Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn: Egill Helgason,
Friðrik Þór Guðmundsson,
Jóhanna Sveinsdóttir,
Jónína Leósdóttirog G. Pétur
Matthíasson.
Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Steinþór Ólafsson.
Auglýsingar:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Baldursson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471).
Berglind Björk Jónasdóttir.
Afgreiðsla:
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11.
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
Málinu er ekki
lokið
Guðmundur J. Guðmunds-
son er víða í fjölmiðlunum
þessa dagana og ber sig einsog
stoltur sigurvegari í stórorrustu,
þar sem hann barðist alla tíð
fyrir réttum málstað. Hann seg-
ist hafa megnustu skömm á
samþykkt miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins í máli hans, segir
hana vera hálfgert snakk og
gerir á alla lund heldur lítið úr
sendinefnd miðstjórnarinnar
sem fór á hans fund. Þá sendi-
nefnd skipuðu meðal annarra
formaður flokksins, formaður
þingflokksins og formaður
framkvæmdastjórnar hans.
Níðurlæging forystunnar er
ekki smá.
Guðmundur segir þessu
máli lokið af sinni hálfu, hann er
búinn að fá tékka úr Alþýðu-
bankanum, sem reyndar hefur
ekki ratað rétta leið til viðtak-
anda. Hann harmar það reynd-
ar að sér hafi borist fé með
„ólögmætum hætti frá þriðja
aðila", en sér ekkert athugavert
við það að hann tók við pening-
um frá Albert Guðmundssyni,
ráðherra Sjálfstæðisflokksins
og einum helsta málsvara
þeirra sem með réttu eiga að
heita andstæðingar Guðmund-
ar í verkalýðsbaráttunni. Guð-
mundur telur að það hafi verið
„mistök" að taka við fénu og
sama skoðun virðist ríkjandi hjá
bróðurparti verkalýðsforyst-
unnar.
Þetta er misskilningur hjá
Guðmundi J. Guðmundssyni.
Málinu er ekki lokið. Og það
breytir engu þótt Svavar Gests-
son taki í sama streng.
Málinu er ekki lokið fyrir
Svavar Gestsson og forystu Al-
þýðubandalagsins sem situr rú-
in trausti í sjálfheldu milli verka-
lýðsforystunnar, sem hefur
mátt gleypa einhverja stærstu
kjaraskerðingu í islandssög-
unni, og lýðræðiskynslóðar
svokallaðrar, sem hefur gert sig
seka um það að tala opinskátt
um téða kjaraskerðingu. Það er
vandséð hvernig Alþýðubanda-
lagið ætlar að setja saman
framboðslista fyrir næstu kosn-
ingar — og kannski er iíka
vandséð hverjir ætla að kjósa
flokkinn.
Og málinu er heldur ekki lok-
ið fyrir verkalýðsforingjana,
sem verja það með undirferli
og valdamakki, að einn úr
þeirra röðum skuli þiggja fé frá
atvinnurekendum. Þeim sem
halda um stjórnartaumana í
verkalýðshreyfingunni hefur
ekki bara láðst að tryggja um-
bjóðendum sínum mannsæm-
andi laun. Þeir hafa líka flaskað
á mjög einföldu siðferðisprófi.
BREF TIL RITSTJÓRNAR
✓
Onæmistæring
og „lauslæti“
A dögunum las ég í „Stjörnu-
dálki" DV að móðir kvikmyndaleik-
ara nokkurs í Bandaríkjunum hefði
„ekki getað fyrirgefið syni sínum“
að hann skyld veikjast af ónæmis-
tæringu. Þessi frásögn rifjaðist upp
fyrir mér þegar ég las Erlenda yfir-
sýn Magnúsa Torfa Ólafssonar í HP
26. júní þar sem hann segir: „Út-
breiðsla áunninnar ónæmisbæklun-
ar er fylgifiskur lauslætis, sér í lagi
meðal karla sem eiga mök saman.“
Hvað skyldi vera sameiginlegt þess-
um tveimur tilvitnunum? Jú, hér er
alið á því viðhorfi — hversu ómeð-
vitað sem það kann að vera skríb-
entunum sjálfum — að sjúkdómur
sé synd eða stafi af spilltu líferni.
Einmitt þess vegna er hægt að tala
um fyrirgefningu ellegar lauslæti.
í evrópskum heimildum frá mið-
öldum má greina þrjá þjóðfélags-
hópa útskúfaðra: fátæklinga, gyð-
inga og „sódómíta" en svo voru þeir
karlmenn kallaðir sem hneigðust að
eigin kyni. Til að samfélagið gæti
réttlætt útskúfunina var margt í
sameiginlegri breytni allra manna
nefnt öðrum nöfnum og gert að
glæp hinna útskúfuðu og þessi að-
ferð hefur svo sem ekkert breyst i
aldanna rás. Það sem í fari eins heit-
ir samhaldssemi og ábyrgðarkennd,
nefnist níska þegar gyðingurinn á í
hlut.
Hvergi er þetta skýrara en í „sið-
fræði“ kynlífsins. Það sem réttilega
er talið til náttúrulegra þarfa þegar
heterósexúal karlmenn eiga t hlut,
heitir lauslæti þegar talað er um
konur og síðan fylgir því tilheyrandi
Á hálfs árþúsunds millihili viröasl koma
l>|j drepsótlir af tagi kynsjúkdóma, og valda
S\ meira róti í hugmyndaheimi samtímans
■m útbreiösla þeirra raiöst af ríkjandi kyn*
sháttum. Sýfílis breiddist út um Kvrópu í
ólfar fund.tr Ameríku og var ríkur þáttur í
gmyndasamfellunni bolvaöar ástir, sem
>g lét aö sér kveöa í hugarheimi manna
»il daga Ibsens. Salvarsaniö hans prófess-
'hrlich létti af mesta farginu. sem þeirri
íylgdi.
.tissýkillinn vinnur hervirki sin á
vefjum á áratugum, svo sjúklingarnir
natt fallnir frá af oörum kvillum, áöur
msýkillinn haföi náö aö spilla miö*
erfinu á |>riöja stigi sjúkdómsins. Nýja
i. áunnin óna*misba*klun (AIDS), er
rkari. Meögöngutíminn frá smitun þar
<enni koma í Ijós getur aö vísu skipt ár-
ia jafnvel áratugum, en reynsla band|
. Ia*kna er að ári eftir greiningu j
.ins er annar hver sjúklingur fallina
m eru vart dæmi um bata. þar senaBFp-
n nýja hefur einu sinni náð sér «foik
innin ónæmisbæklun varð farMdur í
daríkjunum í uppafi þessa áratug^Brátt
i í Ijós aö sýkin hafði einnig stungi^
ur í Vestur-Kvrópu. Uppruna hennar þylP
menn helst geta rakið til Vestur-Afríku,
giska á aö veiran hafi borist í menn úr
itegund, sem þar er höfö til matar.
^ ráðstefnu í Washington u miöjan þennan
nuö skýröu embættismenn heilbrigöis-
lastjórnar Baudaríkjanna frá. aö þar í
ji heföu til þessa verið greindir 21.517
lingar meö áunna ónæmisbæklun. Af
i eru 11.712 fallnir frá.
ndarísku læknarnir drógu upp dökka
d af horfunum næstu árin. I’eim telst svo
á næstu fimm árum inuni tala sjúklinga
áunna ónæmisbæklun tífaldast, jafn-
Dr. James Curran hefur
mestar áhyggjur af
lævislegu smitleiðinni
Sexföldun ónæmisbæklunar-
tifftiUflPMMDád næstu fimm árin
Útbreiösla áunninnar ónæmisbæklunar er
fylgifiskur lauslætis, sér í lagi meðal karla
sem eiga mök saman, þvi greiðasta smitleiö
in er meö sæöi og blóði, sem ber alnæmis-
veiruna aö sóttvarnarfrumum líkamans,
sern þær eru berskjaldaðastar
_koki. Sprautun^^^^^ _
‘nttrtíoík af báð
uin kynjum hefur einatt valið þá iðju til að
fjármagna öflun fíkniefna og gerist því smit
berar meö tvennum ha*tti.
Heilbrigöismálastjórn Bandarikjanna birti
á ráðstefnunni sem áöur gat ágiskun á þá
leið. að nú þegar beri ein til ein og hálf millj-
ón Bandaríkjamánna í sér ónæmisbæklun
arveiruna og geti því verið smitberar. A
þessum fjölda má gera ráö fyrir aö tuttugu ti
þrjátíu af hundraði veröi búnir aö taka sjúk
dóminn fyrir íok ársins 1991. Dauösföll a
völdum hans eina aö sevfaldast. fiölg.
^tta milljarðar dollara og mest 16 milljarðar.
i ráöstefnu Alþjóöa heilbrigðismálastofnun-
j-innar, sem hófst í París á mánudaginn. var
Jaðhæft að meöferð hvers og eins sjúklings
Jnieö áunna ónæmisbæklun kostaði jafn mik-
ið og hjartaflutningur, aðgerð sein óvíða er
talin réttlætanleg kostnaöar vegna.
Á ráðstefnunni í París lét Hafldan Mahler.
framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar, frá sér fara ágiskun á þá leiö,
að smitberar áunninnar ónæmisbæklunar í
veröldinni væru að tölu einhversstaðar á bil-
inu fimm til tíu milljónir. Óvissan ríkir eink-
um um raunverulega útbreiðslu sjúkdómsins
í löndum Afríku.
Á ráöstefnunni í Washington vöruðu tals-
menn bandarísku heilbrigðismálastjórnar-
innar við tortryggni á spá sína sökum hárra
talna. Pvert á móti kváðust þeir fara svo var-
íega í framsetningu talna, aö sa*-
indaiv.
heilbrigöisstjórnin gerir sé
aö bóluefni veröi tiltækt
verða með sama áframha
tugir milljóna sýktir. og eng
rannsóknarmanna né heilb
dirfist enn aö gera því skóna
ist viö virkri óna*misbæklú
næstum dáuöadómi svo lan
veröur. Meögöngutími frá s
ar heíur fram til þessa rey
meðaltali í Bandaríkjunum
Á ráöstefnunni í Washingt
Curran. vfirmaður aögeröa
bæklunar hjá sýkingavarn;
ríkjastjórnar. svo frá aö ha
menn sínir heföu mestar é
smitleiö sjúkdómsins. sen
henda reiður á. Hún er frá k
sem bæöi nota fíkniefni í æ
hitt kyniö. Sömuleiðis ótta:
fjölda tilíella meöfæddrar <
þar sem barniö fær í sig ve
úr blóði móðurinnar.
Jen-Claude Gluckman
Parísarráðstefnunni í stórur.
máli 'og bandaríski starfsb
staka áherslu lagði hann <
ónæmistæringar meðal bari
Kkki fer milli mála að rann
inni ónæmisbæklun eru st
mestum árangri til þessa í B
og Frakklandi. en þaö hefur or
in er upp hláleg staöa. Rekið
rískum dómstóli mál til að :
Pasteur-stofnunin í París geti r
einkaleyfisgjalds af smitpróf
er til að ganga úr skugga i
hafa tekiö ónæmisbæklui
ekki.
Pasteur-stofnunin er sjálfs<
»■tit -•
níð í garð kvenna. Sama gildir um
homma. Það sem öðrum karlmönn-
um er talið eiginlegt og sjálfsagt er
gert að löstum og jafnvel glæp þeg-
ar samkynhneigðir karlar eiga í
hlut. Þegar sjúkdómur eins og
ónæmistæring kemur upp — og
hommar reynast einn helsti áhættu-
hópur þessa sjúkdóms — er blásið til
ofsókna og andúðar. Sjálfur sjúk-
dómurinn verður glæpur hins sjúka
og eðlileg þörf manna fyrir kynlíf er
kölluð siðspilling og lauslæti.
Allt er þetta enn fáránlegra í ljósi
þess að fjöldi rekkjunauta skiptir
alls ekki sköpum fyrir útbreiðslu
ónæmistæringar. Þar kæmi algjört
bindindi í kynlífi einungis að gagni.
Hvort menn eiga sér tvo bólfélaga
eða tuttugu þetta árið, breytir þar
engu um eins og reynslan sýnir. Eftir
að smitleiðir hafa orðið mönnum
ljósar skiptir það eitt máli að þeir
karlmenn, sem lifa kynlífi með öðr-
um karlmönnum, hagi mökum sín-
um þannig að smit geti ekki borist
milli manna. Það er hin eina raun-
verulega vörn. Á þennan skilning
hafa allir þeir læknar fallist sem
fengist hafa við rannsóknir á sjúk-
dómnum og kynnst sögum sjúkl-
inga sinna. Allt tal um lauslæti þjón-
ar þeim tilgangi einum að ala á sekt-
arkennd homma og firra þá hæfi-
leikanum til að gleðjast yfir eigin-
leikum sínum til ásta.
Fordómum verður víst seint út-
rýmt úr „stjörnudálkum" dagblað-
anna enda nærast þeir á fordómun-
um. Það er gamall sannleikur að
lágkúran kitlar taugar lesenda
meira en annað. En það er ekki sam-
boðið jafn vönduðum blaðamanni
og Magnúsi Torfa Ólafssyni að ger-
ast bergmál hættulegra fordóma í
skrifum sínum.
Porvaldur Kristinsson
Er miðaldra of
gamalt fyrir
vinnu-
markaðinn?
Ég er rúmlega fimmtugur skrif-
stofumaður, með verslunarskóla-
próf, hef starfað við skrifstofustörf
margskonar á lífsleiðinni. Nú gerð-
ist það síðastliðið haust að mér var
sagt upp störfum vegna endurskipu-
lagningar þess fyrirtækis er ég vann
hjá. Ég tók þetta nokkuð nærri mér
en hugsaði með mér, þetta getur
ekki verið vandamál, maður með
. mína reynslu og þekkingu í gegnum
árin hlýtur að fá vinnu við sitt hæfi
fljótlega, því uppgangur virðist vera
i þjóðfélaginu um þessar mundir,
þrátt fyrir lág laun. Raunin varð
önnur, ég fór og skráði mig hjá þrem
ráðningarstofum. Frá tveim þeirra
hef ég einu sinni heyrt og síðan ekki
meir þrátt fyrir ítrekanir. Ráðning-
arstofurnar telja mig vera orðinn
helst til gamlan á tölvuöld. Ég hef
einnig sent inn margar umsóknir
um störf sem auglýst hafa verið í
blöðum, bæði merkt fyrirtækjum
svo og undir dulnefnum. í mjög fá-
um tilfellum hef ég fengið svar, og
ég má segja að ég hafi aðeins verið
kallaður til viðtals þrisvar sinnum
og í þeim tilfellum varð ekki af ráðn-
ingu. Að auki hef ég sent umsókn til
eins ráðuneytis en þeir höfðu ekki
svo mikið viö mig að svara, kannski
var ég ekki með réttan pólitískan lit.
Auk þess hef ég talað við nokkurn
fjölda manna í atvinnulífinu svo og
menn í áhrifastöðum. Þeir taka
manni vel, segjast munu athuga
málið en svo heyrir maður ekki
meir.
Framangreint leiðir hugann að
því af hverju ég fæ ekki vinnu; er ég
orðinn of gamall, er reynsla ekki
metin nú til dags, eru fræðingar allir
þeir er hafa útskrifast úr háskólan-
um látnir ganga fyrir með störf, er
umsögn fyrri atvinnurekanda nei-
kvæð um mig? Og svo mætti lengi
telja.
Eg vona að sem flestir atvinnurek-
endur lesi þessar línur og velti hlut-
unum vandlega fyrir sér, því þetta
ástand getur ekki gengið lengur. Nú
er svo komið að ég verð að selja
mína eign og fá mér eitthvað ódýr-
ara húsnæði til þess að greiða niður
skuldir sem hlaðast upp, svo maður
tali nú ekki um það andlega ástand
sem skapast af allri þessari óvissu.
Einn atvinnulaus
RS. Hef keypt Helgarpóstinn í mörg
ár og líkar vel. Haldið áfram að
koma með það sem aðrir þora ekki
að láta sjást.
Kaup á
innlendu
dagskrárefni
áfram í hönd-
um Hrafns
Ritstjórn Helgarpóstsins
í síðasta tölublaði Helgarpóstsins
birtist í smáklausudálki vægast sagt
undarlegur heilaspuni um málefni
Sjónvarpsins og kaup þess á inn-
lendu efni. Það er álitamál hvort
svara á svona bulli en samt hef ég
valið þann kost sem fulltrúi Hrafns
Gunnlaugssonar dagskrárstjóra í
fjarveru hans.
Það er alrangt sem stendur í
klausunni að kaup á innlendu efni
séu „að færast í gamlan farveg hjá
sjónvarpinu". Þessi kaup verða eftir
sem áður í höndum dagskrárstjóra
innlendrar dagskrárdeildar sem
gerir tillögur í þeim efnum og fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins sem sér
um samningahliðina. Þessi kaup
verða áfram aðskilin frá kaupum á
erlendu efni.
Það er einnig úr lausu lofti gripið
að „(Hrafni) hafi ekki unnist tími til
að ganga endanlega frá svokölluð-
um dagskrárramma fyrir sumarið".
Téður rammi hefur legið fyrir svo
mánuðum skiptir og sömuleiðis
rammi komandi vetrardagskrár, en
það hefur ekki gerst áður að hann
sé tilbúinn svo snemma.
Það er reyndar rétt sem stendur í
klausunni að sjóðir Sjónvarpsins eru
ekki gildir, og veit ég ekki hverjum
það kemur á óvart. Þó mun ekki
koma til þess að dregið verði úr
framleiðslu það sem eftir er ársins.
Það er einnig rétt að útvarpsráð ósk-
aði eftir skýrslu um endursýningar
sem það hefur fengið. Ekkert í þeirri
skýrslu getur komið útvarpsráði í
opna skjöldu þar sem því hefur jafn-
an verið gerð grein fyrir fyrirhuguð-
um endursýningum með löngum
fyrirvara og hlýtur skýrslan því að
vera ætluðu til upprifjunar.
Því má svo bæta við, að það er
misskilningur hjá HP, að höfundar
éndursýnds efnis fái greitt fyrir end-
ursýningar á efni sem þeir unnu
sem fastráðnir starfsmenn Sjón-
varpsins.
Reykjavík, 9. júlí ’86
Viöar Víkingsson
fulitrúi dagskrárstjóra I.D.D.
I umræddri klausu stóð ekki að
Hrafn Gunnlaugsson fengi ekki
lengur að sjá um kaup á innlendu
dagskrárefni, hvort sem það er í
LAUSNIR Á
SKÁK-
ÞRAUTUM
• Fljótt á litið virðast vera fjórir
tapslagir. Einn í spaða, tveir í tígli
og jafnvel einn í laufi. Til þess að
vinna spilið, þá megum við aðeins
tapa þrem slögum og því verðum
við, strax og við höfum tekið
trompin, að finna ráð til þess að
tapa ekki spilinu, þ.e. að tapa að-
eins þrem slögum, þrátt fyrir það
að sennilegt sé að vestur eigi
spaðatíuna, þá er engin vissa fyrir
því. Þá yrði t.d. austur að láta
spaðadömuna frá K-D-10 í fyrsta
slag, sem spaðinn er spilaður.
Austur getur blekkt spilarann með
þessu, sér algjörlega að kostnað-
arlausu. Tapi maður tveim slögum
í spaða, er nauðsynlegt að næla
sér í þrjá slagi í laufi í staðinn, en
það er aðeins mögulegt ef austur
á kónginn þriðja.
formi útboða eða kaupa á myndefni
sem þegar hefur verið tekið upp.
Hinsvegar stóð að við téð kaup
þyrfti Hrafn að hlíta strangara eftir-
liti en áður hefur verið.
ritstj.
Af ættaflækjum
Svo sem við mátti búast slæddust
villur inn í greinina um ættaflækjur
í næstsíðasta blaði. Frá því var sagt
að útibússtjóri Útvegsbankans, Björn
Hjartarson, væri sonur Hjartar
Hjartarsonar og sá Hjörtur sagður
forstjóri Reyrplasts, sem er rangt, en
sú lýsing er að öðru leyti rétt. Þá var
sagt að sonur Ingu Arnadóttur og
Vilhjálms Þ. Gíslasonar væri Vil-
hjálmur Þór, en vitaskuld átti þar að
standa Þór Vilhjálmsson, réttilega
nefndur hæstaréttardómari. Beðist
er velvirðingar á þessum hnökrum.
Friðrik Þór Guðmundsson
Rétta spilamennskan hlýtur því
að vera sú, að spila trompi tvisvar
sinnum, þ.e. með gosanum og ásn-
um, og halda síðan áfram með því
að láta lítið lauf frá borðinu og
spila á drottninguna.
Þannig voru öll spilin:
S G-9-4 H K-G-6 T Á-6-3 L Á-G-4-3
S 7-5-2 S K-D-10-6
H 8-3 H 9-5-2
T K-9-5-4 T D-G-10
L 10-9-7-2 S Á-8-3 H Á-D-l 0-7-4 T 8-7-2 LD-6 L K-8-5
Ef austur tekur með kónginum,
þá færð þú strax laufaslaginn sem
vantar. Láti hann lítið spil, ferð þú
inn í borðið með laufaásnum og
trompar lauf. Síðan er trompi spil-
að til kóngsins og spaða kastað í
laufagosann.
10 HELGARPÓSTURINN