Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 15
Sigurður Traustason: „Flokkarnir eru afar misjafnir." Hildur Ragnarsdóttir: „Allt sama súp- an." Ellý Þórðardóttir: „Hvort það sé sami rassinn undir þeim öllum? Ég treysti mér nú ekki til þess að dæma það að óséðu!" Ragna Sigrúnardóttir: „Þeir eru allir ósköp Ifkir. Þeir flokkar eiga helst upp á pallborðið hjá mér, sem vilja lána náms- mönnum." Garðar Þórhallsson: „Það er alls ekki sami rassinn undir þeim öllum." Alþýðuflokkurinn ,,Petta er svona jafnadarmanna- flokkur." ,,Mér finnst stefna hans ansi óljós í dag. Peir virðast reyna að mynda sér stefnu til þess eins að komast í ríkisstjórn. Jón Baldvin stjórnar þessu alveg — hann er aðalstjarn- an.“ „Petta er voðalegt loft hjá þeim, finnst mér.“ „Alþýðuflokkurinn er kominn langt frá uppruna sínum. Petta ætti að vera stœrsti flokkur landsins, 'ásamt Alþýðubandalaginu og Bandalagi jafnaðarmanna. Alþýða þessa lands cetti að flykkja sér um einn slíkan flokk, því þar er borin umhyggja fyrir kjörum hennar. Rík- isstarfsmenn eru t.d. alþýða þessa lands, eins og kjör þeirra eru nú orð- in, og þeir eru nœgilega margir til þess að gera þetta að sterku afli. Fólk sem vinnur hjá einkafyrirtœkj- um er hreinlega orðið að forrétt- indastétt — sjáðu bara afgreiðslu Kjaradóms!" „Peir í Alþýðuflokknum tala mik- ið um húsnœðismál." „Hefur Alþýðuflokkurinn sér- stöðu?“ Peir eru ekki jafnlangt til vinstri og hinir smáflokkarnir." „Honum er alltaf að fara aftur." „Petta er sama ruslið og í Sjálf- stœðisflokknum." „Mér finnst stefna Alþýðuflokks- ins ekki hafa verið nógu góð." „Sama súpan og hjá öllum hin- um.“ ,,Það er meira „showmanship" hjá krötunum en hinum flokkunum og þeir eru hœgrisinnaðri en jafnað- armannaflokkar á hinum Norður- löndunum." „Alþýðuflokkurinn er náttúrlega langbesti flokkurinn, því stefnan er svo falleg: Frelsi, jafnrétti og brœdralagl!" „Mér finnst Alþýðuflokkurinn ansi hœpinn." „Flokkur tœkifœrissinna!" „Kratarnir eru þeir einu sem geta skaffað þegnunum jafnrétti og jafn- rœði." Magnea R. Ögmundsdóttir: „Flokk- arnir eru ekki allir eins." Framsóknar- flokkurinn „Ekki spyrja mig um hann. . .“ „Framsókn hefur sko haldið sínu striki og staðið sig vel í stjórnar- samstarfi við erfiðar aðstœður." „Framsóknarflokkurinn er ósköp svipaður og Sjálfstœðisflokkurinn." „Þeta er afturhaldssamur flokkur, sem lœtur að miklu leyti stjórnast af Sambandinu. SIS er stœrsti heildsal- inn á Islandi og öll vitum við hvernig heildsalaklíkan er!“ „Sumir framsóknarmenn eiga frekar heima í Alþýðuflokknum, þ.e.a.s. þeir sem ekki eru hrifnir af Sambandinu." „Ég hefekkert gefið honum gaum — kannski vegna þess að hann hef- ur gefið sig í þetta stjórnarsamstarf með Sjálfstœðisflokknum." „Úreltur bœndaflokkur." „Ég hef ekki kynnt mér hann að ráði." „Eintómir bændur!" „Framsóknarflokkurinn er bara annað heiti á hagsmunasamtök- um." „Æ, þetta er allt eins — ég sver það." „Flokksviðrini, sem á engan rétt á sér.,“ „Me-me upp til sveita." „Framsókn er tímaskekkja. Borg- arbarn eins og ég hefur alla vega ekkert að gera við bœndaflokk." „Hans bíður að verða smáflokk- ur. Hann er meira að segja búinn að missa tökin á bœndunum." „Framsóknarflokkurinn er af- dankaður flokkur, sem kominn er langt frá upphafi sínu og á engan rétt á sér. Pað œtti að senda hann í andlega endurhœfingu og skipta um forystu. Hann er meira að segja búinn að klúðra öllu fyrir bœnda- stéttinni!" Þórður Magnússon: „Þettaeru nokkur vinstribrot og svo Sjálfstæðisflokkurinn." Kvennalistinn „Pœr leggja aðaláherslu á barna- mál og jafnrétti." „Mér finnst þœr ekki hafa neina sérstöðu. . . Jú, annars, þœr hafa snúið sér mest að kvennamálum og lagt öðrum góðum málum lið. Mér finnst þœr líka hafa gætt sín vel á öllum hœgri- og vinstrisveiflum." „Kvennalistinn er tákn ójafnréttis- ins, þarsem körlum er meinuð þátt- taka." „Kvennalistinn er hugsaður á röngum forsendum. Þœr œttu að hafa „blandaðan brjóstsykur" eins og aðrir flokkar." „Pað er margt gott um Kvennalist- ann að segja, þó mér finnist ýmis- legt skorta hjá þeim. Þœr takmarka sig t.d. við of fáa málaflokka." „Sá flokkur er tímaskekkja." „Kvennalistinn er ágætur — þarna eru Ijómandi góðar konur. Finnst ekki öllum konum sjálfsagt að konur fái að ráða meiru?" „Pœr skara fram úr öllum hin- um.“ „Þetta er góð barátta hjá Kvenna- listanum." „Flokkurinn á fullan rétt á sér." „Þœr hafa haft áhrif." „Allt gott um Kvennalistann að segja, nema þeim hœttir til að verða of öfgafullar. Konur hljóta almennt að viðurkenna að þœr vilji jafnrétti." „Kvennalistinn sker sig helst úr. Þœr eru samkvœmar sjálfum sér." „Mér finnst ekkert sérstakt til Kvennalistans koma. Konur eiga ekki að einangra sig í sérstökum stjórnmálaflokki." „Kvennalistinn átti rétt á sér, en nú er tilgangnum náð." Hjálmar Gíslason: „Auðvitað er svolítill munur á stefnunni hjá flokkunum, en það er svipað upp á teningnum hjá þeim öll- um þegar þeir eru í aðstöðu til þess að stjórna. Þeir troða allir sínum mönnum að." Bandalag jafnaðar- manna „Ég veit ekkert um þann flokk." „Þar er nú lítið bitastœtt." „Peirra stefna er að vera á móti öllum hinum og brjóta upp flokka- kerfið." ,,Bandalagið er náttúrlega úrsög- unni. Foringinn féll!" „Gamall Vilmundarflokkur, sem hlýtur að deyja út.“ ,,Bandalag jafnaðarmanna er öðruvísi, en ekki að mínum smekk." „Þeir hafa rétt fyrir sér um spill- inguna." „Bandalag jafnaðarmanna finnst mér sœmilegur flokkur. Hann er lík- ur Framsóknarflokknum." „Gvöð, ekki spyrja mig um þá." „Ég veit ekkert um Bandalagið. Eg hef ekkert kynnt mér það." „Peir stela alltof miklu frá Al- þýðuflokknum. Þetta eru smáþjóf- ar!" „Ekki er ég nú hrifin afBJ. Stefnan er ekki nógu sterk." „Það er margt gott um Bandalag jafnaðarmanna að segja. Mér leist vel áþáá tímabili, en klofningurinn spillir fyrir þeim." „Bandalagið hafði ákveðinn lífs- stíl, en það er löngu búið að yfirgefa hann." Ella M. Einarsson: „Stjórnmálaflokk- arnir eru auðvitað misjafnir." Sjólfstæðis- flokkurinn „Æi. . .“ „Traustur flokkur á traustum grunni, en auðvitað erþetta sundur- leitur hópur eins og í öllum flokk- um. / augnablikinu virðast vera þarna átök um stefnur." „Eger ánœgður með hann í þess- aristjórn. Hann má gjarnan stjórna áfram." „Sjálfstœðisflokkurinn er svolítið íhaldssamur, en ekki þó til baga að mínu mati." „Mér finnst hann skásli flokkur- inn, þó hann sé alls ekki gallalaus. Peir hafa þó bestu heildarmyndina." „Pað er minn flokkur!" „Eintómt rusl." „Mér fyndist hann ágœtur, ef Al- bert vœri ekki í honum. Það mál er hneyksli fyrir Sjálfstœðisflokkinn." „Eg veit ekki hvað skal segja um hann — svei mér þá." „Peir eru í erfiðri aðstöðu og hafa lengi verið. Peir þurfa sífellt að fórna helstu stefnumiðum sínum í samsteypustjórnum." „Þetta er burgeisaflokkur fyrir þá sem eiga nóga peninga. Peir sem efnasl eru heldur ekki lengi að snú- ast á sveif með Sjálfstœðisflokkn- um, þó þeir hafi ekki átt samleið með honum fyrr." „Ég á enga samleið með þeim flokki." „Skástur." „Þeir hampa einkaframtakinu þar til illa tekst til og launþegum er gert að borga brúsann. Pað er engin ábyrgð í þessu." Kristófer Þorleifsson: „Mér .finnst stjórnmálaflokkarnir alls ekki vera allir eins." HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.