Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 14
HELGARPÓSTURINN BREGÐUR UNDIR SIG BETRI FÆTINUM OG SPYR FÓLK í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR: Elín Viðarsdóttir: „Flokkarnir hafa allir meira eða minna sömu stefnuna, en raða málunum bara í mismunandi forgangs- röð." Alþýðubandalagið „Ekki jafnróttœkur og hann var." „Það er uppreisn t liöinu og óljóst hvada stefna verður ofaná. Þetta Guðmundarmál mun vafalaust hafa meiri áhrif innan flokksins en utan hans." „Það er óttalegur klofningur í Al- þýðubandalaginu eins og er.“ „Alþýðubandalagið œtti að taka höndum saman við Alþýðuflokkinn og BJ og stjórna landinu." „Þeir eru ómálefnalegir og grípa hlutina á lofti. Þeir eru líka alltafað rakka aðra riiður." „Þetta er óraunhœfur flokkur, held ég. Stefnan er gjörsamlega óframkvœmanleg." „Alþýðubandalagið? Æ, ég veit svo lítið um stjórnmál." „Þeir hafa ekki staðið sig nógu vel." „Guðmundur J. Guðmundsson hefur barist vel og hann hafði ekki hugmynd um hvaðan peningarnir komu þarna um árið!" „Þetta er svona róttœkur flokkur, eða þannig." Það er svo marglitt í Alþýðu- bandalaginu." „Alþýðubandalagið er vinstri flokkur, en of öfgafullur fýrir minn smekk." „Losaralegur flokkur." „Þeir hafa upplitast á síðari árum og mér finnst erfitt að átta mig á þeim nána. Ætli þeir séu ekki að nálgast miðlínuna." „Allaballarnir lýsa sér best sjálfir þessa dagana. Þetta á eftir að verða lítill sértráarflokkur með einangruð stefnumál. Maður hefur séð það gerast erlendis." Haraldur Karlsson: ,,Já, það er sami rassinn undir þeim öllum, en þó er kannski örlltill munur. Kvennalistinn skar- ar t.d. framúr." ERU FLOKKARNIR ALLIR EINS? ÓFORMLEG KÖNNUN Á SKOÐUNUM FÓLKS OG ÞEKKINGU Á STJÖRNMÁLAFLOKKUM LANDSINS Þegar talið berst að stjórn lands- ins, heyrir maður fólk gjarnan lýsa þvíyfir að það sé, ,sami rassinn und- ir þeim öllum." Með þessu er þá vœntanlega átt við að engu skipti hvaða stjórnmálaflokkur fari rneð völd, þvíþeir hagi sér hvort eð er all- ir eins þegar þeir komast til áhrifa. Talsmenn flokkanna berjast að sjálfsögðu hatrammri baráttu til þess að gera hinum almenna kjós- anda grein fyrir sérstöðu síns stjórn- málaflokks, enda er pólitískt líf þeirra í veði. En að hve miklu leyti ber þetta streð stjórnmálamanna árangur? Helgarpósturinn brá sér niður í miðbæ Reykjavíkur einn blíðviðrisdag fyrir skömmu og kannaði hvað fólki fyndist um stjórnmálaflokkana og hvort það hefði ákveðnar hugmyndir um hvaða baráttumál hverþeirra setti á oddinn. Það skiptist nokkuð jafnt til helm- inga hvort fólki fannst flokkarnir allir eins eða ekki. Þó höfðu þeir vinninginn, sem töldu að á hinu pólitíska beitarlandi kenndi ýmissa ólíkra grasa. Þeir fœrðu hinsvegar missterk rök fyrir stnu máli, eins og fram kemur í ummœlunum hér á opnunni. Grunnt var þó á þeirri skoðun að flokkarnir hegðuðu sér svipað, þegar þeir kœmust í valda- aðstöðu, þrátt fyrir að stefnuskrár þeirra vœru innbyrðis ólíkar. Þegar viðmœlendur okkar voru beðnir um að gera grein fyrir helstu baráttu- og stefnumálum hvers stjórnmálaflokks um sig, urðu við- brögðin œði misjöfn. Sumir voru greinilega hrœddir um að koma upp um vankunnáttu og mikið varslegið af varnöglum eins og: „Annars hef ég nú ekkert vit á pólitík" eða „Mað- ur hefur ansi takmarkaðan áhuga á þessu." En þegar farið var yfir flokk- ana, stóð yfirleitt ekki á svörum, þó auðvitað vœru þau misjafnlega greinargóð og ígrunduð. Sumir fóru lítt í launkofa með hvað vœri „þeirra flokkur" en aðrir héldu pókerandlitinu í fullkomnum skorð- um og komu alls ekki upp um sig. Telja verður að Kvennalistinn komi einna best út úrþessari óform- legu könnun og um hann voru við- mœlendur okkar einna helst sam- mála. Kvennalistakonur fengu yfir- leitt lofsamleg ummœli, jafnvel þó leftir Jónínu Leósdóftur svo viðkomandi segðist alls ekki hafa kosið þœr né nokkurn tímann œtla sér það. Flokkurinn virðist augljóslega njóta töluverðrar virð- ingar og álits meðal almennings, ef marka má það úrtak sem varð á vegi okkar í miðbænum. Fólki vafðist einna helst tunga um tönn þegar skilgreina átti Sjálfstœð- isflokkinn og Bandalag jafnaðar- manna — merkilegt nokk. Almenn vanþekking virtist ríkja á því hvað BJ hefði sett á oddinn, en svör varð- andi Sjálfstœðisflokk einkenndust af „annaðhvort eða" afstöðu. Ann- að hvort var fólk mjög jákvœtt og greinilegir kjósendur flokksins, eða það lýsti algjöru frati á hann. Þar var lítið sem ekkert um milliveginn. Lýsing viðmœlenda HP á Alþýðu- flokknum var vœgast sagt loðin, en menn höfðu þó frekar hugmynd um stefnu hans en t.d. Bandalagsins. Það var einnig erfitt að fá fólk til þess að lýsa Alþýðubandalaginu og ekki er hœgt að segja að sá flokkur hafi fengið tiltakanlegt hrós hjá einum einasta manni, sem tekinn var tali í þessu sambandi. Einn vegfarandi tók spurninguna sem árás á flokk- myndir Árni BjarnasonHBHHi inn og brást óðar til varnar Guð- mundi J. Guðmundssyni, sem alls ekki stóð til að taka útfyrir sviga í Alþýðubandalaginu og gera sérstök skii Útreið Framsóknarflokksins varð slœm í þessari könnun, en er kannski ekki fullkomlega marktœk þar sem spurt var t hjarta höfuð- staðarins, sem hefur ekki verið sterkasta vígi Framsóknar á seinni árum. Það var því ef til vill fyrirsjá- anlegt, að ummœli manna um flokkinn yrðu á þann veg sem raun bar vitni. Útdráttur úr svörum viðmœlenda okkar er hér birtur undir heiti þess flokks, sem viö er átt. Þar að auki birtum við myndir af nokkrum veg- farendum, ásamt svörum þeirra við spurningunni hvort ,,sami rassinn sé undir þeim öllum". Þó niðurstöð- ur þessarar lauslegu könnunar séu kannski ekki hávísindalegar, má þó alltént hafa nokkurt gaman af því að sjá hvað upp kemur í huga fólks nú á sumamánuðum, þegar það er beðið um að tjá skoðanir stnar á stjórnmálaflokkum landsins. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.