Helgarpósturinn - 17.07.1986, Síða 18
Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
I lánamálabaráttu sinni beita náms-
menn ýmsum ráðum. Fyrir skömmu
sendu nokkrir námsmenn í Bandaríkj-
unum þingmönnum eftirfarandi vísu-
korn:
Hljód nú þungt I menntamönnum
margur gráti nœrri er.
Vofa hungurs heggur tönnum
hel — r' — víti búum vér!
Tálma' af grýttum vegi greiðum
á gremju og óvild sigrumst nú.
Að farsœldar og fögrum heiðum
fram, fram veg, ei aftur snú.
Málefni Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hafa mikið verið til um-
ræðu,ekki einungis að undanförnu
heldur frá upphafi. í tíð síðustu
tveggja menntamálaráðherra, þ.e. í
tíð núverandi ríkisstjórnar, hefur
umræðan tekið á sig nokkuð aðra
mynd. Það felst helst í beinni af-
skiptum menntamálaráðherranna,
Ragnhildar Helgadótlur og Sverris
Hermannssonar. Þegar núverandi
lög um námslán og námsstyrki, ■
einsog lögin um Lánasjóðinn heita,'
voru samin á árunum fyrir 1982 hélt
þáverandi menntamálaráðherra
Ingvar Gíslason sig í skugganum.
Hann setti á fót nefnd þingmanna úr
öllum flokkum, námsmanna frá öll-
um hagsmunasamtökum þeirra og
fulltrúum frá Lánasjóðnum. Nefndin
skilaði ekki áliti fyrr en allir hófðu
komist að samkomulagi. Þaö álit
var drög að lögum sem fóru nánast
óbreytt í gegnum þingið. Afskipti
síðustu tveggja menntamálaráð-
herra hafa hinsvegar falist, einsog
fyrr sagði, í beinni afskiptum. Ann-
arsvegar með reglugerðarbreyting-
um, ákveðnum einhliða af ráðherra,
og hinsvegar með því að kalla til
ráðgjafa utan þings, hagsmunahópa
námsmanna og utan Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna. Hefur þetta
valdið því að málefni lánasjóðsins
hafa verið tíðar í fjölmiðlum en áður
var.
Uthlutunarreglur
árlega
Stjórn LÍN gefur út á hverju ári út-
hlutunarreglur sem eru byggðar á
reglugerð og lögum um Lánasjóð-
inn. Þessar reglur þarf ráðherra að
staðfesta. Nokkurt svigrúm er til
breytinga á úthlutunarreglunum,
t.d. í sambandi við skólagjöld, lán til
málanáms, tekjuumreikning o.fl.
Nýjustu breytingarnar á Lánasjóðn-
um taka einmitt til þessara þátta. En
nýjar reglur voru staðfestar af ráð-
herra 18. júní síðastliðinn.
Breytingarnar á úthlutunarregl-
unum nú fela í sér að ekki er lánað
fyrir skólagjöldum vegna fyrirhluta-
náms (t.d. BA- eða BS-náms) sé hægt
að stunda hliðstætt nám hér á Iandi.
Afram er lánað fyrir framfærslu.
Helstu lönd þar sem greiða þarf
skólagjöld eru Bandaríkin, Kanada
og Bretland. Breytingarnar fela
einnig í sér að tekjuumreikningur-
inn svo kallaði eykst þannig að nú
dragast 65% í stað 75% frá námsláni
af þeim tekjum sem eru umfram
framfærslu námsmanns í leyfi. Þetta
þýðir að minna af sumartekjum
námsmanns dregst t.d. frá láninu en
áður en einnig að kostnaður LÍN
eykst að sama skapi. Sú breyting, að
námsstyrkir og kennslulaun dragast
ekki frá láni, eykur einnig fjárþörf
lánasjóðs. Hinsvegar minnkar fjár-
þörf sjóðsins við það að einhleypur
Lánasjóður íslenskra námsmanna
— í — víti búum
námsmaður sem býr hjá foreldrum
fær einungis 60% af grunnfram-
færslu í lán í stað 70% áður.
LÍN stór útgjaldaliður
á fjárlögum
Helsta gagnrýni á Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna hefur alla tíð
verið sú að kostnaður ríkissjóðs af
sjóðnum hafi verið of mikill. Alþingi
hefur með fjárlögum veitt sjóðnum
minna fé en sjóðurinn hefur áætlað
þörfina vera, því hefur svo verið
bjargað með aukafjárveitingum að
hausti. Hefur þá ekki skipt máli hvar
í flokki fjármálaráðherra hefur stað-
ið, aukafjárveitingar hafa verið
veittar. Fjárþörf sjóðsins hefur auk-
ist ár frá ári. Kemur þar margt til.
Stærstu árgangar íslandssögunnar
eru nú á framhaldsskólaaldri, aukið
hlutfall ungs fólks leggur stund á
framhaldsnám, fjölgun námsmanna
erlendis hefur mest orðið í þeim
löndum er krefjast skólagjalda o.fl.
o.fl. Upphaflega hugmyndin um
Lánasjóðinn var að sjóðurinn yrði
með tímanum svokallaður gegnum-
streymisjóður, þ.e. að lunginn úr
fjárþörf sjóðsins kæmi inn sem af-
borganir námsmanna af teknum
lánum. Ríkissjóður tæki að sér
reksturinn á sjóðnum og veitti
ferðastyrki. Ljóst er að þetta tekur
langan tíma og með núverandi fyr-
irkomulagi tekst það aldrei. Sjóöur-
inn hefur verið látinn taka erlend
lán fyrir allt að tveimur fimmtu hlut-
um fjárþarfarinnar. Afborganir og
vextir af óhagstæðum erlendum
lánum hafa verið hærri en afborg-
anir námsmanna af sínum lánum.
Þannig eykst fjárþörf sjóðsins í stað
þess að minnka. Með því móti verð-
ur sjóðurinn aldrei gegnumstreymi-
sjóður. Og með því að samþykkja að
sjóðurinn taki erlend lán hafa al-
þingismenn brugðið fæti fyrir eigin
smíð, þ.e. lögin um Lánasjóðinn.
Breytingin minnkar ekki
útgjöldin
I ljósi þessa mætti búast við að
breytingar á úthlutunarreglum
sjóðsins og/eða reglugerð ættu að
hníga í þá átt að minnka fjárþörf
LÍN. í þessu tilviki er það ekki. Erfitt
er að finna út hvað niöurfellingin á
lánum til skólagjalda í fyrrihluta-
námi sparar sjóðnum mikið. En talið
er að um 15—20 milljónir króna
muni sparast. Sú tala er um eitt pró-
sent af útgjöldum sjóðsins. En kostn-
aðurinn af auknum tekjuumreikn-
ingi og kostnaður vegna þess að
styrkir dragast ekki frá láni er
a.m.k. jafn þessari tölu. Ardís Þórð-
ardóttir, formaður stjórnar LÍN, seg-
ir í samtali við HP að verið sé að
reyna að halda uppi jöfnuði. Að
sparnaður á einum stað innan LIN
jafni út kostnað á öðrum stað.
„Starfsemi sjóðsins er í endurskoð-
un og við teljum hvorki forsvaran-
legt að þenja sjóðinn út né heldur að
minnka hann mikið. Þrátt fyrir þess-
ar breytingar er enn tiltölulega sami
taktur í úthlutunarreglunum og hef-
ur verið. Skólagjöld hafa t.d. alltaf
verið skert á einn eða annan hátt.
Það er tvennt sem ávinnst við
þessar breytingar; nú sitja allir við
sama borð í sambandi við skóla-
gjöld því áður var einungis lánað til
skólagjalda í Bandaríkjunum, Kan-
ada og Bretlandi en nú er lánað til
skólagjalda í öllum löndum, svo
framarlega sem ekki er hægt að
stunda hliðstætt nám hér heima.
Hinn ávinningurinn er að með því
að auka tekjuumreikninginn og
hætta að draga styrki frá lánum eru
námsmenn hvattir til að vinna
meira," sagði Árdís.
Sparnaður er því enginn. Hrafn
Sigurðsson, framkvæmdastjóri LÍN,
sagði við HP að minnkun á fjárútlát-
um sjóðsins vegna niðurfellingar
skólagjalda kæmi lítið til fram-
kvæmda næsta skólaár. „Það er
ekki fyrr en haustið 1987 sem þetta
fer að hafa einhver áhrif. En þetta er
allt háð því hvernig „hliðstætt nám“
verður skilgreint. það verða örugg-
lega mörg tilvik þar sem erfitt verð-
ur að skilgreina hvað er hliðstætt
nám og hvað ekki. Það er verið að
vinna að því núna.
Það er ekki gert ráð fyrir því að
þessi breyting minnki útgjöld sjóðs-
ins. Tekjuumreikningurinn kemur
til framkvæmda strax, þannig að
slökun í tekjueftirlitinu eykur strax
útgjöld sjóðsins en áhrifin á móti
vegna skólagjaldanna verða ekki af
fullum þunga fyrr en haustið 1987.
Þannig að fyrir næsta skólaár held
ég að sé verið að bæta í hítina frekar
en hitt. Og það sennilega talsvert,"
sagði Hrafn.
Breytingarnar gagn-
rýndar harðlega
Þessar breytingar hafa verið
gagnrýndar af mjög mörgum, sér-
staklega niðurfellingin á skólagjöld-
unum. Sérstaka athygli vekur hve
kröftuglega Morgunblaðið hefur
gagnrýnt þessa breytingu í Reykja-
víkurbréfum sínum. Blaðið segir
m.a. sunnudaginn 6. júlí sl.: „Kjarni
málsins er þó sá, sem að var vikið á
þessum vettvangi um siðustu helgi,
að það er ákaflega varhugavert að
ætla að safna námsmönnum saman
við Háskóla íslands að eins miklu
leyti og mögulegt er en beina þeim
að öðru leyti að mestu fram hjá hin-
um enskumælandi heimi." Ein af
ástæðum þess að námsmenn sæki
til enskumælandi landa sem krefjast
skólagjalda telur höfundur Reykja-
víkurbréfs einmitt vera tungumálið:
„Enskan er það erlenda mál sem
þeir ráða best við.“ Aðrir hafa talið
að þaö mætti minnka útgjöld sjóðs-
ins með því að auka lán til mála-
náms í þeim löndum þar sem ekki
þarf að greiða skólagjöld. Vegna
þess einmitt að fólk ráði einungis
við ensku en vildi gjarnan nema við
háskóla annarra landa en þeirra þar
sem töluð er enska. Síðustu ár hefur
ýmist ekki verið lánað til málanáms
eða einungis lánað til eins misseris
einsog nú er.
Engin gagnrýni á tekju-
umreikninginn
Gagnrýni á aukningu tekjuum-
reiknings hefur aftur á móti lítil orð-
ið, jafnt frá þeim sem áður hafa
gagnrýnt LÍN fyrir of mikil útgjöld
sem öðrum. Löngum hefur verið lit-
ið á tekjuumreikninginn sem sparn-
að fyrir LÍN sökum þess að auknar
tekjur námsmanns minnki lánsþörf-
ina og það vegi upp á móti útgjalda-
aukningu sjóðsins. Þetta hefur
a.m.k. verið álit námsmanna og nú-
orðið jafnvel álit ráðherra. Sú hefur
ekki orðið raunin, t.d. vegna þess að
við aukinn umreikning fjölgar þeim
• Kostnaður ríkissjóðs af LÍN alla tíð talinn of
mikill
• LÍN fær ekki að verða sá gegnumstreymi-
sjóður sem var upphaflega hugmyndin, vegna
óhóflegrar erlendrar lántöku
• Niðurfellingin á skólagjöldum vegna fyrri-
hlutanáms og aukinn tekjuumreikningur munu
auka útgjöld sjóðsins í ár
• „Það er verið að bæta í hítina, og það senni-
lega talsvert,“ segir framkvæmdastjóri LÍN
eftir G. Pétur Matthíasson mynd Árni Bjarnason
ver
námsmönnum sem geta fengið lán,
námsmönnum sem ella hefðu ekki
fengið eina krónu í lán. Einnig leiðir
aukinn tekjuumreikningur til þess
að færri ljúka t.d. BA-prófi á þremur
árum en ekki fjórum. Aukin vinna
með námi lengir námstímann í
mörgum tilvikum og hefur áhrif á
námsframvinduna; sparnaður
sjóðsins er nú hæpinn á þeim for-
sendum. Einnig þjóðfélagsins því
námsmaðurinn kemur seinna en
ella til starfa í þjóðfélaginu, byrjar
seinna að borga skatta og byrjar
seinna að borga af námsláninu sínu.
Ekki er Ijóst hvað breytingarnar
hafa í för með sér í sambandi við Há-
skóla íslands sem er nú þegar yfir-
fullur af námsfólki. Ljóst er að ein-
hver aukning verður í aðsókn að
skólanum. „Þetta ætti að herða að-
sóknina til okkar,“ sagði Halldór
Guðjónsson, kennslustjóri HÍ, í sam-
tali við HP. Hann sagðist ekki geta
svarað nema fyrir sig þar sem þessi
mál hefðu ekki enn verið rædd inn-
an skólans. „Væntanlega leggur
þetta á okkar herðar þær skyldur að
auka eitthvað fjölbreytni í námsvali.
Miðað við það sem flestir aðrir telja
nauðsynlegt til háskólahalds þá er
ljóst að við eigum mjög erfitt með
að taka við aukningu. Það má með
einhverjum rétti segja að við tökum
ekki við fólki núna sem skyldi en
hinsvegar hefur okkur tekist að taka
við sífellt fleira fólki. Hvort það er
gert á viðhlítandi hátt eða ekki er
álitamál." Svipaða sögu hafði Jútíus
Sólnes, prófessor í verkfræðideild,
að segja. „Ég er fylgjandi því að
menn ættu að hafa frelsi til að læra
þar sem þeir vilja og það er ekki
gott ef neyða á menn til að koma
hingað í Háskóla íslands. Þessi
breyting á reglum Lánasjóðsins er
ekki fyrir okkur gerð því við eigum
nóg með þjá nemendur sem fyrir
eru. Við eigum fullt í fangi með að
taka við öllum sem sækja um að
komast í skólann. Ég er á móti öllum
hömlum í þessum efnum því það
hefur verið höfuðkostur íslenskrar
menntunar hve fjölbreytt hún hefur
verið," sagði Júlíus.
Þrátt fyrir orð Árdísar Þórðardótt-
ur um að alltaf hafi verið skert lán
fyrir skólagjöldum verður að telja
niðurfellingu á þeim til fyrrihluta-
náms meginbreytingu á Lánasjóði
íslenskra námsmanna. Um afleið-
ingarnar er erfitt að spá en ljóst er
að aukin sókn verður í nám í Há-
skóla íslands, sem í raun getur ekki
tekið við fleiri námsmönnum. Það
minnkar enn gæði námsins í Hl.
Einnig er Ijóst að sú fjölbreytni
minnkar, sem felst í því að fólk nemi
sömu fræði við marga mismunandi
háskóla í mörgum mismunandi
löndum. Einnig er ljóst að sparnað-
ur vegna þessa er enginn — þvert á
móti eru útgjöld sjóðsins í heildina
aukin til að byrja með.
18 HELGAFtPÖSTURINN