð-
veldisins.
MORGUNKAFFI,
STEIKUR OG HEIMBOÐ
Upp frá þessum tíma var þessi vin-
átta auðvitað á allra vitorði, þó fáir
gerðu sér grein fyrir því hve djúp-
stæð eða náin hún var. Einhvern
tímann mun morgunferðum þeirra
félaga á Kaffivagninn hafa verið
gerð skil í fjölmiðlum, en þeir hittust
þar fyrir allar aldir á morgnana
ásamt nokkrum öðrum kunnum
persónum, til þess að spjalla saman
um þjóðmálin. Ekki er ljóst hvort
þeir Albert og Guðmundur héldu
þessum sið allt fram á síðustu mán-
uði, en á tímabili munu þeir a.m.k.
hafa verið þarna daglegir gestir.
Þegar færi gafst, fóru þeir félagarn-
ir líka saman í sumarbústað Alberts
við Þingvallavatn. Voru eiginkon-
urnar þá með í förinni og sögur
herma að þar hafi gjarnan verið
steiktar stórar steikur að amerísk-
um sið.
Guðmundur og Albert voru einn-
ig gestir hvor heima hjá öðrum án
þess að það þætti sérstaklega frá-
sagnarvert. Ein slík heimsókn varð
þó tilefni mikillar umræðu, en hún
mun hafa verið að vorlagi árið 1983.
Þá bauð Albert til veislu á heimili
sínu í tilefni þess að hann hafði tekið
við ráðherraembætti í nýkjörinni
ríkisstjórn landsins. Guðmundur er
sagður hafa komið til fagnaðarins,
ásamt konu sinni, sem kannski ætti
ekki að vera í frásögur færandi. Ef
marka má þrálátan orðróm mun
veislan hins vegar hafa verið haldin
um svipað leyti og tilkynnt var um
þá ríkisstjórnarákvörðun að afnema
samningsréttinn. Sé þetta rétt, er ef
til vill skiljanlegt að samherjar Guð-
mundar í stjórnmálum og verka-
lýðshreyfingunni skyldu hneykslast
á því að hann þáði boðið.
Þeir félagarnir, Albert og Guð-
mundur, stóðu hins vegar oft þétt
saman í samskiptum verkalýðs og
stjórnvalda. Mun það t.d. í minnum
haft, þegar þeir gengu frá sérsamn-
ingi á milli Dagsbrúnarmanna sem
vinna hjá ríkinu og fjármálaráðu-
neytisins á tíma svokallaðra febrú-
arsamninga 1984. Þá fékk þessi
hópur launaleiðréttingu umfram
aðra launþega í mikilli óþökk ríkis-
stjórnarinnar og ýmissa verkalýðs-
foringja.
SKÁK OG VALDATAFL
Þó þeir Albert og Guðmundur
hafi vissulega oft hist með eiginkon-
um sínum, var þetta fyrst og fremst
vinátta þeirra tveggja en ekki fjöl-
skyldna þeirra. Þeir sáust iðulega
saman; á veitingastöðum (t.d. Skíða-
skálanum í Hveradölum), á skákmót-
um og í hinni svokölluðu „kringlu"
í Alþingishúsinu. Þar sátu þeir
gjarnan að tafli á meðan þingfundir
stóðu yfir, en kunnugir segja þá ekki
hafa setið mikið saman við kaffi-
drykkju í þinginu.
Það mun sjaldan hafa komið fyrir
að Guðmundur J. og Albert Guð-
mundsson hafi tekist á úr ræðustól á
Alþingi. Samþingmenn þeirra segja
þá hafa virst hliðra sér hjá því að
deila á þeim vettvangi. Því hefur
einnig verið haldið fram af fólki,
sem til þekkir við Austurvöll, að
þessir ólíku vinir hafi, þegar öllu er
á botninn hvolft, rekið afar svipaða
,,fyrirgreiðslupólitík“. Það er
kannski sagt meira í gamni en al-
vöru, að þegar menn hafi komið í
þinghúsið til þess að ná tali af Al-
bert, hafi næst verið spurt um Guð-
mund ef sá fyrrnefndi var ekki við-
látinn — og öfugt.
Fyrirgreiðslan náði hins vegar
ekki eingöngu til utanaðkomandi
aðila, heldur hjálpuðu þeir Guð-
mundur og Albert hvor öðrum inn-
byrðis, eins og heldur betur er frægt
orðið. Fyrir utan hinn umtalaða
vinar- eða bjarnargreiða, má m.a.
nefna það, að Albert mun hafa stutt
konu Guðmundar J„ Elínu Torfa-
dóttur, dyggilega á árunum í kring-
um 1980. Elín var þá forstöðukona
dagheimilisins Laufásborgar, en
lenti í mótstöðu við starfslið sitt af
einhverjum orsökum. Upp kom þá
sú krafa starfsmanna að henni yrði
vikið úr starfi. Albert Guðmundsson
gekk hinsvegar hart fram í því í
Borgarráði að styrkja Elínu og
tryggja henni áframhaldandi for-
stöðu í Laufásborg. Það skal þó tek-
ið fram að málið var aldrei á neinn
hátt pólitiskt.
DULIR EINFARAR í
RAUN
Sú staðreynd að sonur Guð-
mundar, Guðmundur H. Guðmunds-
son, er starfsmaður launadeildar
fjármálaráðuneytisins, hefur vakið
grunsemdir hjá mörgum af Gróum
landsins. Albert Guðmundsson kom
hins vegar hvergi nærri þeirri ráðn-
ingu, enda var Guðmundur tekinn
til starfa um það bil hálfu ári áður en
vinur föður hans varð allsráðandi í
ráðuneytinu. Hann var ráðinn í tíð
flokksbróður Guðmundar, Ragnars
Arnalds.
Þegar minnst er á fyrirrennara Al-
berts í fjármálaráðuneytinu, kemur
Þröstur aðstoðarmaður hans Ólafs-
son einnig upp í hugann, en hann er
sem kunnugt er framkvæmdastjóri
Dagsbrúnar og dyggur stuðnings-
maður Guðmundar J. í undan-
gengnum hremmingum. Albert kom
mörgum á óvart með því að stugga
ekki við Þresti sem fulltrúa fjár-
málaráðherra í stjórn Flugleiða.
Gerði hann Þröst meira að segja for-
mann nefndar, sem nýverið skilaði
af sér tillögum um hertar aðgerðir
gegn skattsvikum, og gekk þarmeð
framhjá mörgum hagfræðingum í
Sjálfstæðisflokknum.
Það má lengi velta því fyrir sér,
hvaða bönd tengdu þá Guðmund J.
Guðmundsson og Albert Guð-
mundsson á meðan allt lék í lyndi.
Kunnugir segja þó að það sé raunar
ekkert skrítið að þeir hafi átt skap
saman, þrátt fyrir að fljótt á litið geti
þeir virst jafnólíkir og svart og hvítt.
Mennirnir eru báðir sagðir einfarar
— dulir persónuleikar, sem áttu
nokkuð breiðan kunningjahóp, en
bundu ekki djúpstæða tryggð við
marga. Þetta telja margir að hafi
dregið þá hvorn að öðrum og verið
grundvöllur þeirrar vináttu, sem
átti engan sinn líka í þinginu.
leftir Jónínu LeósdótturB
HELGARPÓSTURINN 9