Helgarpósturinn - 17.07.1986, Page 19

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Page 19
l^Sins og kunnugt er ætla for- ráðamenn Þjóðleikhússins að halda því leyndu fram að lokum frumsýn- ingar á Uppreisninni á ísafirði hver sé höfundur leikritsins. Nokkr- ir aðlar þykja koma fremur til greina en aðrir og höfum við áður skýrt frá því að nöfn þeirra Þorgeirs Þorgeirssonar, Þrándar Thoroddsen og Ragnars Arnalds væru nefnd í þessu sambandi. Á síðustu æfingu fyrir sumarleyfi tjáði Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri leikurunum að höfundurinn yrði viðstaddur og urðu menn að vonum spenntir að sjá hvaða ein- staklingur myndi mæta á staðinn. Þarna lék Brynja hins vegar á leik- arana, því í salnum sat nokkur hóp- ur fólks. Þorgeir Þorgeirsson var ekki meðal hinna útvöldu og telst því væntanlega úr leik, en bæði Þrándur og Ragnar voru mættir. Þarna voru hins vegar einnig Úlfur Hjörvar, Oddur Björnsson, Sól- veig Jónsdóttir, Gunnar Gunn- arsson og Hallveig Thorlacius, sem reyndar er kona Ragnars Arn- alds. Þrátt fyrir að þessi uppákoma hafi í fyrstu ruglað menn í ríminu, eru þeir þó enn í meirihluta sem halda því fram að höfundurinn sé þing- maður Alþýðubandalagsins. . . Vió höfum f lutt okkur um set Starfsmannasvið Landsbanka íslands er flutt í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Hjá okkur er opið frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Við erum reiðubúin að ráða starfsfóik í ýmsar stöður hjá bankanum, svo sem gjaldkera, ritara og afgreiðslufólk. Komið og kynnist okkur á nýja staðnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, vesturdyr, 3. hæð, símar: %7S^Sr*“ Landsbankl Islands Banki allra landsmanna í 100 ár BÍLALEIGAN ÓS Langholtsvegi 109 (í Fóstbræðraheimilinu) Sækjum og sendum Greiðslukorta þjónusta Sími 688177 HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.