Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 11
heyrt af henni var þegar Albert gaf
henni skýrslu sína og tilgreindi hana
ásamt öðrum greidslum sem hann
hafði fengið frá Hafskip. Albert hef-
ur lýst því yfir að hann telji sig hafa
þegið þessa afmælisgjöf af Hafskip
og nú spyrja menn sig hvaðan í
ósköpunum peningarnir fyrir
Nizza-ferðinni komu.. . .
lEinhverju sinni hélt fróður
maður um fjölmiðla því frant að eitt
mest lesna efni dagblaðanna væri
leiðréttingar þeirra á greinum og
fréttum frá því í gær. Þetta má vel
vera, því vissulega getur verið gam-
an að lesa þessa oftast nær neyðar-
legu eindálka neðarlega á síðum.
Hérna er til dæmis ein úr Þjóðviljan-
um frá því á þriðjudag og takið eftir
blábyrjuninni sem er klassísk:
„Prentvillupúkinn komst í innsýn-
argrein í laugardagsblaðinu þar sem
rætt var um Kjaradóm. Millifyrir-
sögn á undan kafla þar sem rætt var
um þátt fjármálaráðherra í kjara-
málum og -dómum BHMR-manna
hljóðaði svo: Ábyrgðin er þorsksins.
Þarna átti að standa: Ábyrgðin er
Þorsteins. Og eru aðilar málsins
beðnir velvirðingar.". . .
Wlr að var ekki laust við heið-
virðir reykvískir borgarar yrðu upp-
vísir að töluverðum heimóttarskap
og þröngsýni í svokölluðu Teiga-
máli, sem margir muna eflaust. Og
þá kannski ekki síður fjölmiðlar sem
fluttu fréttir af því hvílík óværa
heimili fyrir afturbata fanga væri í
friðsælu hverfi á borð við Teiga-
hverfið. Nú sýnist Helgarpóstinum
að nýtt Teigamál kunni að vera í
uppsiglingu, raunar í sjálfum Laug-
arásnum. Þannig er mál með vexti
að hjón, foreldrar fjögurra ungra
barna, hafa undanfarin ár rekið
heimili fyrir alkóhólista á Seltjarn-
arnesi. í fyrra neyddust þau til að
flytja sig um set og fundu nokkru
síðar mjög ákjósanlegt húsnæði í
Laugarásnum. Þar hafa þau búið
síðan þá, foreldrar, börn og alkóhól-
istar, sem flestir stunda vinnu og
reyna að vera nýtir þjóðfélagsþegn-
ar. Ekki er heldur vitað til þess að
komið hafi til árekstra við nágrann-
ana nema síður sé, enda skilja sjálf-
sagt flestir að það er ekki nóg að
setja alkóhólista á snúru og þerra
þá; það þarf líka að tryggja að þeir
geti lifað mannsæmandi lífi edrú. Þó
eru náttúrlega alltaf einhverjir sem
hafa horn í síðu fólks sem hefur orð-
ið utanveltu í þjóðfélaginu — eins og
þeir ættu ekki síst að vita í Laugar-
ásnum, minnugir þess að Klepps-
spítalinn var flæmdur þaðan með
endurhæfingarheimili hérna um
árið. Einhverjir sómakærir nágrann-
ar munu sem sagt hafa látið þetta
nýja heimili fara nokkuð heiftarlega
fyrir brjóstið á sér og síðustu fréttir
herma að ákveðinn fjölmiðill sé far-
inn að sniglast þarna í Laugarásn-
um. Og þá er varla langt í nýtt Teiga-
mál.. .
M
■ W Wargir hafa velt því fyrir
sér hvers vegna rannsóknarlög-
reglan sendi ríkissaksóknara
engar upplýsingar um afmælisferð
Alberts Guðmundssonar sem
hann hefur þó þráfaldlega sagst
hafa fengið að gjöf frá Hafskip.
Ástæðan fyrir því er sú að ekkert
hefur komið fram í rannsóknar-
gögnum um þessa gjöf. Það eina
sem rannsóknarlögreglan hefur
• • ;* * ••^N'kR.TISTOFAN
« «•
Andlitsþöð •* *
Litanij^ .
Vaxmeðferð Qjgpteel meðferð.
Handsnýrtifig < *«e^ide andlitsböð
, J >.,# . KKnV«ing * • *• •* -•
.
JöfAi/r
HARic.
m
^mr bZZbZU
! „ IftvflÍDð Sigmundsdóttir
Framtíðin í viðarvöm
frá Jotun í Noregi
Fjnir 16 árum komu Jotun, fyrstir allra
framleiðenda, með nýja framleiðslu úr
olíu og polyackrýl, nefnilega
DEMIDEKK ÞEKJUBÆS.
DEMIDEKK sem er langmest selda
viðarvöm í Noregi, er í dag á yfir 250
þúsund húsum.
Frábær gæði — frábær ending, frábært
verð.
17 fallegir litir, hátt þurrefnisinnihald,
flagnar ekki — þykkfljótandi —
lekur ekki.
JOTUN
efnamiðstOdin hf.
Smiðshöfða 12, 687280
HELGARPÓSTURINN 11